Morgunblaðið - 03.11.1985, Page 56

Morgunblaðið - 03.11.1985, Page 56
SIAÐFESr LÁNSfRAUr SUNNUDAGUR 3. NÓVEMBER 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 35 KR. Reiknað með að vextir lífeyris- sjóðslána hækki — í kjölfar vaxtahækkunar á spariskírteinum ríkissjóðs BÚAST MÁ við því að vextir lífeyris- sjóðslána og fjárfestingalána fari hækkandi nú, í kjölfar þess að ríkis- sjóður býður nú spariskírteini ríkis- sjóðs á sérstöku gengi, með 9,23% ársvöxtum. Heimildarmenn Morgun- blaðsins í bankakerfinu telja að vaxtahækkun þessara sjóða muni verða ákveðin á næstu dögum, því M>extir þeirra í dag liggi töluvert fyrir neðan vexti ríkistryggðu skuldabréf- anna, sem séu í rauninni traustustu skuldabréf sem hugsast getur. Er því talið líklegt að vextir af lífeyrissjóðslánum og fjárfestinga- lánum hækki, þannig að þeir verði jafnvel eitthvað hærri en vextir af ríkistryggðu bréfunum. í fram- haldi þeirrar hækkunar telja bankamenn svo að stjórnendur bankanna fari að huga að vaxta- hækkunum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að þetta tilboð ríkissjóðs, þar sem vextir af spariskírteinum ríkissjóðs hækkuðu um 32%, eða úr 7% í 9,23%, að viðbættum verð- bótum, hafi komið fjármála- og bankamönnum i opna skjöldu. Hafi þessi ákvörðun raunar komið þvert á það sem var að gerast síðustu daga áður en þetta tilboð var auglýst, því þá var verið að spá vaxtalækkun. Morgunblaöiö/RAX Pabbi og mamma í skóla með krökkunum Kynning á starfi grunnskólans hófst í gærmorgun og var þá foreldrum nemenda boðið að koma og taka þátt í kennslustundum. í sumum skólum verður þessi kynningardagur á mánudag. Þessi mynd er tekin í Fossvogs- skóla í gær og var þá fjöldi foreldra mættur til þess að fylgjast með kennslunni. Kindakjöt lækkar um 20 % á morgun Morgunblaöið/RAX Jólasveinninn kominn af fjöllum JÓLASVEINNINN er kominn til •tborgarinnar, sá fyrsti. Það er jafnan sá, sem sýnir sig og sér aðra í glugga Rammagerðarinnar í Hafnarstræti. Þetta minnir okkur á að aðeins Jógúrtin lækkuð um 10% — „Framleiðslan hagkvæmari,“ segir framleiðslustjórinn JÓGÍIRT hefur verið lækkað um 10%. Mjólkurbú Flóamanna og Mjólkursamsalan í Reykjavík til- kynntu verðlækkunina á föstudag. Algengt verð á jógúrtdós (180 milliltr.) kostar nú 19,40 en kostaði áður 21,60 kr. Birgir Guðmundsson fram- leiðslustjóri Mjólkurbús Flóa- manna sagði í samtali við Morgun- blaðið að mjólkurbúið gæti lækkað verð jógúrtarinnar vegna þess að Jbreytt hefði verið um framleiðslu- aðferð. Nýja aðferðin gæfi betri árangur, bæði væri varan jafnari og betri og framleiðslan hag- kvæmari. Vegna meiri gæða vör- unnar hefði salan heldur aukist. „Okkur finnst að neytendur eigi að njóta þessa með okkur“, sagði Birgir. Jógúrtin er framleidd í ►Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi en Mjólkursamsalan í Reykjavík annast söluna. eru tæpir tveir mánuðir til þessar- ar mestu hátíðar barnanna og kannski er þetta áminning til fólks um að geyma ekki til síðustu stundar að kaupa jólagjafirnar. Á myndinni skoðar lítill borgari jóla- sveininn og mamma segir sögur af þessum gamla kynjakarli. 90 milljónum varið til útsölu á sauðfjárafurðum Á MORGUN, mánudag, hefst útsala á kindakjöti. Helstu tegundir kinda- kjöts lækka til neytenda um 20%. Gert er ráð fyrir að 90 milljónum kr. verði varið til að niðurgreiða kjötið og mun það duga til niður- greiðslna á um 2.000 tonnum. Það er svokölluð framkvæmda- nefnd búvörusamninga sem stend- ur fyrir þessu markaðsátaki sem gert er í framhaldi af búvörusamn- ingunum sem undirritaðir voru í lok ágúst sl. þar sem stjórnvöld tóku verðábyrgð á ákveðnu magni mjólkur- og sauðfjárafurða á yfir- standandi verðlagsári og því næsta. Tilgangurinn er að draga úr birgðahaldi og auka neyslu innan- lands til þess að minnka þörfina fyrir útflutning sem tiltöiulega Lungnakrabbamein hefur aukist til muna á íslandi Er nú mannskæðasta krabbameinið TÍÐNI lungnakrabbameins hefur aukist mjög hér á landi síðustu árin og er nú svo komið að fleiri íslendingar deyja úr lungnakrabbameini en nokkrum öðrum illkynja sjúkdómi. Nú greinast meira en 70 ný til- felli á ári, en fyrir þremur áratugum greindust aðeins 10-15 tilfelli ár- lega, og um aldamótin var sjúkdómurinn nær óþekktur hérlendis. Ár hvert deyja nú 60 íslendingar úr lungnakrabba, eða að jafnaði einn á viku. Þessar upplýsingar er að finna í síðasta hefti tímaritsins Heil- brigðismál, í grein eftir Sigurð Árnason sérfræðing í krabba- meinslækningum á Landspítalan- um og ritstjóra Heilbrigðismála Jónas Ragnarsson. í greininni segir að reykingar, einkum sígar- ettureykingar, séu langstærsti orsakavaldur lungnakrabba- meins. Er talið rekja megi 85-95% af tilfellum lungnakrabba til reykinga. Aðrar orsakir eru loft- mengun, asbestryk oggeislun. Lungnakrabbamein eykst mjög ört hjá báðum kynjum á Islandi, en þó meira hjá konum, eða um 11,7% að meðaltali á ári á móti 7,5% hjá körlum. Til samanburð- ar er nefnt að aukning á öðrum krabbameinum er á bilinu 0,7- 0,9% á sama tímabili. Athyglis- vert er að tíðni sjúkdómsins hjá íslenskum konum er sú hæsta á Norðurlöndunum; en tíðni lungnakrabba hjá íslenskum karl- mönnum sú lægsta. Hér á landi fá fimm konur lungnakrabba á móti hverjum sjö karlmönnum, en í Finnlandi til dæmis er hlut- fallið ein kona á móti hverjum tíu körlum. Tíðni lungnakrabba er mest í aldurshópnum milli sex- tugs og sjötugs, en sjúkdómsins gætir þó mjög hjá fólki milli fimmtugs og sextugs og sjötugs og áttræðs líka. í greinninni segir að lítill árangur hafi náðst í því að auka lífslikur krabbameinssjúklinga. Þrir af hverjum fjórum sjúkling- um deyja innan árs frá því sjúk- dómsins verður vart, og aðeins 7-9% eru á lífi 5 árum eftir grein- ingu. I greininni í Heilbrigðismálum kemur ennfremur fram að lungnakrabbamein er langt frá því að vera eina krabbameinið sem reykingar valda. Er talið að rekja megi 60% af krabbameini í munni og barkakýli til reykinga, 55% af krabbameini í vélinda, og 35% af krabbameini í þvagblöðru. Einnig er álitið að tengsl séu á milli reykinga og krabbameins í brisi. Landlæknisembættið hefur ályktað með hliðsjón af þessum tölum að 70-80 Islendingar deyi árlega úr krabbameinum vegna reykinga. Þá er ótalinn sá fjöldi fólks sem deyr úr kransæðasjúk- dómum vegna reykinga (150-160 árlega), öðrum lungnasjúkdómum (20-30 árlega) og öðrum sjúk- dómum (40-50 árlega). lágt verð fæst fyrir. Sala dilka- kjöts á innlendum markaði hefur minnkað verulega á undanförnum árum og fór á síðasta verðlagsári niður í 39 kíló á mann. Kostnaður við útsöluna skiptist á milli ríkissjóðs og bænda, ríkis- sjóður mun greiða 50 milljónir en bændur 40 milljónir. Miðað við að þessi 20% verðlækkun komi jafnt niður,- mun útsöluverð eins kílós af 1. flokks dilkakjöti, í heilum skrokkum, skipt að ósk kaupanda, lækka um tæpar 44 krónur, úr 219,80 í 175,80 ki. Útsalan nær einnig yfir það kjöt sem enn er til frá haustinu 1984, og mun því hvert kíló af gamla kjötinu vænt- anlega lækka úr 192,10 í 153,70 kr. Maður rændur í miðborginni Mikil ölvun í Reykjavík á föstudagskvöldið UNGUR maður var rændur í miðborg Reykjavíkur aðfararnótt laugardags- ins. Tveir menn réðust að honum, veittu honum höfuðáverka og stálu veski hans. í því voru peningar og skilríki. Rannsóknarlögregla ríkisins vinnur að rannsókn málsins, en árás- armennirnir voru ófundnir í gær. Mikil ölvun var í Reykjavík á föstudagskvöldið. Rúður voru brotnar á fjórum stöðum og gluggagægir var staðinn að verki. Maður í ölvunarsvefni fannst- í Hafnarstræti orðinn kaldur og hrakinn. Hann fékk að gista fanga- geymslur lögreglunnar ásamt mörgum öðrum. Mikill fjöldi manns var f miðborginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.