Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 18.01.1986, Qupperneq 48
_/\uglýsinga- síminn er 2 24 80 EUROCARD v~- ' TIL DAGLEGRA NOTA LAUGARDAGUR18. JANÚAR1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Bimaétursíld Morgunblaðið/RAX Birna er gælunafnið á hvítabiminum í Sædýrasafninu í Hafnarfirði, en á myndinni er hún að gæða sér á vænni sUd. Safnið er opið daglega en heldur er einmanalegt hjá Bimu síðan karldýrið drapst af slysf örum fyrir nokkra. Reglum um lán verður breytt til fyrra horfs — ef menntamálaráðherra fær samþykki fyrir breyttum starfsháttum varðandi Lánasjóð íslenskra námsmanna Tilboðin í Kolbeinsey verði hækkuð VIÐRÆÐIJR Fiskveiðasjóðs og Húsvfldnga vegna sölu á togar- anum Kolbeinsey hófust i gær, en einnig hafa stjóraendur sjóðs- ins rætt við fulltrúa Útgerðarfé- lags Akureyringa. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fer Fiskveiðasjóður fram á að Hús- vikingar hækki tilboð sitt, eigi þeiraðfáskipið. Beinar upphæðir tilboða þeirra þriggja aðila, sem hæstir eru eftir að Norður-Þingeyingar hafa dregið tilboð sitt til baka, eru sem næst eftirfarandi, en fyrirkomulag greiðslna getur breytt afstöðu þeirra. Akureyringar bjóða 163 milljónir, Húsvíkingar 160 og ólafs- fírðingar 157. Afstaða flestra stjómarmanna Fiskveiðasjóðs mun á þann veg, að taka beri hæsta tilboði, hvaðan sem það sé upp runnið. íslendingar o g Bandaríkja- menn eru nú saman á vöktum SETT hefur verið upp sameigin- leg vakt islenskra og banda- rískra lögreglumanna á Kefla- víkurflugvelli. Era tveir lög- reglumenn, annar frá embætti lögreglustjórans á Keflavíkur- flugvelli og hinn frá Lögreglu bandariska sjóhersins, saman i islenskum lögreglubfl á ferðinni allan sólarhringinn. Vaktin byijaði siðastliðinn fimmtudag. Sverrir Haukur Gunn- laugsson skrifstofustjóri vamar- málaskrifstofu utanríkisráðuneytis- ins sagði að undirbúningur hefði staðið alllengi og stæði þessi vakt- staða ekki i neinu sambandi við þá sérstöku öryggisgæslu sem tekin var upp í flugstöðinni vegna viðvar- ana um hættu á hryðjuverkum. Sverrir Haukur sagði að aðaltil- gangurinn með þessarí sérstöku vakt væri að bregðast fljótt og vel við hverskonar atburðum á vallar- svæðinu þar sem bæði íslendingar og Bandaríkjamenn ættu hlut að máli. Menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson, sagði í gærkvöldi, að hann myndi afnema reglu- gerðarforeytinguna um Lánasjóð íslenskra námsmanna frá 3. jan- úar sl. ef hann fengi samþykki flokksmanna sinna og samstarfs- flokks í rikisstjóra um grundvall- arbreytingar á starfsemi sjóðs- ins. Hann sagði tillögur til þess- ara gagngeru breytinga á loka- stigi og að hann væri þess full- viss, að hann fengi þær sam- þykktar, jafnvel strax í næstu viku. Með afnámi reglugerðar- innar sagði Sverrir, að sú marg- gefna yfirlýsing hans um að ekki yrði farið aftan að námsmönnum á miðju námsári stæðist. Þeir sem nú væru á miðju námsári myndu því njóta reglna um námslán, eins og þær voru. Ekki vildi Sverrir upplýsa, áður en hann ræddi við samstarfsmenn sína í rfkisstjóm, hveijar breytingar hann hygðist gera á starfsemi lána- sjóðsins, en sagðist geta fullvissað námsmenn um að þær nytu fylgis. Hann sagði síðan: „Þessu verður breytt til fyrra horfs. Ný lög, hin gagngera breyting, sem ég vil fram- kvæma á starfsháttum sjóðsins, munu ekki taka gildi fyrr en á nýju námsári. Við getum ekki breytt á miðju skólaári starfsemi hans. Það væri að fara aftan að námsmönn- um, sem ég hef marglýst yfir bæði á Alþingi og í öllum fjölmiðlum að ekki kemurtil greina." Sverrir var spurður, hvað hann vildi segja um afstöðu stúdenta í stjóm lánasjóðsins varðandi þetta mál. Hann sagði m.a.: „Hingað í dag kom fulltrúi Stúdentaráðs í stjóm lánasjóðsins, Ólafur Amar- son, með afsagnarbréf sitt. Ég tjáði honum, að ég óskaði eftir því að hann biði með þá ákvörðun og sæti áfram í stjóm sjóðsins. Ég greindi honum frá hugmyndum mínum um næstu skref í málinu og hann tók því fúslega að athuga málið. Ég vona að hann muni sitja áfram meðan við emm að átta okkur á nýjum viðhorfum." Sverrir sagði að lokum: „Ég legg áherslu á, að áfram verður það stefna Lánsjóðs íslenskra náms- manna að jafna aðstöðu fólks til náms svo að efnilegt fólk þurfi ekki að sveigja af námsleið vegna fá- tæktar. En þau lausu bönd, sem þessi sjóður var allur kominn í, verða endumýjuð og strengd, en hvemig get ég ekki upplýst að sinni." Sjá bls. 3: Situr áfram í stjóra LÍN að ósk menntamálaráðherra. Niðurstöður meðal þeirra sem faríð hafa í ónæmistæríngarpróf: 27,5% homma með mót- efni gegn ónæmistæringu SAMKVÆMT niðurstöðum prófana reyndust 27,5% homma, sem hafa að eigin frumkvæði farið í ónæmistæringarpróf hér á landi, vera mótefnajákvæðir, að þvi er fram kemur i skýrslu samstarfs- nefndar Borgarspítalans og Landspítalans. Margir þessara manna báðu um prófið vegna eitlastækkunar, sem er eitt af forstigsein- kennum sjúkdómsins. Líklega er heildarhlutfall smitaðra homma mun lægra. Alls fór 51 hommi í ónæmistær- ingarpróf og reyndust 14 þeirra með jákvæða svörun, sem þýðir að þeir hafa komist í tæri við ónæmistæringarveiruna, þó þeir þurfi ekki að bera hana. 50 fíkni- efnaneytendur, sem hafa sprautað sig, hafa farið til prófunar og tveir þeirra reyndust vera jákvæðir, eða 4%. Þeir eru báðir útlendingar. Enginn blæðari reyndist mót- efnajákvæður, en 11 komu til prófunar. Þá hafa 115 aðrir karl- menn séð ástæðu til að mæta til rannsókna og reyndist einn bera ónæmistæringarveiruna. Frá því prófanir hófúst meðal blóðgjafa í Blóðbankanum, hafa um 1.900 manns komið og reynd- ist enginn þeirra bera veiruna. Einn maður hefur látist af ónæmi- stæringu hér á landi. Nú er einn sjúklingur með greinileg einkenni ónæmistæringar, sjö hafa for- stigseinkenni, en 17 eru mótefna- jákvæðir. Rannsóknir sem gerðar hafa verið erlendis leiða í ljós, að árið 1984 reyndust 13% homma á Norðurlöndum bera ónæmistær- ingarveiruna og nánast sama hlutfall hefur verið annars staðar í Evrópu. Athygli vekur að hlut- fallið hér á landi er mun hærra, en jafnframt skal bent á að tölum- ar frá Norðurlöndum eru frá 1984, en rannsóknir hér á landi hófrst í vetur. í Evrópu reyndust 22% fíkni- efnaneytenda, sem sprauta sig í æð, hafa smitast á árunum 1982 til 1985 en 54,7% á austurströnd Bandaríkjanna. Þá má nefna,.að í fyrra voru 40% vændiskvenna í Miami í Bandaríkjunum mót- efnajákvæðar. Loks skal nefnt, að 0,005% blóðgjafa á Norðurl- öndum á árunum 1982—85 reynd- ust vera jákvæðir, 0,24% annars staðar í Evrópu og 0,22% í Banda- ríkjunum í fyrra, en þá voru tekin sýni af Iiðlega 1,6 milljón manns, sem komu til blóðgjafar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.