Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 4

Morgunblaðið - 28.02.1986, Side 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986 því sem hann sá í blöðum og bók- um. Fyrsta flíkin sem hann teiknaði eftir var kjóll eftir Balenciaga. Það þótti ekki virðingarverð staða að vara fatahönnuður í Japan á þeim tíma og reyndar alls ekki karl- mannsverk. Miyake hóf nám í grafik við listaháskólann, Tama, og útskrifaðist þaðan árið 1965, en þá fór hann til Parísar til að kynna sérfatahönnun. Hann var í tvö ár lærlingur hjá Guy Laroche og síðan í ár hjá Givenchy. Ungi maðurinn notaði tímann vel og sagðist hafa orðið fyrir áhrifum af lífinu í París. Eftir Parísardvöl fór hann til Bandaríkjanna og dvaldi þar um hríð, en fór þá heim til Tokýó 1970 og setti þar á stofn fyrirtækið „Miyake Design Studio" eða „Hönnunarstofa Miyake“. Nokkrir vinir lögðu fé í fyrirtækið til að hjálpa honum, einn þeirra teiknaði svo merki fyrirtækisins og eiginkona þess vinar fór með nokkrar flíkur á skrifstofu Vogue tímaritsins og í Bloomington versl- unina íNewYork. ISilklos sllecone I sam ikvsem- Isklæðnað FATAHÖNNUN ÞAR MÆTAST AUSTRIÐ OG VESTRIÐ — tískuhönnuðurínn Issey Miyake IHönnuðurinn telur það kost að vera ekkl bund- inn hef ðbundnum hug- myndum um vestrænan fatnað. Er skemmst frá því að segja, að fötin vöktu mikla athygli þar og jafnframt á tveimur tískusýningum sem hann hélt í Japan, þar sem nafn hans varð þekkt um allt á svipstundu. Það tók lengri tíma að komast á blað í sjálfri tískuborg- inni, París. En nú þarf víst enginn að velkjast í vafa um, að Issey Miyake er orðinn þekktur maður, annars hefði mynd hans líkast til ekki komist á forsíðu Time-tíma- ritsins núna í janúar sl. Það hefur lengst af verið munurá klæðnaði kvenna í Austurlöndum og kynsystra þeirra á Vesturlöndum, enda not- að annað efni til klæðagerðar og aðstæður mismunandi. Til Vesturlanda hefur þó verið flutt dýrindis silki, batik og önnur efni, frá fjarlægum stöðum, til að nota fyrirfataframleiðendur í okkar heimshluta. Þrátt fyrir miklar tækniframfarir þykir mörgum enn ekkert jafnast á við hin náttúrulegu efni til klæðagerðar hvað sem síð- ar kann að koma. En þó efnin hafi komið annars staðarfrá eru það þó evrópskir fatahönnuðir, sem hafa ráðið ferð- inni í hinum margslungna tísku- heimi fram að þessu. Það hefur þó orðið nokkur breyt- ing á síðasta áratug eða svo, og meðal hönnuða, sem haslað hafa sér völl á Vesturlöndum, er jap- anskur maður, Issey Miyake að nafni og um leið gert heimaborg sína, Tókýó, að mikilli tískuborg. Issey Miyake fæddist og ólst upp í borginni Hiroshima, sonur kennslukonu og atvinnuhermanns. Þegar bomban ógurlega féll á borgina var drengurinn á reiðhjóli sínu á leið í skólann. Hann sakaði ekki, en móðir hans, sem hann var bundinn sterkum böndum, brenndist illa en lifði í fjögur ár þar á eftir og stundaði vinnu sína. Issey Miyake telur það verk móður sinnar að hann vandist því ungur að vera harðurvið sjálfan sig. Sem dæmi um þrautseigju móður sinnar segir hann að ekki hafi þýtt fyrir sig að vilja vera heima ef einhver lasleiki gerði vart við sig, svo hann missti ekki úr skóladag. Á unglingsárum ætlaði Miyake að verða listmálari og fór í listaskóla. Þar teiknaði hann mikið af nöktum konum eftirfyrirsætum, en segir sjálfur að hann hafi í raun haft meiri áhuga fyrir þeim alklæddum. Hann byrjaði að teikna fatnað eftir í BARÁTTUNNIGEGN feÚÐAR HNUPLI Ekki alls fyrir löngu fjölludum við um búðahnupl hér í blaðinu, en menn hafa reynt ýmsar leiðir til að stemma stigu við því, hvort heldur er að brýna fyrir starfsfólki ad hafa augun opiny að hafa eftirlit í verslunum og nota til þess menn efta sjónvarpsvélar, eða með svokölluðum viðvörunarkerfum. Slík kerfi þekkja margir úr verslunum erlendis f rá og hér heima hafa þau rutt sér til rúms á undanförnum árum. VSð fjöllum hér nánar um þennan þátt í baráttunni gegn búðahnupli. Það hefur færst í vöxt að vörur sem við skoðum í verslunum séu með áfestum litlum var- úðarráðstöfunum, ýmist plastmerkjum eða miðum. Séum við í fataverslun skipta þau okkur litlu máli á meðan verið er þar innandyra, en annað hljóð kemur heldur betur í strokkinn ef lagt er af stað út úr versluninni með flíkina og merkið áfest. Og það hljóð gefur öðrum til kynna að ekki sé allt með felldu í farangr- inum. Slík kerfi hafa mjög rutt sér til rúms í baráttunni gegn búðahnupli, en þau komu fyrst til sögunnar fyrir einum tuttugu árum, þó að það hafi ekki verið fyrr en í byrjun þessa áratugar að veruleg aukning varð í framleiöslu þeirra og sölu og í dag eru t.a.m. í Bandaríkjunum tíu stórfyrirtæki sem einvörðungu helga sig framleiðslu slíkra kerfa. Við höfðum samband við þá Örn Jóhannsson og Sigurð Ásgrímsson hjá Vöruvernd hf., sem er umboðsaöili eins af stærri framleiðendum slíkra kerfa, Sen- elco, en viðvörunarkerfi frá því fyrirtæki hafa á undanförnum 15 árum verið sett upp í um 15.000 verslunum og stórmörkuð- um í 36 löndum, skv. upplýsingum fyrirtæk- isins. „Þau kerfi sem þarna um ræðir eru þrenns konar, þ.e. kerfi fyrir stórmarkaði, kerfi fyrir bókaverslanir og gjafavöruversl- anir og svo kerfi fyrir fataverslanir, en það eru þær ásamt sportvöruverslunum sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á enn sem komið er,“ segir Sigurður Ásgrímsson. „í fataverslunum virkar kerfið þannig að plastmerki er fest á hverja og eina flík í versluninni og þau síðan tekin af með sér- stökum töngum um leið og varan er af- greidd. Við útgöngudyr er svo komið fyrir svokölluðu rafeinda- og segulsviðskerfi ýmist í lofti, mottu á gólfinu eða í gólfsúlum og sé farið með plastmerkin út og um þennan búnað gefur hann frá sér viðvör- unarhljóð. Fyrir bókabúðir og gjafavöru- verslanir er kerfið mjög svipað, nema þar er um að ræða Ijmmiða sem festur er á vörurnar. Fyrir stórmarkaði eru kerfin byggð upp á hliðum sem sett eru upp við hvern afgreiðslukassa og um þau fara viðskiptavinirnir á meðan vörurnar sem eru afgreiddar fara framhjá hliðunum á gúmmí- beltum í afgreiðsluborðunum. Sé viðskipta- vinur með óafgreidda vöru á sér gefur hliðið viðvörunarhljóð, en á allar vörur eru settir einnota límmiðar, nema um flíkur sé að ræða, þar koma plastmerkin. Þetta kerfi er ekki flókið í sjálfu sér því að það þarf hvort eð er að merkja allar vörur í stórverslunum og þessa miða er einnig hægt að fá sem verðmerkingarmiða og segulstrikamiða." — Er ómögulegt fyrlr gallharða hnuplara að ná þaasum vörnum af vörunnl? „Ef við tökum límmiðana sem dæmi þá er mögulegt fyrir utanaðkomandi að ná þeim af með því einungis að eyðileggja t.d. bók sem slíkur miði væri á. Hvað plast- merkin varðar þá hefur starfsfólkið sérstak- ar tangir til að taka þau af flíkum og þessar tangir er einungis hægt að nota til þess. Annars konar tangir duga ekki á merkin. Þó einhver óheiðarlegur hafi slíka töng undir höndum þá kemur hún honum að litlu gagni því að í töngunum er samskonar rafeindabúnaður og í merkjunum, þannig að viðvörunarkerfið færi í gang um leið og komið væri með slíka töng inn í verslun," segir Örn Jóhannsson. — Hvar kynntust þið þessum kerfum fyrst?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.