Morgunblaðið - 14.03.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR14. MARZ 1986
• ................... .. . . ......
VANDAÐAR FULNINCAINNIHURÐIR
Stórglæsilegar fulninga innihuröir úr massífri 1. fiokks furu.
Breiddir: 60, 70, 80 og 90 cm. Afgreiddar af lager.
Verö á hurö m/karmi, skrá og lömum kr. 10.700.- stgr.
Gamaldags karmlistar fáanlegir í 2 geröum.
Vönduð íslensk framleiðsla.
Áratuga reynsla í hurða- og gluggasmíði.
Cóðir greiðsluskilmálar. Sendum í póstkröfu.
TRÉSMIÐJA
BJÖRNS ÓLAFSSONAR
V / REYKJANESBRAUT
HAFNARFIRÐI
SÍMAR: 54444, 54495
Hlíðaskóli:
Reykjavík 200 ára
Á morgun, laugardag, verður
haldin hátíð í tilefni 200 ára afmælis
Reykjavíkur. Fjölbreyttdagskrá.
Kaffisala á vegum foreldrafélags.
Gamlir nemendur hvattir til að
mæta.
Útivist:
Árshátíð
Annað kvöld heldur Útivist árs-
hátíð sína að Hlégarði í Mosfells-
sveit. Rútuferðirfrá BSÍ kl. 19.
Laddi á Sögu
Laddi skemmtir á Sögu um helg-
ina á laugardagskvöld. Hljómsveit
Magnúsar Kjartanssonar leikur fyrir
dansi til kl. 3. Mímisbareropinn
föstudag og laugardag til kl. 3 eftir
miðnætti, opið verður í Grillinu
föstudag og laugardag.
Þjóðleikhúsið:
Ríkarður þriðji
Þjóðleikhúsið sýnir Ríkarð þriðja
eftir William Shakespeare á föstu-
dagskvöld. íslensk þýðing leiksins
ereftirHelga Hálfdanarson, leik-
stjóri er John Burgess frá breska
þjóðleikhúsinu, leikmynd ereftir Liz
da Costa, búninga gerði Hilary
Baxter, lýsingu annast Ben Ort-
merod og tónlist er eftir T erry Dav-
ies. Helgi Skúlason leikuraðalhlut-
verkið, en með önnur helstu hlut-
verkfara Róbert Arnfinnsson, Rúrik
Haraldsson, Flosi Ólafsson, Krist-
björg Kjeld, Margrét Guðmunds-
dóttir, RagnheiðurSteindórsdóttir,
Herdís Þorvaldsdóttir, Sigurður
Skúlason, ErlingurGíslason, Sigurð-
ur Sigurjónsson, Jón S. Gunnars-
son, en alls fara um fjörutíu leikarar
með hlutverk í sýningunni.
LúArasveit Tónmenntaskólans
Tónleikar Tónmenntaskólans
Yngri og eldri strengjasveit og lúðrasveit Tónmenntaskóla
Reykjavfkur halda tónleika í Háskólabíói nk. sunnudag 16.
mars kl. 2 e.h. Efnisskrá er fjölbreytt og aðgangur ókeypis
og öllum heimill.
Gunnar Björnsson selióleikari og David Knowles pfanólelkari. Ágústa Ágústsdóttir söng-
kona.
Tónleikar á Kjarvalsstöðum
Ágústa Ágústsdóttir, sópransöngkona, Gunnar Björnsson, sellóleikari og David Knowles,
píanóleikari, halda tónleika á Kjarvaisstöðum kl. 21.00.
Á efnisskránni eru Ijóðasöngvar eftir Brahms, Wagner og Síbelíus, sónata op. 5 nr. 2 í
g-moll fyrir píanó og selló eftir Ludvig van Beethoven og „Úr dagbók hafmeyjar" fyrir
selió og píanó eftir Sigurð Egil Garðarsson.
Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir málverkasýning Gísla Sigurðssonar, listmálara.
GalleríGangskör:
10 myndlistar-
menn
Galleríiö er opið alla virka daga
frá kl. 12-18 og frá kl. 14-18 um
helgar. Að galleríinu standa 10
myndlistarmenn og eru verk þeirra
til sölu í galleríinu sem er til húsa
í Bernhöftstorfu.
Akureyri:
Sýning í Alþýðu-
bankanum
Nú stenduryfirsýning á verkum
Daníels Guðjónssonar. Hann lauk
námi fra Myndlista- og handíða-
skóla islands 1985 og hefur áður
tekið þátt í nokkrum samsýningum.
Að sýningunni standa Menningar-
samtök Norðlendinga.
Kökubasar:
Fóstbræðrakonur
í tilefni 70 ára afmælis Karlakórs-
ins Fóstbræðra ætla fóstbræðra-
konurað halda árlegan kökubasar
á sunnudaginn kl. 14 í félagsheimili
Fóstbræðra að Langholtsvegi 109.
Húnvetningafélagið:
Árshátíð
Laugardaginn 15. mars kl. 19
verður haldin árshátíð í Domus
Medica. Fjölbreytt dagskrá.
Félagsvist:
Templarahöllin
Árnesingakórinn heldurfélags-
vist íTemplarahöllinni Eiríksgötu
sunnudag 16. mars kl. 14. Kórinn
syngur nokkur lög og kaffisala verð
urástaðnum.
Naustið:
Helgardagskráin
Föstudag og laugardag er
skemmtidagskrá í umsjón Helga,
Hermanns Inga og Jónasar Þóris,
sem nefnist „Hljómur þagnarinnar".
Dúó Naustsins, þau Hrönn Geir-
laugsdóttir fiðluleikari og Jónas Þórir
píanóleikari leika lög fyrir matar-
gesti, og hljómsveit Jónasar Þóris
leikur danslög fram eftir nóttu eða
tilkl. 3.
Sunnudagskvöld er Diddúar-
kvöld. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
syngur þekkt lög úrýmsum áttum,
en henni til aðstoðar verða Ólafur
Gaukur, Jónas Þórirog Hrönn Geir-
laugsdóttir. Hrönn og Jónas leika
tónlist fyrir matargesti. Helgi og Jón-
as Þórir leika danslög til kl. 01.
Jakob Þór Einarsson og Þorsteinn Gunnarsson i hlutverkum
sínum.
Svartfugl
NÝ LEIKGERÐ Bríetar Héðinsdóttur á skáldsögu Gunnars
Gunnarssonar var frumsýnd hjá Leikfélagi Reykjavíkur sl.
þrlðjudag.
Sýnlngln fjallar um morðin á Sjöundá f Rauðasandshreppi
árið 1802, en þá myrtu þau Bjarni Bjarnason og Steinunn
Sveinsdóttir maka sfna vegna ástar hvort á öðru. Með helstu
hlutverk fara Þorstoinn Gunnarsson, Jakob Þór Einarsson,
Sigurður Karlsson, Gfsli Rúnar Jónsson og Margrót Helga
Jóhannsdóttir. Um tuttugu leikarar leika í sýningunni. Leik-
stjóri er Brfet Háðinsdóttir, leikmynd og búninga gerði
Steinþór Sigurðsson, tónlist samdi Jón Þórarinsson og lýs-
ingu gerði David Walters.
-
\ í L 4 ii.
SAMKOMUR
LEIKLIST
Kardemommu-
bærinn
Kardemommubærinn eftirThor-
björn Egnerverðursýndurkl. 14.00
á sunnudag. Fáar sýningar eru eftir.
Með vffið í
lúkunum
Breski gamanleikurinn Með vífið
í lúkunum eftir Ray Cooney verður
sýndur í Þjóðleikhúsinu laugardags-
kvöld. BenediktÁrnason leikstýrir
og í helstu hlutverkum eru Örn Árna-
son, Þórunn Magnea Magnúsdóttir,
Anna Kristín Arngrimsdóttir, Sigurð-
urSigurjónsson, Pálmi Gestsson
og SigurðurSkúlason.
Upphitun
Leikritið Upphitun eftir Birgi Engil-
berts verður sýnt sunnudagskvöld
og eru þá aðeins tvær sýningar eftir
á þessu leikriti.
Alþýðuleikhúsið:
Tom og Viv
Laugardag og sunnudag verða
20. og 21. sýning á leikritinuTom
og Viv á Kjarvalsstöðum og hefjast
kl. 16 báða dagana.
Revíuleikhúsið:
Skottuleikur
Sýningar verða laugardag kl. 15
og sunnudag kl. 16. í Breiðholts-
skóla.
Kjallaraleikhúsið:
Reykjavíkursögur
Ástu
Sýningarveröa kl. 17 laugardag
og sunnudag. Þetta er næst síðasta
sýningarhelgi.
Egg-leikhúsið:
Ella
Sýningar verða í kjallara Hlað-
varpans á Vesturgötu 3 föstudags-
kvöld og sunnudagskvöld kl. 21.
Listaklúbbur NFFA:
Kitlur
í kvöld erfrumsýning á leikriti
eftir Steinunni Jóhannesdóttur leik-
konu hjá Listaklúbbi Nemendafé-
lags Fjölbrautaskólans á Akranesi.
Frumsýningin hefst kl. 20.30 og
önnur sýning á sunnudagskvöld.
Leikfélag Reykjavíkur:
Land míns föður
Tvær sýningar um helgina, föstu-
dag og sunnudag.
Sex í sama rúmi
Miönætursýning í Austurbæjar-
bíói laugardag kl. 23.30
TÓNLIST
Akureyri og Broadway:
Tríó Eddie Harris
Tríó Eddie Harris, jazzistans og
grínistans, leikur í Svartfugli I Nýja
Alþýðuhúsinu á Akureyri sunnudag-
inn 16. mars og í Broadway mánu-
daginn 17. mars. Jazzklúbbur Akur-
eyrar og Jazzvakning standa að
þessum tónleikum.
Norræna húsið:
Píanótónleikar
Martin Berkofskyog Anna Mál-
fríður Sigurðardóttir halda fjórðu
Schubert-tónleika sína í Norræna
húsinu á morgun, laugardag, kl. 17.