Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.10.1985, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER1985 j, Hefur&u nti aftur vtxit ob taitx. v\<5 koktusinn. ? " ... að halda hon- um á línunni. TM Reg. U.S. Pat. Ofl — all rights reserved ®1985 Los Angeles Times Syndicate Ég verð aó hætta, það stendur maður hér á hleri! Hvað þú hefur matreitt veit ég ekki, en allar flugurnar eru dauðar! HÖGNI HREKKVÍSI 9 t 1 O r\ • J*)* __M t£ ,,£<5 Héur aí> pérz p/ern öaman ap PÁLÍTILUI ^PiNJNER/WÓSÍKK". Reykt dilkakjöt er besta hangikjötið Óréttmætar kröf- ur flugfreyja Velvakandi. Það er orðið skelfilegt hvað þrýstihópar geta krafist af þjóðfélaginu og vinnuveitend- um sínum. Nú, síðast flug- freyjur. Eg hef sjálf starfað sem flugfreyja og verð að segja að ég undrast þær kröfur sem þær lögðu fram. Hvers vegna krefjast þær vaktaálags? Þetta er ekki vaktavinna, þó oft sé unnið utan hins hefð- bundna vinnutíma. Hvað með öll fríin á milli ferða sem geta verið allt að 6 til 10 dagar? Er það einskis metið? Fyrir utan tækifærin að geta verslað, fengið ódýra flug- miða hvert sem er. Margt fleira mætti tína til. Það er sorglegt til þess að vita að fólk metur lítils öll þau hlunnindi og fríðindi sem það fær. Ég er hissa á Flug- leiðum að segja þessum óán- ægðu flugfreyjum ekki upp. Eru ekki alltaf margar stúlk- ur á biðlista eftir að komast í þetta heillandi starf ? Ein undrandi. Matthías Gíslason fulltrúi forstjóra Sláturfélags Suðurlands óskar að gera athugasemd við ummæli Víkverja í Morgunblaðinu þar sem spurt er af hverju hangikjöt sé nefnt „reykt dilkakjöt* en ekki hangikjöt í verslunum SS: Ástæðan fyrir þessari merkingu er að með því erum við að skil- greina bestu framleiðsluna, sem er reykt dilkakjöt, úr samheitinu hangikjöt, sem annars saman- stendur af reyktu kindakjöti af fullorðnu, reyktu sauðakjöti og dilkakjöti. Anægður með heimsendinga- þjónustu lyfja Velvakandi. Ég lýsi hér með ánægju minni með framtak Laugavegs Apóteks, heimsendingarþjónustu þeirra á lyfjum. Slík þjónusta er löngu orðin tímabær þar sem t.d. margt aldrað fólk á í erfiðleikum með að sækja lyf sín og aðstandendur geta ekki aðstoðað vegna þess að þeir eru í fullri vinnu og opnunartími apó- teka er einungis milli klukkan 9.00 og 18.00. Oft er því eina lausnin að taka leigubíla og hvaða ellilíf- eyrisþegi með fáeinar þúsundir í lífeyri á mánuði, hefur efni á því að fara sínar ferðir í leigubílum? Ég varð því furðu lostinn er frétt birtist þess efnis að Lyfjaeftirlit ríkisins hygðist kæra þessa þjón- ustu. Spurðist ég fyrir í apótekinu hvort það hefði verið gert. í ljós kom að svo var ekki og ég fagna því. Vonandi ver nýskipaður heil- brigðisráðherra hagsmuni þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélag- inu sem eru oft á tíðum minni- hlutahópar eins og ellilífeyris- þegar og sjúklingar sem þurfa á lyfjum að halda og annarri heil- brigðisþjónustu. Ánægður Listamenn ánetj- ast hvorki kerf- um né klíkum Halldór Þorsteinsson skrifar: í gagnrýni sinni um málverk Errós, sem birtist nýlega í Helgar- póstinum, er Guðbergi Bergssyni tíðrætt um eina fyrirmynd lista- mannsins, Halldór Laxness, and- lega vönun hans og niðurlægingu eftir að skáldið gekk á mála hjá íhaldinu eins og gagnrýnandinn orðar það óbeint. Nú er mér spurn, hvort það sé fínna og stórmannlegra að láta vinstra íhaldið gelda sig en það hægra. Guðbergur ætti að hafa það hugfast, að rithöfundar og aðrir listamenn, sem bera virðingu fyrir sjálfum sér, ánetjast hvorki kerf- um né klíkum, né ganga á mála hjá pólitískum kennimeisturum. Það sem skiptir listamann, sem vill vera andlega sjálfstæður, höf- uðmáli, er að selja sig ekki. Víkverji skrifar Margt hefur verið rætt um nauðsyn nýrra atvinnu- greina, en minna orðið úr, sagði meðal annars í frétt í Morgun- blaðinu fyrir skömmu. Höfundur hennar er Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum i Meðallandi og fréttaritari Morgunblaðsins. Og er ekki að undra, þótt þessi orð hafi hrotið úr penna hans, þegar litið er til þess, hver árangurinn er af allri umræðunni. Fiskeldi og hafbeit hafa lengi verið talin til þeirra atvinnu- greina, sem nauðsyn er á. Hins vegar hafa stjómvöld enn ekki komið sér saman um skipan mála til frambúðar. Þessi mál heyra undir landbúnaðarráðuneytið og falla enn sem komið er undir lög um lax og silungsveiði, sem engan veginn geta þjónað þessum nýju atvinnugreinum á fullnægjandi hátt. Landbúnaðarráðuneytið skipaði á sínum tíma nefnd til að semja lagafrumvarp um fiskeldi. Niðurstaða þeirrar nefndar mætti raikilli andstöðu í sjávarútvegs- ráðuaeytinu, en þar telja menn fiskeldi eiga að tilheyra sínu ráðu- neyti. Þegar þessari deilu tveggja ráðherra Framsóknarflokksins fór fram, tók formaður flokksins og forsæt.isráðherra til sinna ráða og skipaði nefnd til að koma á sáttum milli landbúnaðarráðuneytis og sj ávarútvegsráðuneytis. Engar fréttir fara af sáttum I þessu máli, en forsætisráðherra setti af klókindum sinum undir lekann með því að skipa aðra nefnd til að vera stjórnvöldum til ráðu- neytis um fiskeldi á meðan ekki fæst úr því skorið, hvaða stjórn- vald á að sinna þessum málum! En á meðan stjórnvöld deila um forræði fyrir fiskeldi, hafa ein- staklingar og fyrirtæki sem betur fer ekki setið auðum höndum, heldur framkvæmt. Og eru á góðri leið með að gera fiskeldi að arð- bærri atvinnugrein. / Til þessa er þetta augljóst dæmi um það, hversu einstaklingsfram- takið er forsjárhyggjunni framar. Og væri vel, ef við svo búið mætti standa áfram og deilur stjórnvalda hefðu engin áhrif á vöxt og viðgang fiskeldis. En samkvæmt því, sem viðmælendur Víkverja úr röðum fiskeldismanna segja, þá er þeim nauðsynlegt, að þessar deilur verði settar niður og skipan mála ákveð- in, því óvissan hindri þá i starfi. Stjórnvöld ættu að minnsta kosti að sjá sóma sinn í því að eyða þessari óvissu svo ekki sé fastar að orði kveðið. Golfíþróttin hefur breiðzt út um land með ótrúlegum hraða hér á landi síðustu ár. Á stöðum úti um land hafa verið gerðir góðir golfvellir, eins og til dæmis á Eskifirði, Hornafirði og Hellu. Á mörgum stöðum eru menn byrjaðir að slá golfkúlu á túnum, sem þeir hyggjast gera að golfvöllum á komandi árum. í nágrenni Reykjavíkur var I haust tekinn í notkun golfvöllur í Mosfellssveit og lofar hann góðu. 1 sumar var stofnað félag manna, sem hyggjast koma upp golfvelli við Vífilsstaði. Kunn er umræðan um golfvöll í Fossvogsdal og á Seltjarnarnesi hafa félagar I Golf- klúbbi Ness áhuga á að gera 18 holu völl. Á Íslandi er golf almennings- íþrótt, en) ekki íþróttagrein fyrir fáa útvalda eins og viða annars staðar. Útlendingar, sem hingað hafa komið og þekkja til golf- íþróttarinnar, hafa lýst undrun sinni á útbreiðslu golfs hér. Sem dæmi má nefna að í Noregi eru mun færri golfvellir. Aðstæður hér til golfiðkunar og ræktunar valla eru engan veginn þær æskilegustu, en vilji og áhugi manna hefur einfaldlega sigrazt á öllum erfið- leikum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.