Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.02.1986, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. FEBRÚAR1986 legri ofsahræðslu við að vera á sömu leið, þegar það fer að gerast æ oftar að erfitt reynist að muna að segja rétta nafnið á réttum tíma eða þegar það fer að verða sífellt meiri örðugleikum bundið að rifja upp fyrir sér á stundinni, hvað gerð- . ist fyrir tveimur dögum eða jafnvel fyrir aðeins tveimur tímum. Ég held, að það sé nauðsynlegt að menn geri sér Ijósa grein fyrir þeim ótta, sem grípur aldraða við og við og getur gert þá afar ótta- slegna og jafnvel miður sín. Menn eiga þá að varast að hræða gamal- mennin enn meira af hugsunarleysi eða ógætni. Sem betur fer verður ellihrumleikans vart svo hægt og sígandi, að flest okkar geta tekið þeim breytingum til hins verra með ró og stillingu. En það skiptir miklu máli, að þeir sem annast aldraða, ' hvort sem það er fjölskyldan eða hjúkrunarlið, starfsfólk félagsmála- stofnunar eða aörir, sem eru öldruð- um innan handar, séu sér jafnan meðvitaðir um þær leiðir, sem fyrir hendi eru til þess að koma öldruð- um til hjálpar og vera þeim til stuðn- ings, þegar eitthvað bjátar á og ótt- inn gerir vart við sig. Þarna þarf að koma til næmleiki hjá aöstoðarfólki hinna öldruðu og nauðsynleg nær- gætni og nærfærni. Sé öldruðum boðin hjálp og aðstoð, er í rauninni verið að gefa í skyn, að viðkomandi sé ekki lengur fær um að hjálpa sér sjálfur. Og því ber svo sem ekki að neita, að gamalt fólk getur oft verið anzi stygglynt og óréttlátt í fram- "vKomu sinni. Það getur vel komið fyrir, að aldurhnigið fólk hugsi: „Hvernig stendur á því, að hún dóttir mín skuli koma fram við mig eins og ég sé einhver fáviti?" Og svo ör- skömmu sfðar: „Skyldi hún virkilega ekki gera sér grein fyrir því, að ég er orðin gömul og þreytt og get ekki lengur gert hlutina eins fljótt og hún með alla sína athafnasemi?" Fátækt og einsemd Auk líkamlegrar hrörnunar eru mestu vandamál ellinnar vafalaust tengd slæmri fjárhagslegri afkomu eða hreinni og beinni fátækt og svo einmanaleikanum, sem fer að gera vart við sig á efri árum. Það er sem betur fer heldur ólíklegt, að nokkur aldraður í Bretlandi komi til með að deyja úr hungri-nú á dögum eða geti ekki orðiö sér úti um hlý föt og sængurfatnaö. En það eru hins vegar allt of miklar líkur á þvi, að mörgum öldruðum sé kalt að stað- aldri og margir eru bæði illa nærðir og illa klæddir í ofanálag. Það er svo sem ekki vegna þess, að vel- ferðarsamfélag okkar vilji ekki sjá þeim fyrir þessum nauðsynjum, ».heldur vegna þess að umsóknir um slíka hjálp eru flóknar í framkvæmd og líka í augum margra beinlínis Góð framtíð bygg- ist á forvemd — rætt við ÞóriS. Guðbergsson ellimálafulftnía Undirbúningur efri áranna er yfirskrift námskeiðs sem haldiö verður dag- ana 5., 6. og 7. mars næstkomandi að Norð- urbrún 1, Reykjavík. Við höfðum samband við Þórir S. Guðbergs- son, ellimálafulltrúa Reykjavíkur- borgar, og báðum hann um að segja okkur nánar frá þessu nám- skeiði. „Góð framtíð byggist á for- vernd," sagði Þórir, „og það er ekki síður mikilvægt að undirbúa þetta æviskeið en önnur. Þetta er fyrsta námskeið sinnar tegundar sem haldið hefur verið hér fyrir almenna borgara í Reykjavík, 60 ára og eldri, en nokkur félagasam- tök hérlendis hafa boðið sínum félagsmönnum upp á svipaða fræðslu. í Noregi varfyrir 15 árum sett á laggirnar sérstök deild innan menntamálaráðuneytisins sem annast hefur fræðslu, útgáfumál og námskeiðahald í sambandi við undirbúning efri ára. Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar hefur aldrei unnið f þessum farvegi áður, en við álítum að þörfin sé brýn. Það er líklegt aö viöhorf manna hér séu svipuð og á hinum Norð- urlöndunum. Þegar farið hefur verið af stað með slík námskeið er gjarnan sagt í byrjun að þetta sé nú frekar fyrir Jón og Gunnu en viðkomandi aldraðan sem bent er á námskeiðið, og stundum tekur töluverðan tíma fyrir fólk að átta sig á gagnsemi slíkrar upplýsinga- miðlunar. Meginmarkmið okkar er að vekja fólk til umhugsunar um hvað breytist þegar við förum að nálgast ellilífeyrisaldur og hættum launaðri vinnu og hvernig unnt er að bregð- ast við nýjum og breyttum aðstæð- um. Við verðum óneitanlega vör við það hér í ellimáladeild að mikil breyting verður hjá flestum, þótt þeir hafi vitaskuld vitað af þessu fyrirfram. Þeir hafa allt i einu 8 stundir á hverjum degi til ráðstöf- unar til viðbótar og standa þá frammi fyrir þeirri spurningu hvað þeir eigi að gera við allan þennan tíma. Eg held að gera þyrfti fleiru öldruðu fólki kleift að minnka við sig vinnu smám saman og einnig að auövelda þeim að skipta um vinnu og að taka að sér verkefni sem ekki krefjast mikillar snerpu ogálags. Námskeiðið verður haldið á kvöldin milli klukkan 20.00 og 22.00, dagana 5., 6. og 7. mars að Norðurbrún 1 og verður skrán- ingartíminn auglýstur sérstaklega. Áætlað þátttökugjald er 500 kr og er kennslan, kennsiugögn og kaffi innifalið í þvf. Námsefnið verður að nokkru leyti sniðið eftir óskum hópsins og þátttakendur verða ekki fleiri en 50 á þessu fyrsta námskeiði. Tryggingamál verða tekin fyrir, þ.e. réttindi aldraðra hjá almanna- tryggingunum og Iffeyrismál, en báðir þessir málaflokkar þykja mörgum flóknir. Húsnæðis- og vistunarmál aldraðra verða rædd, þróun þeirra undanfarin ár og hvort þar sé einhverra breytinga að vænta. Einnig hvort við getum búið okkur undir að eldast í því húsnæði sem við erum í nú þegar eða hvort heppilegra sé að breyta til. Það er e.t.v. aldrei mikilvægara en einmitt á þessu æviskeiði þegar mikiö er dvalið heima við, að hús- næðið sé sniðið eftir þörfum þeirra er þarbúa. Sú þjónusta, heilsufarsleg og félagsleg, sem öldruðum í Reykja- vík er boöin, er orðin mjög um- fangsmikil og munum við væntan- lega taka heilt kvöld í að kynna hana, hver hún er, hvað hún kostar og hver borgar hana. Einnig verður fjallað um heiisurækt, hollustu- hætti og líkamlegar breytingar sem eru samfara öldrun. Ýmislegt fleira veröur tekið fyrir á námskeiðinu s.s. umfjöllun um mikiivægi hugræktar og jákvæðs hugsunarháttar á þessu breytinga- skeiði. Á þessum árum finnur fólk oft fyrir dauðanum er það missir maka og vini. Þá er mikilvægt að geta rætt mál sín í trúnaði við aðra, fengið aðstoð við aö komast yfir sárustu sorgina og framar öllu að einangra sig ekki. Maðurinn er félagsvera og þörfin fyrir félags- skap og samkennd er rík. Stöðugt fleiri aldraðir íslending- ar taka þátt í því starfi sem í boði er á hverjum stað og við hér í Reykjavík höfum orðið vör við að samsetning hópsins hefur breyst töluvert á undanförnum árum. „Yngri“ aldraðir eru nú fjölmennari en áður og flestallar stéttir þjóð- félagsins eiga fulltrúa í starfinu. Við eigum að vísu við þann „gleði- lega“ vanda að stríða að félags- starfiö er að sprengja utan af sér húsnæðið, en innan árs mun rýmið væntanlega aukast um 100% þar sem að taka á í notkun 3 nýjar fólagsmiðstöðvar fyrir aldraða. Ætlunin er að reyna að auka þátt aldraða fólksins í skipulagningu niöurlægjandi. Og oft kemur þaö fyrir, að aldraöir eru orðnir hálfr- uglaöir í ríminu varðandi verðlag og dauðhræddir við verðbólguna á þann hátt, að yngra fólk á heldur bágt með að skilja það. Gamalt fólk kann að muna eftir því, þegar einn poki af kolum kostaöi ekki nema tvo shillinga og 10 pence. Þegar þeim berst svo gasreikningur upp á 100 sterlingspund fyrir ársfjórðungs upphitun og til eldunar, þá er ekki nema von að þetta fólk verði alveg skelfingu lostið yfir þessum gifur- lega kostnaði. Jafnvel þótt ellilífeyririnn yrði tvö- faldaður, gætu aldraöar konur ekki fengið sig til þess að fara að eyöa heilum 100 pundum í að fá sér góða og hlýja vetrarkápu. Við erum flest fastir viðskiptavinir hjá Oxfam- búðunum og á alls konar kirkjubösurum og erum svo sem ekkert að kvarta. En væri það ekki alveg dásamlegt að hafa vel efni á því að fá sér virkilega fallegan, splunkunýjan fatnað fyrir vorið? Að því er varðar vandamálið í sambandi við einmanaleikann, þá er ég eiginlega ekki alveg eins full samúðar og skilnings og ég ætti ef til vill að vera. Ég geri mér mjög vel grein fyrir þeim innri einmana- leika, sem býr með hverjum þeim karli eða konu, er orðið hefur að sjá á bak lífsförunaut sínum. Það sem eftir er ævinnar veröur maður að hátta einn og leggjast til svefns í sínu einmanalega rúmi. Og það verður aldrei neinn framar, sem álít- ur mann vera þýðingarmestu mann- veruna í heimi. En það er þó langt frá því, að maður þurfi endilega þess vegna að vera án félagsskap- ar. Maður þarfnast þess, að þörf sé fyrir mann — hve djúp er ekki sú þörf að finna, að einhver þarfnist manns og einhver sakni manns. Það má ekki gleyma því, að í heimin- um allt í kringum mann blasa við alls konar þarfir, sem hægt er að veita aöstoö sína við að uppfylla. Ef okkur finnst við þörfnumst ástúð- ar, eru alltaf til einhverjar leiðir, sem við getum hagnýtt okkur til þess að verða hennar aðnjótandi og eiga hana skilið. Mikilvægt að sinna áhugaefnum sínum Ég hef komizt að raun um, að með því að taka þátt í margs konar félagsstarfsemi eftir að ég lét af störfum og fór á eftirlaun, þá hef ég oröið aðnjótandi — ég áræði ekki að segja: Hef unnið til og átt skilið — mun meir ástúðar en ég minnist, að mér hafi nokkurn tima fallið í skaut á mínum yngri árum. Ég veit svo sem, að ég er mjög heppin. Ég veit að lífsreynslan, sem leitt hefur mig inn á efri ár, heilbrigöa á líkama og sál, með fjölmörg áhugamál í farteskinu sem ég get ennþá sinnt, er alls ekki dæmigerð fyrir alla í hópi þeirra níu milljóna aldraðra ellilifeyr- isþega, sem eru í Bretlandi núna. En ólíkt því sem gerist meðal yngra fólksins, sem er í fullu starfi og á fyrir börnum og fjölskyldu að sjá, þá höfum við hin öldruöu tima af- lögu. Tíma til þess að taka þátt í alls konar sjálfboðaliðsstarfi. Sum okkar kunna að hafa vissa ánægju af því að berjast gegn því, að þílum sé lagt upp á gangstéttir eða gegn þvi að fólki líöist að fleygja rusli út um allar trissur eða að taka þátt í baráttunni fyrir jafnrétti kynj- anna, gegn kjarnorkuvopnum eða fyrir því, að hætt verði að nota dýr I t 1 í Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir á lækkuðu verði Ansjósu egg Nú er núbúið að tilkynna lækkun á eggjum, allt að 30% og munar um minna. Það er ekki að efa að það verður vel þegið af neytendum enda egg tals- vert dýr hér borið saman við næstu ná- grannalönd okkar, sem svo oft er vitnað til við ýmis tækifæri. En á meðan eggin eru seld á tilboðs- verði er sjálfsagt að nota sér það, hafa þau soðin, gufusoðin, steikt og gera eggja- hræru, búa til eggjaköku eða „ommelettu" eins og oft er sagt. Það er líka hagstætt að baka á meðan eggin eru ódýrari og geyma svo í frysti til síöari tíma Eitt og annað um egg 1. Ef sjóða á egg er nauðsynlegt að láta þau ná stofuhita áður en þau eru sett í sjóðandi vatnið, ellegar stinga með fínni nál í breiðari enda eggsins til að koma í veg fyrir að þau springi. 2. Gæta þari þess að suðutími og hiti sé hæfilegur þegar soðið er, ef egg er soðið of lengi getur hvítan orðið seig undirtönn. 3. Ef harðsjóða á egg er best að setja þau í álpott og láta kalt vatnið fljóta vel yfir. Þegar suðan kemur upp er potturinn tekinn af straumi og eggin láta standa í vatninu í 15 mín., en þá er vatinu hellt af og kalt vatn látið renna á eggin. Hvítan í harðsoðnum eggjum getur orðið seig og rauðan molnað ef soðiðerof lengi. 4. Ef aðskilja á egg er best að gera það þegar þau eru köld en aftur á móti verður meira úr þeyttum eggjahvítum ef þær hafa náð stofuhita. 1. Geymsla Egg er best að geyma með breiðari enda upp í bakkanum. 2. Egg geymast illa ef brestur kemur í skurnina og þarf að nota sem fyrst. 3. Þegar eggjarauður verða afgangs er best að setja þær í lokað ílát, setja kalt vatn yfir og geymast þær þá í nokkra daga í kæliskáp. 4. Eggjahvítur er hægt að geyma í nokkra daga í lokuðu íláti í kæliskáp. Þær má einnig frysta eins og þær koma fyrir og þá er að sjálfsögðu hægt að geyma þær lengur. Ansjósu-egg 4 harðsoðin egg, 8 ansjósuflök, 50. gr. mjúkt smjör, söxuð steinselja, graslaukur eða dill. Eginn skorin í tvennt langsum, rauðan tekin úr og saman við hana stappað ansjós- um, smjöri og kryddjurtum. Þetta er síðan sett með rjómasprautu í eggjahelmingana. Góður forréttur með ristuðu brauði. Skurnlaus soðin egg (Pocheruð egg) Egg eru soðin skurnlaus þannig: Eggin brotin út í sjóðandi vatn, helst þarf það að vera í pönnu eða lágum potti. Ut í vatnið er sett salt og eggin soðin í 3—4 mín., hvítan vill dreifast og þarf að ýta henni upp að rauðunni með trésleif. 4 egg soðin skurnlaus, vatnið látið drjúpa vel af,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.