Morgunblaðið - 18.01.1986, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÍJAR1986
Aldarafmæli Nauteyrarkirkju
Árið 1854, hinn 21. maí, voru
gefin saman í hjónaband Guðrún
Þórðardóttir, Þórðar bónda Magn-
ússonar á Laugabóli í Nauteyrar-
hreppi, og Jón nokkur Halldórsson.
Hafði Jón þessi verið ráðinn smala-
maður að Laugabóli árið áður og
kom þangað frá Hörgshlíð í Mjóa-
firði.
Þennan 21. maídag er kominn
prestur að Laugabóli og gengur
Þórður bóndi þá til Guðrúnar dóttur
sinnar og skipar henni að fara að
búa sig því það ætti að fara að
gifta þau Jón og hana. Þetta kemur
nokkuð flatt upp á hina ungu
heimasætu sem segin Gifta sig
hvað, — honum Jóni smalamanni?
Svo lýsir Guðrún þessi löngu sið-
ar bónda sínum að þá er Jón Hall-
dórsson hafi komið að Laugabóli
hafi hann verið með aleigu sína á
baki sér, sem hafí verið eitt lama-
laust koffort. En það átti eftir að
draga að sér, lamalausa koffortið
hans Jóns á Laugabóti.
Hann eignaðist sjö jarðir í Naut-
eyrarhreppi, allar Vs úr fimm
kirkjujörðum, þar að auki eina jörð
í Strandasýslu og eina jörð í Snæ-
fjallahreppi. En auk stórbúskapar
Jóns á Laugabóli var hann einn
hinna stærstu útgerðarmanna við
ísaflarðardjúp á þeirri tíð. Jón gerði
út frá Bolungarvík sexæring mikinn
sem hann var um áraraðir formaður
á sjálfur. Einnig fímm manna far
og auk þess flóra róðrarbáta minni.
Það varð því enginn smákall úr
honum, smalamanninum, sem Þórð-
ur bóndi á Laugabóli skipaði dóttur
sinni að fara að búa sig til að ganga
með í hið heilaga hjónband, þótt
hvumsa yrði hún við.
Ekki ætla ég að tíunda hér eða
rekja afkomendur þessara merku
hjóna, en hitt er víst að út frá þeim
hafa vaxið kjamakvistir, svo sem
annálaðir ráðdeildarmenn, og auður
í umtalsverðum þáttum hefur gert
þeirra garð frægan.
En að þessum formála loknum
skal svo að því efni komið sem er
uppistaða þessa máls. Árið 1885
var þessum Jóni bónda á Laugabóli
falin forsjá og framkvæmd nýrrar
kirkjubyggingar á Nauteyri í Naut-
eyrarhreppi. Kirkja þessarar sveitar
var þá að falli komin, enda staðið
um aldir á Kirkjubóli í Langadal
og bændakirkja að gömlum sið.
Kom þá bændum saman um að
færa kirkjuna nær því að vera sem
mest miðsvæðis á hreppnum svo
Nauteyri varð þá fyrir valinu sem
kirkjustaður. Var Jóni þessum sem
fyrr segir falin forsjá og fram-
kvæmd við smíði kirkjunnar. Má
þar nefna að um sumarið kemur
bóndinn á Kirkjubóli að máli við Jón
og tjáir honum að nú vanti peninga
til að borga kirkjusmiðnum. Var Jón
bóndi á Laugabóli þá að túnaslætti.
Labbar hann til konu sinnar og
kveður svo um vera að hann þurfi
að skreppa til ísjúQarðar eftir aurum
fyrir smiðina. Á þeim árum var
ekki hlaupið í sfma né bátsferðir
reglulegar hér um Djúp svo sem
nú til dags og því ekki önnur leið
en leggja á dróg sína sem hann og
gerir og þar með í snarhasti fer
hann ríðandi út alla strönd. En er
að Kaldalóni kemur stendur svo á
sjó að flæðarhátt er, sem hann
lætur þó ekki aftra for sinni, en svo
yfir höfuð kemur hann rennblautur
heim að Lónseyri, næsta bæ utan-
vert við Lónið, að lánuð varð þar
föt öll að fá hjá Engilbert bónda
Kolbeinssyni, sem þar þá bjó. (Þessi
Engilbert var afi minn, höf.). Ríður
hann nú sem leið liggur út alla
Snæfjallaströnd út að Gullhús á,
ysta bænum á ströndinni, vekur þar
upp mannskap og mannar bát um
miðja nóttu til_ að ferja sig yfir I>júp-
ið vestur til ísafjarðar. Vekur þar
upp síðla nætur Þorvald lækni
sparisjóðsstjóra, tjáir honum erindi
sitt sem ekki stóð á úr að leysa.
En með engu móti vildi hann hjá
Þorvaldi góðgerðir þiggja þá hann
honum kaffisopa bauð í morgunsár-
ið en stökk með það sama í feiju
þá er í fjöru beið og sömu leið til
baka. Kom rétt við á Lónseyri til
að skipta um föt sín sem nú voru
vel þurr orðin og blátt strik innað
Nauteyri að gjalda smiðunum laun-
in sín.
í annað skipti meðan á kirkju-
byggingunni stendur fær Jón á
Laugabóli boð um að viðbótarefni
vanti til byggingarinnar. Gerir hann
þá Kirkjubólsbónda boð að finna
sig á tilteknum tíma niður á Am-
gerðareyri, sem er næsti bær fyrir
utan Laugaból. Ætlar að fá hann
til að róa með sér til ísafjarðar.
Setur Jón bóndi bát niður og kveður
vinnukonu eina með sér að róa út
að Amgerðareyri. Er þangað kemur
er enginn kominn. Hefur enga eirð
þar að bíða og leggur því af stað
með vinnukonu sína róandi með sér
á annað borðið alla leið til ísafjarð-
ar. Ekki stoppar hann þar nema
meðan hleður farkostinn af því sem
til kirkjunnar vantaði og síðan sem
leið liggur róandi með vinnukonu
sína á annað borðið, og ekki lagðar
upp árar fyrr en komið er að Naut-
eyri með efnið fyrir smiðina að
vinna úr. Má af þessu marka hversu
ódrepandi dug og áhuga þessi
maður hefur haft til að bera.
Nú í sumar er aldarafmæii kirlqu
þessarar. Hún er því komin til ára
sinna og mikið farin að láta á sjá.
Kom þá til álita hvort heldur ætti
að byggja nýja kirkju eða endur-
byggja þessa í því formi sem upp-
hafleg gerð hennar segir til um.
Kirkjan er reisulegt og fallegt hús
og varð sú niðurstaða ráðandi að
endurbyggja kirkjuna í sama formi.
Nú er það svo að annar Jón býr á
Laugabóli, Guðjónsson, mikill at-
hafna- og dugnaðarmaður. Er hann
formaður sóknarnefndar Nauteyr-
arkirkjusóknar og honum falin sú
mikla forsjá að sjá um endurbygg-
ingu kirkjunnar á þessum tímamót-
um hennar.
Þetta er mikið og kostnaðarsamt
verk og jafnvel hagstæðara að
byggja nýja kirkju, en það er gömul
saga sem alltaf verður þó ný, að
það er eftirsjá af gömul vin, veglegu
Lokun bifreiða-
verkstæðis í
Stykkishólmi
Stykkishólmi, 8. janúar.
NÚ UM þessi áramót var bif-
reiðaverkstæðinu Nýja Bílaver-
inu hf. hér í Stykkishólmi lokað
og er þetta mjög bagalegt að
hafa ekki slíka þjónustu i jafn-
fjölmcnnu kauptúni.
Um orsakir til þessa er ekki
hægt að segja. Þær eru efalaust
fleiri en ein. Hitt er vitað að rekstur-
inn hefir verið erfiður og kanske
aðalatriðið að ekki hefir verið unnt
að fá hingað góða bifvélavirkja.
Fyrirtækið hefir verið auglýst og
eins húsakynnin sér og ekki hafa
enn borist nein tilboð.
Menn hér eru uggandi um þessa
þróun og vonandi fæst einhver góð-
ur maður til að koma hingað og
starfrækja bifreiðaverkstæði. Það
hlýtur að vera nægilegur markaður
þegar maður lítur á alla þessa bíla-
mergð sem hér er í bænum.
Við, hjá tilteknu þriggja stafa
fyrirtæki, leyfum okkur að
nefna fjölhæfni og skilvirkni
sem tvær af meginástæðum fyr-
ir forystu okkar á sviði tölvu-
búnaðar.