Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986 Kartöflumar kosta það sama og fyrir frelsið KARTÖFLUR kosta nánast það sama í dag og fyrir þremur mán- uðum þegar verðlagning þeirra var gefin frjáls í heildsölu, að sögn Georgs Ólafssonar verð- lagsstjóra. Samkvæmt upplýs- ingum Verðlagsstofnunar kostar kartöflukílóið nú 42,68 kr. að meðaltali en kostaði 42,50 kr. í byrjun október. Georg sagði að kartöflumar hefðu lækkað í verði eftir að verð- lagning þeirra var gefin fijáls en síðan hækkað aftur, en þó ekki meira en svo að þær eru enn á sama verði og fyrir þremur mánuð- um. Þessi síðasta hækkun hefur verið gagnrýnd og nefnd sem rök- semd fyrir því að frelsið hafi leitt til hækkunar. Georg sagði aðspurð- ur um þetta að það væri alveg úti- lokað að meta árangur frelsis í verðlagningu á þremur mánuðum, til þess þyrfti miklu lengri tíma þar sem alltaf væru einhveijar verð- sveiflur. Staðreyndin væri sú að kartöflur kostuðu ennþá svipað og áður en verðlagningin var gefin fijáls fyrir þremur mánuðum og segði það sína sögu. 16 millj. kr. tap á Þöningavmnslunni AF HÁLFU fjármála- og iðnaðar- ráðuneytanna hefur verið ákveð- ið að selja á laggimar nefnd sér- fræðinga til að gera tillögur um framtíð og eignarhald Þörunga- vinnslunnar á Reykhólum. Aug- lýst hefur verið að verksmiðjan verði seld á nauðungaruppboði 28. þessa mánaðar. Ákvörðun um nefndarskipunina var tekin eftir að ráðherramir Þorsteinn Pálsson, Albert Guð- mundsson og Matthías Bjamason, skoðuðu verksmiðjuna í gær og áttu fund með heimamönnum, sem hafa óskað eftir að fá að taka við rekstri verksmiðjunnar. í nefndinni verður einn fulltrúi heimamanna, annar frá Qármálaráðuneytinu og sá þriðji frá iðnaðarráðuneytinu. Kristján Þór Kristjánsson, for- stjóri verksmiðjunnar, sagði frétta- ritara Morgunblaðsins í Reykhóla- sveit í gær að samkvæmt bráða- birgðauppgjöri hefði orðið 16 millj- ón króna tap á rekstrinum á síðasta ári. ÓlafurA. Pálsson fyrr- um borgarfógeti látinn ÓLafur A. Pálsson fyrrverandi borgarfógeti lést í Reykjavfk mánudaginn 13. janúar síðastlið- inn á 76. aldursári. Ólafur fæddist hinn 13. mars árið 1910 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Páll Magnússon múrari, og kona hans Jóhanna María Ebenez- ersdóttir. Ólafur varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1930. Kandidatsprófí í lögfræði frá Háskóla íslands lauk hann 1935. Að ioknu námi starfaði Ólafur sem fulltrúi bæjarfógetans í Vest- mannaeyjum og stundaði síðan lögfræðistörf í Vestmannaeyjum þar til í apríl 1936, er hann fluttist aftur til Reylqavíkur, þar sem hann 1. apríl sama ár. Ólafur var sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar á síð- astaárí. Ólafur kvæntist Jóhönnu Maríu Jóhannesdóttur 1948. Þau slitu samvistum. Frá viðræðufundi flugumferðarstjóra og samgönguráðherra í gærmorgun. Flugumferðarstjóradeilan: Deiluaðilar bjart- sýnni á farsæla lausn „EF viðræður halda áfram í anda þess, sem fram kom hjá ráð- herra í morgun, hef ég trú á að farsæl lausn finnist í þessu máli“, sagði Guðlaugur Kristinsson, formaður samninganefndar flugumferðarstjóra eftir viðræðufund samgönguráðherra og flugumferðarstjóra i gærmorgun. Annar fundur sáttanefndar flugumferðarstjóra og flugmálastjómar var boðaður í morgun og stýrir þeim viðræðum Birgir Guðjónsson, deildarstjóri í sam- gönguráðuneytinu. Fulltrúar deiluaðila, sem Morg- unblaðið ræddi við í gær, voru allir bjartsýnni en áður á farsæla lausn málsins. Pétur Einarsson, flugmálastjóri, hafði þetta að segja: „Ég hef alltaf verið tilbúinn til viðræðna við stjóm Félags flugumferðarstjóra og hef alltaf Iagt mig fram um að ná sam- komulagi við þetta starfsmanna- félag eins og önnur og mun leggja mig fram eins og ég mögulega get til að ná sáttum í þessu máli. Birgir Guðjónsson, deildarstjóri í samgönguráðuneytinu, sem stýr- ir framhaldsviðræðum deiluaðila kvaðst vera vongóður um skjóta lausn þessa máls. Álla vega yrði reynt til þrautar að komast að niðurstöðu um þau atriði sem ber á milli flugmálastjómar og flug- umferðastjóra. Talsmenn flugumferðarstjóra kváðust bjartsýnni en áður á far- sæla lausn málsins. Guðlaugur Kristinsson sagði að menn hefðu almennt verið ánægðir eftir fund- inn með ráðherra. „Það er auð- fundið að honum er mikið í mun aðd samkomulag náist um þessi atriði, ekki síst mannlega þáttinn, sem hefur vegjð hvað þyngst á metunum hjá okkur. Við höfiim aldrei gert neinar sérstakar at- hugasemdir við skipuritið aðrar en þær, er varða mannatilfærslur, sem má kannski flokkast undir fljótfæmislegar skekkjur", sagði Guðlaugur. Það er gróf móðgun og brigsl um landráð — að segja framkvæmd varnarsamningsins afsal á landsréttindum, segir Geir Hallgrímsson — Keflavíkurflugvöllur fylki í Bandáríkjunum, spyr Albert Guðmundsson og hyggst leggja málið fyrir Alþingi GEIR Hallgrímsson, utanríkisráðherra, segir að niðurstaða þriggja lögfræðinga um kjötinnflutning fyrir varnarliðið á Keflavikurflug- velli staðfesti lögmæti þeirrar tilhögunar á þessum innflutningi sem verið hefur frá þvi að varnarsamningurinn við Bandaríkin var gerður. Albert Guðmundsson, iðnaðarráðherra og fyrrverandi fjár- málaráðherra, segist hins vegar munu taka málið upp á Alþingi og láta þingið skera úr um hvort það hefur afsalað sér Keflavikurflug- velli til Bandaríkjanna. ílafur A. Pálsson stundaði lögfræðistörf um skeið. Hann var lögtaksfulltrúi hjá toll- stjóranum í Reykjavík um þriggja mánaða skeið haustið 1937 og aftur vorið 1938. Ólafur starfaði síðan sem lög- taksfulltrúi hjá tollstjóranum - í Reykjavík óslitið frá því í febrúar 1939 og þar til í desember 1942 er hann varð fulltrúi lögmanns, síð- ar borgarfógeta, í Reykjavík. Hann var settur borgarfógeti 19. mars 1963 og skipaður borgarfógeti 20. maí sama ár. Hann varð héraðs- dómslögmaður í september 1944. Á árunum 1956 til 1959 vann Ólafur, ásamt prófessor Armanni Snævarr að samningu ^ lagafrumvarps um þinglýsingar. Ólafí var veitt lausn frá embætti 10. janúar 1975 frá „Þetta er fjandakomið engin niðurstaða og stangast að auki á við álit annarra mjög færra lög- fræðinga. En eitt er víst og það er að ef lögin um vamir gegn gin- og klaufaveiki frá 1928 giida fyrir ís- land en ekki fyrir Keflavíkurflugvöll þá er völlurinn orðinn fylki í Banda- ríkjunum og tilheyrir ekki íslandi lengur. Ég mun taka þetta mál upp á Alþingi og láta þingið skera úr um hvort það hefur afsalað Kefla- víkurflugvelli til Bandaríkjanna," sagði Albert Guðmundsson iðnaðar- ráðherra í samtali við blm. Morgun- blaðsins í gær um álitsgerð þriggja lögfræðinga um lögmæti kjötinn- flutnings vamarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Geir Hallgrímsson utanríkisráð- herra sagði að það væri „gróf móðg- un og landráðabrigsl gagnvart mönnum eins og Ólafí Thors, Bjama Benediktssyni, Kristni Guð- mundssyni, Guðmundi í. Guð- mundssyni, Emil Jónssyni, Ólafi Jóhannessyni, Einari Ágústssyni og Benedikt Gröndal, sem og mér, að halda því fram, að framkvæmd vamarsamningsins, sem hefur ís- lenskt lagagildi, sé afsal á lands- réttindum. Þetta orðalag er tekið beint úr munni herstöðvaandstæð- inga í hópi kommúnista og sæmir engum," sagði Geir. Albert Guðmundsson sagði að í þriðja kafla álits síns kæmust lög- fræðingamir að þeirri niðurstöðu að umrædd lög frá 1928 leyfðu ekki lgötinnflutning vamarliðsins, og heimiluðu ekki undanþágu, en í fimmta kaflanum væri niðurstaðan sú, að innflutningurinn væri ekki andstæður íslenskum lögum. „Það þýðir ekki að íslensk lög leyfi þenn- an innflutning. Þeir fara eins og köttur í kringum heitan graut," sagði ráðherrann. Hann bætti við að samkvæmt vamarsamningnum vikju íslenk lög ekki fyrir samningn- um, nema það væri bemm orðum tekið fram. „Svo er ekki í vamar- samningnum né heldur í viðaukan- um,“ sagði hann. Geir Hallgrímsson sagði að þegar ágreiningur um lögmæti kjötinn- flutningsins kom upp milli utan- ríkis- og ijármálaráðuneytanna á sl. sumri (þegar Albert Guðmunds- son var ijármálaráðherra) hefði hann lagt til að aflað yrði álits hlutlausra lögfræðinga. „Þegar málið kom upp í ríkisstjóminni síðar gerði ég tillögur um þijár leiðir til að leysa ágreininginn," sagði hann. „í fyrsta lagi að óskað yrði eftir að Hæstiréttur dómkveddi menn til að gefa álit um ágreiningsefnið, í öðru lagi að samkomulag næðist um að fá virta lögfræðinga til að gefa álit um lögmæti innflutnings- ins og í þriðja lagi að komist yrði að samkomulagi um að látið yrði reyna á lögmæti innflutningsins fyrir dómstólum. Síðar kom í ljós, að erfíðleikar voru á framkvæmd þess að fá úrskurð dómstóla og I október sl. var samhljóða samþykkt í ríkisstjóminni að leita lögfræðilegs álits um túlkun á vamarsamningn- um til að evða ágreiningi ráðuneyt- anna um innflutning á kjötmeti." Utanríkisráðherra sagði að álitið, sem nú lægi fyrir, staðfesti lögmæti þeirrar framkvæmdar, sem tíðkuð hefði verið allt frá því að vamar- samningur var gerður við Banda- ríkjamenn á stríðsárunum og síðan aftur frá 1951. „Á þessu tímabili hafa allir utanríkisráðherrar fjallað með sama hætti um þessi mál,“ sagði hann. „I álitsgerðinni er skýit tekið fram, að kjötinnflutningurinn sé ekki andstæður íslenskum lög- um, þar sem varnarsamningurinn hefur lagagildi. Ég vil taka fram, að vamarmálaskrifstofa utanríkis- ráðuneytisins hefur lagt á það áherslu að innflutningur vamarliðs- ins á lcjötmeti sé eingöngu bundinn við vamarsvæðin sjálf og sömuleiðis er sjálfsagt að takmarka hann við að uppmnaland kjötsins sé Banda- ríkin, þar sem gin- og klaufaveiki hefur ekki orðið vart í meira en hálfa öld. Loks er það ljóst,“ sagði Geir Hallgrímsson, „að stjómvöld- um er ekki aðeins rétt heldur og skylt að stöðva þennan innflutning þegar í stað ef vart verður gin- og klaufaveiki í Bandaríkjunum." Álit lögfræðinganna þriggja er birt i heild á bls. 13 i blaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.