Morgunblaðið - 03.11.1985, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 03.11.1985, Qupperneq 1
104SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ1913 249. tbl. 72. árg._________________________________SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1985_________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Suður-Afríka: Banna fréttaflutning frá óeirðasvæðunum Jóhannesarborg, Suóur-Afríhu, 2. nóvember. Pillan hefur ekki aukið brjósta- krabba- mein í ung- um konum Washington, 1. nóvember. AP. UMFANGSMIKIL rannsókn á rúm- lega 4.000 konum hefur leitt í Ijós, að ungum konum, sem nota getnað- arvarnapillur, er ekki hættara við brjóstkrabbameini en konum, sem nota aðrar getnaðarvarnir. Vísindamenn við Sjúkdómaeft- irlitsstöð ríkisins og Bandarísku heilbrigðismálastofnunina unnu að þessum rannsóknum, og segja þeir, að niðurstöðurnar eigi raun- ar við um konur á öllum aldri; ekki skipti máli, hvenær þær hafi tekið pilluna fyrst eða hve lengi. „Síðustu 20 árin hefur pillan ekki orðið til að auka brjóst- krabbamein í konum yngri en 45 ára,“ sagði dr. Bruce V. Stadel, einn vísindamannanna, en niður- stöður rannsóknanna, serp birtust í síðasta hefti læknaritsins The Lancet, stangast á við niðurstöður tveggj a annarra umfangsminni rannsókna, sem gerðar voru árið 1983. Af þeim þótti líklegt, að pillan yki hættuna á brjóst- krabbameini. í heilan áratug hafa læknar og vísindamenn deilt um, hvort pill- an geti valdið krabbameini, og segir í ritstjórnargrein The Lan- cet, að ólíklegt sé, að þessi síðasta rannsókn muni binda enda á deil- urnar. Margir hallist nefnilega að því, að brjóstkrabbamein af völdum pillunnar geti verið að búa um sig í langan tíma áður en þess verður loks vart. Þinginu tókst ekki að ná sam- komulagi um nýtt skuldaþak ríkis- sjóðs vegna ágreinings þingdeild- anna um ráðstafanir til að tryggja hallalaus fjárlög. Fulltrúadeildin samþykkti frumvarp demókrata um nýtt skuldaþak, en frumvarpið er sagt tryggja hallalausan rekstur og vernda hina efnaminni fyrir afleiðingum af niðurskurði opin- berra útgjalda. STJORNVÓLD í Suður-Afríku settu í dag umtalsverðar hömlur á starf- semi innlendra og erlendra frétta- manna á svokölluðum „neyðarsvæð- um“ í landinu. Kváðu þau ástæðuna Thomas O’Neill, forseti fulltrúa- deildarinnar, hrósaði samstöðu demókrata við afgreiðslu frum- varpsins; aðeins tveir léðu því ekki atkvæði sitt. Hann sagði demókrata fremur vilja rífa í sundur krítar- kort Ronalds Reagan forseta en félagsmálakerfið. Að afgreiðslu fulltrúadeildarinn- ar lokinni var þingfundi slitið og er næsti fundur á mánudag. Öld- fyrir banninu vera, að fréttaflutning- ur þaðan hefði orðið til að „auka á ofbeldisverkin“. I skeyti frá AP-fréttastofunni sagði, að hömlurnar beindust sér- ungadeildin samþykkti hins vegar breytingar á frumvarpinu, en þar sem fulltrúadeildarmenn voru farnir heim verður ekki unnt að ljúka málinu fyrr en eftir helgi. Menn, sem málum eru kunnugir, telja hins vegar að úr því sem komið er muni ágreiningur um ráðstafan- ir halda áfram. Meðan svo er mun ríkisstjórnin ganga í almanna- tryggingasjóð, sem í eru 15 millj- arðar dollara, og ellilífeyrissjóð, sem í eru tveir milljarðar. En þeir duga stjórninni ekki nema í tvær vikur og kemst hún því í algjört greiðsluþrot um 15. nóvember, ef samkomulag um ráðstafanir tekst ekki fvrirbnrm ttmt> staklega að starfsmönnum er- lendra sjónvarpsstöðva og hefðu í raun og veru í för með sér, að endir yrði bundinn á flutning sjónvarps- frétta af óeirðunum í landinu. Louis le Grange innanríkisráð- herra gaf út tilskipunina, en fyrir tveimur dögum sakaði P.W. Botha forseti erlenda fréttamenn í landinu um að flytja falsaðar fréttir. Sagði hann að Suður- Afríkumenn teldu fréttaflutning þeirra „stórlega rangsleitinn og jafnvel glæpsamlegan". Samkvæmt nýju tilskipuninni mega sjónvarps- og útvarpsfrétta- menn flytja fréttir frá neyðar- svæðunum 38, svo framarlega sem allt er með kyrrum kjörum. En komi til uppþota, verða bæði fréttamenn, myndatökumenn og ljósmyndarar að hafa sig á brott þaðan, nema þeir hafi sérstakt leyfi viðkomandi lögregluyfir- valda. Brot á reglugerðinni varða fjár- sekt eða allt að tíu ára fangelsi og verða hinir brotlegu sóttir til saka á grundvelli neyðarlaganna. Miðborgir helstu borga landsins, Jóhannesarborgar, Höfðaborgar og Port Elizabeth, teljast til neyð- arsvæðanna, svo og margar smærri borgir og bæir. Fréttamaður breska útvarpsins, BBC, í Suður-Afríku, sagði í dag, að svo virtist sem það væri bjarg- föst trú stjórnvalda, að með bví að binda enda á flutning sjón- varpsfrétta frá óeirðasvæðunum, mætti hnika Suður-Afríku út úr kastljósi heimsfréttanna og þar með draga úr hættu á frekari refsiaðgerðum gagnvart landinu. Kína: Metra- kerfl um áramót l’eking, 2. nóTember. AP. KÍNVERJAR hafa ákveðið að taka upp metrakerfi frá og með næstkomandi áramótum. Á meðan þjóðin aðlagast grömmum, kílóum, sentimetr- um, metrum o.s.frv., verða mælieiningar og vog sam- kvæmt gamla kerfinu, Tael og Cun, einnig skráð á vörur. Kínverjar eru staðráðnir í því að innleiðing metrakerfisins skuli ganga hratt fyrir sig, en í þvísa landi mun samt ekki hlaupið að því að koma fram breytingum af þessu tagi. Bandaríkjastjórn er komin í greiðsluþrot Framfleytir sér fyrst um sinn á sjóðum almannatrygginga Washington, 2. nóvember. Al*. BANDARÍKJASTJÓRN varð í dag að seilast í sjóði almannatrygginga til þess að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þinginu tókst ekki að afgreiða nýja lántökuheimild fyrir ríkissjóð fyrir miðnætti á föstudagskvöld, en þar sem ríkissjóður var kominn í greiðsluþrot varð stjórnin að sækja í sjóði, sem ætlaðir eru til að standa straum af öðrum útgjöldum en rekstri hins opinbera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.