Tíminn - 26.09.1965, Síða 5
SUKNBIk&GXIB 26* septeanber 1965
TfMINN
— Hméíe —i
Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN
Fraœikvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. innanlands. — f
lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Áæthin um eflingu
Háskólans
Á seinasta þingi flutti Ólafur Jóhannesson ásamt
allmörgum þingmönnum Framsóknarflokksins öðrum
tillögu um, að ríkisstjórnin léti semja í samráði við há-
skólaráð áætlun um skipulega eflingu Háskóla íslands
á næstu tuttugu árum. Áætlun þessi skyldi lögð fyrir Al-
þingi til samþykktar.
í málum Háskólans hefur ríkt mikil kyrrstaða sein-
ustu árin. Þó er gert ráð fyrir, að tala nemenda hans
muni þrefaldast næstu tuttugu árin. Sú þróun útheimtir,
að ekki aðeins séu þær deildir, sem fyrir eru, auknar
og efldar, heldur sé bætt við nýjum deildum, tekin upp
kennsla í nýjum fræðigreinum og ýmsum þáttum raun-
vísinda. í ræðu háskólarektors 1. des. síðastl. var gerð
athyglisverð og ítarleg grein fyrir þessum málum.
Þá þarf að efla mjög bókasafn skólans og alla rann-
sóknaraðstöðu.
Að þessum málum öllum þarf að vinna með skipuleg-
um hætti. Þar má ekkert handahóf að ráða. Það eru
skynsamleg vinnubrögð að gera áætlun um skipulega
eflingu háskólans á tilteknu árabili fram í tímann, t.d.
um tvo næstu áratugi, svo sem hér er gert ráð fyrir, Það
er eðlilegt, að háskólaráð og menntamálaráðuneyti vinni
í sameiningu að slíkri áætlunargerð. Annars gætu á-
rekstrar á milli þessara aðila orðið framkvæmdum til
tafar. Síðan á að festa áætlunina með alþingissamþykkt.
Þá er tryggt svo vel sem unnt er, að eftir áætluninni
verði raunverulega farið í framkvæmdinni.
Allar menningarþjóðir kappkosta nú að efla háskóla
sína og vísindalega menntun. Er t.d. mikil hreyfing í þá
átt á Norðurlöndum. Við íslendingar megum sannarlega
gá að okkur að dragast ekki aftur úr í þessum efnum.
Þess vegna er áætlunargerð sú, sem um ræðir í áður
nefndri þingsályktunartillögu, fylilega tímabær.
Bygging Seðlabankans
ekki aðkallandi
Alþýðublaðið hreyfir i gær athyglisverðu máli, sem
vert er að taka undir. Málavextir eru þeir að Seðlabank-
inn keypti nýlega lóð í Lækjargötu, þar sem hann hugð.
ist reisa sér framtíðarheimkynni. Nú virðist bankinn
horfinn frá þessari hugmynd og vill fá að byggja við
Fríkirkjuveg, þar sem nú er m.a hið gamla hús Thor
Jensens.
í Alþýðublaðinu er réttilega bent á, að fyrir útlit
bæjarins er miklu meira aðkallandi að Lækjargata sá
byggð upp, en að farið sé að byggja á áðurnefndu svæði
við Fríkirkjuveg. Til tals hefur líka komið að verði
byggt nýtt Alþingishús/ verði það einmitt bvggt á þess-
um stað. Það mál þarf a m.k. að íhuga áður en þessu
svæði er ráðstafað til frambúðar
f
Síðast en ekki sízt er það svo laukrétt hja Alþbl. að
erfitt er að sjá, meðan þenslan er jafn mikil og nú, að
réttmætt sé að hefjast handa nm bvgging- á Seðlabanka-
höll til viðbótar öllum öðrum bankabvgingum. Sjúkra-
hús, skólar og íbúðarhús eiga sanarlega að hafa for-
gangsrétt. Og það fé. sem Seðlabankinn festi í dýrri
byggingu væri betur komið sem lánsfé biá atvinnuvegun-
um.
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Framundan er erfið og löng
barátta um völdin I Asiu
Engin varanleg skipun hefur enn leyst nýlendustjórnina af hólmi
ÞÓ að nokkrir möguleikar
virðist á því að hlé verði á bar
dögum í Suður-Asíu er engin
lausn deilunnar í augsýn. Við
getum leyft okkur að vona að
komizt verði hjá stórstyrjöld,
sem Kína og önnur stórveldi
dragist inn í. Mikill hluti af
herafla Indverja er bundinn
við vörzlu á landamærum Kína
í morðri og Pakistan er lítið
ríki og mætti þess takmörk
sett. Indland og Pakistan eru
ekki undir það búin að heyja
mikla og langvinna styrjöld.
Táknrænt er og uggvænlegt
um leið, að bardagar hófust
með aðgerðum skæruliða í
Kashmír og vekur það athygli
okkar á, að átökin eru fremur
asíks en vestræns eðlis. Við
höfum kynnst því allt of vel
í Vietnam, að mikið er unnt
að brenna, eyðileggja og drepa
án mikilla birgða hinna marg-
breytilega og dýru vestrænu
vopna.
ÉG HYGG, að við gerum
okku" ljósasta grein fyrir um-
brotunum ef við byrjum á því
að líta á þau sem hrun — eða
að minnsta kosti ógnun um
hrun — þess samkomulags,
sem við tók af brezku valdi
árið 1947. Við stöndum þarna
andspænis hliðstæðum vand-
ræðum og í Vietnam, aðeins
stærri í sniðum og umfangs-
meiri.
Vandinn er í því fólginn,
hvernig og hvað geti með góð-
um árangri komið í staðinn
fyrir nýlendukerfin, sem
blómstruðu í Asíu á 19. öld
og ýmist eru hrunin eða verið
að má út um þessar mundir.
Enn er óákveðið, hvað taka
eigi við af heimsveldakerfun-
um og raunar óþekkt enn. Öll
ókyrrðin sýnir berlega þá stað
reynd, að gamla valdið til að
stjórna er horfið og um nýja
vaidið, — hvort sem það verð-
ur kommúnistiskt eða ekki, á
fárra höndum eða margra, —
er keppt af ákafa. Mikil bar-
átta er háð um arftöku gamla
nýlenduvaldsins.
Þessi barátta stendur yfir á
svæðinu, sem nefnt var Ind-
landsveldi Breta fram til árs-
ins 1947, og við verðum að
minnast þess, að Indlandsveldi
Breta var stofnað upp úr her-
námi Mongóla. í Indlandi búa
margar þjóðir, tala mörg tungu
mál, hafa mismunandi trúar-
brögð og eru ákveðið aðgreind-
ir í ýmsar stéttir. Og íbúar
þessa víðáttumikla lands hafa
ekki í þúsundir ára komizt í
kynni við frið og einingu und-
ir sjálfstæðri. indverskri
stjórn.
SAMKOMULAGIð 1947 var
djarfieg tilraun til að koma á
stjórnmálakerfi. sem áður var
óþekkt. Þetta varð að gera í
mjög skjótri svipan. í útsogi
siðari heimsstyrjaldarinnar
leystist brezka indlandsveldið
upp með miklum og óviðráð-
anlegum hraða. Árið 1947 var
bæði Indverjum og Bretum
jafn ljóst, að ef stjórnvaldið
væri ekki í flýti fengið f nend
ur einhverjum, sem gæti fram-
fylgt því, hlyÚ allt landið að
flóa í stjórnleysisóeirðu.
Bretar hefðu að sjálfsögðu
helzt kostið að afhenda valdið
einni, þjóðlegri, , indverskri
stjórn, til þess að komizt yrði
hjá klofningshættu. En leið-
togar Hindúa og Múhameðs-
trúarmanna gátu ekki orðið á
eitt sáttir og enginn tími gafst
til að ræða samkomulag. ,Vf-
hendihg brezka valdsins fór
því fram á tveimur, stuttum
mánuðum. Þetta leiddi til skipt
ingar hins mikla landssvæðis
og ákvörðunar landamæra. Það
hafði i för með sér skiptingu
hersins, opinberrar þjónustu
og ríkisfjár.
Ismay lávarður var í farar-
broddi þeirra, sem sáu um af-
hendingu valdsins. Hann lét
svo um mælt, að Indland væri
„eins og brennandi skip á rúm-
sjó, þar sem eldur geisaði á
þilfari, en sprengiefnafarmur
fyllti lestar." Við þessar ör-
þrifaaðstæður var fimmtungi
mannkynsins sniðið nýtt
stjórnmálakerfi í flaustri.
í FYRSTU höfðu hvorki
Bretar, Indverjar né Pakistan-
ar neinar sérstakar áhyggjur
út af Kashmír. Allir gerðu ráð
fyrir, að furstinn í Kashmír
gengi í Pakistan með þegna
sína, sem voru langflestir mú-
hameðstrúar, enda þótt að
hann væri sjálfur Hindúi. Þeir
vonuðu, að hann léti verða úr
þessu áður en frelsisdagurinn
í ágúst 1947 rynni upp.
Þegar sá dagur reis höfðu
565 indversku ríkin, að þrem-
ur undanskyldum, látið að
áeggjan og gengið í annað
hvort ríkið Indland eða Paki-
stan. En furstinn í Kashmír
hikaði Tveimur mánuðum síð-
ar. réðust Pakistanar inn í
Kashmír. furstinn beiddist að-
stoðar og Indverjar hlupu und
ir bagga. Furstinn hét í stað
inn. að Kashmír skyldi sam-
einast Indlandi.
Enda þótt Indland hefði
þannig náð yfirráðunum í
Kashmír mjög skömmu eftir
frelsistökuna voru starfsmenn
utanríkisráðnuneytisins i Nýju
Delhi tilleiðanlegir til skipt-
ingar ríkjanna Kashmír og
Jammu og þjóðaratkvæða-
greiðslu í Kashmír-dalnum
sjálfum. En út þessu varð ekki.
mBmmassisimar. í'HMUaít .
ÁSTÆðA þess, að yfirráðin
í Kashmír eru síðar orðin að
brennandi lífsspnrsmáli, liggur
í því, að það er orðið tákn og
líkamningur gagnkvæmrar tor-
tryggni múhameðstrúarmanna
og Hindúa og ótta þeirra um,
að samkomulagið frá 1947 fái
ekki staðizt.
Indverjar líta svo á, að ef
þeim takist ekki að halda Kash
mír, sé. eiriing Indlands
í voða. Gé'tí meirihluti múham-
eðstrúarmanna í Kashmír kos-
ið sig út úr indverska lýðveld-
inu einnig svo að fara um aðr-
ar þjóðir eða ættbálka, sem
greini á við Hindúa um trúar-
brögð, tungu eða hagsmuni.
Að baki þessarar skoðun Ind-
verja liggur hinn áleitni efi
um, að samheldni Indlands fái
staðist til langframa.
Af hálfu Pakistana er litið
svo a, að taki Indverjar Kash-
mír, sé það sökum þess, að
Indland, sem er fjórum sinn-
um stærra en Pakistan, ætii
sér með tímanum að binda
endi á aðskilnaðinn, endursam
eina landið allt og koma á
hindúastjórn hvarvetna.
ÞARNA stöndum við and-
spænis sögulegu fyrirbæri, sem
er að mestu utan okkar venju-
legu pólitísku þekkingu. Okk-
ur hættir ósjálfrátt til að halda
að vegna bess, að okkur geðjast
betur að lýðræði en yfirdrottn-
un, þá hljóti lýðræðið smátt
og smátt en óhjákvæmilega að
koma í stað yfirdrottnunarinn-
ar. Við gerum einnig ráð fyrir,
að þegar ákveðnu velmegunar-
marki er náð, hljóti hið foma
hatur mannkynsins og metorða
gimd að dvína.
En f hugsun okkar almennt,
og þó sérstaklega í hugsun
okkar um heiminn eftir stríð-
ið, verðum við að sætta okkur
við að viðurkenna þá stað-
reynd, að tilfærslan frá gömlu
skipulagi til nýs skipulags er
oft — og raunar venjulega —
hin mesta þrautaganga.
Þegar bandaríska þjöðin öðl-
aðist sjálfstæði sitt tókst henni
iafnvel ekki að treysta lýðveld-
ið fyrri enn eftir að hræðileg
borgarstyrjöld hafði gengið
yfir. Heita má fullvíst, að breyt
ingin frá gömlu valdi til nýs
í Asíu verði mjög Iangvarandi
og ærið erfið.