Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1986
11
Léleg íþróttakennsla?
eftír Torfa Rúnar
Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóv. síðastlið-
inn var haldinn fræðslufundur í
Námsgagnastofnun undir yfir-
skriftinni „Líkamsrækt — upp-
spretta námsáhuga og heilbrigðis?"
Þar flutti Kristín Guðmundsdóttir
sjúkraþjálfari erindi, sem hún
nefndi „Markmið líkamsþjálfunar í
grunnskóla". í erindinu Qallaði
Kristín um ástand íþróttakennslu í
grunnskólum landsins með slíku
offorsi og þröngsýni að ég finn mig
knúinn til að svara henni nokkrum
orðum.
Stærsta og alvarlegasta ásökun
Kristínar í garð íþróttakennara var
sá dómur hennar, að íþróttakennsl-
an í íslenskum grunnskólum væri
almennt léleg.
Forsendur þess að geta kveðið
upp slíkan dóm hljóta að vera eftir-
farandi:
a) Hafa á takteinum viðurkennt
líkan að góðri íþróttakennslu
(árangursríku íþróttanámi).
b) Gera víðtæka könnun á fyrir-
komulagi íþróttakennslu í
grunnskólum landsins og bera
niðurstöðumar saman við fyrr-
nefnt líkan.
Ekkert í máli Kristínar benti til
að slíkar forsendur lægju að baki
mati hennar og raunar veit ég að
um slíkt var ekki að ræða. Einu
rökin sem hún færði fyrir máli sínu
var í tengslum við einkarekstur
hennar, sem í daglegu tali kallast
bakskóli, en þar mun vera kennd
heppileg líkamsbeiting við hin
margvíslegustu störf hins daglega
lífs, til þess að forðast óþarfa slit
á líkamanum og þá einkum baki.
Kristín sagði marga nemenda sinna
spyija þvi í ósköpunum íþróttakenn-
arar þeirra hefðu ekki kennt þeim
þessi fræði á meðan viðkomandi
stundaði nám í grunnskóla.
Af þessum ummælum nemenda
sinna virðist Kristín síðan draga þá
ályktun að íþróttakennarar kenni
nemendum sínum ekkert um rétta
líkamsbeitingu og í rökrænu fram-
haldi af því, að allt sem fram fer í
íþróttatímum sé hjóm eitt.
Varðandi þá staðhæfingu að
íþróttakennarar leiðbeini ekki um
rétta líkamsbeitingu, þá tel ég hana
ranga. Ég minnist þess úr eigin
skólagöngu að einu kennaramir
sem leiðbeindu varðandi slíkt voru
íþróttakennarar. Ég undirstrika
einu kennaramir, því auðvitað er
þetta ekkert einkamál íþrótta-
kennaranna, heldur á hinn almenni
kennari hér ekki síður hlut að máli.
íþróttakennarinn sér bömin þetta
tvisvar til fjórum sinnum í viku og
þarf þá mörgu að sinna, en almenni
kennarinn er með bömunum allt
að 30 stundum á viku og horfir á
þau venja sig á afleitar vinnustell-
ingar, bæði í skólastofunni og við
burð á skólatöskunni utan kennslu-
stunda og þvi kalla ég hann ekki
síður til ábyrgðar en íþróttakennar-
ann.
Þess má svo geta í framhjá-
hlaupi, að ein meginástæða veik-
leika í baki, sem fer vaxandi hjá
svokölluðum iðnríkjum heims, er
talin vera hin mikla kyrrseta og
áreynsluleysi sem einkennir störf í
nútímaþjóðfélagi og veldur því að
vöðvar þeir, sem eiga að halda
hryggjarsúlunni i skorðum, em ekki
lengur hlutverki sínu vaxnir.
Kristín skilgreindi hlutverk
íþróttakennslunnar á þann veg að
hún skyldi viðhalda og auka liðleika,
efla samhæfingu og bæta styrk og
þol nemendanna. Hún taldi jafn-
framt, að kennsla samkvæmt gild-
andi námskrá í íþróttum (frá 1976)
gæti ekki fullnægt þessum mark-
miðum, þar sem þar væri lögð of
mikil áhersla á kennslu almennra
íþróttagreina og þá einkum knatt-
leikja.
Við skulum nú líta nánar á þessa
röksemdafærslu.
Ljóst er að verulegur liðleiki
næst ekki nema með langvarandi
þjálfun og í mun meira tímamagni
en íþróttatímar í skóla geta boðið
uppá. Hins vegar má viðhalda lið-
leika og fræða um mikilvægi hans
í gegnum íþróttakennsluna. Veru-
leg áhersla hefur verið lögð á mikil-
vægi liðleikaþjálfunar í kennslu
íþróttakennaranema þau síðustu 10
ár sem ég þekkti til og því trúi ég
ekki öðru en það skili sér út í skóla-
kerfið.
Hvað samhæfíngu varðar, þá er
ljóst að allar nýjar hreyfingar gera
kröfu til samhæfingar. Því er öll
tækniþjálfun um leið samhæfni-
þjálfun, en námskráin gerir einmitt
ráð fyrir að nemendum grunnskóla
sé kennd tækni sem flestra íþrótta-
greina. Sá nemandi sem getur t.d.
haldið fótbolta á lofti með hinum
ýmsum líkamshlutum, þannig að
telja má 50 snertingar án þess að
honum fipist, sýnir ekki síðri sam-
hæfingu en hinn, sem getur hoppað
með fætur sundur og saman á víxl
jafnframt því að sveifla örmunum
í gagnstæða hringi.
Hvað almennt úthald varðar, þá
þjálfast það við ákveðið álag sem
„Stærsta og alvarleg-
asta ásökun Kristínar í
garð íþróttakennara
var sá dómur hennar,
að íþróttakennslan í ís-
lenskum grunnskólum
væri almennt léleg.“
stendur í nokkum tíma. í knattleikj-
um s.s. handknattleik, körfuknatt-
leik og knattspymu er mikið um
hlaup, ekki síst hjá bömum, þar sem
skipti milli sóknar og vamar eru
allör, og því eru leikimir í sjálfu
sér úthaldsgefandi. Hitt er svo ekki
síður mikilvægt, að flestum bömum
finnst skemmtiiegra að hlaupa í
leik heldur en í beinu þjálfunar-
skyni.
Við umfjöllun Kristínar um hlut-
verk iþróttakennslunnar hafði ég
það á tilfínningunni að hún liti á
bömin eingöngu sem líkamleg fyrir-
bæri, þ.e. samansafn vöðva, sina
og beina. Því mega kennarar hins
vegar aldrei gleyma, að böm hafa
líka tilfinningar sem nauðsynlegt
er að taka tillit til.' Á grunnskóla-
aldri mótast bömin bæði andlega
og líkamlega og íþróttakennslan
hefur ekki síður skyldum að gegna
við andlega þroskann en þann lík-
amlega.
í gegnum knattleikina má þroska
samvinnu og samhjálp, að virða rétt
annarra óg fara að settum reglum.
Jafnframt þjálfast yfirsýn, þ.e.
hæfileikinn til að meta aðstæður
með tilliti til margra þátta og í
framhaldi af því, að taka skjótar
ákvarðanir byggðar á fyrrgreindu
mati.
Ljóst má vera af framansögðu,
að fjölbreytnikröfur námskrárinnar
frá ’76 er ekki orsök lélegrar
íþróttakennslu, frekar hefði hún átt
að stuðla að umbótum. Því er hins
vegar ekki að neita, að víða má
sitthvað fínna að framkvæmd
íþróttakennslunnar og liggja efiaust
til þess margvíslegar orsakir. Eina
þeirra gat Kristín um, þ.e. ofhleðslu
í stóra salina. Ég er henni hjartan-
lega sammála um það, að íþrótta-
kennarar eiga ekki að láta bjóða
sér starfsaðstöðu eins og þá, að
vera 2 til 3 um 60-90 bama hóp í
óskiptum sal. Önnur ástæða er
skortur sumra kennara á starfs-
metnaði ásamt einangrun íþrótta-
kennslunnar frá öðra skólastarfi.
Leiðir til úrbóta era að mínu áliti,
auk bættra launakjara, þessar
helstan
a) Aukið samstarf íþróttakennara
og almennra kennara (sam-
þætting)
b) Virkara eftirlit skólastjómenda
með því sem fram fer í íþrótta-
tímum viðkomandi skóla.
c) Frekari efling íþróttakennara-
náms og virk endurmenntun
íþróttakennara.
Að lokum vil ég geta þess, að
gagniýni sem studd er haldgóðum
rökum og sett fram á jákvæðan
hátt, er líkleg til þess að hafa
bætandi áhrif, en gagnrýni sem
byggð er á sleggjudómum, íhalds-
semi og sett fram með offorsi, getur
lokað augum og eyram þeirra sem
gagnrýndir era fyrir því, sem er í
rauninni gagnrýni vert.
Höfundur er kennari viðíþrótta■
kenn&raskólann að Laugravatni.
lillll*'
‘Uliis!ii'
M M
Draumur Okkar At.t.ka
Hefur þaö ekki alltaf veriö
þinn draumur aö eignast
hinn fuilkomna bíl? Alfa
Romeo 33 4 x 4 er allt í senn:
Sportbíll, sem veitir ökugleöi
og öryggi vegna aksturseigin-
leika og krafts.
Fjölskyldubíll, meö nægt
rými fyrir alla meölimi fjölskyld-
unnar og farangur.
Torfærubíll, sem kemst leiöar
sinnar í snjó og illfærö.
Hinn frægi ítalski hönnuöur,
Pininfarina, hefur nú gert þennan
draum aö veruleika, í Alfa Romeo
33 4x4.
Þennan draumabíl getur þú
nú eignast, því viö höfum náö
ótrúlega hagstæöum samning-
um og bjóöum þér Alfa Romeo
33 4 x 4 á aöeins kr. 640.000.-
sem er hlutfallslega langtum
hagstæöara verö en annars staö-
ar í Evrópu.
Innifalið í verði: Rafdrifnar
rúöur og læsingar, litaö gler, fjar-
stilltir útispeglar, upphituð fram-
sæti, þokuljós aö framan og
aftan, metallic lakk, þurrkur og
sprautur á framljósum og aftur-
rúöu, digital klukka, öryggisbelti í
fram- og aftursætum, veltistýri
o.m.fl. 6 ára ryðvarnarábyrgð.
U
4x4:
msagnir bílasérfræöinga
dagblaöanna eftir aö hafa
reynsluekið Alfa Romeo 33
\) Þeir eru fáir sem eiga mögu-
leika á aö halda í viö Alfa Romeo
33 4x4. nema kannski Audi
Quattro. ((
Orötakið „Eins og hugur
manns" glumdi stöðugt í huga
mér og lýsir betur en nokkur
fjögur orö þeirri tilfinningu sem
ökumaöur fær af akstrinum./^
\) Hestöflin 95 eru engin folold,
heldur ólmast við aö skjóta létt-
um bílnum áfram (aöeins 970
kg), t.d. á skitnum 11 sek. í 100
km hraða. ^ nt 21/11 1985
Fyrst og fremst sportbíll — al-
hliða fjölskyldubíll með mikla
snerpu og góöa aksturselgin-
leika ásamt fjórhjóladrifi. ((
)) Þaö er sama hvernig béygt er
eða bremsaö, alltaf svarar bíll-
inn hárréttum óskum ökumanns-
ÍnS. < ; DV 30/11 1985
)) Hreinræktaður gæöingur. ((^
,. Þessi bíll er svo vel búinn
áukahlutum aö hann skákar jafn-
vel japönsku bílunum sem
hingað eru fluttir inn. ((
)) Vélin í Alfa Romeo 33 er
fjögurra strokka og skilar hún 95
hestöflum viö sex þúsund snún-
inga á mínútu. Þaö er ekki of-
sögum sagt aö hún er hreinasta
listasmíö. ; MBL. 15/01 1986
JÖFUR HF
NYBYLAVEGI2
KÓPAVOGI
SÍMI 42600