Morgunblaðið - 26.10.1985, Page 48
OPINN 91)0-02.00
TIL DAGLEGRA NOTA
LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 1985
VERÐILAUSASOLU 35 KR.
Hlutabréfakaup starfsmanna Flugleiðæ
Hafa keypt 90,6 %
þess sem bauðst
STARFSMENN Flugleiða, tæplega
250 talsins, hafa keypt 90,6% þess
hlutafjár, sem þeim stóð til boða að
kaupa vegna kaupa Flugleiða á hluta-
bréfum rikisins í fyrirtækinu sl.
sumar, en frestur til þess að tilkynna
um kaup hlutabréfa rann út í gær,
25. október.
„Við keyptum á nafnverði af
fjármálaráðherra í sumar hluta-
bréf fyrir 7 milljónir. Við ætlum
Flugleiðir semja
við SAS:
Leigja DC-8
til innanlands-
flugs í Svíþjóð
FLUGLEIÐIR hf. hafa gert samn-
ing við SAS um að leigja eina
DC-8-vél félagsins til Svíþjóðar um
tveggja mánaða skeið, þar sem hún
mun fljúga á innanlandsleiðum
SAS í Svfþjóð. Með vélinni fara
tvær flugáhafnir, að flugfreyjum
undanskildum, en sænskar flug-
freyjur munu annast þjónustu um
borð í vélinni.
„Það verður byrjað að fljúga
samkvæmt þessum samningi nú
á mánudaginn," sagði Sigfús
Erlingsson framkvæmdastjóri
markaðssviðs Flugleiða í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
„Vélin er Ieigð til tveggja mán-
aða, eða 20. desember nk., með
áhöfn og eftir að þjálfun hefur
farið fram, þá verða þetta ís-
lenskir flugstjórnarmenn og
flugfreyjur frá SAS,“ sagði Sig-
fús, „og vélin mun aðallega
fljúga á leiðunum Stokkhólm-
ur-Malmö og Stokkhólmur-
Gautaborg."
Sigfús sagði að þessi vél hefði
verið verkefnalítil eða verkefna-
laus í vetur ef þessi samningur
hefði ekki komið til. Samningur-
inn yrði hugsanlega framlengd-
ur, þegar samningstímabilinu
lýkur, en hann væri jafnframt
uppsegjanlegur ef arðbærari
verkefni byðust fyrir vélina.
að skipta því á tvö ár, þannig að
það eru 3,5 milljónir á ári, sem
skiptast þannig að helmingurinn
er seldur til hluthafa og helmingur
til starfsmanna. Starfsmönnum
var því boðið að kaupa hlutabréf
fyrir 1.750 þúsund krónur þann 1.
október sl. og í dag er búið að selja
af því 90,6%, sem samsvarar 1.585
þúsund krónum að nafnverði, sem
er að kaupverði nafnverð marg-
faldað með 9,43, samtals 14 millj-
ónir og 941 þúsund krónur,“ sagði
Sigurður Helgason forstjóri Flug-
leiða í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins í gær.
Sigurður sagðist fastlega gera
ráð fyrir að öll hlutabréfin myndu
seljast upp strax eftir helgina, því
fólk sem verið hefði fjarverandi, í
fríum og þess háttar, ætti eftir að
skila inn tilkynningum um hluta-
bréfakaup. Þessi sala hefði því
gengið mjög vel. Sigurður sagði
að ekki myndi liggja fyrir fyrr en
um 10. nóvember hver þátttaka
hluthafa Flugleiða í hlutafjár-
kaupunum yrði, en hann sagðist
ekki eiga von á öðru en hún yrði
jafngóð.
Fjármálaráðherra:
Faðmlög á BSRB-þingi
Morgunbladid/Júlíus
ÁGREININGUR Kennarasambands íslands og BSRB um niðurstöðu allsherjaratkvæðagreiðslu KÍ um úrsögn
úr bandalaginu er enn óleystur en engu að síður á að vera gott samstarf á milli aðila. Það var inntak orða
Kristjáns Thorlacius, formanns BSRB, fyrir atkvæðagreiðslu um „útgöngumálið" á BSRB-þingi f gær. Og til
að sýna að honum væri alvara lofaði Kristján að kyssa einn fulltrúa kennara, Elínu Ólafsdóttur, hvernig svo
sem atkvæðagreiðslan færi. Hann stóð við það og rak henni rembingskoss frammi fyrir þingheimi — við
mikinn Tógnuð viðstaddra. — Sjá nánar um BSRB-þingið á bls 4.
Synjaði beiðni BHMR
um 3 % launahækkun
BHMR skýtur málinu til kjaradóms
IKÍRSTEINN Pálsson fjármálaráðherra hefur synjað beiðni BHMR um 3%
launahækkun, sem forráðamenn BHMR fóru fram á fljótlega eftir að Albert
Guðmundsson fyrrverandi fjármálaráðherra veitti félagsmönnum í BSRB,
skömmu áður en Albert lét af starfi fjármálaráðherra.
„Ástæðan fyrir því að ekki var
hægt að verða við þessari beiðni,
er sú að launabreytingin sem gerð
var hjá BSRB átti sér stað til þess
að jafna launamismun gagnvart
BHM.“ sagði Þorsteinn Pálsson
fjármálaráðherra er hann var
spurður hvers vegna hann hefði
synjað beiðni BHMR. Þorsteinn
sagði að það hefði verið mat launa-
deildar fjármálaráðuneytisins að
launahækkanir á samningstímabili
BHM hefðu verið umfram það sem
gerst hefur hjá öðrum, bæði BSRB
og almenna markaðnum.
Birgir Björn Sigurjónsson hag-
fræðingur BHMR var í gær spurður
hvað þeir hjá BHMR segðu um þessa
synjun fjármálaráðherra: „Stjórnin
skoðaði í dag þetta svar ráðherra á
fundi sínum og það liggur ljóst fyrir
að við munum skjóta málinu til
kjaradóms. Launamálaráð hefur
falið stjórninni að afla þessara
Biðin erfið meðan veggur-
inn hékk fyrir ofan okkur
- segir Jóhannes Einarsson sem sá vegg
hrynja ofan á félaga sinn á Tjörnesi
VEGGUR flskverkunarhúss í
Tungulendingu á Tjörnesi hrundi
yfír mann er verið var að grafa
meðfram veggnum í gærmorgun.
Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið
á Húsavík og þaðan í Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Samkvæmt
upplýsingsm sem Morgunblaðið
fékk í gær er hann talsvert slasaður,
en líður oftir atvikum vel.
Jóhannes Einarsson var þarna við
vinnu ásamt manninum, Hermanm
Aðalsteimsyni. Morgunblaðið náði
tah af Jóhannesi í gær eg var hann
beóinn að lýsa atburðinum.
„Við vorum tveir að vrnna úti f
Tungulendingu á Tjörnesi. Ég var
á gröfunni, en Hermann stjórnaði
verkinu," sagði Jóhannes. „Við
vorum að grafa meðfram hlið fisk-
verkunarhússins, en þar á að
steypa upp vegg til að verjast
ágangi sjávar. Við vorum búnir
að grafa töluverðan spöl meðfram
veggnum er hann hrundi nærri
því allur. Hermann varð undir og
náði veggurinn honum alveg upp
að brjósti.
Einnig hrundi hluti úr veggnum
yTir gröfuna. Ég komst út úr hermi
og gat grafið frá Hermanni, en
hann átti erfitt með að ná andan-
um. Ég gróf með höndum og skóflu
sem ég fann þarna og við það létti
honum aðeins.
Síðan fór ég upp í gröfuna og
náði talstöðvarsambandi inn á
Húsavík. Ég náði í Sigmund Þor-
grímsson bæjarverkstjóra og bað
hann að ná í sjúkrabíl og lækni.
Síðan bað ég hann að hringja á
næsta bæ til að biðja um aðstoð.
Þegar ég var búinn að þessu fór
ég aftur og gróf betur frá Her-
manni. Ég lagðist undir hann og
hagræddi honum til þess að hann
næði betur andanum. Ég reyndi
að hhia að honum eftir bestu getu.
Þá hófst dálítið erfið bið. Það
sem eftir var af veggnum hékk
fyrir ofan okkur og maður gat átt
von é’hverja sem var. Ég veit ekki
hvað biðin var löng, ég leit aldrei
á klukkuna. Líklega hafa liðið um
tuttugu mínútur þangað til
Veggurinn sem hrundi yfír Hermann
Aðalsteinsson á Tjörnesi í gær.
sjúkrabíllinn og lögreglan kem, en
mér fannst tíminn Iengi að Hða.
En þegar þeir komu náðum við
Hermanni fljótlega undan veggn-
um og komum honum í sjúkrabíl.
Hermann missti aJdrei meðvit-
und. Hann sýndi alveg ótrúlegan
dugnað og stillingu allan tíniann,“
sagði Jóhannes Einarsson að lok-
hækkana sem allir hafa fengið,
þannig að það er ekki um annað að
ræða fyrir okkur en reka kjara-
dómsmál," sagði Birgir Björn.
Indriði Þorláksson deildarstjóri
launadeildar fj ármálaráðuneytisins
sagði í samtali við Morgunblaðið í
gærkveldi að endurskoðunarréttur
samninga BHM byggðist á því að
ef um verulegar og almennar kaup-
hækkanir væri að ræða á samnings-
tímabilinu, ætti BHM rétt á endur-
skoðun. Hann sagði að frá 1. mars
hefðu ekki orðið þær almennu og
verulegu breytingar hjá öðrum sem
gæfu BHM rétt til breytinga.
„Hækkanir hjá BHM, og þar með
talinn kjaradómurinn, hafa orðið
meiri en hjá BSRB,“ sagði Indriði,
„því frá febrúarlaunum hafa laun
BHM manna hækkað um ca. 32%,
á meðan hækkunin hjá BSRB er um
27%.“ Indriði sagði að ef þessar
hækkanir væru reiknaðar frá því í
ágústmánuði í fyrra, þá væri það
sama uppi á teningnum, að hækkun-
in hjá BHM væri eitthvað hærri en
hjá BSRB, þó að þessi síðustu 3%
væru meðtalin. Því hefði ekki verið
talið að forsendur væru til þess að
gera frekari breytingar á launum
BHMR-mannn
Banaslys á Höfn
í Hornafirði
BANASLYS varð á Höfn í Hornafírói
í gær. Ellefu ára gamall drengur
varð fyrir vörubifreið og lésL
Málið er í rannsókn og varðist
lögreglan á Höfn allra frétta er
Morgunblaðið hafði samband við
hana í gærkvöld.