Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.10.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26.QKTÓBER 1985 Verðum að sýna hug okkar í verki Viö mætum á fundinn til að sýna samstöðu. Konur fala mikið um launamisrétti kynj- anna, en það er ekki nóg. Við verð- um að sýna hug okkar í verki og það erum við að gera í dag,“ sagði Helena Jónsdóttir, hárgreiðslu- nemi á stofunni „Hjá Dúdda" á Hótel Esju. Hún er sú í miðið, en vinstra megin við hana er Hrafn- hiidur Ingólfsdóttir, sem einnig starfar á sömu stofu. Allt kven- fólk hárgreiðslustofunnar tók sér frí um daginn, „þótt það væri allt vitlaust að gera“. Hrafnhildur sagði að launamisrétti væri senni- Iega ekki svo mikið í þeirra stétt, enda væru það nokkuð augljóslega sömu störfin sem bæði kynin ynnu. Sú þriðja á myndinni heitir ólöf Hjartardóttir og vinnur undir sama þaki og þær Helena og Hrafnhildur, í útibúi Búnaðar- bankans. „Útibússtjórinn er eini karlmaðurinn á mínum vinnu- stað,“ sagði Ólöf, „og hann stendur nú í ströngu, einn og yfirgefinn." Húsmæður mega ekki gleymast Kjör kvenna hafa batnað Morgu n bl aði ð/Bj arn i Jafnrétti víða ábótavant Ef þessi fundur vekur fólk til umhugsunar um launakjör kvenna hefur hann orðið til góðs. Það er staðreynd að konur eru al- mennt mun verr launaðar, og vinna oft störf sem enginn karl- maður fengist til að sinna,“ sagði Kristín Guðnadóttir. Kristín sagði að það væri kaldhæðnislegt að á þessum baráttudegi kvenna skyldu vera sett lög í landinu sem eyðilegðu launabaráttu flugfreyja. Þess yrði lengi minnst. „Annars er það ekki aðeins í launamálum sem jafnrétti er ábótavant. Það er vafalaust al- gengt að útivinnandi konur vinni meira og minna öll heimilisstörf- in. Karlmönnum finnst það mörg- um hverjum sjálfsagður hlutur, en sem betur fer er sá hugsunarhátt- ur á undanhaldi,“ sagði Kristín. fólk f fréttum Á fundi á Lækjartorgi í lok kvennaáratugar SÞ Blaðamaður Morgunblaðsins ræddi á fimmtudag við nokkrar konur í miðbænum en þar voru þær til að taka þátt í baráttufundi í lok kvennaáratugar. Óhætt er að segja að konur hafi verið í fréttunum þennan dag. Mér finnst að heimavinnandi húsmæður hafi gleymst í allri umræðunni um jafnrétti kynjanna," sagði Vilhelmína Böðvarsdóttir. Hún er húsmóðir og hefur komið fimm börnum á legg. „Ég er ekki að segja að það ætti að launa húsmæður — ég veit ekki hver ætti að borga þeim kaup — en einhver verður að vinna heimilisstörfin og það má ekki gleyma þeim konum sem stunda vinnu sina innan veggja heimilis- ins og hafa engann til að borga sér kaup.“ Eg hef unnið úti meira og minna allt mitt líf og tala því af reynslu þegar ég segi að kjör kvenna eru betri í dag en þau hafa nokkurn tíma verið," sagði Svava Þorbjarnardóttir símadama á skrifstofu Þjóðleikhússins. „Enn vantar þó mikið á að konur njóti sömu launakjara og karlmenn, en ástandið hefur batnað mikið og stefnir í rétta átt,“ sagði Svava. Hún er þarna í fylgd dóttur sinn- ar, Helgu Bernhard, og barna- barna. Litla stúlkan á myndinni heitir Svava eins og amman, en í barnavagninum kúrir óskírður snáði. Svava fagnaði því að konur héldu daginn hátíðlegan með því að taka sér frí, „enda hafa karL menn gott af því að vera kven- mannslausir við og við — þeir kunna betur að meta okkur á eft- ir.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.