Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1986 47 Slmamynd/Nordfoto • Kristján Arason skorar þriðja mark íslands (leiknum vifi Pólverja. Allt annað en gegn Sovétmönnum — sagði Kristján Arason „ÞETTA var allt annafi hjá okkur núna en gegn Sovétmönnum og baráttan f liðinu var góð allan tfm- ann. Við áttum á brattan að sœkja f sfðari hálfleik þar sem þeir voru yfir allan tfmann þá, og slfkt er alltaf erfitt," sagði Kristján Ara- son, markahœsti leikmaður 2. deildarinnar f Þýskalandi, eftir leikínn f gœr. Kristján hefur skor- að 90 mörk fyrir Hameln f deild- inni og liðið er ífyrsta sœti. „Við vorum óheppnir með skot okkar í kvöld auk þess sem dómar- arnir dæmdu aldrei víti þó svo leikmenn verðust innan vítateigs. Það er augljóst af þessum leikjum okkar hér að það er eitt og annað sem þarf að lagfæra og vonandi tekst okkur það á þeim tíma sem við höfum fram að HM. Liðin eru farin að þekkja leikkerfi okkar og því verðum við að fara að koma með einhver ný kerfi. Það vantar óneitanlega mikið í liðið þegar Siggi er ekki með því hann er svo góöur leikstjórnandi í sókn- inni. Við Alfreð lékum stöður sem viö erum ekki vanir að leika og það erslæmt." Kristján sagðist fara til Þýska- lands þar sem Hameln ætti að leika við Wanne Eickel, lið Bjarna Guðmundssonar, og síðan kæmi hann heim og yrði heima þar til liðið færi út á heimsmeistara- keppnina. Einu sinni áður EINU sinni áður hefur fs- lenska landsliðið f handknatt- leik tapað með fimmtán marka mun og það var einnig f leik gegn Sovétrfkjunum. Það var árið 1970 sem þetta gerðist og endaöi sá leikur með sigri Sovétmanna sem skoruðu 32 mörk gegn 17 mörkum íslendinga. Næststærstu töp íslenska karlalandsliðsins voru þrettán mörk. Gegn Júgóslövum árið 1970, 15:28, og gegn Ungverj- um árið 1979 og þá skoraði íslenska liðið 18 mörk en það ungverska 32. Atli Hilmarsson: Svekktur „ÉG ER sársvekktur yfir þessum úrslitum. Við hefðum jafnvel átt að vinna þá en misstum þá of langt framúr okkur f sfðari hálf- leiknum. Undir lokin vorum við orðnir þreyttir og þá misreiknar maður oft marktækifærin rangt og reynir skot úr vonlitlum fær- um. Baráttan var þó allt önnur núna en f gær gegn Sovétmönn- um,“ sagði Atli Hilmarsson eftir leikinnfgær. Því má bæta við hór aö Atli kemur heim með liðinu á morgun og mun dvelja hór fram að heims- meistarakeppninni. „Ég verð með á fullu í þeim undirbúningi sem framundan er. Það hefur verið stíg- andi í þessu hjá okkur og ég hef trú á að okkur takist að lagfæra þá veiku hlekki sem verið hafa í leik okkar á þeim mánuði sem við verðum saman." Enn tapar ísland nú fyrir Póllandi — Kristján varði vel en það dugði ekki Frá Val Jónatanssynl, btaóamannl Morgunblaðin* f Danmörku. ÞRÁTT fyrir stórgóða markvörslu Kristjáns Sigmundssonar, tapaði fslenska landsliðið sfnum þriðja leik f röfi, nú gegn Pólverjum 20-22 f Baltic Cup-keppninni f gærkveldi. Kristján varði 15 skot í leiknum, þar af þrjú vftaköst. Stafian í leikhléi var 9-9. Leikurinn byrjaði vel fyrir ísland, því að Kristján varði tvö vítaköst frá Tiuczynski og var hann því kominn í gang og átti eftir að sanna það enn betur. íslendingar náðu mest tveggja marka forustu um miðjan fyrri hálfleik er staðan var 6-4. Stuttu seinna meiddist línumað- urinn snjalli Þorgils Óttar Mat- hiesen og varð að yfirgefa leikvöll- inn og tók ekki meira þátt í leikn- um. Þetta atvik vó þungt í ósigri liðsins, því Þorgils er mjög mikil- vægur hlekkur fyrir liðið í sóknar- leiknum. Pólverjar héldu í við íslendinga það sem eftir lifði hálfleiksins og var staðan 9-9 er flautað var til leikhlés. Pólverjar skoruðu svo fjögur fyrstu mörkin í seinni hálfleik og gekk þá bókstaflega ekkert upp hjá landanum. Páll Ólafsson tók síðan til sinna ráða og skoraði þrjú Það þarf að laga sóknina — segir Kristján Sigmundsson „VIÐ töpum leikjum okkar alltaf á sama atriðlnu. Við fáum allt of mörg mörk á okkur úr hraðaupp- hlaupum eftir mistök í sóknar- leiknum. Þó svo þetta hafi ekki verið eins algengt f kvöld og venjulega þá var þetta of mikið," sagði Kristján Sigmundsson markvörður eftir leikinn. „Leikmenn eru of fljótir á sér í sókninni og oft eins og þeir ætli að gera tvö mörk í hverri sókn. Það er ekki svo mikið að fá á sig 22 mörk í leik og því augljóst að það þarf að laga sóknarleikinn. Undirbúningur okkar er rétt að hefjast núna og á þeim rúma mán- uði sem við höfum til stefnu hef ég trú á að þetta smelli saman hjá Alfreð Gíslason: Passa ekki í kerfin „ÉG KOMST aldrei f takt við þennan leik og það er greinilegt að ég þekki ekki leikkerfi liðsins nógu vel og þess vegna finn ég mig engan veginn," sagði Atfreð Gíslason eftir leikinn. „Ég get ekki tekið þátt í undir- búningnum fram að HM. Það er hugsanlegt að ég geti komið heim í leikina þar og verið síðan í viku fyrir heimsmeistaramóitð en ég tel það ekki þjóna neinum tilgangi því ég passa ekki inn í þau leik- kerfi sem liðið er með.“ okkur. Ég reikna með 8.-10. sæti á HM og alit þar fyrir ofan er plús fyrirokkur." Bogdan tjáði sig ekki EFTIR leik íslands og Pól- lands f gærkvöldi ætlaði blaðamaður Morgunblaðsins á staðnum að ræða vifi þjálf- ara íslands, Bogdan Kowal- czyk, en þá brá svo vifi að hann vildi ekki tala við blaða- mann og ekkert tjá sig um leikinn. Það var greinilegt að Bogd- an var ekki ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn löndum sínum og fyrrver- andi félögum því hann á 160 landsleiki að baki sem lands- liðsmarkvörður Póllands. mörk í röð og breytti stöðunni í 14-13. Pólverjar náðu svo aftur fjögurra marka forustu um miðjan seinni hálfleik og höfðu (slendingar því á brattan að sækja. íslensku strákarnir gáfust þó ekki upp og náöu að jafna leikinn með mikilli baráttu og skoraði Geir Sveinsson jöfnunarmarkið 20-20, er hann blakaði boltanum í netið eftir að markvörður Pólverja hafði varið skot frá Kristjáni Arasyni. Pólverjar skoruðu síðan 21. mark sitt ertvær mínútur voru til leiksloka. íslend- ingar fengu möguleika á því að jafna, en Atli Hilmarsson var of bráður og skaut úr vonlausu færi. Pólverjar þökkuðu fyrir sig og tóku lífinu með ró og bættu við 22. marki sínu þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Islenska liðið sýndi baráttu í þessum leik, varnarleikurinn og markvarslan var góð, en sóknar- leikurinn ekki sem skyldi. Óheppni fylgdi einnig liöinu, þar sem þeir áttu fjögur stangarskot. Kristján var bestur eins og áður segir, Steinar stóð sig mjög vel og kom sterkur út úr stöðu hornamanns. Kristján Arason, Páll og Guðmund- ur Guömundsson skiluðu einnig sínu hlutverki vel. Pólska liðið lék sennilega sinn besta leik í þessari keppni. Þeir eru í svipuðum gæðaflokki og ís- lenska liðið og ekki komnir mikiu lengra en þeir í undirbúningi sínum fyrir heimsmeistarakeppnina. íslendingar voru utan vallar í tólf mínútur og Pólverjar í fjórar. Dönsku dómararnir Per Eldrönd og Erik Skov dæmdu þennan leik mjög illa, en bitnaði það jafnt á báðum liðum. (slendingar skoruðu sjö mörk af línunni, sex úr hraöa- upphlaupum, fimm fyrír utan og tvö með gegnumbrotum. Pólverjar gerðu þrjú mörk af línunni, sex úr hraðaupphlaupum, tiu fyrír utan og þrjú með gegnumbrotum. Mðrfc lilandt: Páll Ólafsson 5, Steinar Birgisson 4, Krístján Arason 4, Atli Hilmarsson 3, Guðmundur Guðmundsson 2, Þorgils Óttar Mathiesen og Geir Sveinsson 1 mark hvor. Marfcahœstir í liði Pólverja voru Bogdan Wenta með 7 mörk og Zbigniew Tiuczynskl með S mörk. Þorgils Óttar: Ekki alvarlegt „VONANDI eru þessi meifisli mín ekki alvarleg. Ég missteig mig og það kom hnykkur á hhéð. Ég finn ekkert til núna en það er ekki alveg afi marka þvf ég er svo dofinn,“ sagði Þorgils Ottar Mat- hiesen eftir leikinn ígær er hann var spurður um meiðsli þau er hann hlaut. „Sóknarleikur okkar var ekki nógu markviss í leiknum og einnig spilaði smá óheppni með skotin inní þetta tap. Þessi leikur var mun betri en gegn Austur-Þjóðverjum og Sovétmönnum og menn lögðu sig að minnsta kosti fram núna.“ Því má bæta hér við að Gunnar Jónsson læknir liðsins sagöist ótt- ast að meiðsli væru meiri en í fyrstu sýndist og það væri alla vega Ijóst að Óttar léki ekki meira með í þessu móti. Páll meiddur PÁLL Ólafsson á við meiðsli afi strfða. Læknir fslenska landslifis- ins sagði f gær að hann óttaðist að beln f rist Páls væri brotið eða brákafi og ekki væri ólfklegt að skera þyrfti hann upp til að laga þetta. Þaö væri bagalegt fyrir Pál og íslenska landsliðið ef þetta reynist rétt því Páll leikur stórt hlutverk bæði hjá sínu félagi, Dankersen, og íslenska landsliðinu. : Hið vinsæla herrakvöld fulltrúaráðs Vfk- ings verður haldið nk. föstudag 24. jan- úar í Iðnaðarmannahúsinu við Hallveig- arstíg. Húsið verður opnað klukkan 19.15 en borðhald hefst klukkan 20.30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Heiðursgestir verða nýbakaðir íslandsmeistarar Vík- ings í handknattleik. Miðar seldir við innganginn. VÍKINGAR, FJÖLMENNIÐ 0G TAKID MEÐ YKKUR GESTII

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.