Morgunblaðið - 18.01.1986, Síða 14

Morgunblaðið - 18.01.1986, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR18. JANÚAR1986 „Letingjarnir“ á Suðurnesium eftir Karl Steinar Guðnason Sérkennileg ritsmíð birtist í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Þar skrifar maður löngu kominn yfir fermingu — maður sem titlar sig framkvæmdastjóra fiskvinnslufyr- irtækis. Það er sorglegt að þessi grein er full af misskilningi, van- þekkingu og stóryrðum. í reiðikasti og stundum í próf- kjörsbaráttu láta menn margt fjúka. Þessvegna væri kannske ástæða til að horfa fram hjá þessu. Það er hinsvegar vegið svo þungt að fjölda manns að ekki er hægt að láta kyrrt liggja. í greininni er Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur og nágr. sakað um ijármálamisferli og póli- tíska misbeitingu. Verkafólk al- mennt á Suðumesjum er sakað um leti, ómennsku og slæmt vinnusið- ferði. Osannindi Greinarhöfundur kveðsl sl. hálf- an mánuð hafa auglýst eftir starfs- fólki bæði til sjós og lands. Það rétta er að 8. jan. auglýsti hann í Mbl. eftir beitningarmanni. I út- varpi birtist augl. 3., 4., 6. og 10. janúar þar sem augl. var eftir beitn- ingarmanni. Svo vill til að beitning- armenn eru ekki á atvinnuleysis- skrá. Hinsvegar kom beitningar- maður á skrifstofu verkalýðsfélags- ins morguninn sem greinin birtist. Hann kvaðst tvisvar hafa hringt samkv. auglýsingunni í fram- kvæmdastjórann og óskað eftir starfi sem beitningarmaður. Hann fékk þau svör að haft yrði samband við hann. Enn hefur hann ekki fengið þessa vinnu. Hver skráir? Verkalýðsfélagið hefur ekkert með skráningu atvinnuleysis að gera. það gerir vinnumiðlun við- Athugasemd frá Uthlutunamefnd atvinnuleysisbóta í Keflavík og Njarðvík Sigurður Garðarsson skrifar í Morgunblaðið þann 16. þ.m. um atvinnuleysi á Suðumesjum. í grein Sigurðar fer hann hörðum orðum um atvinnuleysisbætur og framkvæmd þeirra. Úthlutunar- nefnd atvinnuleysisbóta í Kefla- vík og Njarðvík telur rétt að í þvi sambandi komi eftirfarandi fram: 1. Úthlutunamefnd fer í einu og öllu eftir lögum og reglugerðum um úthlutun bóta. 2. Um skráningu atvinnuleysis sjá sveitarfélögin á viðkomandi stað og verður úthlutunamefndin að taka þá skráningu gilda í flest- um tilfellum. 3. „Sjálfvirkni" í úthlutun atvinnu- íeysisbóta, í neikvæðum skiln- ingi, könnumst við ekki við, þar sem reynt er að framkvæma úthlutun af fyllstu samviskusemi eftir þeim gögnum sem fyrir liggja. Þó geta mistök alltaf átt sér stað. 4. Allt tal Sigurðar um misnotkun á fjármunum atvinnuleysis- tryggingasjóðs teijum við ómak- lega. Fulltrúar verkalýðsfélaganna, Steinunn Jónsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Sigurbjöm Bjömsson Guðmundur Finnsson. Fulltrúar Vinnuveitendafélags Suðumesja og Vinnumálasambands Samvinnufélaganna, Huxley Ólafsson Gunnar Sveinsson. Karl Steinar Guðnason „Skyldi það vera eftir- sóknarvert að vinna hjá framkvæmdastjóra sem hefur þetta viðhorf til verkafólks? Það er og umhugsunarefni hvort verkafólk á Suðurnesj- um leggist í leti í byrjun desember og fram í miðan janúar. Einnig hvort þessi almenna leti er orsök þess að fisk- vinnslufyrirtæki er lýst gjaldþrota eða fiskiskip seld af svæðinu.“ komandi bæjarfélags. Samkvæmt þeim upplýsingum verður úthlutun- amefnd bótanna að vinna. Þegar mikið atvinnuleysi er til staðar er ekki ótrúlegt að einhver sleppi í gegn um nálarauga laga og reglu- gerða. Starfsfólk vinnumiðlunar og verkalýðsfélaganna leggur sig hins- vegar mjög eftir því að standa heiðarlega að málum. Oft hefur þetta fólk lent í því að vinnuveitend- ur skrái rangar upplýsingar bæði af þekkingarleysi og fljótfæmi. Ásakanir um „linkind og væru- kærð skráningarfólks“ lýsir fremur innræti greinarhöfundar en skrán- igarfólkinu. Hvemig eiga skráning- arfólkið og verkalýðsfélögin að vita hvort atvinnurekendur hafí boðið verkafólki atvinnu ef því er haldið leyndu? En í greininni segist hann ekki tala við viðkomandi aðila. Telur greinarhöfundur að starfsfólk vinnumiðlunar og verkalýðsfélag- anna sitji á skrifstofum sínum yfir andaglasi til að spá í það hvort vinna sé fyrir hendi? Eitt er víst, að berist umræddum aðilum vitn- eskja um að fólk hafi hafnað vinnu þá er það umsvifalaust tekið af atvinnuleysisbótum. Pólitísk misnotkun Reyndar er svona bamaskapur vart svaraverður. Hvemig getur pólitísk misnotkun átt sér stað? í úthlutunamefndunum eru fyrir hönd vinnuveitenda þeir Gunnar Sveinsson, kaupfélagsstjóri, f.v. varaþingmaður Framsóknarflokks- ins, og Huxley Ólafsson fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendafélags Suðumesja. Skyldu þessir menn leggja sig fram um að hygla Al- þýðuflokknum? Kannske álítur greinarhöfundur að allir sem starfa að vinnumiðlun á bæjarskrifstofunum séu alýðu- flokksfólk? Ekki vissi ég það. Betur ef satt væri. Alþýðuflokkurinn, verkalýðsfé- lögin og ýmsir Sjálfstæðismenn hafa hinsvegar mjög gagnrýnt ástand fiskvinnslu og útgerðar á svæðinu. Okkur er kunnugt um stöðu atvinnulífsins á Suðumesjum. Það eru aðeins einangraðir sérvitr- ingar, sem stinga höfðinu í sandinn. Reyna að beina athyglinni frá aðal- atriðinu og flnna ólíklegustu söku- dólga. Verkafólk veit hver ber ábyrgðina. Maður líttu þér nær. Leti og ómennska verkafólks Það er miður þokkaleg kveðja, sem fískverkafólk fær í greininni. Hann telur það lygna letingja, sögusmettur og svindlara. Þessa kveðju fær það fólk sem enn fæst til að vinna við undirstöðuatvinnu- grein þjóðarinnar. Fólk sem býr við þær aðstæður að hafa ekki sömu mannréttindi og annað fólk. Vinnu- veitandi getur hvenær sem er kast- að því út í kuldann með 7 daga fyrirvara. — Fólk sem er á smánar- kaupi og hefur minnstu réttindi sem um getur. Skyldi það vera eftirsóknarvert að vinna hjá framkvæmdastjóra, sem hefur þetta viðhorf til verka- fólks? Það er og umhugsunarefni hvort verkafólk á Suðumesjum leggist í leti í byrjun desember og fram í miðjan janúar. Einnig hvort þessi almenna leti er orsök þess að fískvinnslufyrirtæki er lýst gjald- þrota eða fískiskip seld af svæðinu. Skyldi það vera tilviljun að verka- fólk nefnir fyrirtæki framkvæmda- stjórans oft „Ráðið og rekið hf.“? Óþægileg- staðreynd Atvinnuleysi er mikið böl. Venju- legt fólk telur atvinnuleysi smánar- blett á þjóðfélaginu. Það er_ rangt að þegja yfír staðreyndum. Á Suð- umesjum hefur atvinnuleysi verið viðvarandi í mörg ár. Það hefur því miður farið vaxandi. Sjálfsagt má deila um orsakir þess. Flestir heimamenn ættu þó að vita að físk- vinnsla og útgerð hefur átt í vök að verjast á Suðumesjum. Ályktanir vinnuveitenda og verkalýðsfélaga eru samhljóða hvað varðar þau efni. Væri ekki nær að samstilla kraftana í því skyni að bæta rekstrarskilyrði þessarar atvinnugreinar en að skrifa óhróður um þá sem bera hana uppi? Það er vissulega óþægileg stað- reynd að á Suðumesjum fór tala atvinnulausra nú í yfír 500 manns. Það gerðist þrátt fyrir það að margir skrá sig ekki atvinnulausa sem þó hafa enga vinnu. Fundur vinnuveitenda Kvöldið áður en greinin birtist var fundur í Vinnuveitendafélagi Suðumesja. Þar las Sigurður Garð- arsson grein þessa yfír fundar- mönnum. Þeim ofbauð þessi stór- yrðasmíð og rangfærslur og báðu hann eindregið að hætta við birt- ingu greinarinnar. Hér væri á ferð- inni ódrengileg ádeila á vinnuveit- endur. Þá upplýsti greinarhöfundur að það væri of seint, því hún væri þegar prentuð. Sannleikurinn er sá að venjulegir vinnuveitendur á Suðumesjum gera sér grein fyrir því hvemig ástandið er. Lesið greinina Eg hvet menn eindregið til að lesa þessa ritsmíð. Hún er dæmi- gerð fyrir aldamótahroka og mann- fyrirlitningu. Daginn sem greinin birtist þögnuðu símar verkalýðs- félagsins ekki allan daginn. Ösku- reitt verkafólk lýsti andstyggð sinni. Meðal þess fólks voru einnig sjálfstæðismenn og vinnuveitendur. Við lestur greinarinnar sjá menn hvemig heiðvirðir og vandaðir at- vinnurekendur hegða sér ekki. Höfundur er formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla víkur og nigr. MOKCUNBIAMÐ. FIMMTUDAGUR 16. JANÚAR 198« Fréttir um atvinnu- leysi á Suðurnesjum eftir Sigurð Tómas Garðaraaon Nú eru miklar umræður I Qöl- mið'.um um atvinnuleyti & SuÁir- neajum. bað vekur mann til um- hugsunar, eftir að hafa augiýst nú ( hálfan mánuð eftir starfsfólki til starfa bcði á sjó og landi, hvort fólkið aem þaraa er skráð og þiggur laun úr atvinnuleysistrygginga^jóði sé raunverulega atvinnulaust em atvinnurekendur á Suðumesjum hír*»ir að leita eftir fólki til vinnu á svokC'uðum at- vinnuleysiaskráningastöAim af mörgum að sjóðunnn sé notaður f pólitíska þágu, Alþýðuflokknum til framdráttar. Aitöluð er sú ástundun sumarvinnukvenna á Keflavfkurflugvelli að skrá sig at- vinnulausar aðra tlma ársins, án athugasemda. Linkind og vsenikserð skráning- arfólks og mikil sjálfvirkni f greiðelu atvinnuleysisbóta á Suðumesjurn, er helsta oraök fýrir atvinnuleyiinu. Reyndar er vafamál hvort atvinnu- leysisbaetur er rétt orð í þeasu til- liti. Réttara vseri að kalla þetta leti- „Linkind og vœrukærð skráningarfAlks og mikil sjálfvirkni i greiðslu atvinnuleysis- bóta á Suðurnesjum er helsta orattk fyrir at- vinnuleysi.“ og telgutryggingabsetur. Meira áhyggjuefni er vinnusió- Stgaráar Tómaa Garáaraaaa íeröi á Suðuraesjum. í skjóli mikils og fjölbreytts atvinnuframboðs tolla margir illa f vinnu á svseðinu. Tfma- Launþegar níddir niður eftir Einar Birgi Kristjánsson Mig rak í rogastans er ég las grein Sigurðar Tómasar Garðarssonar sem birtist í Morgunblaðinu þ. 16. þ.m. undir yfírskriftinni „Fréttir um atvinnuleysi á Suðumesjum". Þar liggja launþegar á Suðumesjum undir þeim sökum að vera almennt letingjar og ónytjungar. Ég ætla ekki að svara fyrir Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr. sem Sigurður segir vera notað í þágu Alþýðuflokksins, því þar inn- andyra er ég ekki nógu kunnugur. Við skulum aðeins huga að stöðu mála í fiskiðnaði á Suðumesjum. Sigurður segist hafa auglýst eftir fólki til sjós og lands í hálfan mánuð en ekkert fengið. Af hveiju? í fyrsta lagi er atvinnuöiyggið ekkert. Fisk- verkendur á Suðumesjum senda fólk sitt hiklaust heim, launalaust, í einn eða fleiri daga. Þá þarf ekki uppsagnarfrest þó samið sé um hann gagnkvæman. Hann ásakar fólk fyrir að ijúka úr einni vinnu í aðra án þess að virða uppsagnar- frest, en á sama tíma getur hann sent sitt fólk launalaust heim í tíma og ótíma og lætur atvinnutrygg- ingasjóð greiða þá tekjutryggingu sem hann í raun ætti að greiða. Samt svívirðir hann Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr. og segir fólk notfæra sér það til þess að fá einhveija jólauppbót. Sigurður kvartar undan því að fá ekki mannskap á bátana sína Einar Birgir Kristjánsson „Sigxirður segist hafa auglýst eftir fólki til sjós og lands í hálfan mánuð en ekkert feng- ið. Af hverju? í fyrsta lagi er atvinnuöryggið ekkert. Fiskverkendur senda fólk sitt hiklaust heim, launalaust, í einn eða fleiri daga.“ og er voða hissa. Hann heldur að sjómenn ijúki upp til handa og fóta þegar hann auglýsir eftir mönnum á þá, þrátt fyrir að hann viti að þessir tveir bátar sem hann gerir út em meðal þeirra allra lélegustu á Suðumesjum og- öll vinnuaðstaða eins léleg og framast er hægt að komast af með. Hann heldur einnig að sjómenn hlaupi til sín þrátt fyrir að þá gruni (eða jafnvel viti) að þeir fái ekki uppgert fyrr en eftir dúk og disk og kannski ekki alltaf rétt. Sigurður segir einnig í grein sinni að launþegar á Suðumesjum beri róg um vinnuveitendur sína um leið og þeir flakki milli verka, en virðist ekki gera sér grein fyrir því að sjaldan lýgur almannarómur og launþegar bera þeim atvinnurek- endum sem vel reynast, yfírleitt góða sögu. Það er líka einkennileg staðreynd að í Vogum, þar sem Vogar hf., fyrirtæki Sigurðar, er staðsett þykir mörgu fólki betra að vinna við físk í Njarðvíkum þrátt fyrir að tölu- verður spotti sé á milli byggðarlag- anna. Það sem Sigurður þarf að gera sér grein fyrir er það að „svo uppsker maðurinn sem hann sáir“ og hann ætti bara að taka sig á og reyna að vera fyrirmyndar vinnuveitandi. Þá myndi, um leið og hann hefði unnið sér traust fólks- ins, fljótlega leysast úr hans vanda. Höfundur býr / Vogum ogernemi við Stýrimannaskólann i Reykja- vík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.