Morgunblaðið - 18.01.1986, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986
*
Aster___
___að taka ekki allt með
í helgarfríið.
TM hg. UX fat Ort.-ai figMa raaaraai
* IM2 Laa Anpaiaa Tkaaa SyndteaM
Með
morgunkaffinu
heimshomaflækingnr en
þá fundu þeir upp sjón-
varpið...
Þessir hringdu . .,
Osmekklegt
áramótaskaup
Þórir Áskelsson hringdi:
„Ég er hneykslaður, sár og
móðgaður yfir áramótaskaupi
sjónvarpsins. Ég get ekki skilið
að Steingrímur og Albert eigi
skilið svona meðferð. Þeir eru
þó ráðherrar! Hvað sem um þá
má segja held ég að þeir eigi
ekki skilið að verða fyrir slíkri
aulafyndni.
Annað sem ég er mjög óhress
með er þátturinn þar sem Krist-
inn Hallsson og fleiri söngvarar
komu fram í. Mér fínnst það
ekki sniðugt þegar menn eru með
fyllerí, drykkjulæti og vitleysu í
svona þætti og kvenfólkið hálf-
bert. Ég er virkilega sár að boðið
skuli upp á svona lagað í sjón-
varpi.“
Hægt að hjálpa
án garghljóm-
sveita
HI hringdi:
„Mig langar til að gera at-
hugasemd við bréf sem SJ skrif-
aði Velvakanda og birtist sl.
föstudag. Ég vil bara benda SJ
á að það er vel hægt að hjálpa
bágstöddum í Eþíópíu án þess
að garghljómsveitir eins og Dur-
an Duran og Wham komi þar
neitt við sögu.“
Jólastundin -
mjög gott
barnaefni
Sjónvarpsáhorfandi hringdi:
„Mig langar til að þakka fyrir
gott bamaefni sem var í sjón-
varpinu um jólin, þ.e. Jólastundin
sem var á dagskrá á jóladag.
Fannst mér þessi dagskrá alveg
sérstaklega góð og bæði hvað
varðaði efni og flutning. Þama
var ekki verið með mislukkað
grín og ærsi eins og stundum
hefur verið í bamaþáttum. Jóla-
sveinninn sem fram kom í þættin-
um var ágætur og efnið fjölbreytt
og vandað. Vil ég þakka þeim
sem fyrir Jólastundinni stóðu
fyrir góða skemmtun.
Hvers vegna
ekki öndvegis
súlur á Sel-
tjarnarnesi?
Vesturbæingur hringdi: „Mig
langar til að koma þeirra fyrir-
spum á framfæri við borgaryfír-
völd hvers vegna öndvegissúlur
vom ekki settar upp á mörkum
Seltjamames og Reykjavíkur?"
LÍN - góð og
skjót þjónusta
Helga Jóhannesdóttir
hringdi: „Varðandi aðför
menntamálaráðherra að Sigur-
jóni Valdimarssyni og Lánasjóði
íslenskra námsmanna, vil ég sem
fyrrverandi námsmaður koma á
framfæri þakklæti mínu fyrir
góðar og skjótar fyrirgreiðslur
sjóðsins í þau fjögur ár er ég var
við nám.“
Strætisvagnar
þyrftu að
ganga hjá Foss
vogskirkju
Eldri borgari hringdi: „Ég er
orðin öldmð kona og hef búið
um áratugi hér í Reykjavík. Það
er nú þannig að þegar maður
eldist deyja margir ættingjar
manns og vinir, og auðvitað vill
maður fara í jarðarfarir þessa
fólks. En nú er búið að breyta
skipulaginu hjá Fossvogskirkj-
unni og strætisvagnar hættir að
fara þar framhjá. Þar með hefur
lagst af þessi nauðsynlega
stoppistöð sem ég hef lengi not-
að. Þetta kemur sér mjög illa,
það eiga ekki allir bfla, síst gamla
fólkið. Þetta skapar mikið vanda-
mál þegar maður þarf að fara í
jarðarför eða til að hlúa að leiðum
í kirkjugarðinum. Væri ekki
hægt að koma til móts við okkur
gamla fólkið þannig að a.m.k.
einn strætisvagn færi þessa Ieið?“
HÖGNIHREKKVISI
Víkverji skrifar
Alltof oft heyrir Víkveiji nötur-
legar sögur af baráttu ein-
staklinga við að koma skyldmenn-
um sínum inn á sjúkrahús og á
þetta einkanlega við um eldra fólk.
Svo langt hefur þetta gengið að sá
aðilinn, sem verið hefur sæmilega
heilbrigður hefur nánast misst
heilsuna við að reyna að koma
maka sínum á sjúkrahús eða heim-
ili fyrir aldraða. í sumum tilvikum,
sem Víkveiji hefur heyrt um, hefur
'nánast verið farið fram á að ætt-
ingjar hins sjúka veittu hjúkrunar-
þjónustu á heimilinu þó svo að engin
aðstaða hafí verið til slíks.
XXX
Margfræg eru dæmi um mikil
hlaup og lítil kaup hjá Bif-
reiðaeftirliti ríkisins og skrifstofu
fógeta. Þó er sagt að þjónusta
þessara stofnana hafí heldur orðið
liprari á síðustu misserum. Lána-
sjóður íslenzkra námsmanna er ein
heirra stofnana. sem sætt hefnr
gagnrýni fyrir slaka þjónustu eins
og fram hefur komið í fjölmiðlum.
Hið síðastnefnda riQaði upp atvik,
sem kunningi Víkveija lenti í fyrir
nokkrum árum. Hann hafði þá
fengið rukkun frá Lanasjóðnum um
að greiða um 200 krónur í árlega
afborgun. Þar sem þetta er eftirlæt-
isreikningur mannsins greiddi hann
nokkrum dögum fyrir gjalddaga og
fékk sína kvittun. Það dugði þó
ekki því næstu mánuði duttu annað
slagið inn ítrekanir og áminningar
og þær síðustu talsvert alvarlegar.
Að því kom að ábyrgðarmenn fengu
orðsendingar um vanskil mannsins.
Fannst þá manninum nóg komið
og heimsótti skrifstofur Lánasjóðs-
ins. Eftir mikið japl ogjaml ogfuður
var kallað á framkvæmdastjórann
fyrrverandi. Hann viðurkenndi að
þama hefðu orðið mistök, en viður-
kenndi reyndar ekki að þau væru
sjóðsins. Manninum fannst þetta
ekki nóg og fór fram á að ábyrgðar-
mönnum yrðu send bréf þess efnis
að hann hefði fullkomlega staðið í
skilum Að pndimm-.uaE_£allifii„á-
þessa kröfu, ábyrgðarmönnunum
sent afsökunarbréf þar sem málið
var lauslega útskýrt. Þetta fannst
manninum góður sigur „litla
mannsins" gegn kerfínu.
XXX
Hvað sem annars má segja um
þáttinn „Á líðandi stundu",
sem hóf göngu sína í sjónvarpi á
miðvikudaginn þá er ljóst að mikill
kraftur er í sjónvarpsfólki um þess-
ar mundir. Gamlárskvöld og nýárs-
nótt var nánast ekkert. annað sýnt
en innlent efni og innlendum þátt-
um hefur fjölgað upp á síðkastið.
í sjónvarpinu á miðvikudags-
kvöldið var varla hægt að hugsa
sér meiri andstæður en gervifólkið
í Dallas og flölskyldu vitavarðarins
á Hombjargi. Mannlífið á Homi var
allt öðm vísi en sjónvarpsáhorfand-
inn átti von á og náttúran jafn
V»filr«alo/rf artnnfvri oor alltaf