Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.01.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986 B 11 Unnið að hönnun sumarfatnaðar. Sonja krónprinsessa með Per Spook. Sumarfatnaður hannaður að vetri Per Spook Per Spook við vefstólinn í húsinu í Sigdal. Fossheimar í Sigdal. Það gefur auga leið að tískuhönnuðir þurfa að huga að sumarfatnaði að vetri til, og svo öfugt, til þess að framleiðslan sé tilbúin á réttum árstíma. Margir þekktir hönnuðir í París hafa það fyrir siö að fara í heitara loftslag að vetri til þegar sumartískan er unnin. Staðir eins og Marrakesh í Marokkó og Bermúdaeyjar eru eftirsóttir staðir til vetrardvalar, þar er mögulegt að komast í sumarstemmningu á meðan veturinn hefur völdin í Evrópu. Per Spook Norski tískuhönnuðurinn Per Spook, sem starfar í París, hefur þó annan hátt á, hann dvelur á býli sínu Fossheim, í Sigdal í Noregi, á meðan hann er að vinna að sumartískunni. Þar kveðst hann fá innblástur frá fegurð landslags og náttúru og ekki síst birtunni sem framkallar svofagra liti. Per Spook er þekktur í tísku- heiminum og hefur getið sér gott orð, það er talað um norsk einkenni í fatnaði hans, og ekki spillir það fyrir honum að hafa hannað fatnað Sonju krónprins- essu í Noregi en hún þykir ein- staklega smekklega klædd. Per Spook keypti býlið Foss- heim fyrir 19 árum síðan og hefur þar griðastað frá daglegu amstri í fyrirtaekinu í París. Húsið er alveg óbreytt að utan en innan- dyra hefur öllu verið breytt og lagað að þörfum eigandans. Þess hefur þó verið gætt að láta gamla stílinn halda sér og hús- gögn og búnaður allur með gömlum blæ. Sumarfötin hönnuð Per Spook hefst handa við að finna lita-„sétteringu“ til að vinna út frá, síðan tekur við að ákveða línuna í grófum dráttum og mörg handtökin frá því að ákveöinn litur og lögun og flíkin kemur til- búin til sýningar og sölu. En fatn- aðurinn er fyrst framleiddur úr léreftsefnum áður en hafist er handa með dýrari efnin. Það geta liðið 3—4 mánuðir frá því að litur og mynstur efnis er ákveðið þar til flikin er fullsköp- uð til sýningar og sölu, þar hafa margir lagt hönd á plóginn. Per Spook er farinn að gefa sér tíma til að vefa efni til prufu, til að ná fram nákvæmlega lit og mynstri, en vefnaö þekkir hann frá blautu barnsbeini þegar hann fylgdist með móður sinni og móðursystrum við vefstólinn heima á Sunnmæri. Þær kenndu honum meira að segja að spinna. Hann hyggst ennfremur fara að lita garn sjálfur. Hönnuðurinn kveðst hafa mesta ánægju af að skapa fatnað sem er klæðskera- saumaður, og er tii daglegra nota eins og síðbuxur, jakka og frakka, en eftirspurnin er mest eftir „selskaps“-fatnaði og elst hann mest. Per Spook hannar fatnað fyrir nútíma-, sjálfstæðar konur að sögn og þess sjást engin merki að litfögur sumarföt hans eru hönnuð á afskekktum stað í norskum dal þar sem náttúran liggur í dvala og úti fyrir er jafnvel brunagaddur. B.í. Þýtt og endursagt. Höfum fengið umboð fyrir þessar frábæru hárvörur frá fyrirtækinu Grazette í Svíþjóð sem eru ætlaðar Vörurnar eru einungis seldar írá umboðsaðila á hársnyrtistofur. Par er svo hægt að fá þær keyptar undir handleiðslu fagfólks. G. JÓHANNSSON & CO. Sim, 6452B KVISTALAND 5 108 REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.