Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR18. JANÚAR 1986
45
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 10—11.30
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
tiUdtmÆl tUBL
*
Arásir á fjallgöngumenn
Til Velvakanda.
Víglundur Jónsson skrifar.
Þær eru orðnar óþolandi þessar
árásir í Velvakanda og lesendadálki
DV, um að þeir sem leggja leið sína
á fjöll og öræfi, bæði til útivistar
og reiða, séu einhveijir moðhausar
sem björgunarsveitir séu alltaf að
leita að á kostnað skattborgara.
Menn vaði vanbúnir hingað og
þangað, sem þeir eigi ekkert erindi
og þeir skuli borga Ieit, allt úr eigin
vasa. Vissulega eru svartir sauðir
í þessu sporti sem öðrum.
Nú síðast hringir einhver Gunnar
í Velvakanda og bullar eins og
smástrákur í sandkassa. Ég ætla
að benda honum á og fleirum sem
eru í þessum kór, að það er furðu-
legt að ein íþróttagrein eða sport-
mennska, hvort sem fólk vill kalla
það, sé lögð svona í einelti. Þetta
er múgsefjun og ekki annað.
Ég ætla að rökstyðja þetta með
nokkrum dæmum. Hvað heldur
grátkórinn að þær læknisferðir
kosti skattborgara sem gerðar eru
á spítölum á öllum þeim tugum
hundruðum manna sem á hveiju
ári meiðast í svokölluðum bolta-
íþróttum? Boltaíþróttir hafa meira
að segja leitt af sér manndráp,
íkveikjur, skemmdarstarfsemi og
þjófnað oft og oft. Hvað heldur
grátkórinn að það kosti skattborg-
ara að senda sjúkrabíla upp í Blá-
§öll að sækja fótbrotið og limlest
skfðafólk og hafa það svo inni á
spftölum á eftir? ISða öll uppbygg-
ingin þar: skíðalyftur, snjóruðnings-
tæki og launakostnaður starfsfólks?
Þetta eru aðeins tvö dæmi sem
aldrei er minnst á. Það er ekki $
heldur minnst á skrílinn sem sækir
þessa svokölluðu skemmtistaði og
allt það sem leiðir af því, þjófnaði,
innbrot, morð og nauðganir, dýra
löggæslu, upplausn fjölskyldna en
þetta eru víst taldir sjálfsagðir
hlutir. Að lokum ætla ég að biðja
Gunnar og aðra að líta á málin af
raunsæi og líta frekar á björtu hlið-
amar hvað varðar útivist og þá sem
hafa unun af að ferðast úti í hinni
stórbrotnu og hrikalegu náttúm
okkar.
Um tannlækningakostnað
örorkulífeyrisþega
Kæri Veivakandi.
Tilefni þessarar greinar er eftir-
farandi vinur minn, sem er örorku-
lífeyrisþegi, fór til tannlæknis og
bað hann um að smíða í sig neðri-
góm, þar sem hann var orðin hálf-
laus en tannlæknirinn vildi ekki
gera það, nema að smfða í efri góm
einnig. Þessi vinur minn gat ekki
fallist á það, þar sem hann átti
ekki peninga til þess, en allir vita
hve dagpeningar öryrkja eru litlir.
Þetta breytti þó ekki afstöðu tann-
læknisins og endirinn varð sá, að
ekkert varð úr tannsmíðinni.
Nú er mér spum, getur svona
þjónusta gegnið. Á viðskiptavinur-
inn ekki að ráða því sjálfur, hvaða
þjónustu hann kaupir, eða eiga aðrir
að ráða því. Það er hart ef setja
þarf reglugerð um málefni sem
þetta, en hjá því verður ekki kom-
ist. Nú er rétt að geta þess, að
Tryggingastofnun ríkisins greiðir
tannlæknakostnað fyrir elli- og
örorkulífeyrisþega, en þeir verða
að leggja út fyrir því að innheimta
síðan. Það er hins vegar ekki víst
að þeir séu færir um að leggja
upphæðina fram sökum fátæktar,
og ekki er hægt að ætlast til að
þeir geti lagt svona háa upphæð
fyrir. Útbúa þyrfti eihvers konar
plagg sem örorkulífeyrisþegar gætu
útfyllt og kvittað fyrir, en síðan
gæti tannlæknirinn innheimt þetta
sjálfur hjá Tryggingastofnun, eins
og aðrir læknar verða að gera.
Eggert E. Laxdal
Vísa vikunnar
Ómargallogherliðhans
hrafnsáflaugerkunni,
þegar buðu þýðan dans
þjóðarfyölskyldunni.
Félagið Svæðameðferð
heldur námskeið í svæðameðferð og hefst það
þriðjudaginn 21. janúar kl. 20.00 að Austurströnd
3.
Innritun verður laugardaginn 18. janúar milli kl.
14 ag 16 á sama stað.
Stjórnin
Sjónvarpsstöðvaj á Norðurlöndum liafa
hver um sig ákveðið að láta gera stutta leikna
kvikmynd fyrir börn tólf ára og yngri. Þessar
myndir skulu vera tilbúnar 1. október 1986 og
verða kynntar sem samnorrænn myndaflokkur
þar sem hver kvikmynd er sjálfstætt verk.
Ríkisútvarp-Sjónvarp óskar því eftir
hugmyndum að slíkri barnamynd. Myndinyrði
um 15 til 20 mínútur að lengd. Hugmyndum
þessum skal skilað skriflega til Sjónvarpsins
fyrir 10. febrúar.
Á grundvelli þessara hugmynda yrði látið
vinna handrit sem síðan er fyrirhugað að
bjóða út.
RÍKISÚTVARPIÐ
IAUGAVEG/ 176,
105 REYKJA V/K
Bladið sem þú vaknar við!