Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR 1986
29
Fréttir úr borgarstjórn
Tekjur o g gjöld
Reykjavíkur 1986
Yfirlit um gjaldaliði borgarsjóðs
Fjárhiætl. Útkomuspá Áætlun
1985 *) 1985 1986 %
01 Stjóm borgarinnar ...... 142.954.987 156.320.181 200.338.333 28.2
02 Varsla borgarlandsins.... 735.853 815.612 1.014.895 24.4
03 Bmnamál ..................... 16.864.829 19.177.609 22.859.089 19.2
04 Fræðslumál ................. 351.593.919 364.110.033 478.459.324 31.4
05 Listir, íþróttir, útivera . 156.508.575 177.498.264 246.388.248 38.8
06 Heilbr.-oghreinl.mál ........ 268.085.491 255.076.512 331.051.563 30.4
07 Félagsmál ................... 774.357.382 805.186.869 1.136.060.072 41.1
08 Fasteignir ................... 25.903.712 26.611.123 32.901.700 23.6
09 Önnur gjöld .................. 80.350.000 82.500.000 137.000.000 66.1
1.817.748 1.887.296.203 2.587.738.756 37.1
10 Gatna-ogholræsadeild .. 22.480.000 25.200.000 26.440.000 4.9
13 Viðhald gatna .............. 90.000.000 100.000.000 110.000.000 10.0
14 Viðhald holræsa ............. 8.000.000 12.000.000 13.000.000 8.3
14 Fast.kaupíþágugatnag.. 10.000.000 10.000.000 13.000.000 30.0
15 Umferðarmál ................ 90.485.000 93.750.000 122.055.000 30.2
2.038.319.748 2.128.246.203 2.872.233.756 35.0
11 Nýbygging gatna ) ...
) ... 392.400.000 359.150.000 348.400.000 -
Nýbyggingholræsa ) ...
Rekstrargjöld alls ....... 2.430.719.748 2.487.396.203 3.220.633.756 29.5
Færtáeignabreytingar ... 699.022.151 634.454.696 998.522.571 57.4
3.129.741.899 3.121.850.899 4.219.490.795 35.2
x) Að aukafjárveitingum meðtöldum, alls kr. 15.450.000.
Þessi mynd var tekin af borgarstjórn Reykjavíkur á tíunda tímanum í gærmorgun, þegar greidd voru
atkvæði um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir 1986. Þá höfðu borgarfulltrúar verið að störfum í 17
klukkustundir.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1986:
••
Oruggur framkvæmdavilji
og traust fjárhagsstaða
*
— sagði borgarstjóri en vinstri menn telja áætlunina líkjast kosningaplaggi
Yfirlit yfir tekjuliði borgarsjóðs
Áætlun Útkomuspá Áætlun Hlutf.-
1985 1985 1986 hækkun
FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavíkurborgar var til síðari umræðu og
afgreiðslu á fundi borgarstjóraar, sem hófst klukkan 17 á fimmtudag
og lauk 18 klukkustundum siðar eða á 11. tímanum á föstudagsmorg-
un. Meirihluti sjálfstæðismanna lagði fram tillögu um áætlunina og
var hún samþykkt eftir að greidd höfðu verið atkvæði um 155 tillög-
ur til breytinga frá minnihliitaflokkiiniim fjórum. Heildaraiðurstöðu-
tölur hinnar nýju áætlunar eru birtar hér á siðunni. Hér verður
skýrt frá efnisatriðum í framsöguræðum oddvita flokkanna, sem
eiga fulltrúa í borgarstjórn.
100 Útsvarl) .............. 1.375.000.000
200 Fasteignagjöld 2) ........... 466.000.000
300 Byggingarleyfi 3).............. 5.050.000
303 Kvöldsöluleyfi 3) ............. 2.950.000
304 Torgsöluleyfi 3) ................ 250.000
402 Lóðarleiga-íbh. 4) ............ 9.300.000
403 Lóðarleiga-iónl.4) ........... 27.200.000
405 Leigaafeignum4) ....... 4.300.000
406 Vaxtatekjur 4) ............... 19.200.000
500 Arðuraf fyrirt. 5) ........... 62.331.899
600 Framl. úrJöfnsj. 6).......... 265.000.000
700 Aðstöðugjöld 7) ............. 548.000.000
800 Bensínfé 8) .................. 29.000.000
801 Gatnag.gj.8) ..:............. 221.000.000
907 Dráttarvextir 9) ............. 92.000.000
902 Óvissartekjur .................... 10.000
904 Hl.bsj.afskipul.gj.10).. 3.150.000
1.410.000.000 1.950.000.000 38.3
468.000.000 645.000.000 37.8
5.200.000 6.500.000 25.0
3.200.00 4.160.000 30.0
250.000 325.000 30.0
10.500.000 13.550.000 29.0
28.050.000 36.200.000 29.0
4.000.000 5.400.000 35.0
20.000.000 25.000.000 25.0
62.331.899 89.695.795 43.9
242.249.000 295.000.000 21.8
590.000.000 814.000.000 38.0
35.000.000 42.000.000 20.0
100.000.000 106.650.000 6.7
140.000.000 182.000.000 30.0
70.000 10.000 -
3.000.000 4.000.000 33.3
Sjálfstæðisflokkur
Davíð Oddsson (S), borgarstjóri,
vísaði meðal annars til framsögu-
ræðu sinnar fyrir Dárhagsáætlun-
inni við fyrstu umræðu hennar og
minnti á gagnrýni sína vegna skerð-
ingar á framlagi ríkisins úr Jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga. „Ekki veit ég
hvort sú harmsaga kann að hafa
runnið háttvirtum alþingismönnum
til ri§a,“ sagði borgarstjóri, „en
svonefndu þaki á framlaginu var
lyft sem svaraði til þess, að unnt
er að reikna með 25 millj. kr. í
viðbót við þá tölu, sem í frum-
varpinu stendur. Þar á móti er gert
ráð fyrir því, að áætlaðar tekjur af
útsvörum lækki um 25 millj. kr.“
Davíð sagði, að fjárhagsáætlunin
bæri öruggan framkvæmdavilja
með sér og trausta framkvæmda-
getu. Haldið væri uppi öflugu átaki
á fjölmörgum sviðum, hvort sem
um væri að ræða málefni aidraðra
ellegar uppbyggingu dagvistar-
stofriana, en til þessara tveggja
málaflokka hefði á sfðasta ári og
yrði á þessu varið meira fé á föstu
verðlagi en áður. Rekstrarkostnað-
ur borgarinnar hækkaði aðeins um
rúm 2% á meðan verðbólgan æddi
áfram. Borgin hefði látið af því að
taka erlend lán til að fleyta sér
yfír erfiðasta peningahjalla ársins.
Alþýðubandalag
Sigurjón Pétursson (Abl.)
sagði, að borgarstjóra vantaði ekki
fögur lýsingarorð til þess að lýsa
stefnu meirihlutans, hins vegar
væri fátt um fína drætti þegar taka
ætti dæmi um þessa ágætu stefnu.
Hann sagði að ef rifjuð væru upp
verk meirihlutans á þessu kjörtíma-
bili þá kæmi allt annað í ljós. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefði bruðlað með
peninga skattborgaranna. Ölfus-
vatn hefði verið keypt af þekktri
íhaldsQölskyldu fyrir um 60 milljón-
ir án þess að sjáanlegt væri, að
borgin hefði einhver not af þeirri
Dárfestingu á næstunni, BÚR hafi
yfírtekið skuldir ísbjamarins með
þeim afleiðingum, sem nú væru að
koma í ljós og fleiri dæmi má taka,
sagði Siguijón. Því næst tók Sigur-
jón nokkur dæmi um aðhald meiri-
hlutans í Dármálum borgarinnar og
sagði hann m.a. að mörg dæmi
mætti taka þar sem eyðsla hefði
farið langt fram úr öllum áætlun-
um. Tók hann sem dæmi hreinsun-
ardeild borgarinnar og sagði, að á
Dárhagsáætlun fyrir árið 1985
hefðu útgjaldaliðir verið áætlaðir
upp á 2 milljónir og 160 þúsund
krónur, en útkoman hefði hins
vegar orðið allt önnur eða 5 milljón-
ir og 650 þúsund krónur og nú
hljóðaði áætlunin fyrir þessa deild
aðeins upp á 3 milljónir og 300
þúsund krónur. Sagði Siguijón að
dæmi sem þessi sýndu það betur
en nokkuð annað að aðhald í borg-
arrekstrinum væri sama sem ekkert
og að sú fjárhagsáætlun sem meiri-
hlutinn legði nú fram væri ekkert
annað en sýndarplagg.
Framsóknarflokkur
Gerður Steinþórsdóttir (F) hóf
ræðu sína á því að þakka Siguijóni
Péturssyni fyrir greinargóða ræðu
og sagði, að hún gæti tekið undir
flest orð hans. Síðan sagði hún, að
margt benti til þess, að nú væru
góðærin að baki, sem hefðu stafað
af sflækkandi verðbólgu og því að
launum hefði verið haldið niðri.
Sagði hún, að nú syrti í álinn hjá
borgarsjóði og því væri allt tal um
að staða borgarsjóðs væri góð út í
hött. Hún sagði ennfremur, að fjár-
hagsáætlunin væri ekkert nema
kosningaplagg og borgarstjóri sæi
jafnvel ástæðu til þess að afsaka,
að kaupa ætti leiguíbúðir, en það
gengi þvert á stefnu flokksins. Síð-
an ræddi Gerður um helstu breyt-
ingartillögur FVamsóknarflokksins.
Kvennaframboð
Guðrún Jónsdóttir (Kfrn.) sagði,
að hún hefði það á tilfinningunni
að þessu frumvarpi væri ekki ætlað
meira líf en svo, að það rétt skrimti
yflr kosningar. Sagði hún, að helstu
einkenni frumvarpsins væru
skuldasöfnun, aukin skattbyrði,
bruðl og samdráttur í bygginga-
framkvæmdum. Sagði Guðrún, að
meirihlutinn hefði stofnað til mikilla
skulda og ástæðan væri rangar
ákvarðanir í gerð byggingalóða, en
meirihlutinn stæði nú uppi með
óarðbæran lóðabanka upp á 431
sérbýlishúsalóð. Greiðslubyrði í ár
vegna skulda og yfírdráttar væri
240 milljónir. Guðrún sagði enn-
fremur að þjónustugjöld hefðu
hækkað á árinu um 250 til 480% á
sama tíma og engar verðbætur
hefðu komið á laun. Sem dæmi um
bruðl í borgarrekstrinum tók hún
þær ákvarðanir, sem teknar hefðu
verið í tilefni 200 ára afmælis borg-
arinnar. Sagði Guðrún, að tugmillj-
ónum króna yrði eytt á afmælisár-
inu í tvær sýningar og önnur hátfða-
höld, en varanleg verðmæti yrðu
hins vegar hverfandi. Guðrún sagði,
að meginmarkmið í borgarrekstrin-
um ætti að vera í þágu heildarinnar,
stuðla ætti að jöfnuði, en þessu
markmiði hefði núverandi meirihluti
brugðist.
Alþýðuflokkur
Sigurður E. Guðmundsson (A)
sagði, að borgarstjóri hefði sagt 19.
desember sl., að fjárhagsstaða
borgarsjóðs yrði þröng á nýju ári,
þrátt fyrir mjög góðar tekjur. Sagði
hann, að þama gæti meirihlutinn
fyrst og fremst kennt sjálfum sér
um vegna mistaka í ákvarðanatöku.
Síðan sagði Sigurður, að afleiðingar
þessarar flárhagsklemmu kæmu
fyrst og fremst niður á þeim sem
minnst mega sín. Sagði hann að
ástæðan fyrir slæmri stöðu borgar-
sjóðs væru m.a. mistök í stjómun
Borgarspítalans og offjárfesting í
lóðakaupum.
3.129.741.899 3.121.850.899 4219.490.795 35.2
1. Útsvar. Miðað er við 10.8% útsvar og 6% vanhöld. reiknað er með um
37.5% hækkun útsvarsskyldra brúttótekna framteljenda milli áranna
1984 og 1985 og um 1.5% fjölgun gjaldenda. Álagning áætlast
2.075.000 ogvanhaldafrádráttur 125.000.000.
2. Fasteignagjöld. Miðað er við 28 og 33% framreikning á mati fas-
teigna,e ftir að fram er komin 1% aukning, vegna endurmats og fjölgun-
ar umfram afskriftir. Álagning á íbúðarhúsnæði 0.421%, álagning á
annaðhúsnæði 1.25%.
Afsláttur til lífeyrisþega 5% af sköttum af íbúðarhúsnæði.
3. Ýmsir skattar. Miðað er við sambærilega hækkun og á öðmm tekjulið-
um.
4. Arður af eignum. hækkun á lóðarleigu er reiknuð á sama hátt og á
fasteignagjöldum, sbr. lið 2.
5. Arður af fyrirtælgum. 1% afendurmetinni eign 31. des. 1984.
6. Jöfnunarsjóður. Óvissa ríkir um hlut sveitarfélaga í söluskatti og
aðflutningsgjöldum.
7. Aðstöðugjald. Miðað er við 38% hækkun frá útkomuspá 1985, eftir
5% vanhaldafrádrátt.
8. Gatnagerðargjöld. Miðað er við áætlun um úthlutun byggingarlóða.
Bensínfé skv. upplýsingum vegamálaskrifstofunnar.
9. Dráttarvextir. meirihluti dráttarvaxta kemur af eftirstöðvum útsvars
og aðstöðugjalds.
10. Skipulagsgjald. Hluti borgarsjóðs er helmingur af skipulagsgjaldi sem
innheimt er í Reykjavík.