Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 50

Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 'í Ragnar BJörnsson orgelleikari Tekur við hljóm- sveitarstjórn í Grímu- dansleik RAGNAR Björnsson tekur við hljóm- sveitarstjórn í uppfærslu Þjóðleik- hússins i óperunni Grímudansleik eftir Verdi nk. miðvikudag, 4. des- ember. Þann dag þarf Maurizio t* Barbacini, sem til þessa hefur stjórn- að hljómsveitinni, að hverfa af landi brott til að sinna verkefnum á Ítalíu. Ragnar Björnsson hefur marg- oft verið hljómsveitarstjóri á sýn- ingum Þjóðleikhússins og nægir i því sambandi að nefna Sumar í Týrol, Leðurblökuna, Carmen og ballettinn Blindisleik eftir Jón Ásgeirsson og Jochen Ulrich. Ragnar var dómorganisti í fjölda ára en hefur jafnframt farið í tón- leikaferðir m.a. til Rússlands, Bandaríkjanna, Kanada, Þýska- lands og Norðurlandanna. Undan- farin ár hefur Ragnar Björnsson verið skólastjóri Nýja tónlistar- skólans. Fréttatilkynning Ekki að- dáunarvert kvikmyndir ú Árni Þórarinsson Bíóhöllin: James Bond aðdáand- inn — Shut Up When You TalkA ítölsk-frönsk. Árgerð? Ilandrit: Enrico Oldoni, Philippe Clair. Leik- stjóri: Philippe Clair. Aðalhlutverk: Aldo Maccione, Edvige Ferrech. Heldur er þetta nú bágborið grin. Eins og íslenski titillinn bendir til segir hér frá hvers- dagsmanni sem dáir mest hið alþjóðlega glæsimenni, kvenna- gull og ofurhuga James Bond. Sjálfur er maðurinn , Giacomo, feitlaginn og nefstór piparsveinn sem kúldrast atvinnulaus í kompu sinni með Bond og píurn- ar hans uppi á vegg og mömmu sína vælandi í símanum. Myndin snýst svo um það þegar draum- óramaðurinn er tekinn í mis- gripum fyrir spæjara nokkurn, lendir í æsilegum ævintýrum og þokkadísum á la Bond og er allan tímann að telja sér trú um að þetta sé bara einn dagdraumur- inn enn. Sumsé misskilningsfarsi sem notar James Bond sem stökkpall. En stökkpallurinn skiptir ekki máli ef menn kunna ekki að stökkva. Þá lenda menn bara á maganum. Og það gerir þessi ítalsk-franska framleiðsla með amerísku tali. Aðalleikarinn, Aldo Maccione er að vísu stöku sinnum ögn fyndinn í bægsla- gangi sínum en hann fær litla aðstoð frá handritshöfundum og leikstjóra. Þótt James Bond eigi sér marga aðdáendur leyfi ég mér að efast um að sama eigi , ' við um James Bond aðdáandann. Hugvekja í skammdeginu — Af gefnu tilefni — eftirKarlJ. Steingrímsson Jólin nálgast. Hátið frelsarans fer senn í hönd og við minnumst fæðingar Krists. Efst í huga okkar verður boðskapur jólanna — bræðralag manna og kærleikur. Sunnudaginn 24. nóvember síðastliðinn birtist í Morgun- blaðinu grein eftir sr. Heimi Steinsson. Þar segir m.a.: „Jafnrétti birtist m.a. í at- hafnafrelsi, þar sem allir menn fá að njóta hæfileika sinna innan þess ramma, sem lög heimila. Atferli framkvæmda- mannsins, sem ávaxtar þjóðar- auð, er skilgetið afkvæmi jafn- réttis. Hverjum og einum heimilast að freista gæfunnar án tillits til ætta og uppruna, stjórnmálaskoðana eð lífsvið- horfa. Þetta á þó aðeins skylt við Guðs ríki, að tryggt sé, að ávöxtur athafnamannsins skili sér jafnt til allra þjóðfélags- þegna. Þar víkur sögunni á ný til þess jafnvægis, er að fram- an greinir. Tákn Guðs ríkis birtist e.t.v. hvergi jafn ljóslif- andi og í viðleitni stjórnvalda til að efla fullkominn jöfnuð manna á meðal. Réttlæti Guðs felst öðru fremur í því, að hann réttir „Mannorðið er horn- steinn mannlegs sam- félags og er ofar öllum lífsVerðmætum. Það er því mikið alvörumál, þegar einhver er rænd- ur slíkum hornstein — og það að tilefnis- Iausu.“ hlut hinna smáu. Þjóðfélag, sem annars vegar gefur at- hafnamönnum tækifæri til að afla verðmæta og hinsvegar skila sömu verðmætum til þeirra, er minna mega sín, endurspeglar Guðs ríki og þar með þá helgun og ummyndun, sem öllum kristnum mönnum er ætluð um síðir." (Tilvitnun lýkur) Um þessar mundir ganga miklar sögur manna á meðal, vegna okurmáls sem nú er í rannsókn. Inn í þessar sögur blandast fólk sem á engan hátt tengist þessu máli. Velgengni eins má ekki gefa öðrum tilefni til öfundar með því að ala á gróu- sögum og getgátum í þá veru að eitthvað óhreint sé í fari at- hafnamannsins á slíku augna- bliki. Við búum í lýðræðisríki þar sem öllum er frjálst hvar þeir setja markmiðin og stefnuna í lífinu, hvort heldur er í fjár- hagslegum ávinningi eða öðrum. Spjót öfundarmannanna bein- ast oftast nær að þeim sem ná árangri. Þeir sem slíkum vopnum beita eru yfirleitt ekki sjálfum sér nógir eða vantar einhverja lífsfyllingu. En gætum þess að dæma ekki. Það er til æðri dóm- stóll hér á jörðu og annar í himnaríki. Jesús var saklaus en Barrabas sekur. Samt dæmdi lýðurinn Jesú og krossfesti. Hver og einn verður dreginn fyrir dóm, hafi hann synd að bera, hvort heldur er hér eða á himni Guðs. En það er ekki okkar hlutverk að dæma, heldur réttvísinnar og yfirvaldanna. Þeirra er lokaorð- ið. Skammdegið kallar á okkur og við eigum til að svara í sömu mynt. Hreinskilni og vinátta eru verðmæti sem aldrei verða metin til fjár. Engu að síður má leggja þau til grundvallar réttlætis- kennd og þroska hvers og eins, þegar á reynir. Mannorðið er hornsteinn mannlegs samfélags og er ofar öllum lífsverðmætum. Það er því mikið alvörumál þegar einhver er rændur slíkum hornstein — og það að tilefnislausu. Okkur ber sem kristnum einstaklingum að varðveita mannorð okkar í Karl Steingrímsson daglegri umgengni við aðra menn. Þar er að finna lykilinn að innri frið og hamingju. Öll erum við mannleg og ekki hafin yfir mannleg mistök, en gætum þess að troða ekki á því sem mönnum er kærast með því að fara með gróusögur og getgátur. Það birtir af degi og glampar i augum barnsins og hins rétt- láta, en aðrir dragast inn í eigin skel — því að yfirborðið er upp- lýst orðið. Að þessum orðum slepptum vil ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls kom- andi árs, í þeirri von að við setj- um okkur framvegis það mark að rækta eigin garð í stað þess að sá illgresi í garð náungans. Höfundur er framkræmdastjóri Pelsins. AIWA ---- AIWA Vorum aö fá 30% lægra verð frá framleiöanda á einni sendingu af þessari stórglæsilegu hljómtækjasamstæðu. V-900 B.' Útvarp: LB, MB, FM-stereo meö sjálfleitara og tólf stööva minni, klukku og tímastilli fyrir upptöku eöa afspilun. Magnari: 2x90 wött. 5 banda tónjafnari, jafnt á upptöku sem afspilun. Segulband: 20-18000 riö, metal, lagaleitari, 2 mótorar, sjálfvirkt val á normal, CrOa- og Metal-spólur. Auto record mute, samhæfö tenging viö útvarp og plötu- spilara. Plötuspilari: Sjálfvirkur eöa manual, linear tracking. Þettaer einstakt tækifæri til aö eignast frábæra hljómtækjasamstæöu á veröi sem á sér enga hliöstæöu miöaö viö gæöi. Verö kr. 47.280 stgr. án hátalara. Bjóöum einnig kr. 10.000,- útb. og eftirstööv- aráailt aö8mán. Dm m i , . i__i x ÍKIWS < Ármúla 38 Garðakaupum/Garðabæ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.