Morgunblaðið - 18.01.1986, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986
Frá æfingu blásarasveitar. Stjórnandi hennar er Edvard Frederiksen.
Tónlistarskólinn á Akureyri 40 ára á mánudaginn:
Höfum áhuga á að bjóða upp
á kennslu á háskólastigi
— segir Jón Hlöðver
Áskelsson
skólastjóri
Akureyri, 16. janúar.
Tónlistarskólinn á Akureyri
var stofnaður 20. janúar 1946
og verður því 40 ára á mánu-
daginn. Fyrsti skólastjóri og
kennari var Margrét Eiríks-
dóttir, sem gegndi þvi starfi til
1950. Jakob Tryggvason tók við
starfi skólastjóra 1950 og
gegndi þvi allt til 1974 — utan
orlofsársins 1972-1973 er Soff-
ía Guðmundsdóttir gegndi
skólastjórastarfi. 1974 varð Jón
Hlöðver Áskelsson skólastjóri
og starfaði við það til haustsins
1982 er hann fékk launalaust
leyfi í tvö ár og starfaði sem
námsstjóri tónlistarskólanna. í
fjarveru hans var Atli Guð-
laugsson ráðinn skólastjóri en
haustið 1984 tók Jón Hlöðver
við skólastjórastarfinu að nýju.
í upphafi var Tónlistarskólinn
til húsa í Lóni, húsnæði Karla-
kórsins Geysis, að Hafnarstræti
73. Árið 1966 eignaðist skólinn
3. hæð í húsinu Hafnarstræti 81
og flutti þá úr Lóni. Árið 1970
fékk skólinn aðra hæð f sama húsi
— þar sem hann er enn til húsa.
Þegar skólinn tók til starfa
voru nemendur 27, allir í píanó-
leik. „Meginþróunin í skólastarf-
inu frá þessum tíma er að nú
kennum við á öll algengustu hljóð-
færi. Þá eru starfræktar margar
hljómsveitir við skólann sem við
höfum lagt mikla áherslu á,“ sagði
Jón Hlöðver Áskelsson, skóla-
stjóri, er Morgunblaðið hitti hann
að máii í tilefni 40 ára afmælisins.
Vettvangnr fyrir fólk
á öllum aldri
Jón sagði nú væri farið að
kenna börnum yngri en áður tíðk-
aðist, „og með tilkomu forskóla-
deildarinnar eru bömin betur
undirbúin undir námið. Þau fá að
kynnast ýmsum hljóðfærum áður
en hið eiginlega nám hefst. Það
má segja að skólinn sé vettvangur
fyrir fóik á öllum aidri — yngsti
nemandinn hjá okkur er fjögurra
ára og við höfum verið með
nemendur sem komnir eru á eftir-
launaaldurinn!"
Verðið þið mikið vör við
Hafnarstræti 81 þar sem Tónlistarskólinn er til húsa ásamt fleiri
aðilum.
Jón Hlöðver Askelsson skóla-
stjóri.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Þessir krakkar eru í forskólanum. Þau höfðu nýlokið við að spila á blokkflautumar sinar er blaða-
maður leit inn til þeirra og voru farin í tónlistarspil. Kennari þeirra er Sigurlína Jónsdóttir.
tískubylgjur hvað varðar val á
hljóðfærum?
„Tfskan sem slfk hefur ekki
teljandi áhrif á starfsemi skólans.
En viss hljóðfæri hafa unnið mjög
á — blásturs- og strengjahljóðfæri
hafa t.d. átt vaxandi vinsældum
að fagna. Þá höfum við kennt á
rafbassa og rafgítar til viðbótar
klassfskum hljóðfærum, en ekki
boðið upp á kennslu á rafmagns-
orgel og syntheziser."
Jón sagði skóiann ætfð rejrna
að hafa verkefnin áhugavekjandi,
þegar val á tónlist færi fram, en
um leið að þau stuðli að sem
bestri þekkingu og fæmi nemand-
ans. „Að því leyti er námið ekki
tískufyrirbæri — við reiknum með
að tóniistin verði varanlegt
áhugamál og tómstundagaman
nemandans."
Hefur nemendum fjöigað
mikið á undanföraum árum?
„Já. Um 1970 voru 190 nem-
endur í skólanum en í dag eru
þeir hátt í 500. Mesta fjölgunin
varð raunar milii 1970-1980.“
Er húsnæði ykkar þá nægi-
lega stórt?“
„Nei, það eru mikil þrengsli
hjá okkur. 1980 var tekið pláss í
notkun í viðbyggingu hússins, 280
m 2 , og eftir það höfum við ails
um 500 m2 fyrir skólann. Til
gamans má geta þess að í áætlun
sem gerð var 1976 um húsnæðis-
þörf skólans var gert ráð fyrir
sama ijölda nemenda og nú er —
en um 700 mz húsnæði. Nýtni
húsnæðisins nú er geysimikil en
þrengslin hjá okkur engu að síður
mikil. Og öll starfsaðstaða fyrir
kennara er léleg og kennsluher-
bergi of lítil."
Þeim nemendum hefur farið
fjölgandi, að sögn Jóns Hlöðvers,
sem stunda tónlistamám á
menntaskóla8tigi. „Bæði þeim
sem taka tónlist sem val og þeim
sem eru á svokailaðri tónlistar-
braut. En á tónlistarbraut eru
fyrst og fremst þeir sem ætla að
sér að gera tónlistina að ævistarfí.
Kennsla á há-
skólastigi?
„Við höfum áhuga á að bjóða
upp á sémám við skólann — þá
á ég við kennslu á háskólastigi,
sem yrði hluti af réttindanámi. Eg
tel það biýnasta verkefni okkar
nú að vinna að því að koma slíkri
hugmynd í framkvæmd. Þetta
kom einmitt fram f nefndaráliti
um hlutverk Akureyrar sem
skólabæjar í framtíðinni. Þar var
bent á möguleikann á að auka
þátt Tónlistarskólans í skólastarf-
inu. Annað sem bent var á í þessu
nefndaráliti er hlutur sem alltaf
hefur verið markmið skólans: að
efla og styrkja þyrfti kjama að
atvinnuhljómsveit í bænum. Þá
er hugmyndin að ráðið yrði fólk
f hljómsveit og að það nýttist skól-
anum einnig við kennslu. 1946 —
þegar Tónlistarbandalag Akur-
eyrar stofnaði Tónlistarskólann —
höfðu menn þegar áhuga á að
stofna atvinnuhljómsveit hér í
bænum. í fundargerð frá þeim
tfma segir að bandaiagið vilji hafa
forgöngu um stofnun hljómsveit-
ar. Menn hafa þegar þá gert sér
grein fyrir mikilvægi þessa."
Jón benti á hve tónlistarmenn
hefðu starfað mikið með Leik-
félagi Akureyrar undanfarin ár.
„Það hefði verið útilokað fyrir
Leikfélagið að selja upp sýningar
eins og My Fair Lady, Piaf og
Jólaævintýri ef það nyti ekki
starfskrafta kennara og nemenda
Tónlistarskólans. Ég vil með
þessu vekja athygli á hve starf-
semi skólans er mikil lyftistöng á
mörgum sviðum og tengist beint
og óbeint skemmtana- og menn-
ingarlffí Akureyrar í allri sinni
breidd."
Hvað með tónleika- og nám-
skeiðahald í skólanum?
„Skólinn hefur efnt til nám-
skeiða fyrir nemendur og starfs-
fólk — reyndar hafa þátttakendur
verið annars staðar frá líka og
síðastliðið vor kom fyrsti erlendi
þátttakandinn, frá Bandaríkjun-
um. Það var á píanónámskeið sem
Martin Berkofsky var með.
Á hveijum laugardegi í mörg ár
hefur verið haldin tónlistarstund
í skólanum — svokallaðir laugar-
dagstónleikar. Reynt er að fá sem
flesta nemendur skólans til að
koma þar fram. Þá höldum við
alltaf vor- og jólatónleika og ný-
árstónieikar skólans eru nú einnig
orðinn fastur liður. Þá eru árlega
sérstakir tónleikar þar sem ágóð-
inn rennur í Minningarsjóð Þor-
gerðar S. Eiríksdóttur, eins efni-
legasta nemandans sem stundað
hefur nám við skólann, og lést
1972. Þessir tónleikar verða 1.
febrúar að þessu sinni. í allt höld-
um við á milli 30 og 40 tónleika
yfir veturinn."
Ráðstefna um hlut-
verk skólans
„Þess má geta að í tilefni
afmælisins er stefnt að því að
halda ráðstefnu um hlutverk Tón-
listarskólans og þróun hans í ná-
inni framtíð. Við hugsum okkur
þessa ráðstefnu í apríl. Einnig
ætlum við okkur að efna til
myndarlegra tónleika í tilefni af
afínælinu."
Jón Hlöðver sagðist vilja undir-
strika að það væri nánast mann-
réttindamál að halda uppi góðri
tónlistarkennslu. „Það er nauð-
synlegt að hægt sé að tryggja
jafnan rétt til menntunar. Ég veit
til þess að fólk hafi m.a. nefnt
það sem ástæðu fyrir því að það
hafí sest að hér á Akureyri að
bærinn uppfylli það skilyrði; hér
væri tónlistarskóli og afkomend-
umir gætu því stundað tónlistar-
nám.
Tónlistin var á tímum Grikkja
ein af undirstöðunámsgreinunum
— stóð jafnfætis stærðfræðinni.
Þetta er ekki almenn afstaða í
dag en við vildum gjaman endur-
vekja þessa trú manna. Tónlistin
hefur ákaflega fjölþættu þroska-
hlutverki að gegna, hún þjáifar
svo marga andlega og líkmalega
þætti. Byggist á samhæfíngu lík-
ama og sáiar," sagði Jón Hlöðver.