Morgunblaðið - 18.01.1986, Page 13

Morgunblaðið - 18.01.1986, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR 1986 13 Innflutningur varnarliðsins á hráu kjöti: V arnar samningur inn takmarkar gildissvið laga nr. 11/1928 Hinn 25. júlí síðastliðinn tók Albert Guðmundsson, þáverandi fjár- málaráðherra, ákvörðun um að banna vamarliðinu á Keflavíkurflug- velli innflutning á hráu kjöti. Sendi hann tollverði til Njarðvíkur- hafnar og gaf þeim fyrirmæli um að kanna varning í fimm frystigám- um, sem komu þennan dag til landsins með skipinu Rainbow Hope. Albert Guðmundsson taldi varnarsamninginn frá 1951 verða að víkja fyrir lögum frá 1928, sem banna innflutning á hrámeti til vamar gegn gin- og klaufaveiki. Geir Hallgrímsson, utanrikisráðherra, mótmælti þessum lagaskilningi fjármálaráðherra. Vildi Geir Hall- grimsson að lagaleg hlið málsins yrði könnuð og tekinn af allur vafi um hana. Við athugun þótti málshöfðun ekki koma til álita og var þá ákveðið að ríkisstjómin leitaði álits þriggja lögfræðinga: Amljots Björassonar, prófessors, Gauks Jömndssonar, prófessors, og Jóhannesar L.L. Helgasonar, hæstaréttarlögmanns, á álitaefninu. Þeir skiluðu niðurstöðu sinni hinn 15. janúar og birtist hún hér í heild. I. Ríkisstjómin hefur falið okkur álitsgerð um, „hvort innflutningur vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli á hráu kjöt sé andstæður íslenskum lögum“, eins og segir í bréfí forsæt- isráðuneytisins frá 8. nóvember 1985. Vamarliðið er hluti af flota Bandaríkja Norður-Ameríku og dvelst hér á landi_ samkvæmt vam- arsamningi milli íslands og Banda- ríkjanna, sem undirritaður var 5. maí 1951. Samningi þessum og viðbæti við hann frá 8. maí 1951, um réttarstöðu Bandaríkjanna og eignir þeirra, var veitt lagagildi á íslandi með lögum nr. 110/1951, sbr. 1. gr. þeirra laga. Lög nr. 110/1951 vom setttil staðfestingar ábrbl. nr. 65/1951. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir liggja, hefur vamarliðið sjálft flutt inn hrátt kjöt til landsins til neyslu fyrir liðsmenn og starfs- menn þess. Hefur kjöt verið flutt inn með þessum hætti allt frá gildi- stöku vamarsamningsins. Utanrík- isráðuneytið og vamarmálaskrif- stofa þess hefur talið innflutning þennan heimilan samkvæmt vam- arsamningnum og mun einkum hafa verið vitnað til ákvæða 3. tölul. 8. gr. viðbætis við hann. Lögð skal áhersla á, að í álitsgerð þessari er miðað við að vamarliðið sem slíkt sé innflytjandi kjöts. II. í auglýsingum um skipun og skiptingu starfa ráðherra, sem birt- ar em í A-deild Stjómartíðinda, er mála, sem varða vamarliðið, fyrst getið í augls. nr. 58/1953, en þar segir að undir ráðherra, dr. Kristin Guðmundsson, heyri „utanríkismál, framkvæmd vamarsamningsins, þ.á m. lögreglumál, tollamál, flug- mál, heilbrigðismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiða af dvöl hins erlenda vamarliðs í landinu. Gildir þetta um vamarsvæðin og mörk þeirra". Ákvæði sama efnis, en ekki alveg samhljóða, em í auglýs. nr. 66/1956, 72/1958 og 64/1959 eða allt þar til reglugerð nr. 96/1969 um Stjómarráð íslands tók gildi. Lög nr. 106/1954 um yfírstjóm mála á vamarsvæðunum mæla svo fyrir, að þótt lög leggi tiltekinn flokk mála til eins og sama ráð- herra, skuli það ekki vera því til fyrirstöðu, að við skiptingu starfa með ráðhermm sé ráðherra þeim, sem falin er framkvæmd varnar- samningsins, fengin meðferð slíks málaflokks í lögsagnammdæmi Keflavíkurflugvallar og á öðmm landsvæðum, er varnarliðinu em fengin til afnota á hverjum tíma. I reglugerð nr. 96/1969 um Stjómarráð íslands er ákveðið að utanríkisráðherra fari með mál, er varða framkvæmd vamarsamn- ingsins, þar á meðal innan marka varnarsvæðanna lögreglumál, dómsmál, tollamál, póst- og síma- mál, flugmál, radarstöðvamál, heil- brigðismál, félagsmál og önnur þau mál, er leiðir af dvöl hins erlenda vamarliðs í landinu, sbr. 10. tl. 13. gr. reglugerðarinnar. Samkvæmt framansögðu er ljóst, að framkvæmd vamarsamningsins_ heyrir undir utanríkisráðuneytið. Að því leyti, sem framkvæmd samningsins hefur þýðingu við úr- lausn þess álitaefnis, sem hér er til meðferðar, skipta mestu máli þau viðhorf, er þar hafa komið fram af hálfu utanríkisráðuneytisins og þeirra stjómvalda, sem beinlínis heyra undir það. Til viðbótar er rétt að geta þess, að á ámnum 1952—1954 fóm fram bréfaskipti milli landbúnaðarráðu- neytis og utanríkisráðuneytis varð- andi nauðsyn þess, að gerðar yrðu hæfílegar sóttvamarráðstafanir vegna matarleifa frá vamarliðinu, en ekki kemur fram í bréfum þess- um nein krafa um stöðvun innflutn- ings á hráu kjöti. Við úrlausn viðfangsefnis þess, sem hér er til meðferðar, koma einkum til álita lög nr. 11/1928 um vamir gegn því að gin- og klaufa- veiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins og svo vamar- samningurinn sjálfur ásamt við- bæti, sem hefur lagagildi hér á landi, eins og áður er rakið. III. 2. gr. laga nr. 11/1928 er svo- hljóðandi: „Bannaður er innflutningur á þessum vömtegundum: a. Heyi, hálmi, alidýraáburði, hráum og lítt söltuðum sláturaf- urðum, hveiju naftii sem nefn- ast, ósoðinni mjólk, gömlum og notuðum pokum og tuskum alls- konar. b. UIl. Þó getur atvinnumálaráð- herra veitt undanþágu fyrir ull til verksmiðju, enda sje hún sótt- hreinsuð utanlands eða innan, undir ömggu eftirliti. c. Notuðum fatnaði, fiðri, fjörðum, dún, stráteppum, körfum úr strái, dýrahári og vömm, sem gerðar em úr því svo sem: burstavömr, penslum, kústum og hrosshársborðum. Á vömm, sem taldar em í þessum lið, kemur þó innflutningsbann ekki til framkvæmda, ef vömm- ar sótthreinsast við tilbúning eða hreinsun, eða ef þær em sótt- hreinsaðar áður en þær vom fluttar á skip, enda fylgi farm- skránni vottorð um uppmna og vinslu varanna eða sótthreinsun. Þó er atvinnumálaráðherra heimilt að fyrirskipa sótthreins- un á tjeðum vömm, er þær koma hingað til lands, ef sjerstakar ástæður em fyrir hendi. d. Fóðurkökum og rófum. Þó getur atvinnumálaráðherra veitt undanþágu frá innflutn- ingsbanni á vömm þessum í einstökum tilfellum og fyrir lönd og landshluta." Telja verður, að af ofangreindu orðalagi ákvæða 2. gr. og skipan þeirra ákvæða komi skýrt fram, að bann a-liðar 2. gr. við innflutningi sé fortakslaust og óundanþægt. Sá skilningur á sér og ótvíræðan stuðn- ing í meðferð fmmvarps til um- ræddra laga á Alþingi, svo sem stuttlega skal rakið. Á Alþingi 1928 var lagt fram . 'rumvam til laga um vamir i.Tir *lBri'!íi„A gjn_ 0g klaufaveiki og Njarðvíkurhöfn 25. júlí 1985, þegar tollverðir könnuðu frystígáma varaarUðsins að fyrirmælum fjármálaráðherra. aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins (þskj. 17, sbr. Alþt. 1928, A-deild, bls. 105—109). 1. málsgr. frumv. var svohljóðandi: „Frá löndum þeim og landshlut- um, þar sem gin- og klaufaveiki eða aðrir hættulegir alidýrasjúkdómar ganga, eða em orðnir landlægir, er bannaður allur innflutningur á heyi, hálmi, alidýraáburði, hráum og lítt söltuðum sláturafurðum, hverju nafni sem nefnast, ósoðinni mjólk, smjöri, ostum, eggjum, og þurreggjum, hvers konar fóðurvör- um frá mjólkurbúum, notuðum fóð- urmjölssekkjum, og tuskum alls konar." Að tillögu nefndar, sem málið fékk til meðferðar, var samþykkt breyting á 1. málsgr. 2. gr., sbr. Alþt. 1928, A-deild, bls. 533 (þskj. 314). Var ákvæðinu þar með vikið til þess vegar, sem er í lögum nr. 11/1928. I ræðum framsögumanns nefndarinnar kom fram, að í a-lið 2. greinar væru taldar vörur, sem ekki mætti veita neina undanþágu um. (Sjá Alþt. 1928, B-deild, dálka 2507, 2516 og 2523). Það er því ljóst af því sem hér hefur verið rakið, að lög nr. 11/ 1928 leyfa ekki umræddan kjötinn- flutning og að þau út af fyrir sig heimila ekki, að veittar séu undan- þágur frá því banni. IV. Eins og áður segir, gildir vamar- samningur Islands og Bandaríkj- anna frá 5. maí 1951 ásamt við- bætinum frá 8. maí 1951 sem lög hér á landi. Aðstaðan er því sú, að milliríkjasamningur í heild hefur verið tekinn í lög landsins og veitt beint lagagildi. Það hefur lengi verið viðfangs- efni í þjóðarétti og stjórnskipunar- rétti, hvaða áhrif milliríkjasamning- ar hljóti að hafa á skýringu eigin laga þess ríkis, sem er aðili að slík- um samningum, og hvaða réttar- áhrif tengist mismunandi háttum, sem hafðir eru á lögtöku slíkra samninga, ef því er að skipta, sbr. t.d. kenningar um mismun á „ad- aption" annars vegar og „trans- formation" hins vegar. (Sjá um þetta efni t.d. Ole Espersen: Indgá- else og opfyldelse af traktate (Khöfn 1970) og Ian Brownlie: Principles of Public Intemational Law (Oxford 1977)). Hér verður ekki gerð grein fyrir þessu álitaefni almennt, heldur aðeins fjallað um það, hvemitr ffifkað Hta á vamar- samninginn og lögtöku hans frá sjónarmiði íslensks réttar og lög- skýringarviðhorfa. Ganga verður út frá því, að með lögtöku vamarsamningsins frá 1951 hafi verið miðað að því að afla lagaheimilar til þeirra ráðstaf- ana, sem skuldbindingar íslands samkvæmt samningnum lúta að, og að tryggja samræmi milli vam- arsamningsins og (slenskra laga. Samkvæmt því og reyndar því, sem telja verður gmndvallarviðhorf til lögskýringa að íslenskum lögum, ber við túlkun löggjafar um vamar- liðið að taka mið af þeirri niður- stöðu, sem fæst við skýringu á vamarsamningnum sjálftam, svo fremi hún geti talist innan eðlilegra og viðurkenndra marka. Ber hér að hafa sérstaklega í huga, að við skýringu milliríkjasamninga ber m.a. að taka tillit til þess, þegar ótvíræðu orðalagi sleppir, hvert sé markmið og viðfangsefni samnings og hvemig aðilar hafa skýrt hann í framkvæmd sbr. hér 31. gr. Vínar- samningsins frá 23. maí 1969 (Vi- enna Convention on the Law of Treaties), en greinin fjallar um skýringu samninga. Em slík sjónar- mið ekki takmörkuð við milliríkja- samninga eina. Ákvæði vamarsamningsins marka það ekki að öllu leyti skýrt og tæmandi, til hvers sé ætlast ai hálfu íslands í framkvæmd samn- ingsins, og er ýmsum spumingure í þeim efnum ekki svarað bemm orðum í samningnum. Þannig verð- ur ekki talið, að skýr afstaða sé tekin til þess í textá samningsins, hvaða reglur gildi um innflutning búnaðar eða vista til vamarliðsins að frátöldum ákvæðum um tolla. Þegar skýmm ákvæðum vamar- samningsins sleppir, verður ac skýra hann svo, að með honum hafi íslenska ríkið tekið á sig skuld- bindingu þess efnis, að ekki yrði að því er það varðaði hindmn i vegi vamarliðsins við eðlilega út- vegun vista og búnaðar. Frá upp- hafi hafa íslensk og bandarísk stjómvöld í verki lagt þann skilning í vamarsamninginn, að vamarliðinu væri heimilt að flytja inn hrámeti í þarfír vamarliðsins. Hér er rétt að geta þess, að íslendingar hefðu aðeins að takmörkuðu leyti getað fullnægt þörfum vamarliðsins fyrir hrátt kjöt á þeim tíma, sem hér skipir máli. Ber samkvæmt þessu að skýra vamarsamninginn svo, að hann heimili þann innflutning, sem hér um ræðir. Ofangreind skýring vamarsamn- ingsins verður að teljast rúmast innan eðlilegra og viðurkenndra marka skýringar milliríkjasamn- inga. Ber samkvæmt því og af þeim ástæðum sem áður hefur verið gerð gjein fyrir, að leggja hana til grund- vallar við skýringu laga nr. 110/ 1951. Síðastnefnd lög heimila því íslenskum stjómvöldum að leyfa vamarliðinu lqötinnflutning þann, sem hér hefur verið til umræðu. Gildissvið laga nr. 11/1928 tak- markast að sama skapi. Ekki verður heldur talið, að síðari löggjöf, sem varðar sölu búvöru á innlendum markaði, breyti í neinu þeim sér- stöku reglum, sem gilda um vamar- liðið. Af framangreindri niðurstöðu um það, hvemig skýra beri vamar- samninginn og lög nr. 110/1951 leiðir hins vegar ekki, að íslensk stjómvöld hafi gengist undir for- takslausa skyldu gagnvart Banda- ríkjunum til að heimila slíkan inn- flutning, hvemig sem á stendur. Til svo veigamikillar skerðingar á forræði ríkis yfír eigin málum þarf alveg ótvíræða heimild samkvæmt ríkjandi viðhorfum f þjóðarétti. Er rétt að benda þar á, að um svið er að ræða, sem ekki fellur undir svonefndan úrlendisrétt. Það er hins vegar utan viðfangsefnis álitsgerð- ar þessarar að gera nánari grein fyrir þessari hlið málsins. V. Samkvæmt því, er að framan greinir, er niðurstaða okkar sú, að innflutningur vamarliðsins á Kefla- víkurflugvelli á hráu kjöti sé ekki andstæður íslenskum lögum. Reykjavík, 15. janúar 1986. Araljótur Björasson, Gaukur Jörundsson, Jóhannes L.L. Helgason. BÍLASALA GARÐARS Mazda '83 T 3000 sendibíll m/kassa M-Benz 0309 rúta '78 21 manna Range Rover 1984—80 Ford Bronco 1979 og '82 Fiat panda 4x4 1984 MMC Colt 1982 Dodge Diplomat 1978 BMW 323 I 1980 BMW 520 I 1982 BMW 320 1982 BMW 518 1982 M - Benz 280 SEL 1979 M - Benz 240 D 1982 > M - Benz 280 S 1976 Datsun Cherry 1980 og '81 Flonda Accord 1980 og '81 MMC Lancer 1980 Datsun Patrol 1981 Daihatsu Rocky 1985 Daihatsu Runabout 1982 Saab 99 GL 1982 Opel Record 1982 Daihatsu Charade 1979, '80, '82 og '83 Toyota Corolla liftback 1979 Vantar allar tegundir bíla á skrá, höfum einnig kaup- anda að mótorhjóli. Yð hann híá Garðar, BÍLASALA GARÐARS Símar 19615 og 18085

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.