Morgunblaðið - 18.01.1986, Side 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1986
25
fHttQpniÞlfifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakiö.
Fimm
stórmeistarar
Glæsilegur sigur Margeirs
Péturssonar á Jólaskák-
mótinu í Hastings á Englandi
hefur fært honum titil stór-
meistara í skák, einhverja
virðulegustu nafnbót í heimi
skáklistarinnar. Á mótinu
hlaut hann 9 V2 vinning í 13
skákum og tapaði engri.
„Margeir er mjög vel að þess-
um árangri kominn. Hann
tefldi af miklum sigurvilja,"
segir Bragi Kristjánsson, einn
af skákskýrendum Morgun-
blaðsins, í grein um mótið hér
í blaðinu í vikunni.
Á þingi Alþjóðaskáksam-
bandsins (FIDE) innan
skamms verður titill Margeirs
formlega staðfestur 0g eiga
íslendingar þá fímm stór-
meistara í skák. Auk Mar-
geirs eru það Friðrik Ólafs-
son, Guðmundur Sigurjóns-
son, Helgi Ólafsson og Jóhann
Hjartarson. Friðrik varð
fyrstur til að hreppa titilinn.
Það var fyrir réttum þrjátíu
árum (1956) og hann gaf þá
ungum íslenskum skákmönn-
um fordæmi og kjark til að
sækja fram og að því búum
við enn.
Margeir Pétursson er rétt
tæplega 26 ára að aldri, en
hefur verið þjóðkunnur skák-
maður í meira en áratug.
Hann vakti fyrst verulega
athygli árið 1975 — þá fímm-
tán ára gamall — er hann
varð jafn Bimi Þorsteinssyni
í efsta sæti á Skákþingi ís-
lands. Ári síðar tefldi hann á
Ólympíuskákmótinu í ísrael
og hefur ávallt síðan verið í
Óljmipíuliði íslands. Hann
hefur teflt á skákmótum um
víða veröld og att kappi við
marga snjöllustu skákmenn
heims. Átján ára gamall varð
hann alþjóðlegur skákmeist-
ari og skipar nú 35. sætið á
lista FIDE yfír sterkustu
skákmenn í heimi. Hann hef-
ur fleiri skákstig, svonefnd
Elo-stig, en níu af hveijum
tíu stórmeisturum.
Það er athyglisvert að við
íslendingar eigum nú fleiri
stórmeistara í skák, en nokk-
ur hinna Norðurlandaþjóð-
anna, sem eru margfalt fjöl-
mennari. Danir, Svíar og
Finnar eiga hver um sig tvo
stórmeistara, en Norðmenn
einn. Ein ástæðan er vafa-
laust sú, að hér á landi er
víðtækur og almennur áhugi
á skák, sem birtist í grósku-
miklu starfí Skáksambands
íslands og taflfélaga víða um
land. Alþjóðleg skákmót, sem
hér hafa verið haldin með
þátttöku sterkra útlendra
skákmanna, hafa eflt þennan
áhuga. í því sambandi verður
að nefna heimsmeistaraein-
vígi Fishers og Spasskys í
Reykjavík 1972. Það kveikti
gífurlegan áhuga á skák hér
á landi og meðal þeirra sem
urðu fyrir sterkum áhrifum
af einvíginu og öllu umtalinu
um skáklistina, sem því
fylgdi, voru þrír yngstu stór-
meistarar okkar.
Morgunblaðinu er það sér-
stök ánægja, að flytja Mar-
geiri Péturssyni og fjölskyldu
hans hamingjuóskir með þann
áfanga, sem hann hefur náð.
Margeir hefur skrifað skák-
skýringar fyrir blaðið í mörg
ár 0g auk þess teflt á skák-
mótum í nafni Morgunblaðs-
ins. Samskipti blaðsins við
hann hafa ætíð verið mjög
góð.
Nafnbót stórmeistara í
skák er auðvitað persónuleg-
ur sigur fyrir þann, sem hana
hlýtur, en hún eykur líka
hróður þjóðar hans almennt
og í heimi skáklistarinnar sér-
staklega. Fyrir smáþjóð eins
og okkur er þetta mikilvægt
atriði. Það er ávinningur fyrir
þjóðina í heild þegar íslend-
ingar geta sér gott orð eða
vinna sigra á alþjóðlegum
vettvangi, hvort sem það er
á sviði mennta, lista, vísinda,
íþrótta, viðskipta eða skák-
listar. Allt slíkt beinir augum
heimsins að landi og þjóð, og
fyllir okkur stolti og þreki til
nýrra afreka.
Fimm stórmeistarar er
ærið afrek, en margt bendir
til þess að þeir verði fleiri
innan tíðar og er það ánægju-
leg tilhugsun. Á hitt ber þó
að leggja áherslu, að iðkun
skáklistar réttlætist af öðru
en nafnbótum og frægð skák-
meistara. Skák er siðfáguð
og göfug íþrótt, sem lýtur
reglum rökvísi og krefst
mikillar einbeitingar. Sem slík
sækir hún réttlætingu í leik-
inn sjálfan og það hugarfar
er að baki honum býr.
]£[te03l máQ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 321. þáttur
Skal þá efnt það fyrirheit að
fullsvara bréfí frá Charles Agli
Hirt í Reykjavík. Er fyrst að nefna
til hortittinn jú sem stundum er
skotið í setningar og hefur hlotið
óvirðulegar nafngiftir stflfraeð-
inga, svo sem aula-jú. Svara ég
þá um þetta efni fleiri bréfum en
því sem fyrst var nefnt. Reyndar
ætla ég að auka leti mína, eins
og sagt er, og taka upp úr 312.
þætti tilvitnun í Halldór Laxness
(Eimreiðin 1974):
„Mætti ég taka mönnum vara
fyrir þrem dönskum hortittum,
sem við líklega notum öll í tali
okkar dögum oftar, a.m.k. þori ég
ekki að sveija neinn þeirra af mér,
hef meira að segja reynslu fyrir
því að einn þeirra er samgróinn
mínu talmáli þó ég geri mér að
skyldu að draga hann samvisku-
samlega út í prentuðum textum.
Fyrst skal telja orðið Jú“, notað
samkvæmt dönsku sem atviksorð
inní miðjum setningum, í þeirri
trú að það ljái ræðunni aukna
áherslu; dæmi, maturinn er jú
ágætur. Er hugsanlegt að sá
matur sé góður sem þessa einkunn
fær? Ég hygg flestir mundu gera
ráð fyrir að slíkur matur væri
hálfgert óæti. Danir segjast hafa
fengið orðið Jo“ úr lágþýsku og
gefa á því flóknar útskýringar
eftir samanburðarmálfræði.
Stundum bæta íslendingar orðinu
„bara“ við: í blaði 1. febrúar stóð
t.d. þessi fróðleikur: „Orðið §öl-
skylda þýðir jú bara fjöldi
skyldna.“
Annar danskur hortittur sem
stundum kemur fyrir í mörgum
greinum á dag í sama blaði er
danska orðtakið „saa sandelig",
og skjóta menn því einsog hinu
fyrmefnda inn í nær hvaða setn-
ingu sem vera skal. Þessi hortittur
merkir reyndar næstum því sama
og Jo“. Sumir halda bersýnilega
að þeir jámbendi mál sitt með
svona innskoti, en vara sig ekki á
að innantóm uppfyllingarorð gera
textann ekki aðeins auvirðilegan
og veikja hann, heldur fara langt
með að snúa merkingu hans
við . . .“
Umsjónarmaður hefur ekki
miklu við þetta að bæta um aula-
júið . Stundum má setja að skað-
lausu orð eins og reyndar eða ein-
mitt í stað þess, ef mönnum fellur
þungt að strika það alveg út.
★
Þá sagði í bréfinu frá Charles
Agli Hirt: „Stjómmálamenn em
ekki ósparir (leturbr. umsjónar-
manns) á ljótar slettur og held ég
að ekki þurfi að nefna dæmi.
Af öllu samhengi bréfsins að
ráða hygg ég að bréfritari hafi
hér mismælt sig. Hann mun hafa
ætlað að segja að stjómmálamenn
væm ósparir á slettur. Með því
að segja ekki ósparir snýst merk-
ingin alveg við vegna tvöfaldrar
neitunar. Þetta er eins og mismæl-
ið ekki ósjaldan sem sumir ætla
sér að láta tákna oft , en merkir
þveröfugt, því að ósjaldan er
auðvitað sama sem oft.
Um málfar stjómmálamanna
verður í bili ekki fjölyrt, en undir
það tekið með bréfritara að það
ætti að vera til fyrirmyndar. Því
miður er það oft og tíðum ekki
svo, en að sjálfsögðu afar breyti-
iegt og einstaklingsbundið. Um
stjómmálamenn duga engar al-
hæfingar að því leytí. Verst hefur
mér reyndar þótt, hvað sumir
þeirra hafa tekið sér rangar
áherslur, eins og t.d. verðbólg-
AN. Stígur þá áherslan frá upp-
hafi, atkvæði eftir atkvæði.
Umsjónarmaður var um hríð
ræðuskrifari á alþingi og man
ekki til að þingmenn t.d. siettu
meira útlendum orðum en gengur
og gerist, nema síður væri, en
sögur vom til í þinginu um
málkæki einstakra þingmanna að
þessu leyti.
Pétur Jónsson á Gautlöndum
við Mývatn, lengi þingmaður og
um hríð ráðherra, þótti nota orðið
prinsip í óhófí. Um þetta kvað
snillingurinn Andrés Bjömsson
(eldri):
Allt var gott sem gjörði drottinn forðum.
„Prinsip” þó hann þetta braut,
þegar hann bjó til Pétur Gaut.
Andrés var þingskrifari, og er
ekki annars getið en yrkisefni
fyrirgæfi honum glensið.
★
Sjálfsagt er að taka í streng
með Charles Agli Hirt og Hauki
Eggertssyni, þegar þeir hringja
inn málvöndunarkröfii á hendur
listamönnum og menntamönnum.
Fordæmi þeirra er þungvægt. Af
mörgum slíkum hafa dæmi verið
tekin I þáttum þessum og reynt
að sýna fram á hvemig þeir hafa
öld eftir öld stutt að varðveislu
og þróun móðurmálsins. Hitt er
svo annað mál, að oft getur verið
erfitt að komast með öllu hjá því
að nota að einhveiju marki útlend
„lærdómsorð" sem alþjóðleg
mætti kalla, svo sem dósent,
rektor, prófessor og kandidat.
Lágmarkskrafa er þá sú að rita
þau að íslenskum hætti.
Hitt þykir mér ekki góður kost-
ur, þegar menn hafa gengið svo
langt að breyta t.d. orðinu dós-
ent (sem reyndar merkir kennari)
í dósi. Mér þótti aldrei smekklegt,
þegar landsfrægir dósentar, eins
og Magnús Jónsson og Sigurður
Einarsson, vom kallaðir dósar.
Um hinn síðamefnda varð til, með
hinum stór-erfiða afdráttarhætti,
þessi vísa:
Margir skollar fljótir fljúga,
flækirdósinnkrata,
og kemur þá seinni parturinn af
sjálfu sér með því að taka einn
staf framan af hveiju orði:
Aigir kollar Ijótir ljúga,
lækirósinnrata.
★
Verður nú ekki meira messað út
af bréfínu frá Charles Agli Hirt,
en ítrekaðar þakkir til hans f lokin
fyrir mörg merkileg efnisatriði.
Auk þess legg ég til að við
hættum alveg að nota sagnimar
að skræla og skralla, en höldum
okkur við sögnina að flysja.
Ánægjulegt var í síðasta skon-
rok(k)sþætti í sjónvarpinu (11.
jan.) hversu umsjónarmenn héldu
sig fast við orðið myndband, en
sniðgengu video.
Ísland/Grænland:
Aætlunarflug hefst í febrúarlok
ÁÆTLUNARFLUG á vegum
Grönlandsfly milli Grænlands og
íslands hefst að ttllum líkindum
þann 28. febrúar svo fremi sem
öllum formsatriðum verði full-
nægt. Flogið verður einu sinni f
viku milli Nuuk og Reykjavíkur.
Að sögn Sæmundar Guðvinsson-
ar blaðafulltrúa Flugleiða hafa
samningaviðræður staðið yfir að
undanfömu milli Flugleiða og Grön-
landsfly um þetta flug, grænlenska
flugfélagið mun annast flugið sjálft
en samvinna verður milli flugfélag-
anna um aðra þjónustu. Flogið
verður á föstudögum frá Nuuk og
til baka frá Reykjavík á sunnudög-
um, á fíögurra hreyfla vélum, De
Havilland DHC-7, en þær taka um
50 farþega.
Gert er ráð fyrir að í tilefni fyrsta
fiugsins milli landanna í þessu áætl-
unarflugi verði haldin íslandssýning
f Nuuk og Grænlandskynning hér
á landi, svokallaðir grænlenskir
dagar.
Hermdarverk og vamarbúnaður lögreglu:
Abyrgðarhluti að vera ekki
vel á verði og taka áhættu
Gylfi Geirsson, starfsmaður
Landhelgisgæslunnar, og -
Arnór Siguijónsson, vamar-
málafulltrúi í utanríkisráðu-
neytinu, eru einu íslending-
amir sem lært hafa nútíma-
aðferðir við að gera
sprengjur óvirkar.
Rætt við sprengjusérfræðingana
Arnór Sigurjónsson og Gylfa Geirsson
ÍSLENSK yfirvöld hafa ekki haft í fórum sínum þann
búnað, sem nauðsynlegt er talið erlendis að lögregla
ráði yfir, í því skyni að gera sprengjur óvirkar. Á
miðvikudaginn fékk Landhelgisgæslan þó vökvabyssu
í hendur, en það er sams konar vopn og bandarískir
varnarliðsmenn lögðu til við Oddfellow-húsið í Reykja-
vik sl. fimmtudagskvöld, þegar grunur lék á þvi að
sprengju hefði verið komið þar fyrir.
Blaðamaður Morgunblaðsins
hitti að máli þá Amór Siguijónsson,
vamarmálafulltrúa í utanríkisráðu-
neytinu, og Gylfa Geirsson, starfs-
mann Landhelgisgæslunnar, en þeir
eru einu íslendingamir, sem lært
hafa sérstaklega nútímaaðferðir við
að gera sprengjur óvirkar. Það nám
stunduðu þeir hvor í sínu lagi hjá
breska landhemum 1983 og 1984,
en her og lögregla á Bretlandseyj-
um hafa mikla rejmslu á þesssu
sviði vegna viðureignar við hermd-
arverkamenn írska lýðveldishersins
(IRA).
Talinu var fyrst vikið að atvikinu
við Oddfellow-húsið. Þar hafði verið
komið fyrir eftirlíkingu af sprengju,
þremur sflvalningum með tíma-
verki, og eftir að lögregla hafði
kallað á þá Amór og Gylfa til að
líta á búnaðinn, var það mat þeirra
að um sprengju gæti verið að ræða
og nauðsynlegt að bregðast við í
samræmi við það. „Sprengja er
einfaldlega kveikjubúnaður og
sprengiefni, en útfærslur á sam-
setningu slikra hluta em mjög
margar," sögðu þeir. „Við þekkjum
samsetningu margra verksmiðju-
framleiddra sprengja, en sprengjur
hermdarverkamanna eru heimatil-
búnar og ekkert fyrirfram hægt að
segja um það hvemig þær eru
gerðar eða hversu öflugt sprengi-
efnið er. Þess vegna verður að fara
með sérstakri gát þegar reynt er
að gera þær óvirkar."
Amór og Gylfi sögðu að fyrstu
viðbrögð lögreglu þegar gmnur léki
á að sprengju hefði verið komið
fyrir væri að flytja fólk í nágrenni
hennar á brott og loka sfðan að-
komuleiðum. „Það em mannslffin,
sem em mikilvægust, og ef við
mögulega getum ráðumst við ekki
til atlögu við sprengjuna fyrr en
vitum að fólk er úr hættu.“
Til að gera sprengjur óvirkar em
einkum tvær aðferðir notaðar.
Önnur þeirra felst í því að að
sprengjusérfræðingur gengur að
sprengjunni og eyðileggur hana
með handverkfæmm. Hin aðferðin,
Hlífðarfatnaður sprengjusér-
fræðings. Búningurinn er
sprengjuheldur og eldvarinn.
sem nú er algengust, byggir á meiri
tækni. Annað hvort kemur sérfræð-
ingurinn að sprengjunni og gerir
hana óvirka með því að skjóta á
hana eða umbúðir hennar úr vökva-
byssu, eða fjarstýrt vélmenni er
sent með slfka byssu að sprengj-
unni. „Það leikur enginn vafi á
því að seinni aðferðin er ömggari,
ekki síst þegar vélmenni er notað,
enda er lffí sprengjufræðinga þá
Morgunblaðiö/Bjarni
Fjarstýrt vélmenni með vttkvabyssu, sem notuð er til að gera sprengj-
ur óvirkar, athafnar sig á skrifstofu.
sfður stofnað í hættu," sögðu Amór
og Gylfi. f Bretlandi, þar sem þeir
hlutu þjálfun, em fjarstýrð vél-
menni ætíð notuð þegar sprengjur
em gerðar óvirkar, ef á annað borð
er unnt að koma því við, og hefur
það bjargað mannslffum.
Vamarliðsmenn lögðu til vökva-
byssu sem notuð var er fengist var
við gervisprengjuna við Oddfellow-
húsið, en þeir hafa hins vegar ekki
yfír vélmenni að ráða. Vökvabyssan
er einfaldlega sérstök tegund af
skotvopni, sem fyllt er vatni, sem
skotið er á sprengjuna eða umbúðir
hennar af ógnarkrafti og gerir hana
óvirka á augabragði. Þegar notast
er við fjarstýrt vélmenni, eins og
meðfylgjandi mynd sýnir (I), er
m.a. unnt að láta vélmennið taka
röntgenmyndir af því sem fengist
er við og framkalla þær á staðnum.
en þær gefa sfðan upplýsingar um
það hvers konar sprengja er á ferð- j
inni, eða hvort um sprengju sé að
ræða. Vélmenninu er stjómað með
aðstoð sjónvarpsmyndavélar, sem
hægt er að snúa í allar áttir og
skoða þannig umhverfíð. Venjuleg-
ur vopnabúnaður vélmennisins er
tvær vökvabyssur og sjálfvirk
haglabyssa, en haglabyssuna er
einnig hægt að nota til að ryðja
vélmenni leið inn um lokaða hurð.
Kostur þess að nota vélmenni með
sínum búnaði verður því vart of-
metinn að sögn þeirra Amórs og
Gylfa. v
Til frekari öryggis er nauðsyn-
legt að sprengjusérfræðingar klæð-
ist sérstökum hlífnaðarfatnaði við
störf sín, en búningurinn, sem sést
á meðfylgjandi mynd (II) og Bretar
nota, er sprengjuheldur og eldvar-
inn. Enn fremur telja Amór og
Gylfí æskilegt að fyrir hendi séu
sérþjálfaðir sprengjuleitarhundar
og tæki, sem skynja sprengiefni.
Ekkert af þessu er í eigu íslensku
lögreglunnar. Aðeins vökvabyssan
er komin til Landhelgisgæslunnar,
þar sem Gylfi starfar. Sú spuming
vaknar því hvað öryggisbúnaður pJ,
því tagi, sem hér hefur lýst, kostar.
Amór og Gyifí sögðu að allur nauð-
synlegasti búnaðurinn kostaði lík-
lega ekki meira en um tvær milljón-
ir íslenskra króna.
Enda þótt tækjabúnaður hafi
ekki verið fyrir hendi hafa þeir
Amór og Gylfi efnt til námskeiða
fyrir yfirmenn f lögreglunni á
Reykjavíkursvæðinu og úti á landi,
þar sem farið er yfir það hvemig
bregðast á við því þegar tilkynnt
er um sprengjur og hafa nokkrir
tugir lögreglumanna þegar sótt
þau. Þeir telja að námskeiðin hafí
skilað ágætum árangri, og sjáist
það t.d. á skipulegum viðbrögðum
lögreglunnar í Reykjavík, þegat
tilkynnt var um sprengju við Odd-
fellow-húsið. „Þar var nákvæmlega
farið eftir settum reglum og mjög
vel unnið, enda getum við ekki leyft
okkur neina léttúð í þessum efnum
nú á tímum. Hryðjuverk hafa verið
unnin í grennd við okkur og jafnvel
Norðurlöndin hafa ekki sloppið á
undanfomum tveimur til þremur
árum. Það er því ábyrgðarhluti að
vera ekki vel á verði og taka
áhættu," sögðu þeir Amór Sigur-
jónsson og Gylfi Geirsson.
Söngvakeppni sjónvarpsins:
Landkynningin er ómetanleg til fjár
og er markmiðið auðvitað að sigra
— segir Hrafn Gunnlaugsson, dagskrárstj óri sjónvarps
„Markmiðið er auðvitað að
sigra í keppninni,“ sagði Hrafn
Gunnlaugsson, dagskrárstjóri
innlendrar dagskrárgerðar sjón-
varnsins, á blaðamannafundi er
haldinn var í tilefni af þátttöku
fslands f keppninni. „Það þarf
mikinn undirbúniiig undir slíka
keppni og er hann eiginlega tví-
þættur: annars vegar lands-
keppnin, þ.e. val lags hér heima
f almennri samkeppni, sem lýkur
með vali eins lags af tíu f undan-
úrslitakeppni f beinni sjónvarps-
útsendingu laugardaginn 15.
mars nk., og hins vegar er út-
færsla þessa lags og þátttaka
þess f Evrópukeppni 21 þjóðar f
Bergen 3. maí f vor.“
Einungis er keppt um lag, en
ekki flutning né flytjendur í for-
keppninni. Sjónvarpið áskilur sér
allan rétt til að ráða flutningi lags-
ins ef til kemur — útsetningu, flytj-
endum, hljómsveit, stjómanda og
allri sviðssetningu. Verðlaun verða
200 þúsund krónur fyrir verðlauna-
lagið og ferð fyrir höfunda lags og
texta til Bergen á úrslitakeppnina.
„í fyrstu var ákveðið að kaupa t.d.
fimm lög og greiða um 30.000 krón-
ur fyrir hvert þeirra, en fallið var
frá þeirri hugmynd þar sem núver-
andi fyrirkomulag er talið heppi-
legra og verðlaunin því stærri,"
sagði Hrafn.
Hrafn hefur falið fyrirtækinu
Hugmynd að gera kostnaðar- og
tekjuáætlun, sem hann mun sfðan
leggja fyrir útvarpsráð 25. janúar
nk. ásamt annarri tilhögun söngva-
keppninnar f heild sinni. „Ég geri
ráð fyrir að koma hallalaus út úr
þessu ævintýri eða í gróða þar sem
auglýsingar koma til með að bera
mikinn hluta kostnaðarins. Það er
mjög óraunhæft að tala um hversu
mikið keppnin muni kosta okkur
heldur verður að leitast við að svara
því hver ávinningurinn af slíkri
Hrafn Gunnlaugsson, dagskrárstjóri innlendrar dagskrár sjónvarps,
á blaðamannafundi f gær.
keppni verði þar sem landkynning-
arþátturinn er ómetanlegur til fjár
en um 600 miiljónir áhorfenda
koma til með að sjá keppnina. Sí
og æ er verið að tala um að flytja
út íslenskt hugvit og hef ég þá trú
að listamenn geti helst látið þann
draum okkar rætast," sagði Hrafn.
Fyrst auglýsti sjónvarpið eftir
lögum 30. nóvember sl. og hefur
skilafrestur verið framlengdur til
25. janúar. Þó nokkuð af lögum
hefur þegar borist. Algjör nafn-
leynd rfkir viðvíkjandi höfundi lag-
anna. Þriggja manna dómnefnd
verður skipuð af innlendri dag-
skrárdeild sem velur tíu lög til
keppni í undanúrslitum. Tveir út-
setjarar verða ráðnir og færa þeir
þessi lög í þann búning sem best
hæfir hveiju þeirra. Lögin tíu verða
hljóðrituð til kynningar m.a. á rás
2 auk þess sem þau verða myndrit-
uð í einföldum búningi til kynningar
í sjónvarpi. Lögin tíu má kynna
almenningi með hlutlausum flutn-
ingi á rás 2. Þó má engin atkvæða-
greiðsla fara fram á lögunum. Sfðan
í beinni útsendingu þann 15. mars
nk. verður verðlaunalagið — fram-
lag íslands til Evrópusöngvakeppn-
innar — valið af fímm manna dóm-
nefnd: einn fulltrúi frá SATT, einn
frá Félagi hljómplötuútgefenda,
einn frá Félagi tónskálda og texta-
höfunda og tveir skipaðir af inn-
lendri dagskrárgerð sjónvarpsins.
Verðlaunalagið þarf að hafa
borist í enskri og franskri þýðingu
með endanlegri útsetningu lagsins
til Bergen fyrir 8. aprfl nk. Þá á
að vera búið að gera hljómplötu til
kynningar auk myndbands með
réttum flytjendum til kynningar f
sjónvarpsstöðvum. Um miðjan aprfl
þurfa myndbönd með lögum allra
þátttökuþjóðanna að hafa borist til
BBC og er þeim dreift þaðan. Þátt-
tökustöðvum er heimilt að senda
lögin út til kynningar í tveimur eða
fleiri sjónvarpsdagskrám fyrir
keppnina laugardaginn 3. maí.