Morgunblaðið - 26.10.1985, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoóarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
Um stjórnskipun
og ábyrgð
Islenzka þjóðin þarf á öðru
fremur að halda en ófyrir-
sjáanlegum misskilningi, hvað
þá átökum milli þeirra sem sitja
í æðstu embættum landsins.
Það slys hefur þó hent að þjóðin
hefur þurft að horfa upp á
atburði á þeim vígstöðvum sem
eru einstæðir í sögu lýðveldisins
og hafa komið á miklu tilfinn-
ingaróti meðal almennings i
landinu, ekki síður en þeirra
sem hafa með höndum löggjaf-
ar- og framkvæmdavald sam-
kvæmt stjórnarskrá okkar.
Eftir þá yfirlýsingu samgöngu-
ráðherra að hann og aðrir ráð-
herrar hefðu hlotið að segja af
sér ef forseti lýðveldisins hefði
ekki staðfest þegar í stað lögin
um flugfreyjuverkfallið var
þjóðinni ljóst að ekki var allt
með felldu á æðstu stöðum.
Hvorki ummæli ráðherrans né
verkfallið sjálft voru þó neitt
aðalatriði þessa máls úr því sem
komið var, heldur sá blæbrigða-
munur sem á því var, hvort
forseti staðfesti lögin þegar í
stað eða frestaði því og jafn-
framt sú spurning sem ósvarað
er og verður sennilega, hvort
afsögn ráðherra undir slíkum
kringumstæðum hefði verið
lögformlega rétt samkvæmt
stjórnarskrá landsins. Vægast
sagt virðist hvort tveggja vera
jafn hæpið, sú ákvörðun forseta
að skirrast við að staðfesta
lögin þegar í stað vegna þess
dags sem atburðinn bar upp á
og sú yfirlýsing ráðherra að
dráttur á staðfestingu skipti
sköpum um áframhaldandi setu
í ríkisstjórn. Alla vega verður
ekki um samgönguráðherra
sagt, að hann hafi stuðlað að
því að halda deilum um þetta
mál í skefjum í fyrradag. Engin
skylda ráðherra er þó ríkari en
sú, þegar um grundvallarstoðir
lýðveldisins er að tefla. Það er
alvarlegt mál að stjórnskipun
landsins tekur ekki afdráttar-
laust af skarið um svo viðkvæm
atriði, hvað sem um venjuna
má segja. Það sýnir að stjórnar-
skráin er götótt, ef svo mætti
að orði komast, og þyrfti endur-
bóta við. Það hefði hiklaust
haft heilladrjúg áhrif í þá átt
að lægja öldurnar, ef stjórnar-
skráin segði fyrir um, hve lengi
eða hvort forseta er heimilt að
fresta staðfestingu og jafn-
framt, hvort ráðherrar skulu
sitja áfram eða segja af sér
þegar í stað ef ágreiningur
kemur upp. Raunar sýnist ekki
minna tilefni til að ríkisstjórn
sitji við slíkar aðstæður en að
hún fari frá vegna þeirrar gífur-
legu óvissu sem skapast mundi
við átök milli forseta og ríkis-
stjórnar. :.,t
Forseti íslands hefur skýrt
frá því að hún hafi viljað gefa
vísbendingu um hug sinn að
vandlega hugsuðu máli með því
að fresta undirskrift í fyrradag
en hafi alls ekki haft í hyggju
að synja um undirskrift. Forseti
telur einnig að stjórnvöld hafi
verið óheppin með daginn sem
lögin áttu að ganga í gildi. En
þar sem forseti lýðveldisins er
ábyrgðarlaus á stjórnarathöfn-
um, eins og fram kemur í stjórn-
arskránni, má varpa fram þeirri
spurningu, hvort hann hafi
embættisins vegna heimild til
að láta tilfinningar sínar í ljós
með þeim hætti sem gert var.
Með tilvísun til ákvæða stjórn-
arskrárinnar um ábyrgðarleysi
forseta má auðvitað færa rök
að því, að í þau ákvæði sæki
ráðherra heimild til þess að
ákveða hvenær undirritun laga
skuli fara fram og að þetta
sama ákvæði veiti ráðherranum
rétt til þess að ákveða hvenær
hik á undirritun forseta skuli
teljast synjun, þannig að
ákvæði 26. gr. verði virk; að
stjórnarathöfnin sé á ábyrgð
viðkomandi ráðherra, hvort
sem um sé að ræða frestun,
undirritun eða jafnvel sýnjun.
Forsetaembættið er virðuleg-
asta en jafnframt viðkvæmasta
embætti landsins og það væri
bezta veganestið að forseti vissi
ávallt hver séu takmörk valds
hans; að hann gengi aldrei að
því gruflandi, hversu langt
hann má ganga hverju sinni án
þess að virðingu embættisins
sé stefnt í voða. Það á aldrei
að þurfa að vera túlkunaratriði.
En þar sem forseti er ábyrgðar-
laus starfar hann á ábyrgð ráð-
herra sem sækir vald sitt til
Alþingis, en á þingræði byggist
öll stjórnskipun landsins.
Samt hefur forseti mikilvæg
völd. Hann fer ásamt Alþingi
með löggjafarvaldið og ásamt
öðrum stjórnvöldum með fram-
kvæmdavaldið, þótt ráðherra
beri ábyrgð á öllum stjórnar-
framkvæmdum. Forseti felur
stjórnmálaforingjum myndun
ríkisstjórna og skipar ráðherra.
Og það er ómótmælanleg stað-
reynd að forseti lýðveldisins
hefur synjunarvald og getur
synjað staðfestingar á laga-
frumvarpi þótt ríkisstjórnin
geti látið það öðlast gildi þegar
í stað. í því tilfelli yrði að leggja
lögin undir dóm þjóðarinnar
með þjóðaratkvæðagreiðslu og
féllu þau úr gildi ef samþykkis
væri synjað, eins og segir í
stjórnarskrá lýðveldisins.
Það eitt út af fyrir sig er
dæmi um ónákvæmni stjórnar-
skrárinnar að í 26. grein hennar
stendur að þjóðaratkvæða-
greiðslan skuli fara fram „svo
fljótt sem kostur er“. Hvað
merkir það? Engin venja hefur
skapazt um þetta atriði sem
aldrei hefur reynt á. Um þetta
gætu orðið stórátök, því að í
öllum kosningum getur tíma-
setningin ráðið úrslitum. Það
er einnig út í hött að segja í 26.
grein stjórnarskrárinnar að
lögin falli þegar úr gildi ef þjóð-
in synjar samþykkis. Sam-
kvæmt því hefði átt að kjósa
um mál í þessu tilfelli sem
engum heilvita manni dettur í
hug að unnt væri að afturkalla
eftir slíka þjóðaratkvæða-
greiðslu sem fram hefði farið
eftir dúk og disk. Ekki getur
löggjafinn ætlazt til þess að
flugfreyjur færu aftur í sama
verkfallið að 3-4 mánuðum liðn-
um, svo að dæmi sé tekið, ef
mál hefðu þróazt með þeim
hætti. í slíkum tilfellum hlytu
átökin að vera um afstöðu þjóð-
arinnar til ríkisstjórnar annars
vegar og forseta landsins hins
vegar og yrði slíkt að sjálfsögðu
stórmál, hversu ómerkilegt sem
það annars væri. Þetta ákvæði
er eins og sumt annað þessa
efnis inn í stjórnarskrána
komið vegna átaka um völd
forseta íslands, þegar stjórnar-
skráin var samin fyrir lýðveld-
istöku 1944. Þá vildu sumir efla
völd forsetans en aðrir draga úr
þeim. Slík ákvæði sem þetta eru
vandræðaleg málamiðlun sem
leiðir ekki til neins nema öng-
þveitis og misskilnings, þegar
bezt lætur.
Þannig leiddi ónákvæmt
orðalag um synjun undirskrift-
ar forseta til nokkurra átaka á
æðstu stöðum í fyrradag, jafn-
vel þótt unnt væri að miða við
venjufrest. Engir sérfræðingar
í lögskýringum geta túlkað svo
viðkvæmt mál með þeim hætti
að öllum líki.
Það getur varla verið í
ákvörðunarvaldi einstakra ráð-
herra og jafnvel ekki sjálfs
forseta Islands að skera úr um
það, hvenær dags eða sólar-
hrings hann eigi að staðfesta
lög frá Alþingi eða bráðabirgða-
lög í viðkvæmum deilumálum,
en þennan rétt tóku fulltrúar
framkvæmdavaldsins sér á
kvennadaginn og mun þess
lengi minnzt. Svo lengi sem slík
ákvæði eru óljós í stjórnar-
skránni geta þau leitt til vand-
ræða, jafnvel upphlaups eins og
þjóðin hefur nú orðið vitni að.
Morgunblaðinu er kunnugt um
að ráðherrar settu forseta frest
til að staðfesta lögin til kl. 15.00
þennan dag og hugðust láta
ákvæði 26. gr. koma til fram-
kvæmda að þeim tíma liðnum
ef undirskrift lægi ekki fyrir,
en forseti staðfesti lögin uppúr
kl. eitt. Þarna mátti því litlu
muna að ekki hlytist af stórslys
og óþægileg átök á æðstu stöð-
um.
Nauðsynlegt er að friður ríki
um forsetaembættið, nóg er nú
samt af átökum á þvísa landi,
íslandi. Og ringulreið. Það væri
í þágu alþjóðar og stjórnvalda
- og þá ekki sízt forseta sjálfs
að skýra vafaatriði, þótt var-
hugavert sé að vera krukka í
stjórnarskrána að nauðsynja-
lausu. Forseti á líklega sjálfur
mest undir því komið að stjórn-
arskráin sé skýr og afdráttar-
laus og enginn vafi um völd og
verksvið forseta. Atburðirnir
24. október sl. eru örlagarík
viðvörun um, hve nauðsynlegt
er að öll ákvæði um embætti
forseta Islands séu skýr og ótví-
ræð. Þjóðarheill getur verið
undir því komin. Hættunni er
boðið heim, ef svo viðkvæm
atriði eru komin undir túlkun
lögskýrenda, hversu merkir sem
þeir eru að allra dómi, geðþótta
annarra eða misskilningi, þegar
bezt lætur.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 310. þáttur
Enn langar umsjónarmann
til þess að víkja að enskum
áhrifum á íslenskt mál og vara
við þeim. Af augljósum ástæð-
um eru þau mjög áleitin, og
nægir að nefna dægurlaga-
texta, myndbönd og auglýsing-
ar. Sérstakt tilefni er hluti af
grein eftir Víkverja hér í blað-
inu 15. þ.m. Þar segir:
„Það er að verða óþolandi að
fylgjast með því, hvernig viss
hópur kaupsýslumanna vinnur
að því að eyðileggja íslenskt
mál. Hvarvetna blasa við er-
lend fyrirtækjaheiti: Western
fried chicken, Southern fried,
Kentucky fried, Broadway
o.s.frv. Við þessi erlendu heiti
á fyrirtækjum bætist nú, að
þeir eru farnir að setja upp
heljarstór auglýsingaskilti við
hraðbrautir með þessum
ósóma, eins og t.d. má sjá,
þegar ekið er um Mosfellssveit,
þar sem skilti með nafninu:
„Western fried chicken" blasir
við augum, þegar ekið er út úr
höfuðborginni vestur og norð-
ur. Það á að banna erlendu
fyrirtækjaheitin með lögum og
það á að banna þessi auglýs-
ingaskilti. Fyrr en varir verða
þau orðin að alvarlegri um-
hverfismengun, eins og þau
hafa alls staðar orðið."
♦
Á fleira þessu líkt langar
umsjónarmann til að drepa og
þá ekki síst það sem með ein-
hverjum hætti höfðar til barna
og unglinga. Málsýkingin á
þeim aldri er hættulegust, því
að lengi býr að fyrstu gerð.
Smekkurinn, sem kemst í ker,
keiminn lengi eftir ber, segir
máltækið. Við þurfum mjög að
gjalda varhug við enskunni í
ýmsu er varðar leikföng barna.
Við getum ekki sætt okkur við
orðskrípi eins og
heman og
skeleton. Vandinn er enginn,
því að þetta þýðir karlmaður
og beinagrind. Og enn eitt. Ef
við viljum endilega taka eitt-
hvað upp úr ensku sem sérstakt
heiti, þá hlýtur það að vera
lágmarkskrafa, að það sé staf-
sett eftir íslenskum reglum, en
ekki enskum. Við megum ekki
láta það viðgangast, að börn
venjist á að kalla drykk
hæsí, nema hann sé stafsettur
þannig. Eins og letri er háttað
utan á fernunum, væri skömm-
inni skárra að kalla drykkinn
háa c (háa sé). Við köllum þó
alltjent olíufélag Bé pé
(skammstöfun fyrir British
Petrolum), en ekki Bí pí. Og
stuttstíga gaurinn í Dallas
getum við kallað
Joð Err, en alls ekki Dsjei Ar.
Ekki sakar heldur að
minnast á uppivöðslu orðsins
ókei, sem æðir eins og eldur í
sinu um íslenskt mál og hefur
tekið á sig sömu tónbrigðin í
mismunandi merkingum, eins
og í máli Englendinga og
Bandaríkj amanna.
Umsjónarmaður hefur áður
minnst á brenglaða orðaröð í
íslensku fyrir erlend áhrif.
Ekki skal staglast á því í þetta
sinn, en lítið dæmi tilfært héð-
an úr blaðinu föstudaginn 18.
þ.m. Þar kemur fram, sem
betur fer, að margur er á verði
um móðurmálið. Húsmóðir í
Kópavogi skrifar Velvakanda:
„í Morgunblaðinu 16. októ-
ber var sagt frá því að Jóakim
prins, yngri sonur Margrétar
Danadrottningar og manns
hennar, Hinriks prins, væri hér
í heimsókn og birt var mynd
af prinsinum unga sem bauð
af sér góðan þokka. En hann
var nefndur „prins Jóakim" á
þremur stöðum í greininni og
faðir hans „prins Hinrik". En
samkvæmt íslensku máli á að
segja nafnið fyrst og síðan
titilinn, samanber „Margrét
Danadrottning."
Ekkert hefur enn heyrst frá
Hlymreki handan eftir ádrepu
ónefnds Akureyrings í næstsíð-
asta þætti. En kunningi hans,
Þjóðrekur þaðan, hefur hins-
vegar haft samband við um-
sjónarmann og tekið undir
áfellisdóminn um Hlymrek í
eftirfarandi vísu:
Eg vorkenni Hlymreki handan
að hafa ekki meðtekið andann.
Hans Sónarkerssveita
er sjenslaust að neyta
því hann kann hvorki að brugg’-
ann né bland’ann.
Einfaldur og auðlærður er
munur nokkurra atviksorða
sem tákna átt, stefnu og stað.
Sjáum á eftirfarandi dæmum
hvenig endingarlausu orð-
myndirnar tákna
stefnuna, hreyfinguna til, en
orðmyndirnar með endingu
tákna
kyrrstöðuna, dvölina á: Við för-
um
út, en erum
úti, förum
inn, en erum
inni, förum
upp, en erum
uppi, förum
fram, en erum
frammi, förum
niður, en erum
nióri. Seinasta orðmyndin
finnst mér einkum í hættu. En
við förum sem sagt niður á
bryggjuog
erum niðri á bryggju. Jón botn-
an, bróðursonur Björns botn-
ans frá Botnastöðum, kvað:
Eiríkur á Sauðá syðri
Sigríði á Eyri niðri
sauma lét á seltíð miðri
sængurföt með rjúpnafiðri.
Og það er þá heldur ekki
sama hvernig við skiptum milli
lína. Ýmislegt Ijótt af því tagi
hefur mátt sjá á tölvuöld, nú
síðast í Lesbókinni fyrir réttri
viku. Þar stóð:
„Auðvitað þekkti ég tal —
svert (þannig skipt milli lína)
til hans.“ Þetta held ég að hafi
átt að vera
tals-vert
Auk þess legg ég til að við
höfnum slettunni gallerí og.
tökum upp orð eins og
listhús eða
myndhús. Hvort viljið þið held-
ur?