Morgunblaðið - 31.01.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1986
B 13
a.m.k. 4 þúsund „lúx“ í nokkrar
stundir á degi hverjum. Og þeir
eru fáir sem njóta svo mikillar
birtu.
Það skiptir í rauninni ekki máli
hvort Ijósgjafinn er rafmagn eða
sólin sjálf, sé unnt að láta fólki
í té næga birtu. Ekkert er þannig
því til fyrirstöðu að notast við
raflýsingu annað en það að hún
er bæði óhentug og of dýr.
Raunhæfari lausn er í því fólgin
að sitja við vinnu sína við glugga
þar sem gluggatjöld eru frádreg-
in, segja dr. Kripke og dr. Wever
báðir.
Það skiptir máli á hvaða tíma
dags fólk birtunnar. Snemma á
morgnana er birtan þannig að
hún flýtir klukku líkamans, en
síðdegisbirtan seinkar henni.
„Þannig ætti sá sem á erfitt með
að sofna á kvöldin og komast á
fætur á morgnana að fá eins
mikla birtu um leið og hann
kemst á fætur," segir dr. Kripke,
„t.d. með því að hlaupa spöl
áður en hann snæðir morgun-
verð eða með því að ganga til
vinnu." Þetta flýtir klukkunni.
„Sá sem er kvöldsvæfur og
vaknar fyrir allar aldir ætti hins
vegar að sækjast eftir sem
mestri birtu áður en sól sezt.“
Þetta seinkar klukkunni.
Með undraverðum hætti má
nota dagsbirtuna til þess að
leiðrétta truflaða dægursveiflu
sem hlýzt af flugi milli tímabelta,
en slíkt hefur í senn líkamlegar
og andlegar afleiðingar. Það
getur tekið líkamann allt að viku
að leiðrétta klukku sína þannig
að hún gangi rótt á ný og það
í samræmi við tímann á nýja
staðnum. Dr. Wever heldur því
fram að flýta megi endurstillingu
klukkunnar um allt að 40% með
því einu að fá nægilega mikið
af sterkri dagsbirtu.
Hvenær dagsins á að sækjast
eftir þeirri birtu fer eftir því hvort
ætlunin er að flýta klukkunni eða
seinka henni, en reglan er sú
að þegar flogið er í austur átt
þar sem allt að 12 tíma munur
er á tímabeltum þarf að flýta
klukkunni, en seinka henni að
sama skapi þegar flogjð er í
vestur.
(Úr The New York Times
Magazine.)
Gönguskíðalönd
á höfuðborgarsvæðinu
bratta á stöku stað. Þess vegna
verður vegurinn að kræklast
fyrir hæðir og drög, og botnlang-
ar eru lagðir að leiðslunni á
stöku stöðum. Seinni kosturinn
er á þá leið, að vegurinn fylgi
leiðslunni og hún verði ekki lögð
eftir landslaginu, heldur verði
grafin skörð í nokkra fjallshryggi.
Skörðin rúmi hvort tveggja,
veginn og leiðsluna. Kosturinn
er sá að minna sér á landinu,
nema nákvæmlega á þeim stöð-
um er leiðsla er lögð. Þetta er
þó ekki einhlítt, því á einum stað
er fjallshryggurinn svo breiður
að útilokað er talið að grafa í
gegnum hann.
Þessa tvo kosti fékk Um-
hverfismálaráð Reykjavíkur til
umfjöllunar í síðustu viku, en
ráðið hefur látið sér annt um
þessa eign Reykjavíkurborgar
og vill hlífa Dyrfjöllum við óþarfa
jarðraski. Niöurstöður voru þær,
að ráðið lagðist ekki gegn fyrir-
huguðum framkvæmdum Hita-
veitunnar á þessum slóðum.
Ráðið benti þó á ýmis atriði í
áætlun Hitaveitunnar, sem bet-
ur mætti fara. Nefna má að ráð-
ið lagðist algjörlega gegn því að
Dyrnar væru á nokkurn hátt
skerðar, né heldur nánasta
umhverfi þeirra. Ráðið lagðist
einnig gegn því, að leiðslan yrði
lögð í gegnum Dyrdalinn endi-
langan. Og svo má nefna að
Umhverfismálaráð Reykjavík tók
afstöðu með þeim kosti, að
grafa skörð í fjallshryggina, frek-
ar en að leiðslan fylgdi landslag-
inu.
Umhverfismálaráð benti Hita-
veitunni á að brýna það fyrir
starfsmönnum sínum og verk-
tökum, að forðast óþarfa
skemmdir á umhverfi leiðslunn-
ar. Leiðslan verður lögð um
land, sem liggur mjög hátt.
Gróðurskemmdir geta því haft
varanleg áhrif, valdið mun víð-
Hér er horft ofan f Dyrdalinn.
Myndin er samsett úr tveimur
myndum og kunna því hlutföllin
að verða örlftið brengluð. Dyrnar
eru undir hnúknum lengst til
vinstri. Fyrirhugað erað leggja
leiðsluna upp kambinn hægra
megin við skarðlð.
Umhverfismálaráð Reykjavíkur
hefur hins vegar bent á að
farsælla sé að leggja leiðsluna f
gegnum hrygginn hægra megin
við miðja mynd.
tækari gróður- og jarðvegseyð-
ingu en í upphafi var séð.
Fátt er svo með öllu illt, að
eigi fylgi nokkuð gott, segir
máltækið. Einn kostur er sam-
fara framkvæmdum Hitavei-
tunnar á þessum slóðum. Með
tilkomu vegarins opnast sér-
staklega skemmtilegur sumar-
vegur, akfær öllum tegundum
bifreiða, um land sem hingað til
hefurverið lokað.
Upp úr þessum á búast við
að gefi til skíðaiðkana hvað
úr hverju. Flestum mun vera
kunnugt um þá staði þar sem
best er að iðka brekkuskíði, en
hvaða staðir skyldu henta öðr-
um fremurtil gönguskíðaferða?
Á suðvesturhorni landsins er
um marga góða skíðastaði að
ræða. Flestir leita eftir tiltölu-
lega sléttu landi, en þeim fer
fjölgandi sem nýta sér göngu-
skíðin til náttúruskoðunar, ferð-
ast um þær slóðir sem þeir hafa
ekki komið á áður. Nefna má
fjölmarga fallega staði sem að
öðru jöfnu tekur drjúga stund
að nálgast, en á gönguskíðum
er hægt að fara mun fljótar yfir.
Af þessum stöðum skulu nefndir
Hengillinn og dalir hans, austan
og vestan, Dyradalir, austan
Bláfjallahryggjar, sunnan
Grindaskarða. Þarna eru
óbyggðir og oftast talsverður
gangur á þjóðveg.
Nær þéttbýlinu má nefna
svæði eins og Reykjavatnsheiði,
Hólmsheiði, Geldinganes, Vífils-
staðahlíð, Kaldársel og fleiri.
Innan þéttbýlisins má nefna
staði eins og Fossvogsdal,
Laugardal, Miklatún, Hljóm-
skálagarðinn og fleiri.
Gönguskíðaslóðir í Bláfjöllum