Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986 19 Morgunblaðið/Emilía Frá vinstrí á myndinni eru: Þór Ingólfsson umdæmisstjóri, Bragi Stefánsson féhirðir, Sigurður Ingibergsson umdæmisritari, Ævar Breiðfjörð fráfarandi umdæmisstjóri, Matthías G. Pétursson fjöl- miðlafulltrúi, Arnór Pálsson kjördæmisstjóri, Eyjólfur Sigurðsson verðandi fulltrúi Evrópusambandsins í heimastjórn, Björn Gestsson forstöðumaður Kópavogsheimilis og Ragnhildur Ingibergsdóttir yfirlæknir á Kópavogshæli. Kiwanishreyfingin á íslandi: Safnar fyrir brunavarnar- kerfi fyrir Kópavogshælið KIWANISHREYFINGIN á íslandi gengst nú fyrir landssöfnun til kaupa á eldvamarkerfi fyrir Kópavogshælið, en eldur braust þar út í upphafi vikunnar með þeim afleiðingum að einn vistmaður lést og 14 vom fluttir á slysadeild. Gert er ráð fyrir að brunavarnarkerfið muni kosta um fjórar milljónir króna, en útboð hafa þegar verið auglýst á vegum Kiwanis. Áætlaður kostnaður við uppsetningu brunavamarkerfisins er ein og hálf milljón króna og hefur heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra, Ragnhildur Helgadóttir, gefið Kiwanismönnum vilyrði fyrir þvi að ríkissjóður muni bera þann kostnað, að sögn Þórs Ingólfssonar, umdæmisstjóra. Opnaður hefur verið ávísana- reikningur í Landsbanka íslands, Breiðholtsútibúi, þar sem hægt er að leggja inn á reikning númer 979. Þá hafa Kiwanismenn um allt land til sölu dagbækur fyrir árið 1986 sérstaklega merktar þessari flársöfnun. Verð hverrar bókar er 350 krónur. Kiwanisklúbbamir munu leggja fram fé úr styrktar- sjóðum sínum auk þess sem fyrir- tæki og einstaklingar, sem gefa 10.000 krónur eða meira, fá inn- rammað viðurkenningarskjal. Borist hefur nokkurt fé í söfnun- ina frá eftirtöldum fyrirtækjum: Flugleiðum, Brunabótafélagi ís- lands, Landsbanka íslands, Búnað- arbanka íslands í Kópavogi og frá Eimskipafélagi íslands, sem einnig hyggst greiða flutninginn á eld- vamarkerfínu hingað til lands. Þá hefa Kiwanismenn fengið vilyrði fyrir íjármagni frá Sambandi ís- Ienskra samvinnufélaga og frá Skeljungi. Fjörutíu klúbbar eru innan Kiwanishreyfíngarinnar með um 1.300 félaga. Kópavogsheimilið tók til starfa árið 1952 og er það ríkisstofnun, ætluð vangefnum eða þroskaheft- um einstaklingum. Upphaflega vom hælisdeildimar tvær en nú em þær orðnar 15 talsins. Vistmenn em 165 á öllum aldri og af báðum kynjum. Þriðjungur er böm og unglingar. Við þjófstörtum Þorra... Blandaður súrmatur (Lundabaggi-Sviðasulta- Hrútspungar- Bringur-Lifrapylsa og blóðmör) Þorramatur Lundabaggar Hrútspungar Bringur Magáll Hvalur Hákarl Nýtt slátur Lifrarpylsa Marineruð síld Kryddsíld Síldarrúllur Harðfiskur Vestfirskur gæðahákarl Nýreyktur rauðmagi Reykt síld Saltsíld Rófustappa Kartöflusalat Flatkökur Rúgbrauð Ný sviðasulta Súr sviðasulta Ný svínasulta Soðið hangikjöt Heitt & gott: Heit svið og rjúkandi slátur. Fiskborð í sérflokki Glænýr línufiskur, spriklandi ýsa og úrval tilbúinna rétta í fiskborðinu í Mjóddinni Félagasamtök og vinnuhópar: Seljum Þorramat til stórra og lítilla hópa. SPARITILBOÐ! Kindabjúgu 178 !H! Raðsmíðaskipin falboðin á næstunni: Ríkissjóður tek- ur á sig hluta fjár- magnskostnaðar — allt að 30 milljóna króna fjármagns- kostnaður fallinn á skipin umfram það, sem eðlilegt getur taiizt vegna dráttar á sölu þeirra NÚ ER verið að vinna að gerð tilboðsgagna vegna sölu á fjórum raðsmíðaskipum í þremur skipasmíðastöðvum hér á landi. Smíði þeirra var ákveðin 1982 og er hún mislangt komin. Ekki hefur tekizt að selja þau til þessa bæði vegna þess, að Fiskveiðasjóður hefur ekki lánað í þeim og einnig vegna óvissu með veiðiheimildir. Vegna þessa hefur fallið óeðlilega mikUl fjármagnskostnaður á skipin á smíðatíma, allt að 30 milljónir króna umfram það, sem eðlilegt má teljast. Til að liðka fyrir sölu skipanna mun ríkissjóður að öllum líkindum taka á sig mesta hluta þessa kostnaðar. Nú mun ákveðið að skip þessi fái leyfí til sóknar í vannýtta físki- stofna og kemur þá fátt annað til grejna en úthafsrækja, en eigendur skipanna telja nauðsynlegt að þau fái þorskkvóta til að gera þau eftir- sóknarverðari. í samvinnu við fjár- málaráðuneytið er nú verið að búa skipin til sölu, fyrst og fremst með rækjuveiðar í huga. Síðan verður leitað tilboða í skipin og þau seld hæstbjóðendum í sameiginlegu út- boði skipasmíðastöðvanna. A Ijár- lögum er heimild fyrir því að ríkið komi inn í myndina með niður- greiðslu á vöxtum. Þá er ennfremur gert ráð fyrir því, að Fiskveiðasjóð- ur láni væntanlegum kaupendum með sama hætti og lánað er til annarra skipakaupa. Tvö skipanna eru í Slippstöðinni á Akureyri, eitt í skipasmíðastöð Þorgeirs og EÍlerts á Akranesi og eitt í Stálvík í Garðabæ. Þau verða öll sömu stærðar, 39 metrar á lengd. Tvö skipanna eru nánast tilbúin til sölu, en hin tvö geta orðið tilbúin á miðju ári. Eigum ennþá lambakjöt í Vi skrokkum á AÐEINS .80 pr.kg. />no/ AFSLÁITUR L\3 /O á öllu lambakjöti Hryggur Frampartur Kótilettur Lærissneiðar Smásteik Gúllas Snitsel Lambageiri Karbónaði Buff Beikon bauti Paprikubuff Kryddlegnar lærisssneiðar Stroganoff Hakk Fyllt læri Læri Úrbeinað læri Ávaxtafyllt læri Beinlausir fuglar Mínútusteik Innra læri Hamborgarar Opið til kl.16 í Mjóddinni og Starmýri en til kl. 12 í Austurstræti • •

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.