Morgunblaðið - 18.01.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR1986
23
Gijótkast viðkomu
Davids Rockefeller
Til heiftúðugra götubardaga
kom í Buenos Aires í Argentínu
nú í vikunni, þegar bandarfski
milljónamæringurinn David
Rockefeller kom þangað i
heimsókn. Um 5.000 manns
söfnuðust saman og hófu
gijótkast til að mótmæla komu
Rockefellers og varð lögreglan
að dreifa mannfjöldanum með
táragasi, háþrýstivatni og
gúmmikúlum. Fólkið bar spjöld
með áletrunum, þar sem m.a.
stóð, að Rockefeller hefði stutt
herforingjabyitinguna í Arg-
entínu árið 1966. Myndin er
tekin fyrir framan ráðstefnu-
hús í miðborginni, þar sem
Rockefeller stjómaði fundi.
Spánn og ísrael:
Stjórnmála-
samband í
fyrsta sinn
Haag, Hoilandi, 17. janúar. AP.
SPÁNVERJAR og ísraelar tóku
í dag upp stjóramálasamband í
fyrsta sinn. Gerðist það við hátíð-
lega athöfn í Haag í Hollandi en
í yfirlýsingu Spánveija var það
tekið fram, að eftir sem áður
mótmæltu þeir hernámi ísraeia
og innlimun arabísks lands.
Shimon Peres, forsætisráðherra
ísraels, og Felipe Gonzalez, forsæt-
isráðherra Spánar, munu koma til
Haag á sunnudag og setja nöfn sín
undir samninginn, sem unnið hefur
verið að í marga mánuði í löndunum
báðum og innan Evrópubandalags-
ins. Ríkisstjómir í arabaríkjunum
hafa einnig biandast inn í þetta
mál á bak við tjöldin og er hermt,
að þær hafi reynt að koma í veg
fyrir stjómmálasambandið.
í yfirlýsingu Spánveija sagði, að
þeir mótmæltu enn sem fyrr her-
námi og innlimun arabísks lands
og legðu áherslu á gamla vináttu
við araba, sem tengdir væm Spán-
verjum menningarlegum og sögu-
legum böndum.
Alnæmis-
til-
fellum
fjölg-
aðium
600 í síð-
asta mánuði
Genf, 16. janúar. AP.
ALNÆMISTILFELLUM, sem til-
kynnt eru til opinberra aðila í
heiminum, fjölgaði um meira en
600 i síðasta mánuði og eru þau
nú orðin yfir 20.000 í öllum heim-
inum. Kemur þetta fram i tölum,
sem Alþjóða heilbrigðismála-
stofnunin (WHO) hefur birt.
Alnæmistilfelli eru hvergi fleiri
en í Bandaríkjunum, en þar voru
þau 17.051 á föstudaginn var og
því um 85% allra þeirra 20.088 til-
fella, sem tilkynnt hefur verið um
í alls 75 löndum. Yfir af nýju tilfell-
unum, sem tilkynnt hefur verið um,
síðan síðasta könnun fór fram, 13.
desember sl., eru í Bandaríkjunum.
Það var Jonathan Mann, sér-
fræðingur í bandaríska heilbrigðis-
ráðuneytinu, sem skýrði frá þessum
nýju tölum á fundi með fréttamönn-
um í dag. Honum hefur verið falið
að samræma á vegum WHO heil-
brigðisvamir gegn alnæmisveir-
unni.
Þar sem vegirnir enda, byrjar goðsögnin um Land Cruiser. Þessi —i
vinsæli torfærubíll hefur löngu sannað að hann stenst öðrum fremur ^
íslenskar aðstæður.
í aflmikilli Turbó dieselvélinni sameinar nýjasta tækni mikinn kraft, —
'litla eyðslu og ótrúlegt öryggi.
Rúmgóð nútíma innrétting og sterkur undirvagn uppfylla ströngustu
jr\ kröfur um þægindi og öryggi.
Þú gerir góð kaup í Toyota Land
Cruiser — það sannar reynslan.
Vinsamlegast sendið
frekari upplýsingar
TOYOTAx,
NAFN_______________________________________________
GATA________________________________________________
STAÐUR_____________________________________________
Sendist til: P. Samúelsson & Co. hf. Nýbýlavegi 8, 200 Kópavogi.
essemm sIa