Morgunblaðið - 18.01.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1986
37
Signrjóna Sverrisdóttir leikkona.
Meiri-
háttar
flóa-
markaður
verður haldinn í Skeljanesi 6, laugardaginn 18.
janúarfrá kl. 14.00. Búsáhöld og heimilistæki
(rafknúin). Forkunnarfögurhúsgögn. Fallegir
telpnakjólar. Mikið úrval af barnaúlpum og regn-
fatnaði. Leðurfatnaðurog samkvæmisdress.
Mokkajakkar, pelsar og kápur. Skórog töskur.
Viðlegubúnaðuraðógleymduöllu hinu . . .
Félag einstæðra foreldra
Þetta er erfítt hlutverk,
en mjög spennandi að
fá að takast á við það,“ sagði
Siguijóna Sverrisdóttir leik-
kona, sem fer með eitt aðal-
hlutverkið í leikriti Alþýðuleik-
hússins „Tom og Viv“ sem
frumsýnt verður á Kjarvals-
stöðum 30. janúar.
í hlutverki Viv, konu T.S. Eliot.
Viv var með hormónatruflanir
sem var á þeim tíma skilgreint
sem siðræn vitfirring.
„Leikritið fjallar um breska
skáldið T.S. Elliot og fyrri
eiginkonu hans Vivian. Þau
voru afar ólíkar persónur og
ýmislegt sem kom uppá í
þeirra hjónabandi. Þau áttu
þó sínar góðu stundir saman
og á tímabili er leikritið mjög
fyndið...“
Er þetta ekki stærsta
hlutverkið þitt hingað til?
„Jú, reyndar og leikhópur-
inn hefur allur staðið með mér
og hvatt í hvívetna. Þetta
hlutverk krefst gífurlega mik-
ils, maður þarf að rifja upp
sína eigin geðveiki og satt að
segja held ég að það væri ekki
skemmtilegt að búa með mér
þessa dagana, geðsveiflumar
eru það miklar.
Það er líka erfítt fyrir mig
26 ára gamla að leika konu
frá mínum aldri og fram til
fímmtugs. Kona sem komin
er á þann aldur hefur yfír
miklu meiri þroska að ráða en
ég, svo það tekur virkilega á
mann að setja sig í þau spor.
Hvað útlitsbreytingu á mér
snertir, eftir því sem Viv eldist,
gefst ekki mikill tími til förð-
unar svo nú er búið að lita á
mér hárið og ég var lengi að
sætta mig við það. Mér fannst
að Vivian væri farin að færa
sig of mikið upp á skaptið og
vera farin að yfírtaka mitt
eigið persónulega líf. En ég
er farin að líta öðruvísi á þetta
núna. Svo reyni ég að tileinka
mér öðruvísi framgöngu og
hreyfíngar eftir aldri, því mið-
aldra kona ber sig auðvitað á
annan hátt en ung stúlka."
— Ertu kvíðin fyrir frum-
sýningunni?
„Nei, ég get ekki beint sagt
það, því meðleikarar mínir
hafa stutt mig svo mikið. Ég
er frekar spennt. Æfíngaað-
staðan hefíir oft á tíðum verið
slæm þessa þijá undanfama
mánuði, við verið að æfa á
mismunandi stöðum og hús-
næðisleysi háð okkur. En núna
þegar við erum búin að fá inni
á Kjarvalsstöðum þá fer
spenningurinn að gera vart við
sig.“
— Þess má geta svona í
lokin að auk Siguijónu í sýn-
ingunni eru Viðar Eggertsson
sem leikur T.S. Eliot, María
Sigurðardóttir, Amór Benó-
nýsson, Sverrir Hólmarsson og
Margrét Ákadóttir. Leikstjóri
er Inga Bjamason. Gerla sér
um búninga og leiktjöld.
COSPER
Sjónvarpið óskar eftir ferskum og
spennandi hugmyndum varðandi
barnaefhi. Lúrir þú á efni, sem gæti
glatt börn eða frætt þau, þá sendu okkur
línu eða hafðu samband við umsjónar-
mannbarnaefhis, Sigríði Rögnu Sigurð-
ardóttur, seem veitir allar upplýsingar
í síma 38800.
#Mfl#
RÍKISÚTVARPIÐ
LAUGAVEG/176.
105 REYKJAVÍK
— Ég tók skotið úr byssunni, ég vil að ljónin fái að lifa.