Morgunblaðið - 14.03.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986
B 11
1315 á biðlista
eftir 372 íbúðum
fyrir aldraða
Tæpur helmingur íbúa landsins sem er 67 ára og
eldri býr í Reykjavík. Þetta eru um 10.400 manns.
Árí A 1970 voru íbúar Reykjavíkur 67 ára og eldri
um 5.000. Samkvæmt upplýsingum Trygginga-
stofnunar ríkisins hafa tæplega 40% af þessum
hóp, 4.000 manns, óskerta tekjutryggingu og því
litlar eAa engar tekjur utan almannatrygginga,
sem eru nú rúmlega 17.000 krónur á mánuAi fyrir
hvern einstakling.
ÁlitiA er a A um 25% lífeyrisþega þurfi á einhvers
konar stofnanaþjónustu aA halda, en um 75% búi
viA sæmilega heilsu og vellfAan á efri árum.
Samkvæmt þessu þurfa um 2.500 manns aAstoA-
ar viA. Samkvæmt upplýsingum frá Fólagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar fá um 1.600 heimili
aldraAra heimllisþjónustu aA meira eAa minna
leyti. 158 elnstaklingar njóta einhverrar fjár-
hagsa AstoAar f rá stof nuninni vegna ónógra tekna
og 1.315 einstaklingar eru á biAlista eftir þjón-
ustuíbúAum, vernduAum þjónustuíbúAum eAa
dvalar- og hjúkrunarheimilum. Á vegum Reykja-
víkurborgar bjóAast öldruAum 372 slíkar IbúAir,
þar af 52 fyrir hjón.
Margvislegar breytingar verða
á högum fólks þegar eftirlauna-
aldri er náð. Nefna má fjögur
atriði:
1. Minnkandi tekjur þegar launa-
vinnu er hætt.
2. Náin og dagleg samvinna og
samfélag við vinnufélaga
endar.
3. Að minnsta kosti 8 stundir á
dag eða 40 stundir á viku
bætast við ráðstöfunartíma
til tómstunda- og félags-
starfa.
4. íbúðin verður e.t.v. óhentug.
í síðustu viku gekkst Félags-
málastofnun Reykjavíkurborgar
fyrir þriggja kvölda námskeiði
fyrir Reykvíkinga 60 ára og eldri
undir yfirskriftinni „Til undirbún-
ings efri ára“. Námskeiðið var
haldið í aðalmiðstöð félags-
starfsins að Norðurbrún 1. Nám-
skeiðiö sóttu um 60 manns og
stór hluti þeirra er enn ekki
kominn á eftirlaunaaldur og leit-
aði sér þarna upplýsinga um
væntanleg réttindi sín. Sumir
höfðu aldrei fengið upplýsingar
um þessi mál áður, aðrir voru
nokkuð kunnugir þeim, en eitt
áttu allir sameiginlegt, að hafa
aldrei fengið slíkar upplýsingar á
þennan hátt fyrr.
Blaðamaður Morgunblaösins
sat þessi þrjú kvöld á námskeið-
inu. Víst er að ungt fólk hugar
lítið að þessum málum nema
því aðeins að það vilji sinna er-
indum aldraðra ættingja eða
vina. Þeir, sem ekki eru orðnir
„löggilt gamalmenni" eins og það
var svo biturlega orðað af þátt-
takendum á námskeiðinu, hafa
aö öllum líkindum gott af því að
huga að málefnum aldraðra. Þó
eru oft ákaflega naprar stað-
reyndir sem eru upplýstar. Nokk-
uð af þeim komu fram í upphafi
þessarar greinar og annað kem-
ur fram í viðtölum við þátttakend-
urog fyrirlesara.
í hnotskurn er staðreyndin sú,
að öldruöum fer sífellt fjölgandi.
Meðalævi Islendinga lengist
stöðugt. Fjölmargir hafa ekki
hugsað til framtíðarinnar og
tryggt sig með greiðslum í lífeyr-
issjóði. Þó má ætla að þelm fari
fækkandi vegna „skylduáskrift-
ar“ launþega að slíkum sjóðum.
Innan tiltölulega skamms tíma
má ætla, að um 40°/o þjóðarinnar
verði á eftirlaunaaldri, fólki sem
gert er með lögum að hætta
störfum. Hvernig má það vera
að þjóðfélagið geti alið önn fyrir
þessum fjölda, þegar óverulega
gengur á biðlista eftir ýmis konar
öldrunarþjónustu á árinu 1986?
Ekki má taka þessi orð þannig,
að ekki sé vel gert fyrir aldraða.
Staðreyndir tala sínu máli. Stór-
kostlegar breytingar hafa orðið á
aðstæðum aldraðra á síöustu
árum, en betur má ef duga skal.
Lesendur þessarar greinar verða
þó að átta sig á, að aldraðir eru
engir þurfalingar. Þeir hafa lokið
sínu dagsverki, i ýmsum tilfellum
fyrr en ástæða er til, en eitt skal
yfir alla ganga segja lögin. Aldr-
aðir eiga rétt á aðstoð, slíkt
höfum við sett í lög, rótt eins og
að sjúkir eiga rétt á ókeypis
aðhlynningu og lækningu. Sama
skal gilda með aldraða. Þá má
nefna þann stóra fjölda sem
lokast hefur inni í sjálfskaparvít-
um þess skipulags er við höfum
búið okkur, viljandi eða óviljandi.
Hverjir þekkja ekki tilviljunar-
kenndan leigumarkað íbúðar-
húsnæðis, þar sem leigan getur
verið um 12.000 krónur, en tekju-
trygging almannatrygginga er
rúmlega 17.000 kr? Hver getur
lifað á mismuninum? Þá má
nefna þann hóp aldraðra sem
býr í eigin húsnæði, sem er allt
of stórt eftir að börnin fóru að
heiman. Andvirði eignarinnar er
þó allt of lágt til að eigendurnir
telji sér fært aö selja og kaupa
sig inn í þjónustuvist fyrir aldr-
aða.
Hér verður nú getið þeirrar
aðstöðu sem Reykjavíkurborg
lætur öldruðum í té, en þess má
geta að Reykjavíkurborg ver 152
milljónum króna til öldrunarmála
á þessu ári.
Þeirri spurningu mætti að nán-
ar athuguðu máli beina til lesand-
ans, hvort ástæða sé til þess að
firra hvern einstakling ábyrgð á
elliárunum. Ber hverjum og ein-
um ekki siðferðileg skylda til að
búa í haginn fyrir komandi ár?
Er „skylduáskrift" að lífeyrissjóð-
unum nauösynleg? Er hægt að
koma því til skila, að hver ein-
staklingur beri ábyrgð á framtíð
sinni og verði að haga sér í
samræmi við það, þó svo að
hann geti gengið að því sem vísu,
að þjóðfélagið sjái um þá, sem
ekki geta framfleytt sér um ævi-
kvöldið?
Til þess var til námskeiösins
boðað, hver svo sem niðurstað-
an varð. Þessari grein er ætlað
Þátttakendur f námskeiði um undirbúning efri ára.
að vekja unga sem gamla til íhug-
unarumelliárin.
Húsnæðismál
aldraðra
Á vegum Reykjavíkurborgar
er boðið upp á, eins og áður
sagði, 372 íbúðir fyrir aldraða,
þar af 52 fyrir hjón. Aðstaðan
skiptist í þrennt, þjónustuíbúðir,
vistheimili eða verndaðar þjón-
ustuíbúðir og hjúkrunarheimili.
í Austurbrún 6 eru 40 leigu-
íbúðir sem eingöngu eru ætlaðar
fyrir aldraða. Stærð íbúðanna er
tæplega 50 fermetrar og húsa-
leiga með hita er kr. 4.099. Þjón-
usta er lítil heimilishjálp eftir
þörfum og hádegisverður fæst
heimsendur um helgar. Þetta
húsnæði er fyrir vel sjálfbjarga
fólk.
í Norðurbrún 1 eru þjónustu-
íbúðir; 52 einstaklingsíbúðir og 8
hjónaíbúðir, þær fyrrnefndu eru
um 30 fermetrar og hinar 42
ferm. Húsaleiga með hita er kr.
3.135 fyrir einstaklinga og kr.
4.232 fyrir hjónaíbúðir.
Þjónustan er fólgin í húsvörslu
og afnotum af sameiginlegu
rými, heimilisþjónusta er veitt
eftir þörfum og hádegisverður
fæst keyptur alla daga nema
helgar. Margvísleg önnur þjón-
usta er veitt, s.s. böðun, fótsnyrt-
ing, hárgreiðsla og félagsstarf
jafnt fyrir íbúa hússins sem og
aðra eldri borgara.
í Lönguhlíð 3 eru 32 þjónustu-
íbúðir; einstaklingsíbúðir, sem
eru allar 27 ferm. Húsaleigan er
kr. 6.058 með hita og rafmagni.
Þjónustan er fólgin í húsvörslu
og afnotum af sameiginlegu
rými. Neyðarhnappur er í öllum
íbúðum og tengdur við íbúð hú-
svaröar. Heimilishjálp fæst eftir
þörfum. Þarna er verslun, þar
sem fá má helstu nauðsynjar.
Hádegismatur fæst keyptur alla
virka daga nema helgar. Þjón-
usta, s.s. böðun, fótsnyrting,
hárgreiðsla og félagsstarf, er
veitt jafnt fyrir íbúa hússins sem
og aðra eldri borgara.
í Furugerði 1 eru þjónustu-
íbúðir; 60 einstaklingsíbúðir og
14 hjónaíbúðir. Stærðin er 32
ferm. fyrir einstaklinga og 57
ferm. fyrir hjón. Húsaleigan er
kr. 4.895 fyrir einstaklingsíbúðir
en kr. 7.747 fyrir hjónaíbúðir.
Þjónustan er fólgin í húsvörslu
og notum af sameiginlegu rými.
Forstöðumaður er við á daginn.
Sérstök vakt er frá kl. 18 til 22
alla daga. Neyðarhnappur er í
hverri íbúð, tengdur við vakther-
bergi og íbúð forstöðumanns.
Heimilishjálp fæst eftir þörfum.
Þarna er verslun, þar sem fá má
helstu nauðsynjar, hádegisverð-
ur fæst keyptur alla daga nema
helgar. Margvísleg þjónusta er
veitt í Furugerðinu og er hún
svipuð og á fyrrnefndu stöðun-
um.
Á Dalbraut 27 eru verndaðar
þjónustuíbúðir; 46 einstaklings-
íbúðir og 18 hjónaíbúðir. Leigan
með rafmagni og hita er fyrir þær
fyrrnefndu kr. 7.196 og þær síð-
arnefndu kr. 12.089.
Þarna er vakt allan sólarhring-
inn. Neyðarhnappur er í öllum
íbúðum tengdur vaktherbergi.
Hádegisverður er seldur alla
virka daga og skyldumáltíðir eru
fyrir einstaklinga. Heimilishjálp
og heimahjúkrun er eftir þörfum.