Morgunblaðið - 14.03.1986, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ1986
Skilfstofur
Gluggar
á glugga ofan
IFurugeröi 5 verður vart sagt
að starfsemin fari fram fyrir
luktum dyrum, ekki þó
þannig að unnið sé í opnu
húsnæöi, en gluggar með
tvöföldu gleri koma víða í stað
veggja, þó þá sé að finna inn á
milli, auk þess sem gluggi er í lofti
eftir endilöngum gangi á efri
hæðinni og mikið er um litla glugga
á húsinu. Húsið er rekið af hlutafé-
laginu Furugerði, en hluthafar eru
6, 5 einstaklingar, þar af 4 með
endurskoðendaskrifstofur, eða
þeir Lárus Halldórsson, Gunnar
Örn Kristjánsson, Ragnar Krist-
jánsson og Þorsteinn Guðlaugs-
son og 1, Guðni Hannesson, með
innflutningsrekstur auk tölvufyrir-
tækisins TOK og eru þessir aðilar
allir með sína starfsemi í aðskiid-
um skrifstofum í húsinu, en sam-
nýta móttöku, fundarherbergi,
kaffistofu, auk opins vinnusvæðis
sem er stúkað niður með skilrúm-
um á efri hæðinni. „Það sem við
vildum í upphafi var hús sem ekki
minnti á eldspýtnastokk og væri
þannig að það félli vel inn í um-
hverfið, sem er íbúðarhverfi," segir
Þorsteinn Guðlaugsson, endur-
skoðandi, en húsið teiknuðu þeir
Pálmar Ólason og Ivar Eysteins-
son, sem einnig hafði eftirlit með
innréttingum. Starfsemin hófst um
áramót 1983-84. „Hér er fyrst og
fremst lagt upp frá þörfum hvers
eiganda, auk þess að hafa hús-
næðiö notalegt og bjart," segir
Þorsteinn og bætir við að menn
hafi í upphafi verið spenntir að sjá
hvernig til myndi takast með
^“~-Tminijin
í anddyrinu er lítil laug og gosbrunnur, „sem kom nú einfaldlega tii þegar viA vorum að velta þvf fyrir
okkur hvað mætti gera við plássið þarna niðri og einhver sagði, við skulum bara setja gosbrunn. Meinti
það allt eins f gamni, en arkitektarnir ákváðu að nota hugmyndina.“
Það eru gluggar inn f fundarherbergið eins og önnur
herbergi f Furugerðinu, en húsgögnin eru frá Hýbýla-
prýði.
Séð út á ganginn frá skrifstofu Þorsteins, en ákveðið
var að hver og einn innréttaði skrifstofuna eftir sfnu
höfði.
Séð eftir ganginum á efri hæðinni, hægra megin eru
skrifstofur í lokuðu rými, en vinstra megin sést f opið
húsnæði, auk stigans og fundarherbergisins.
Fundarherbergið, en húsgögnin þar eru skandinavfsk, framleidd af
Q-furniture.
Forma-
leikur
Það er eitt formið á
annað ofan sem ein-
kennir innviði auglýs-
ingastofunnar Svona
gerum við, í Hafnar-
stræti, en starfsemin hófst þar á
liðnu hausti og var nýlega lokið við
inréttingar sem Tryggvi Tryggva-
son, arkitekt hannaði. Eins og sést
á teikningunni er lögun húsnæðis-
ins nokkuð óregluleg og var ákveð-
ið að hafa innréttingar í samræmi
við það, auk þess sem þær byggja
mikið á litum, bláum, gulum, bleik-
um, grænum, gráum og hvítum. Á
stofunni starfa 8 manns og er
húsnæðið opið, nema hvað inn-
réttingarnar stúkast nokkuð af
sjálfu sér, sbr. skrifborð með
sambyggðum skilrúmum, kaffi-
stofa sem er í hringlaga afdrepi
eða “tunnunni", auk þess sem
fundarherberginu má loka af. Það
er staðsett í einu horni rýmisins,
með glerveggi á tvo vegu, sem
báðir vísa að gluggum. Dagsbirta
á greiðan aðgang inn, gluggar eru
á húsnæðinu samfellt á þrjá vegu
og engin gluggatjöld, en reyklitað
gler til að varna óþægindum af
mikilli birtu. Upphaflega var hug-
myndin að hafa þrjú herbergi á
borð við fundarherbergið, „en við
höföum á tilfinninguni að það
mynda virka of þungt og hurfum
frá þeirri hugmynd og erum mjög
sáttir við útkomuna. Við vildum
hafa stofuna öðruvísi en gengur
og gerist og kannski ekki síst í
anda starfseminnar og við höldum
að það hafi skilað sér,“ segir Ólafur
Ingi Ólafsson, hjá Svona gerum
við hf.
Telkningaf stofunni Formaleikurinn hefst strax f móttökunni. Borð og skilrúm eru teiknuð af Tryggva Tryggvasyni arkitekt,
en stólarnir tveir fremst eru frá Memphis, hannaðir af Michele de Luchi.
Skrifstofustólar eru frá Pennanum og Stálhúsgögnum.