Tíminn - 26.09.1965, Page 11

Tíminn - 26.09.1965, Page 11
SUNNUDAGUR 26. september 1965 TÍMINN n MORÐIÐ I HOLLINNI GEORGES SIMENON sem virðist vera talsverður stór- lax í sínum bransa. Við síðustu kosningar gaf hann nokkrar millj ónir í flokksjóð ... — Hvað hefur dóttir hans brot ið af sér? — Hann á enga dóttur. — So%ur hans þá? — Hann á engan son heldur. Ráðherrann hefur ekki sagt hvern ig þetta er í pottinn búið. En svo virðist sem þessi náungi vilji tala við þig persónulega og þess er óskað að llt verði gert til að koma.til móts við hann. Maigret bærði varirnar svo að var ekki mikill vandi að geta sér til hvaða orð hann tautaði fyrir munni sér. — Fyrirgefðu gamli. Ég veit líka þetta er leiðindamál. En reyndu að leggja þig allan fram. Við höfum sætt nógum ákúrum upp á síðkastið. Maigret staldraði við hjá Jósef í biðstofunni. — Þegar þessi Fumal kemur, vísaðu honum þá beint inn til mín. — Þessi hvað? — Fumal. Hann heitir það. Nafn sem hann fyrir einhveja tilviljun minnti hann á eitthvað. Það minnti hann á eitt- hvað óskemmtilegt en hann var nógu áhyggjufullur fyrir þótt ekki færi hann að grufla nánar út í það. — Er Aillevard mættur? spurði hann í gættinni að herbergi liðs- foringjans. — Hann hefur ekki komið í morgun. — Veikur? — Hann hefur ekki hringt. Janvier var farinn að vinna, með rautt og þrútið nef og grár og gugginn að öðru leyti. Hvernig hafa krakkarnir það? — Liggur allt í flensunni, hvað annað! Fimm mínútum seinna var bar- ið létt að dyrum og Jósef til- kynnti: — Herra Fumal. Svipurinn bar þess vitni að hann væri að láta út úr sér heldur dónalegt orð. — Setjist, urraði Maigret án þess að líta á gestinn. Svo leit hann upp og sá fyrir sér spikfeitan og stórvaxinn karl- hlunk sem tókst með naumind- um að troða sér ofan í hæginda- stólinn. Fumal starði spumaraug- um á höfuðsmanninn eins og hann byggist við ákveðnum við- brögðum. — Hvað er yður á höndum? Mér er sagt að þér vilduð hitta mig persónulega. Það voru ekki nema örfáir regndropar á hatti gestsins, hann hlaut að hafa komið í bíl. — Þekkirðu mig ekki? — Nei. — Hugsið yður um. — Hef engan tíma. — Ferdinand. — Ferdinand hvaða? Reynið nýju Tempo hlter-i lígaretturnár Tempo er með nýrri tegund af filter, sem veitir yður meiri ánœgju, mildara og betra bragð. Tempo eru framleiddar úr únrals tóbaki. Tempo eru framleiddar af stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna. r * nyju Tempo filter-sígaretturnar — Feiti Feddi . . . Búmm- búmm! Nú rifjaðist allt upp fyrir Mai- gret og hann hafði haft á réttu að standa áðan, minningarnar bundn ar þessu nafni voru heldur ógeð- felldar. Það var langt um liðiö, í þorpskólanum í Saint Fiacre, í bekknum sem fröken Chaigné kenndi. í þá daga hafði faðir Maigrets verið ráðsmaður á búi hertogans af Saint Fiacre. Ferdinand var sonur slátrarans í Les Quatre- Vents, smáþorpi í mílufjarlægð. í hverjum bekk er alltaf dreng ur á borð við hann, stærri en hin- ir og feitari, gæddur einhverskon- ar óheilbrigðri hreysti. — Munið þér nú? — Já. — Hvernig finnst yður að sjá mig aftur? Sjálfur vissi ég að þér urðuð lögga, sá mynd af yður i blöðunum. Annars þúuðumst við í eina tíð. — En ekki lengur, sagði höf- uðsmaðurinn stuttaralega og kveikti í pípunni. — Eins og þér viljið. Hafið þér lesið bréf ráðherrans? — Nei. — Yður hefur verið sagt frá innihaldinu? — Já. — Þegar ég hugsa um það, við höfum bara komi okkur sæmi- lega báðir tveir. Hvor á sinn hátt auðvitað. Pabbi minn var ekki ráðsmaður hjá hertoga, hann var ekki nema slátrari í smáþorpi. Mér var vísað úr gagnfræðaskól anum í Moulins þegar ég var fjórt án ára . . Hann var sannarlega ágengur og frakkur og það ekki eingöngu í viðmóti við Maigret. Hann var sú manngerð sem notaði frekju bg yfirgangssemi við hvern sem átti í tilut. — Hvað sem því líður. Óskar sagði við mig í dag .. . Óskar var innanríkisráðherr- ann. — ... farðu og finndu Mai- gret úr því það er náunginn sem þú vilt hitta og hann gerir allt sem í hans valdi stendur að þókn- ÖKUMENN ATHUGIÐ! Þegar annað Ijósið bilar . nægir ekki að skipta um það eitt! Þá verða Ijósin misiöfn! SKIPTIE UM BÆÐI! Jöfn lýsing eykur umferð aröryggið! Reykjavíkurdeild BFÖ.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.