Morgunblaðið - 18.01.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1986
17
f
Nauteyrarkirkja
guðshúsi, sem þjónað hefur söfnuði
sínum í 100 ár. Tilfinning lifandi
minninga gerir um sig í hugskoti
þeirra, sem á háleitustu hátíða-
stundum hafa þar um garða gengið.
Síðasta kveðja vina og ættingja
hafa einmitt þama í hugann
greypst, svo að þar er í raun og
vem lifandi sál innan veggja. Og
þá, ef grannt er skoðað, grípur til-
finningin í þá tauma, sem leiða til
algerrar tortímingar, og þama var
því kærleiksandinn og huglægur
blær minninganna látinn ráða ferð-
inni og má efiaust til sóma telja,
svo og sögu þessa húss frá upprana
sínum.
Nú er kirkjan sem ný að ytra
byrði til. Nýtt þak að öllu leyti,
hliðin önnur alveg ný og fótstykki
öll, en eftir að klæða hana að innan
til að fullkomið sé og í sama formi
verði og upphafiega en einangrað
þó öll að innan og leitt í hana raf-
magn.
Nú er það svo, þrátt fyrir alla
velgengni nútímans, að koma upp
og standa straum af sæmilega
gerðu guðshúsi í fámennri sveit,
má heita allt að því óviðráðanlegt
verkefni hreinlega vegna kostnað-
ar. Má þar til nefna að 1885, þegar
þessi kirkja var byggð, var heimilis-
fólkið á Laugabóli 35 manns en í
allri Nauteyrarsókn núna era álíka
margir og þar af aðeins um 20
sálir sóknargjaldsskyldar. Þó held
ég að nöturleiki tilverannar verði
engum tilfinningameiri né djúp-
stæðari í vitund hvers einasta
manns ef svo væri málum komið
að ekki væri til sæmilegt skýli til
athafna hinstu kveðju þeirra, sem
lokið hafa göngu sinni hér á jörð
að síðásta áfanganum. Hér er því
um stórt mál að taia til menningar
og athafna allra í kristilegu sam-
félagi okkar fámennu byggða. Það
er því óhætt að segja að hér í
endurbyggingu Nauteyrarkirkju
hefur djarflega verið á vaðið riðið
og ekkert til sparað að vel mætti
gera og mun uppbygging nema að
kostnaði langt á aðra milljón kr.
þá lokið verður.
Það væri verðugt verkefni þeirra
sem sínum fyrstu bemskusporam
tifað hafa um Nauteyrarsókn, að
sýna henni hug sinn og kærleika,
risnu og reisn, með því að leggja
sína útréttu hönd til stuðnirigs
þessu mikla menningarverki. Það
væri verðust þakkargjöld þeirra
sem frá era famir og vel metnin
kærleikshugur til fomra æsku-
stöðva og gamalkunnra sveitunga.
Byggingameistari þessarar end-
urreisnar Nauteyrarkirkju var
Daníel Kristjánsson byggingameist-
ari á ísafirði, ættaður héðan úr
Djúpi. Það er ekki kastað hendi til
þess sem hann tekur að sér. Yfir-
smiðurinn, Halldór Jónsson, er
ættaður úr Nauteyrarhreppi. Biður
sóknamefndarformaðurinn, Jón
Guðjónsson, bóndi á Laugabóli,
fyrir góðar kveðjur til þeirra og
sérstakar þakkir fyrir vel unnið
verk og einstaklega góð samskipti
öll sem og öllum öðram sem að
hafa unnið og lagt þessu liðsinni
sitt.
Jens í Kaldalóni
Samið um sölu lagmetis
til Sovét fyrir 160 millj. kr.
SÖLUSTOFNUN lagmetis hefur
nýlega gengið frá sölu á fjórum
vörutegundum til Sovétríkjanna.
Verðmæti afurðanna er alls um
3,8 milljónir dala, 160 milljónir
króna, og hefur aldrei á einu ári
verið selt lagmeti til Sovétríkj-
anna á einu ári fyrir hærri upp-
hæð. Vörur þessar á að afhenda
á fyrstu þremur fjórðungum
þessa árs og hafa Sovétmenn lýst
áhuga á enn frekari kaupum á
lagmeti.
í frétt frá Sölustofnun lagmetis
segir að hér sé um að ræða sölu á
100.000 kössum af gaffalbitum (6,8
milljónir dósa), þorskalifur
(650.000 dósir), reyktum sfldarflök-
um (1 milljón dósa) og matjesflök-
um (1,5 milljónir dósa). Verð á
gaffalbitum er það sama í Banda-
ríkjadölum og selt var á siðasta ár,
reglulega af
ölnim
, fjöldanum!
en verð á lifur hækkaði um 12%.
Sfldarflök hafa ekki verið seld til
Sovétríkjanna áður. Theodór S.
Halldórsson, framkvæmdastjóri SL,
segir að mögulegt hefði verið að
semja um sölu á meira af lifur, ef
hægt hefði verið að treysta á aukna
framleiðslu hennar hér heima.
Framleiðsla þessara vara verður
hjá K. Jónssyni og Co. á Akureyri,
Sigló hf., Siglufirði, Norðurstjöm-
unni hf., Hafiiarfírði og Lifrarsam-
lagi Vestmannaeyja.
í samninganefnd SL vora Rafri
A. Sigurðsson, Theodór S. Halldórs-
son og Gísli Már Ólafsson.
NÁMSKEIÐ
í SJÁLFSSTYRKINGU
FYRIR KONUR
(assertiveness training)
(samskiptum manna á milli kemur
óhjákvæmilega til vandamála og togstreitu.
í slíkum tilvikum er aukið sjálfstraust,
sjálfsvitund og þekking hverjum manni
styrkur á sama hátt og það er undirstaða
ánægjulegra samskipta.
Námskeiðið er sniðið að bandarískri
fyrirmynd og lögð áhersla á að gera þátt-
takendum grein fyrir hvaða rétt þeir og aðrir
eiga í mannlegum samskiptum og hvernig
þeir geta komið fram málum sínum af festu
og kurteisi án þess að láta slá sig út af laginu
með óþægilegum athugasemdum.
Ennfremur að læra að líða vel með sjálfum
sér og hafa hemil á kvíða, sektarkennd og
reiði með vöðvaslökun og breyttum
hugsunarhætti.
Upplýsingar í síma 2 72 24 laugardag og í
síma 1 91 56 virka daga. Athugið að fjöldi
þátttakenda er takmarkaður.
>4NNk
NJNLDIMKRSDÓTTIR
sálfræöingur
Bræðraborgarstíg 7
ÓKEYPIS BÆKLINGUR
Starfsframi, betri vinna, betri laun
Eftir nám í ICS-bréfaskólanum átt þú möguleika á auknum
starfsframa og betur launaöri vinnu. Þú stundar námið heima
hjá þér á þeim hraöa sem þér hentar. Nú stunda rúmar 8 milljón-
ir manna nám ígegnum ICS-bréfaskólannl Líttu á listann og
sjáðu öll þau tækifæri sem þér gefast. ICS-bréfaskólinn hefur
örugglega námskeiö sem hæfir áhuga þínum og getu. Prófskír-
teini i lok námskeiða. Sendu miöann strax í dag og þú færö
ÓKEYPIS BÆKLING sendan í f lugpósti. (Setjið kross í aöeins
einn reit). Námskeiöin eru öll á ensku.
□ Tölvuforritun □ Almennt ném
□ Rafvírkjun □ Bifvélavirkjun
□ Ritatörf □ Nytjalist
□ Bókhald Stjórnun
□ Vélvirkjun □ fyrirtækja
□ Garóyrkja
□ Kjólasaumur
Nafn:.......................................................
Heimilisfang:........ ......................................
ICS International Correspondence schools Dept. YYS, 312/314 High
Street, Sutton, Surrey SM11PR, England.
Innanhús-
□ arkitaktúr
Stjórnun hótela
□ og veitingastaöa
□ Blaóamennska
Kælitækni og
□ loftræsting
Núferhveraðverða
síðastur að fara
*
n ^
mmwM
laugarðsbM
32075