Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 75

Morgunblaðið - 01.12.1985, Side 75
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR1. DESEMBER1985 75v* Hlægið í umferðinni Kvlkmyndir Árni Þórarinsson Bíóhöllin: Ökuskólinn — Moving Violations ★★★ Bandarísk. Árgerð 1985. Handrit: Neal Israel, Pat Proft. Leikstjóri: Neal Israel. Aðalhlutverk: John Murray, Jennifer Tilly, James Keach, Sally Kellerman, Lisa Hart Carrolí. Sú formúla bandarískra gam- anmynda undanfarin ár að hrúga saman ýmsum sérkennilegum manngerðum í afmörkuðum kringumstaeðum, t.d. mennta- skóla, gagnfræðaskóla, háskóla, lögregluskóla og öðrum skólum lífsins, og láta þær síðan fíflast þar í einn og hálfan tíma, hefur auðvitað gengið sér til húðar fyrir löngu. Flestar þessar mynd- ir eru endurtekningar og út- þynningar hver á annarri. En svo skýtur ein og ein upp kolli sem sýnir að þrátt fyrir allt á formúl- an sér viðreisnar von ef höfundar hafa hugvitið í lagi. Gleðileg undantekning af þessu tagi er einmitt Moving Violations eða Ökuskólinn sem Bíóhöllin hefur tekið til sýninga. Strax á kynningarmínútum myndarinnar verður ljóst að hér standa að verki menn sem ekki að eins kunna sitt fag heldur hafa gaman af því og nenna að hafa fyrir því að láta aðra hafa gaman af því. Flestar þessar myndir bera hins vegar vitni kunnáttuleysi, hugmyndaleysi og leti. En þegar Neal Israel, leik- stjóri, og hjálparkokkar hans leiða fram á sjónarsviðið það kostulega samsafn ökufanta og aulabárða sem síðan eru dæmdir til að fara í endurhæfingu á ökuskóla lögreglunnar er maður um leið farinn að hlæja og heldur því áfram mestan part myndina á enda. í fyrsta lagi er handrit Israels og Profts eldfjörugt og barmafullt af hugmyndum. I öðru lagi hefur leikstjórinn Isra- el ekki aðeins tilfinningu fyrir smellnum samtölum og kynleg- um kvistum heldur líka ágæta hæfileika til réttrar uppbygging- ar og tímasetningar á þeirri röð af smáskyssum sem myndin er samansett úr. í þriðja lagi, og það er kannski hvað mikilvæg- ast, hefur hann verið sérlega fundvís á skemmtilegan leikhóp sem skapar urmul óborganlegra manngerða, allt frá höfuðand- stæðingunum, æringjanum John Murray og hinum grimma lög- reglutöffara James Keach (en báðir eru þeir betri gamanleikar- ar en bræður þeirra Bill og Stacy), til aukaleikara eins og Clara Peller, gráhærðrar lítillar konu sem á erfitt með að vera úti að aka vegna þess að hún er nánast blind. Þótt Ökuskólinn sveigi uhdir það síðasta inn á hefðbundinn bílahasar amerískra afþreyinga- mynda er hún lengst af manískt og uppáfyndingasamt spaug sem mælir með því að menn brosi ekki aðeins í umferðinni heldur hlæi, — sem að vísu leiðir til þess að menn missa ökuleyfið. Sigurpáll Isfjörð sýnir í Borgum Sunnudaginn 1. desember kl. 14, opnar Sigurpáll ísfjörð málverkasýningu í safnaðarheimili Kársnessóknar, Borgum í Kópavogi. Þetta er 10 sýning Sigurpáls og sýnir hann 40 verk og eru vatnslitamyndir í stórum meirihluta en nokkur olíumálverk. Sýningin er opin um helgar frá kl. 14-22, en virka daga frá kl. 16-22. Meðan á sýningu Sigurpáls stendur er kaffisala á vegum þjónustudeildar. HVIS PRESLEY '&éé ,IJI)ertJ Mounten Nú ma enginn sann- ur Elvis-aðdáandi láta sig vanta á Elvis Presley-kvöld í Broadway því þetta veröur ógleymanlegt kvöld. Hljomsveitin leikur svo fyrir dansi bæöi kvöldin. Konungur rokksins var, er og verður hinn storkost- legi og ógleymanlegi Elvis Presley sem allur heimurinn daöi, ennþá eru lögin a vinsældalist um víöa um heim. I tilefni þess aö Elvis Pres- ley heföi oröið fimmtugur a þessu ari hefur veitingahúsið Broactway akveöið aö minnast hins okrynda konungs a sc't- tæöan hatl I iberty Mounten ('i einn besti Elvis-leikari sem fram helui komið a scánni arum asamt 8 niaiiua hl|omsveil hans ()F SOIO I itierty Mounten helui fanö viöa um heun og tengiö slórkostlegar viötökur hja T Ivis-aödaendum sem likja honum jalnan viö konunginn sjalfan oc) er þa mikið sagt. Elvis-sýning Liberty Mo- unten og hin stórkostlega 8 manna hljómsveit DE- SOTO verður í Broadway 6. og7. des.nk. og spannar aðallega það tímabil í lífi Elvis er hann kom fram i Las Vegas og flytja þeir öll hans þekktari Miða-og borðapantanir í síma 77500 &

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.