Morgunblaðið - 10.01.1986, Page 12

Morgunblaðið - 10.01.1986, Page 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ.-FÖSTUDAGUR 10. JANtJAR 1986 hafa athuganir á áhrifum feitmetis og kolvetnasambanda, hafa lýst þeirri skoðun sinni að þessi þykk- ing blóðsins geti vel dregið til muna úr því súrefnismagni, sem blóðiö flytur um hinar smærri slag- æðar og háræðarnar til heilans og til vöðvanna. Melting fitu tekur einnig alllangan tíma, og þess vegna er ekki um að ræða neinn snöggan vöxt í blóðsykur-orku manns eftir að borðuð hefur verið fituefnarík máltíð. Það kemur því ekki á óvart að Linda skuli taka að geispa og finna til þreytuslens eftir að hafa snætt þunga og fitu- efnaríka máltíð á veitingastaðnum þarna um kvöldið. Vínið, sem hún drekkur með matnum, verður enn til að draga úr líkamsorku hennar, vegna þess að alkóhólneysla veld- ur minnkun í blóðsykurmagninu, auk annarra slævandi áhrifa, sem það hefur á heilann. Sjálf undirstaðan má ekki gleymast Þeir meginþættir hollrar og góðrar næringar, sem ekki eru að finna í mataræði Lindu, eru sam- sett kolvetnasambönd, sem öll eiga rætur sínar að rekja til jurta- ríkisins: alls konar ávextir og grænmeti, ertur, baunir, hnetur og matvörur úr heilmöluðu korni eins og ýmsar kornvörur, sem notaðar eru til morgunverðar í grauta sem útákast á súrmjólk og jógúrt, svo og brauðvörur og núðlur. Nú á dögum mæla flestir næringarfræð- ingar, læknar og þekktustu höf- undar bóka um heilsusamlegt og grennandi mataræði með sam- settum kolvetnasamböndum sem beztu og heilnæmustu næringuna til þess að ná fram góðum andleg- um og líkamlegum afköstum og til að viðhalda góðri heilsu. Jeanne Jones, sem skrifað hefur margar bækur um hollt mataræði og heil- brigða lifnaðarhætti, metur sam- sett kolvetnasambönd í daglegu mataræði manna sem „nýja stefnu í mataræði þeirra, sem leggja vilja áherzlu á mikið andlegt og líkam- legt starfsþrek". Ástæðan er sú, að samsett kolvetnasambönd veita líkaman- um bæði langvarandi orku og líka snögga en skammæja orkuábót. Um leið og þau taka að brotna niður í meltingarfærunum gefa þau frá sér nokkuð af glúkósa til blóðs- ins, en eftir það halda þau þó áfram að brotna enn frekar niður um nokkurt skeið vegna þess hve þau eru flókin að uppbyggingu, og eins af því að i þessum kolvetna- samböndum eru líka fyrir hendi Hvað helzt skal borða, hvar og hvenær ★ Spyrjist fyrir um hvort staðurinn bjóði upp á sérstaka fitu- snauða rétti með litlu saltinnihaldi (en það felur venjulega í sér að réttirnir eru matreiddir úr mjög samsettum kol- vetnasamböndum). Pantiö fremur fiskrétt eða kjúkling en rétti úr rauðu kjöti og látið grilla matinn, baka eða brúna i potti en ekki steikja. ★ Biðjið um að sósur og kryddlegir séu bornir fram sérstak- lega og notiö aðeins lítið eitt af þessu meðlæti (reyndið örlítið af vínediki eða sítrónusafa með parmesanosti sem fitusnauðan bragðbætislög út á salatið). Biðjið um heil- hveitihorn, tvíbökur, pönnukökurog aðrarbrauðvörur. ★ Fáið ykkur skammt af ferskum ávöxtum, spínatmauk, grænmetisnúðlur, gufusoðið grænmeti eða bakaöar kart- öflur (með smáklípu af smjöri eða örlítið af sýrðum rjóma með parmesanosti út í) sem léttan málsverð. ★ Þegar menn geta ekki staðist löngunina í einhver sætindi, þá hafið það a.m.k. fyrir reglu að borða ekki sælgæti fyrr en að máltíð lokinni, og því seinna að deginum, sem sælgæti er borðað, þeim mun betra. íflýti ★ Það er alltaf auðvelt að hafa við höndina svolítið af þurrkuðum ávöxtum til að stinga upp í sig við og við, og þá þarf ekki að geyma í kæli (kaupið þurrkuö epli, ferskjur og perur fremur en dísætar þurrkaðar döðlur, rúsínur og ananas). ★ Takið með í vinnuna smáfernu eða dós með ósykruðum ávaxta- eða grænmetissafa. Hafið ávalit til reiðu í skrif- borðinu heilhveitikex, tvíbökur og hrökkbrauð. Svo má heldur ekki gleyma því, að ferskir ávextir halda sér margir hverjir dögum saman, þótt þeir séu geymdir við venjulegan stofuhita. ★ Þegar menn eru að leita sér að einhverju í svanginn í matvöruverslunum sem selja tilbúna rétti, ættu menn frem- ur að panta kjúklingasamlokur með heilhveitibrauði eða pítubrauð heldur en samlokur með skinku og ítölsku salati. Aðrar samlokutegundir, sem hafa mikið næringargildi eru rækjusamlokur og samlokur með þriggja-bauna-salati. ómeltanlegar jurtatrefjar. Það má því líta á slík margsett kolvetna- sambönd eins og orku-töflu, sem gefur frá sér orkuna eftir vissan, fyrirfram stilltan tíma. Margþætt kolvetnasambönd eru líkamanum líka aðaluppspretta fjörefnagjafar og steinefna. Bandarísk heilbrigðisyfirvöld ganga orðið svo langt að ráðleggja mönnum yfirleitt að láta um 60% af daglegu mataræði sínu saman- standa af margþættum kolvetna- samböndum til að næra sig á alhliða og heilsusamlegan hátt. Jeanne Jones hefur komið fram með tillögu um einfalda aðferð til að nærast rétt: „Gangið einfald- lega úr skugga um, að fjórir fimmtu hlutar af matnum á diskinum séu samsett kolvetnasambönd og hið sama gildir vitanlega um nestis- pakkann. Hugsið um fisk, fuglakjöt eða aðrar kjöttegundir sem með- læti en aftur á mótið lítið á salatið, grænmetið, brauðið og núðlurnar sem meginhluta máltíðarinnar." Réttur matur á réttum tímum Lindu mundi líða miklu betur og afkasta mun meiru, ef hún nærðist meira á heilmöluðum korntegund- um, ferskum ávöxtum og ýmis konar grænmeti, en samt fæli slíkt betrumbætt fæðuval ekki í sér lausnina á öllum hennar vanda í sambandi við rétt mataræði. Til þess að fæðan veiti manni há- marksorku, verða hitaeiningarnar að berast líffærakerfinu á réttum tímum, það er að segja þegar orkuþörfin er mest. Það táknar með öðrum orðum góðan og næringarríkan morgunverð og há- degisverð en léttari og fitusnauð- ari kvöldverð. Það kann að reynast örðugara að halda sig við slíkt mataræði, ef menn þjást af streitu, af því að streita hefur ekki bara óheppileg áhrif á meltinguna og nýtingu margra næringarefna í fæðunni, heldur rýfur einnig eðli- legar boðsendingar um hungurtil- finningu líkamans. Við eðlilegar kringumstæður er sultartilfinningin óyggjandi ábend- ing um að blóðsykurmagnið hafi minnkað meira en góðu hófi gegn- ir, og því sé tími til kominn að bæta á sig næringarefnum eða eldsneyti. Þegar menn þjást af streitu, verða hins vegar vissir hormónar þess valdandi, að blóð- rásin eykst til dýpra liggjandi vöðva líkamans en blóðstreymið til þarm- anna minnkar til mikilla muna að sama skapi. Þessi ósjálfráðu streituviðbrögð innkirtlanna letja löngun manna til að borða mikið magn af mat á þeim tíma, þegar aukin líkindi eru á, að viðbrögð lík- amans við fæðunni verði brjóst- sviði, magakveisa eða uppköst. Ef málin á hinn bóginn taka að þróast þannig, að menn nái ekki að nær- ast nægilega um lengri tíma vegna viðvarandi streitukenndar, getur svo farið, að næringarskorturinn auki enn á streituna og úr verði hreinasti vítahringur. Við kringum- stæður af þessu tagi ættu menn samt sem áður að reyna að borða fimm til sex ósköp léttar máltíðir á degi hverjum, þótt áköf streitu- kennd hafi kæft svo til alla matar- lyst; það skiptir miklu máli, að menn taki til sín smávegis nær- ingu, þótt engin sultartilfinning geri vartvið sig. Maturer manns- ins megin — og megin er = afl Allt þetta veður, sem farið er að gera út af réttum matarvenjum, kann raunar að virðast verða held- ur mikið umstang — að reglulegt matarhlé sé tímasóun, miðað við hve miklu maður gæti komið í verk við skrifborðið á sama tíma — en þegar einu sinni er búið að koma góðu skipulagi á þessa hluti, þá er það í sjálfu sér ekkert mál að halda settar reglur um heilsusam- legt mataræði. Og svo kann að fara, að árangurinn af réttum matarvenjum skili sér furðu fljótt í mun meiri vinnuafköstum heldur en það sem vannst áður á þeim tíu mínútum, sem maður gat setið lengur við skrifborðið. „Það er ekki til nein frambærileg ástæða til að menn haldi sér í svelti allan liðlangan daginn, og það er þá alveg sama hve önnum kafnir menn eru í vinnutímanum," segir Anne Isham, sem áður var þekktur maraþonhlaupari, en hún stjórnar nú leiðbeiningardeild við St. Edwards-háskóla í borginni Austin í Texas-fylki þar sem unnið er að rannsóknum varðandi þá atferlisþætti, er stuðlað geta að eflingu starfshæfni manna og bætt framahorfur á starfsferli þeirra. „Ávextir, hrökkbrauð og heilhveitisnúðar komast fyrir í hvaða skjalatösku sem er, svo að menn geta alltaf haft eitthvað ætilegt við höndina, þegar setið er við skrifborðið eða þegar menn skreppa aðeins frá. Þetta kann svo sem að láta ósköp flatneskjulega í eyrum, en sannleikurinn er sá, að ef menn geta tekið sér tíma til þess að skreppa á salernið, þá geta menn vissulega líka tekið sér tíma til að borða smábita. HOLLU STUHÆTTIR Bergljót Ingólfsdóttir Appelsínur Það er kunnara er frá þurfi að segja, að appelsín- ur, eins og aðrir sítrusávextir, eru hin hollasta fæða. Fyrir nokkrum áratugum voru appelsnur svo sjald- séðar í verslunum hérlendis að þær þóttu sannkall- aður hátíðamatur og næstum meöhöndlaöar rrteð virðingu. En nú eru aðrir tímar, app- elsínur og aðrir suðrænir ávextir eru fáanlegir árið um kring og þykja ekki lengurnýnæmi. Nú bregður meira að segja svo við, að foreldrar kvarta undan því að þeim takist ekki að koma appelsínum ofan í krakkana, og þeir fullorðnu segja frá því, kinn- roðalaust, að þeir nenni ekki að fá sér appelsínu því safinn úr þeim leki út um ailt þegar þær eru teknar í sundur. Það er greinilega orðið vandlifað í þess- um heimi - svo ekki sé nú meira sagt, — hjá okkur allsnægtabörn- unum. Appelsínur eru því miður dýr- ar, alltof dýrar, eins og allir ávext- ir og grænmeti. Víðast eru app- elsínur þó keyptar stöku sinnum, sumir hafa jafnvel sett þær í fastan sess á matseðil dagsins. Appelsínur þyrftu að vera á borð- um daglega, ekki síst þegar líða tekur á vetur og langt er orðið síðan við höfum notið geisla sól- ar. Eitt gott ráð til að koma app- elsínum ofan í mannskapinn: Appelsínurnar þvegnar og þerraðar, skornar í sundur (með hýði) á glerbretti með vel beittum hníf (þá fer safinn ekki til spillis) í þunna báta. Þá er auðvelt að borða appelsínuna með því að halda í börkinn og bíta í aldinkjöt- Appelsínuhringur ið, sem er rétt svona einn munn- biti. Hendurnar eru -jafn hreinar á eftir og ekkert fer til spillis. Appelsínur og aðrir ávextir sóma sér vel í lok máltíðar, hvort heldur að heitur matur eða brauð og snarl er á borðum. Með app- elsínubátum er hægt að hafa þunnar eplasneiðar, bananabita, rúsínur, steinlausar sveskjur o.fl. En appelsínur, og safann úr þeim, er hægt að nota á ýmsa vegu, sjá eftirfarandi. Appelsínusmjör Safi úr tveimur stórum appel- sínum, rifinn börkur af þremur appelsínum. 2 dl sykur, 100grsmjör. 2egg Safi, rifinn börkur, sykur og smjör sett í pott eða skál og hitað i „vatnsbaði" þar til smjörið bráðnar. Eggin þeytt saman og hrærð saman við vel og vand- lega, þar til þetta er orðið að þykku kremi. Tekur smástund að fá það vel samlagað. Appelsínu- smjör notað sem viðbit á kex, kruður, ristað brauð eða annað. Það er einnig notað sem krem í köku en þá er bætt í dálitlu af þeyttum rjóma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.