Morgunblaðið - 03.11.1985, Page 55

Morgunblaðið - 03.11.1985, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER1985 55 Fósturskóli Islands: Endurmenntunarnám skeið fyrir fóstrur Morgunblaðid/Júlíus F.v.: Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla tslands, Rán Einarsdóttir, fóstra, og Ingibjörg K. Jónsdóttir, formaður Fóstrufélags íslands. FÓSTURSKÓLI íslands gengst í vetur fyrir 11 endurmenntunarnám- skeiðum fyrir fóstrur og er fyrsta námskeiðinu nú að ijúka. Námskeið af þessu tagi hafa verið haldin áður á vegum skólans en að öllu jöfnu ekki nema eitt á ári hverju. Gyða Jóhannsdóttir, skólastjóri Fósturskóla íslands, sagði á fundi með fréttamönnum fyrir skömmu, að sl. áratug hefði starfssvið fóstra breyst mjög mikið og væri þeim nauðsyn að eiga kost á endurmenntun til þess að geta leyst af hendi það starf sem þeim væri ætlað samkvæmt lögum. Áhugi fóstra á slíkri endur- menntun væri gífurlega mikill og hefði aðsókn verið mjög góð á þau námskeið sem haldin hefðu verið á undanförnum árum. Væri það mikið fagnaðarefni að Fósturskól- anum hefði nú verið gert fjár- hagslega kleift að efla stórlega endurmenntunarþátt sinn með slíkum fjölda námskeiða. MÍR minnist bylt- ingarafmælisins FÉLAGIÐ MÍR, Menningartengsl íslands og Ráðstjórnarríkjanna, minnist 68 ára afmælis Október- byltingarinnar í Rússlandi og þjóð- hátíðardags Sovétríkjanna með samkomu í hjóðleikhúskjallaranum í dag, 3. nóvember, kl. 15. Þar flytja ávörp Evgení A. Kosarév, sendiherra Sovétríkj- anna á íslandi, og Helgi Kristjáns- son, sagnfræðingur. Hljómsveitin „Hvísl" leikur lög úr ýmsum áttum og efnt verður til skyndihapp- drættis. FrétUtilkynnÍDf! í vetur verður sem fyrr segir boðið upp á 11 námskeið og við skipulagningu þeirra er byggt á „uppeldisáætlun" menntamála- ráðuneytisins, en þar er fjallað um markmið og leiðir á dagvistar- heimilum. Á námskeiðunum er fjallað um og farið nánar í flest þau uppeldissvið sem uppeldis- áætlunin leggur áherslu á og eru kennarar fengnir víðs vegar að. Nú um helgina hefst annað nám- skeiðið sem fjallar um hegðunar- vandkvæði barna og er undir leið- sögn Garðars Viborg, sálfræðings. Um miðjan nóvember hefst svo námskeið um viðtalstækni og for- eldrasamstarf, en því stjórnar Sigrún Júlíusdóttir, félagsráð- gjafi. Eftir áramót eru fyrirhugðu námskeið um vitrænan þroska FORSVARSMENN verðbréfafyrir- Uekisins Ávöxtunar hafa nú fallist á að starfsmenn bankaeftirlitsins at- hugi starfsemi fyrirtækisins og eru því horfur á að Avöxtun geti bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem mynda Verðbréfaþing íslands, leiðí athugun bankaeftirlitsins í Ijós að fyrirtækið uppfylli þau skilyrði sem sett eru fyrír slíkri aðild. I samtali við Morgunblaðið í gær barna, þróun samskiptaskilnings, þróun siðgæðisvitundar, hreyf- iuppeldi, tónlistaruppeldi, mynd- mennt og leikræna tjáningu, skóladagheimili og seinþroska. Gyða sagði að að aðsókn á fyrstu þrjú námskeiðin í vetur væri mjög góð og þyrfti að endurtaka þau öll, jafnvel oftar en einu sinni. Þá sagði Sigurgeir Jónsson, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, að vegna frétta um synjun Verðbréfa- þings íslands á aðild Ávöxtunar sf, vildi hann upplýsa að bankaeft- irlit Seðlabankans hafi að beiðni Verðbréfaþings íslands gert ítrek- aðar en árangurslausar tilraunir til að kanna mál Ávöxtunar á sama hátt og annarra, sem nú þegar hefðu verið samþykktir sem þing- aðilar. hefði SlS sýnt þessu máli mikinn áhuga og þegar væri hafið sam- starf um námskeiðahald. Gyða gat þess að endingu að með „uppeldis- áætlun“ menntamálaráðuneytis- ins hefðu stjórnvöld loks sýnt skilning á því hve uppeldisstofnan- ir hefðu mikilvægu hlutverki að gegna í þjóðfélaginu. „Forstöðumaður Ávöxtunar sf. hefur tilkynnt mér að ekkert sé því til fyrirstöðu að skoðun banka- eftirlitsins geti nú farið fram,“ sagði Sigurgeir. Mun hún því fara fram við fyrstu hentugleika. Verði niðurstaðan jákvæð, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að Ávöxt- un sf. geti orðið þingaðili. Fyrirlestur um kennslu erlendra tungumála GERD GABRIELSEN, lektor í kennslu erlendra mála við Kennara- háskólann í Kaupmannahöfn, heldur fyrirlestur í Kennaraháskóla íslands þriðjudaginn 5. nóvember kl. 16.30, ístofu 301. Hún mun fjalla um: Þróun í kennslu erlendra mála síðasta ára- tug; Hvaða hlutverki gegnir mál- fræðin í kennslu erlendra mála?; Notkun myndbanda í tungumála- kennslu. Gerd Gabrielsen hefur árum saman verið lektor í ensku við Kennaraháskólann í Kaupmanna- höfn og starfar nú við nýstofnaða deild fyrir erlend mál við þann skóla. Fyrirlesturinn verður flutt- ur á dönsku eða ensku eftir óskum áheyrenda. Allir tungumálakennarar eru hvattir til að nota þetta einstaka tækifæri tií að fræðast um hvað efst er á baugi í kennslu erlendra mála. (Frédatilkynning frá kennaraháNkólanum.) Verðbréfaþing: Avöxtun samþykkir athugun bankaeftirlits Myndbandaleigur! Úrvals myndir allar með íslenskum texta myndbönd Bíldshöfða 18, sími 686545.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.