Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1986
27
ast að þjóðarbókhlaðan yrði sjálf-
stæð stofnun en ganga þyrfti vel
frá tengslum hennar við háskól-
ann. Undir þetta tók háskólarektor
og sagði hann að sennilega myndi
þjóðarbókhlöðunni farnast best ef
hún væri sjálfstæð stofnun. Hann
tók sem dæmi Raunvísindastofnun
háskólans, sjálfstæða stofnun sem
hefði að ýmsu leyti farnast betur
en öðrum deildum háskólans.
„Þingmenn hafa
brugdist“
Nokkrar fyrirspurnir komu
fram um fjármál þjóðarbókhlöð-
unnar, eins og við mátti búast. Sig-
urlaug Bjarnadóttir, menntaskóla-
kennari og fyrrum alþingismaður,
var þungorð í garð stjórnvalda og
varpaði hún fram þeirri hugmynd
hvort ekki mætti nota þann hluta
af hagnaði Seðlabankans, sem
ríkið hygðist nú taka í sína vörslu,
til þess að borga framkvæmdir við
þjóðarbókhlöðuna; nú þegar Seðla-
bankinn væri búinn að reisa sinn
„svarta kastala". Hlaut þessi hug-
mynd töluvert klapp ráðstefnu-
gesta.
Arni Gunnarsson svaraði því til
að varasamt væri að eyrnamerkja
tekjustofna á þennan hátt; stjórn-
málamenn væru mjög fundvísir á
leiðir til þess að fara í kringum
slíkt. Guðrún Helgadóttir taldi að
vel væri hægt að útvega þær 277
milljónir sem þyrfti til að klára
húsið án þess að finna nýja tekju-
stofna. Peningarnir væru til en
þjóðarbókhlaðan hefði augljóslega
ekki forgang á Alþingi. „Það eru
alþingismenn sem hafa brugðist í
þessu máli,“ sagði Guðrún, „ég vil
ekki fría okkur þeirri ábyrgð." Að
visu kvað hún sig og sinn flokk
geta haft nokkuð góða samvisku
vegna þessa máls en um það atriði
urðu nokkrar umræður.
Svo var rætt töluvert um húsið
sjálft og arkitektúr þess en það
er önnur saga...
- U
Skákhátíð í Hafn-
arfirði um helgina
SKÁKFÉLAG Hafnarfjarðar og
Sparisjóður Hafnarfjarðar gangast
um helgina fyrir skákhátíð í íþrótta-
húsinu við Strandgötu í Hafnarfirði.
Háð verður hraömót með þátttöku
allflestra sterkustu skákmanna
landsins, auk þess sem Helgi Olafs-
son, nýbakaður stórmeistari, teflir
fjöltefli og heldur fyrirlestur. Fjöl-
tefli Helga við unglinga fór fram í
gærkvöldi, en í dag kl. 10.30 fyrir
hádegi hefjast undanrásir hraðmóts-
ins.
í dag verða tefldar níu umferðir
og er umhugsunartíminn 15 mín-
útur á skákina. Allir skákmenn
með minna en 2100 stig hafa
þátttökurétt, en þeir sem hafa
2100 Elo-stig eða meira komast
beint í aðalkeppnina á morgun,
sunnudag. 20 efstu menn í undan-
rásunum öðlast þátttökurétt í A-
flokki, en þeir sem verða fyrir neð-
an 20. sæti tefla í B-flokki úrslit-
anna. Tefldar verða 3 umferðir
fyrir hádegi í dag kl. 10.30—12.20.
Síðan 3 umferðir kl. 13.30—15.10.
Kl. 15.15. mun Helgi ólafsson
halda fyrirlestur, en kl. 16.15 hefst
taflið að nýju og lýkur kl. 18.00.
Úrslitin fara síðan fram á
morgun, sunnudaginn 27. október.
Verða þá tefldar 11 umferðir eftir
Monrad-kerfi. í A-flokki tefla allir
skákmenn með 2100 stig eða
meira, auk þeirra 20 sem efstir
verða í undanrásunum.
Eftirtaldir skákmenn hafa þeg-
ar tilkynnt þátttöku sína: Guð-
mundur Sigurjónsson, Haukur
Angantýsson, Helgi ólafsson, Jón
L. Árnason, Karl Þorsteins, Jó-
hann Hjartarson, Margeir Pét-
ursson og Sævar Bjarnason, svo
titilhafarnir séu nefndir.
í B-flokki tefla þeir sem vilja
vera með, en hafa ekki unnið sér
þátttökurétt í A-flokki.
Skákin hefst kl. 10.00 á sunnu-
deginum og verða tefldar fjórar
umferðir fyrir hádegi, en tekið er
til við taflið að nýju kl. 13.00 og
tefldar sjö umferðir.
Verðlaunafé í A-flokki er þann-
ig: 1. 25.000 kr. 2. 15.000 kr. og 3.
10.000 kr. Þrír efstu í B-flokki,
efsta konan, öldungurinn og ungl-
ingurinn, fá verðlaunapeninga.
Skákdómari mótsins verður Sig-
urberg H. Elentínusson. Mótið
verður sett af formanni stjórnar
Sparisjóðs Hafnarfjarðar, Stefáni
•lónssyni.
Lánskjaravísi-
tala í nóvember
hækkar um 2,7 %
LÁNSKJARAVÍSITALAN fyrir
nóvember 1985 hækkar um 2,76%
frá mánuðinum á undan, sam-
kvæmt útreikningum Seðlabanka
íslands. Samkvæmt þessum út-
reikningum gildir lánskjaravísi-
tala 1.301 fyrir nóvember. Um-
reiknuð til árshækkunar hefur
breytingin verið sem hér segir:
síðasta mánuð 38,7%, síðustu 3
mánuði 36,3%, síðustu 6 mánuði
35,2%, síðustu 12 mánuði 39,7%.
-J. fc n
Siðumúla32 Simi 38000
k _________________________J
HemíKs*
buckkm
Það stendur allt og fellur með heimilisbuddunni. Hún er undirstaðan.
Ef eitthvað er í henni, - þá er gaman. Sé hún tóm þá er ekki eins gaman. Þess vegna
verður að gæta buddunnar, - gæta sparnaðar í hvívetna. Til dæmis í heimilisinnkaupunum,
þar er eflaust hægt að spara. Hér er gott ráð:
Kauptu inn þar sem vörurnar eru ódýrar, en láttu það umfram allt ekkl koma niður á vörugæðunum.
Slíkt er ekki sparnaður. Hafðu það hugfast, að heimilisbuddan þolir ekki hvað sem er.
Verðið er enqin spurning
-gœðinekkiheldur
A1IKLIG4RÐUR
MIKIÐ FYRIR LfTÐ