Morgunblaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR1. DESEMBER1985
Leikfélag Reykjavíkur:
Skyggnst á bak við tjöldin
— kíkt inn í hvern krók og kima
Slappað af í stiganum.
Allt á fullri ferð — innan dyra sem utan.
Frá pínulitlu poppi...
Stund á milli
stríða.
Veigamikil en ves-
eldarleg vistarvera
— snyrtiaðstaða og
reyksalur í senn.
höfuðborgarinnar. Húsnæðis-
skorturinn hefur háð hugmynda-
flugi þeirra um langt árabil —
aðbúnaður allur og aðstaða sniðið
þeim heldur þröngan stakk. Synd
væri þó að segja að leikhúsgestir
liðu fyrir hið litla og lélega at-
hafnasvæði leikaranna — þökk sé
útsjónar- og nægjusemi þátttak-
enda. En er átandið raunverulega
eins slæmt og margir vilja vera
láta?
Á fjölunum í Iðnó er nú um-
fangsmesta og fjölmennasta sýn-
ing, sem sett hefur verið þar upp
— leikritið „Lands míns föður"
eftir Kjartan Ragnarsson. Sviðs-
setningin er all sérstæð — svalirn-
ar og salurinn ekki síður vettvang-
ur viðburðanna en sviðið sjálft.
Til að kynnast hinu raunverulega
ástandi á bænum fengu Morgun-
blaðsmenn að fylgjast með gangi
mála á einni sýningu hópsins —
og þá að sjálfsögðu á bak við tjöld-
in. Sannaðist þar hið fornkveðna,
í eitt skipti fyrir öll, að sjón er
sögu ríkari.
reynsluna hafa. Er hér að sjálfsögðu
átt við aðsetur Leikfélags Reykjavík-
ur — gamla, góða Iðnó.
Innan veggja þess hafa líka
skipst á skin og skúrir — gleði og
grátur — bæði á sviðinu sjálfu sem
og utan þess. Annars vegar eru
það hinar rómuðu revíur — at-
hvarf hinna fjölmörgu flótta-
manna raunveruleikans — hins
vegar hinir háalvarlegu harmleik-
ir, sem vekja eiga menn til um-
hugsunar um tilgang og takmark
tilverunnar. Hvort heldur sem er
— túlkun tilfinninga er það sem
leiklistin snýst um. Áhorfendurnir
bregða sér í búning prófdómara —
en einkunnirnar birtast í formi
fögnuðar eða fordæmingar — oft
aðeins fyrirgefningar fjöldans, þar
sem viljinn er tekinn fyrir verkið.
„Neyðin kennir naktri konu að
spinna" er forn fullyrðing, sem
fyrir löngu hefur sannað gildi sitt.
Áuðveldlega má líka heimfæra
setningu þessa upp á húsbændur
og hjú hins háaldraða húss í hjarta
Húsið er staðsett í hjarta
Reykjavíkur, nánar tiltekið við
Tjörnina, sem reynst hefur skáldum
landsins óendanleg uppspretta Ijóða
og listrænna lýsinga. Það lætur lítið
yfir sér, er laust við hinn hrokafulla
blæ háhýsanna, hlýlegt og vingjarn-
legt og er ekki laust við að manni
finnist sem það lumi á einhverju
leyndarmáli — líkt og þeir, sem lífs-
í kapphlaupi við klukkuna — hermennirnir hafa fataskipti.
Baktjaldamakk — í orðsins fyllstu merkingu.