Morgunblaðið - 01.12.1985, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 01.12.1985, Qupperneq 53
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR1. DESEMBER 1985 53 VALGEIR SKORAöl Á GERVIGRASINU! Einnig er væntanleg frá honum platan FUGL DAGSINS Fugl dagsins heitir væntanleg hljómplata frá hinum 33 ára gamla Valgeiri Guöjónssyni sem i mörg ár hefur gert garöinn frægan meö hljómsveitum eins og Spilverki þjóöanna og Stuðmönnum. Á þess- ari hljómplötu eru þaö kvæöi Jó- hannesar úr Kötlum sem Valgeir semur lög viö. Popparanum gafst tækifæri til aö hlýöa á snældu meö lögunum og væntanlega á þetta nokk eftir aö koma aödáendum Valgeirs á óvart. Tónlistin er meira í ætt við þaö sem Spilverkiö geröi á sínum tíma, svona vísnapopp meö alls kyns ívafi. Valgeiri til aöstoöar viö sönginn eru Sigrún Hjálmtýs- dóttir (Diddú) og Ævar Kjartansson, útvarpsmaöur sem aö sögn Val- geirs er meö gullfallega rödd. Tíu mínútum áöur en Valgeir ætlaöi á fótboltaæfingu á gervigrasinu meö starfsmönnum Pennans, náöi Popparinn tangarhaldi á þessum afslappaöa frakkamanni. Hvenær uröu lög þessi til? „Þau uröu til úti Noregi fyrir 4-5 árum er ég var þar viö nám. Ég haföi kvæöi Jóhannes- ar meö mér og þetta varö mín tómstundar- iöja. Þessi kvæöi eru mjög vinsamleg mannfólkinu og langt frá því aö vera pólitísk,” sagöi Valgeir og fór úr frakkanum. Þú ert eini gitarleikarinn á plöt- >1 III í ► unni. Er sjálfstraustiö komið aftur? „Ætli þaö ekki bara. Ég hef marg- oft tekiö fram aö ég er ekki góöur gítarleikari, en þessi tónlist er ekki flókin og ég ræö nokkuö vel viö þaö sem ég er aö gera, “ segir Valgeir. Eric Clapton er kallaður Slow- hand.En þú? „Þaö má þá bara kalla mig Still- hand“, sagöi Valgeir, nú oröinn ber aö ofan. Hann teygöi sig ofan i æfingatöskuna og tók upp forláta æfingatreyju, rauöa aö lit. Brá henni síðan yfir höfuö sér. „Ég spila líka á hljómboröin," heyröist þá ofan úr hálsmálinu. En hverjir fleiri aöstoöa þig? „Þaö eru m.a. Ásgeir Óskarsson á trommur og Skúli Sverrisson á bassa. Öölingspiltur,“ svaraði Valgeir og smeygöi sér í hvítar stuttbuxur. Ótrúlega hugaöurmaöur. Þaö var kalt úti þennan morgun. Þessi plata er auövitaö ætluö sérstaklega til spilunar á vinsælda- lista hlustenda rásar 2 (ferlega er nafniölistanslagt). „Ég veit ekki. Ég held þó aö þessi plata, Fugl dagsins, höföi til allra aldurshópa, og vona þaö alla vega,“ sagöi Valgeir og bætti viö: „Réttu mérfótboltaskóna." Svo kom næsta spurning: Ertu bjartsýnn? „Maöur er nú búinn aö læra aö vera hæfilega bjartsýnn. Hvítir mávar gengu nú ekkert ofboöslega nú eöa þá Stuðmannabókin. Ég er dalandi bjartsýnn. Réttu mér legg- hlífarnar.“ Þaö eru allir að gefa út plötu. Geturöu út- skýrt það? „Aö sjálfsögöu ekki. En fólk hefur greinilega mjög mikla þörf fyrir aö koma frá sér efni, hvort sem þaö lítur vel út eða ekkl. Málarinn kaupir sér jú striga án þess aö vita hvort myndin selst," sagöi íþróttahetjan aö endingu, síkvik íöllu sínu veldi. Eftirmáli: Valgeir Guðjónsson var settur í stöðu vinstri bakvarðar, sór þvert um geð en skoraöi þó tvö gullfalleg mörk með vinstri fæti. A 34. mínútu síöari hálfleiks lenti hann í útistöðum viö dómara leiksins sem vísaði honum um- svifalaust í bað. Valgeir sagði þaö þó ekki koma í veg fyrir útkomu breiöskífunnar. Sjaldseðir hvitir hrafnar á Fáheyröum hvítum úlfi —eftirtektarveröir rokktónleikar viö Skúlagötuna í kvöld Fáheyrður hvítur úlfur heitir frönsk-íslensk rokkhátíð sem haldin veröur í Zafarí í kvöld. Þaö eru sjaldséðir hvítir hrafnar frá Frakk- landi sem verða í aðalhlutverkum. Er þar átt við nýbylgjusveitina Etron Fou Leloublan sem sagt var frá hór á síðunum um daginn. Framlag íslendinga til rokkhátíðarinnar er ekki dónalegt. Svart-hvítur draumur lætur gamminn geisa og fram koma rokkskáldin ástsælu, Einar Már Guömundsson og Sigfús Bjartmarsson, en þeir eiga báðir kafla á ný- stárlegum Ijóöasnældum sem Grammið mun gefa út innan tíðar. Súrrealistahópurinn Medúsa verður á svæðinu eins og venjulega þegar erlenda gesti ber að garöi og mun hópurinn klæða Zafarí og hátíöina „sérstökum viðhafnar- skrúða með Ijósum, litum og tali“ eins og segir orðrétt í fréttatilkynningu. Þessa þekkja nú allir. Þatta ar Jo Thirion, söng- kona og hljómborösleikari Etron Fou Laloublan. Pass á fulla ferð Eflaust kannast margir viö hljómsveitina Pass sem þótti lengi vel vera með efnilegri bárujárns- sveitum. Pass er enn komin af staö og nú skipa hana þrír stofnendur hennar, þeir Birgir Haralds- son, söngvari og gítarleikari, Þórhallur Árnason, bassaleikari og Karl Tómasson, trommuleikari. Þaö hefur litiö heyrst frá Pass aö undanförnu en nú eru þrennir tónleikar á næstunni. Þeir fyrstu í Safarí fimmtudaginn 5. desember, síöan í Félags- stofnun stúdenta föstudaginn 6. desember og loks halda þeir hljómleika á Hótel Borg fimmtudaginn 12. desember. Á efnisskránni er nýtt efni. Þessi mynd var tekin af Valgeiri í Skrúögörðum Reykjavíkur (Hortus Botanicus Reykjavicensis) eftir leikinn á gervigrasinu. Hann lók sór þá að því að halda knetti á lofti, sitjandi upp við tró um leið og hann þýddi sakamálasögu eftir Agöthu Christie yfir á swahili. Fjölhæfur maður Valgeirl o Sú besta SMÁSKÍFUR VIKUNNAR o Fine Young Cannibals — Blue Þetta er skrambi vel gert og söngurinn í sérflokki. Það væri gaman ef allir legöu jafnmikla til- finningu í sönginn og raddbanda- eigandinn í Fine Young Cannibals. Lagiö venst vel eftir 2—3 hlustanir. í fljótu bragöi er erfitt aö finna ein- hverja hliöstæöu í poppinu i dag. Fine Young Cannibals er alveg sér ábáti. Annað ágætt Lloyd Cole and the Com- motions — Lost Weekend Þetta er lauflétt og einfalt popp- lag á allan hátt en þaö er bara ekki sama hvernig slíkt er meöhöndlaö. Einlægnin er í fyrirrúmi og þó ótrú- legt megi viröast vill Popparinn meina aö hér syngi söngvarinn ekki ósvipaö Harpo gamla (nei, ekki HarpoMarxM). Kool and the Gang — Emergency Þessi sveit er fremst i flokki þeirra sem flytja soulkennda dans- tónlist. Þeir félagar eru hittnir á góöar laglínur þó oft hafi þeir falliö í heitan súkkulaöipott þegar rólegu lögin eru annars vegar. Þetta er hresst danslag meö fáum eöa eng- umfeilnótum. Afgangurinn Queen — One Vision Þeir eru nú orönir ansi þreytuleg- ir á aö líta þessir. Aö vísu stóöu þeir sig vel á Live Aid-tónleikunum enda byggöu þeir þar upp á göml- um, alþekktum lögum sínum. One Vision gæti veriö á fyrstu, annarri og þriöju Queen-plötunni. Þaö gæti líka hafa veriö á öllum hinum, nema kannski diskóplötunni. Lagiö er ekki neitt, neitt, og þrátt fyrir 5—6 yfirferöir heltók þaö Popparann aldrei. Wham! — l’m your Man Ekki þaö versta frá þessum sól- bekkjabrúnu Knold og Tot. En lagiö er samt ekki gott. Eins og kínverskt máltæki segir: „Þaö er bara eitt Wake me up before you gogo.“ George Michael má þó eiga þaö aö hann er af bragös söngvari. James Taylor — Everyday Þaö er talaö um aö popparar og rokkarar mýkist meö árunum, rétt eins og aörir og sjálfsagt er þaö hárrétt. Elton John geröi Nikita en hann hefur margoft áöur verlö mjúkur. Nú sendir James Taylor frá sér Everyday, dúnmjúkan söng en. það er heldur ekkert nýtt á þeim bæ. Þaö væri réttara aö segja t.d. þessa tvo gamlingja í poppinu vera oröna einfaldari í lagasmíöum. Everyday fer inn um annaö og út um hitt. Eins og segir í kvæöinu sem viö syngjum á gamlárskvöld: „Og aldrei þaö kemur til baka.“ Heart — Never Var þessi sveit ekki hætt? Nú, hún heföi betur gert það. Phil Collins/Marilyn Marat- in — Seperate Lives Þetta er ægilegt. Slikjan sem umlykur þetta er minnst 35 metra þykk. Þetta er nú vel í Kanann! Hljómsveitin Pass ásamt aðstoðarmanni. ÖRLITIÐ ERLENT Madonna er byrjuö aö taka upp þriöju plötu sína. Mikiö of- boösiegaveröurgamanaöheyraútkomuna... Paul McCartney hefur yfirgefiö Colombia Records en undirritaö samningviöCapitolfyrirtækisemupphaflegagafútBítlana ... Áður óútgefiö efni eftir John Lennon, flutt af honum, kemur út íjanúarmánuöiánæstaári. Það er Capitol sem gefur út... Pretenders er væntanleg á breiöskífu. Húrra! Meölimir hljóm- sveitarinnar eru nú staddir í Lundúnum og von er á plötunni með vorinu. Þaö eru engir aukvisar sem munu stjórna upptökum. Þeir heita Bob Clearmountain og Jimmy lovine ... Umboðsmaður írsku hljómsveitarinnar U2 segir einhvern ungan mann hafa veitt útvarpsviðtöl og þóst vera trymbill U2, Larry Mullen Jr.... Eric Clapton og Lionel Richie saman á plötu? Nei þaö er ómögu- legt kunna einhverjir að segja. En þannig er þaö nú samt. Eric Clapton leikur meö Richie í einu lagi á væntanlegri plötu gullkálfs- inssemaðsögnveröurrokkaörienþærfyrri...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.