Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1986
27
Gunnsteinn Stefáns-
son vatnamælinga-
maður - Minning
Fæddur 23. júní 1930
Dáinn 10. janúar 1986
I dag er til moldar borinn á
Egilsstöðum Gunnsteinn Stefáns-
son vatnamælingamaður. Gunn-
steinn var borinn og bamfæddur á
Ekru við Lagarfoss í Hjaltastaða-
þinghá. Hann var af traustu bænda-
fólki kominn. Móðir hans var Sigur-
borg Sigurðardóttir frá Litla-
Steinsvaði norðan Fljóts, en faðir
hans, Stefán Jónsson, var frá Njarð-
vík. Þau bjuggu til fjölda ára á
Ekru. Bömin vom fimm, íjórar
systur og svo Gunnsteinn sem var
yngstur. Systumar em: Aðalheiður,
gift Páli Pálssyni, Smiðsgerði í
Kolbeinsdai, þau fluttu á sl. hausti
til Sauðárkróks; Sigrún býr í
Reykjavík, vann yfír 30 ár á Landa-
kotsspítala, maður hennar er Níels
Friðrik Pétursson ættaður frá Fjóni,
hann hefur unnið hér á landi hjá
Alafoss og Eimskip; Jóna, gift
Sigurbimi Guðmundssjmi, þau búa
á Fossum, fremsta (innsta) bæ í
Svartárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu. Fjórða systirin er Gerður. Það
var hlutskipti hennar og Gunnsteins
að annast að mestu búið á Ekm
er foreldrar þeirra tóku að lýjast
og að öllu leyti að þeim gengnum.
Gerður býr á Egilsstöðum, er ógift
og starfar við iðnað.
Við Gunnsteinn hittumst fyrst í
september 1947, en um veruleg
kynni er vart að tala fyrr en 1951.
Leiðrétting
í minningargrein um Ólaf Magn-
ússon á Akureyri, hér í blaðinu á
fímmtudaginn, var sagt að dóttir
hans Ásta, kona Guðna Valdimars-
sonar á Vopnafírði, væri banka-
gjaldkeri þar. Svo er ekki. Hún
starfar í bankanum, en er ekki
gjaldkeri.
Þá var hann kominn heim, nýút-
skrifaður búfræðingur frá Bænda-
skólanum á Hólum. Mynd sem hér
fylgir er frá þessum tíma. Gunn-
steinn var þá þegar þaulvanur og
affarasæll feijumaður. Það var þvi
ekki ónýtt að fá Gunnstein til að-
stoðar við rennslismælingar á Fljót-
inu neðan Steinsvaðsflóa eða uppi
í Straumum. Og svo kom að því,
að Gunnsteinn gekk á vit Vatna-
mælinga, ef svo má segja, þegar
síritandi vatnshæðarmælir var sett-
ur upp við Lagarfoss. Síritinn,
undratækið, tók að rita 25. október
1955. Það var notalegt að vinna
að þessu verki með Steinþóri Eiríks-
syni vélvirkja á Egilsstöðum og
Gunnsteini á Ekru.
Þróunin varð sú að Gunnsteinn
tók brátt að sér eftirlit og umsjón
með mælistöðvum á Héraði. Gunn-
steinn heitinn var verkmaður mikill
og trúmennska hans verður seint
ofmetin. Hann flutti til Egilsstaða,
þaðan liggja vegir til allra átta.
Hann gerðist fastur starfsmaður
Vatnamælinga. Svæðið víkkaði út,
náði norður til Selár í Vopnafirði
og til Geithellnaár í Álftafírði í
suðri, á öræfum inn í Krepputungu
og á síðustu árum flölgað ferðunum
hreint ekki lítið inn til Eyjabakka
og Snæfells.
Gunnsteinn kvæntist 13. septem-
ber 1975 ágætri konu, Huldu Jóns-
dóttur á Freyshólum, Skógum,
Vallahreppi. Á Freyshólum fæddist
og ólst upp Ólafur Jónsson (Ódáða-
hrauns-Olafur), sem skrifaði merk-
ar fræðibækur um náttúrufar
landsins. Ólafur og Hulda voru af
öðrum og þriðja, Ólafur er látinn
fyrir 5 árum. Bæði Gunnsteinn
heitinn og Hulda voru tengd heima-
löndum sínum sterkum tryggða-
böndum, en samgöngupunktur
Austurlands, Egilsstaðir, gaf ekki
eftir. Þar stóð heimili þeirra, að
Selási 5. Þangað leituðu rannsókna-
menn Orkustofnunar iðulega á
vetrum er þeir hugðu á ferðir inn
á Fljótsdalsheiði og Eyjabakka, en
færð slæm og veður tvísýnt. Gunn-
steinn var hjálparhella, kunni glögg
skil á ástandi fjallvega og slóða,
greiðvikinn og úrræðagóður.
Snar þáttur í starfí Gunnsteins
voru ferðir á öllum tímum árs inn
að Kreppu og Jökulsá á .Fjöllum.
Stundum fór hann einn síns liðs á
bíl sínum eða snjósleða, allt gekk
vel og slysalaust. En síðar var
ákveðin regla að farið var á tveimur
snjósleðum. Lagt var upp frá Brú
á Jökuldal og gist í skála hjá vatns-
hæðarmælistöð í Krepputungu.
Gunnsteinn valdi félaga með sér
og gekk ætíð greiðlega.
Auk hins hefðbundna starfs
vatnamælingamannsins hlóðust á
Gunnstein mörg önnur smærri verk,
svo sem snjóflóðaathuganir, at-
huganir á ísingu á raflínum, mæl-
ingar á jökulsporðum og sitthvað
fleira.
Gunnsteinn var léttur og þægi-
legur og ferðafélagi, ofurlítið gam-
ansamur, en gamanið mátti ekki
vera á kostnað náungans, af og
frá ef hann var fjarstaddur, þá brást
Gunnsteinn, þessi dagfarslega
hægláti maður, hart við. Sama máli
gegndi ef hann sá graslendi út-
sparkað af böðulshætti eða vangá,
þá brást Gunnsteinn snöggt við.
Hann hafði það sem e.t.v. mætti
nefna innbyggða náttúruvemdar-
kennd.
Við erum mörg hér á Orkustofn-
un, sem söknum Gunnsteins. Eg
veit að mér er óhætt að telja gæslu-
menn vatnshæðarmæla á Austur-
landi í umdæminu frá Selá til Geit-
hellnaár með í þeim hópi sem sakna
Gunnsteins. Fyrir honum báru þeir
virðingu og til hans báru þeir óskor-
að traust.
Gunnsteinn var bráðkvaddur við
verk sín upp við Brú á Jökuldal,
fékk snöggt hjartaáfall. Hann hefur
oft áður lagt upp frá Brú á Jökuidal.
Huldu og systrunum votta ég
innilega samúð. Vorbjört kyrrð hvíl-
ir yfír minningunum um vin minn
Gunnstein Stefánsson frá Ekru.
Siguijón Rist
bæklunar í fótum og þótti hún þá
ganga kraftaverki næst. Á íjórða
aldursári gat hann lært að ganga.
Störf þau er hann valdi sér um
ævina buðu ekki upp á miklar setur.
Vann hann sem þjónn, bæði til sjós
og á landi, og síðustu 30 árin sem
verelunarmaður.
í Ólafsvík bjó Maggi í 15 ár og
sagði hann að þar hefi hann átt
bestu ár ævi sinnar. Vann hann þar
hjá Kaupfélaginu en setti þar síðar
á stofn sína eigin verslun. Þar tók
hann virkan þátt í félagslífínu, söng
m.a. í kirkjukómum, var virkur fé-
lagi í leikfélaginu og lék á sýningum
þess.
Maggi talaði um Ólafsvík sem
sína heimabyggð og átti þá ósk að
vera jarðsettur „heima í Ólafsvík"
og fær hann þá ósk sína uppfyllta.
Maggi var mjög tryggur og trúr
maður vinum sínum og fylgdi hon-
um ávallt lífsgleði og glaðværð.
Við sem áttum því láni að fagna
að kynnast Magga og mannkær-
leika hans, eigum fagrar endur-
minningar um góðan dreng.
Hvíli hann í friði.
Kristján V. Jónsson
Magnús Karl Antons-
son - Minning
Fæddur 26. maí 1929
Dáinn 8. janúar 1986
í dag, þann 18. janúar, er til
moldar borinn Magnús Karl Ant-
onsson eða Maggi í Bristol, eins og
hann var svo oft kallaður.
Fyrstu kynni mín af Magga voru
þegar Karl Lúðvíksson réði mig sem
verslunarmann til sín í gjafavöru-
verslunina Bristol. Karl lýsti Magga
sem sérstökum manni og miklu
snyrtimenni, eins og verslunin
Bristol bæri vott um, en Maggi var
verslunarstjóri þar.
Ég komst að raun um að þetta
reyndust orð að sönnu um Magga.
Jafnframt var hann mjög ósérhlíf-
inn, samviskusamur og mikið prúð-
menni.
Marga fasta viðskiptavini átti
Maggi og gat hann ávallt hjálpað
þeim að finna réttu gjöfína. Kom
oft fyrir að verslunin var full af
viðskiptavinum sem biðu eftir að
fá afgreiðslu hjá Magga.
Næmt auga og listrænir hæfí-
leikar Magga komu glöggt í ljós
þegar hann stillti út í glugga versl-
unarinnar. Var furðanlegt hversu
vel honum tókst að flétta saman
hinum ýmsu munum í eina fallega
heild. Ekki var óalgengt að veg-
farendur kæmu inn í verslunina
sérstaklega, til að hrósa Magga
fyrir útstillinguna í glugganum.
Maggi var mikil safnari og átti
m.a. mjög gott mynda- og sögusafn
af kirkjum á íslandi. Ef hann var
spurður um einhvetja kirkju eða
einhvem prest gat hann ávallt
svarað því og jafnvel rakið ættir
prestanna og maka þeirra. Víðles-
inn og vel ritfær var Maggi og hlaut
m.a. verðlaun í smásögusamkeppni.
Sem bam gekkst Maggi undir
skurðaðgerð vegna meðfæddrar
Blómapottar
Komið í Blómaval - gerið góð kaup.
efnum við til
stórkostlegrar útsölu.
Góðar vörur á goðu verði.
Pottaptöntur . Þurrkuðblóm
Bastvörur • Keíf "l'^ ^aii
oiAmonnttar • Kerti i u
If
Blómum
i^JSora viða verold
I5ám