Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. APRÍL1986 m SALARFRÆÐI áirfaravarhlutaaf daglegu amstri og önnum í vestrænu þjóðfélagi eins ogokkar þarsemönnur hver manneskja virðist ■ vera á stanslausum hlaupum daginn út og inn til að halda í við eigin tíma eöa annarra - eða er það ekki svo? Algengur samnefnari fyrir sálarástand slíkra síhlaupandi þjóö- félagsþegna er STRESS, streita sem sting- ur kollinum upp úr sálarkytrunni við ýmsar aðstæður og stundum svo oft og sífellt að fólk hættir að átta sig á - það er a.m.k. eitt þeirra atriða sem bent var á í samræð- um við sálfræöingana Guðfinnu Eydal og Álfheiði Steinþórsdóttur. „Það hættulega við streituna er þegar hún kemst í vana og fólk verður svo vant henni að því finnst streituástandið eðlilegt." Streitan eykst Álfheiður og Guðfinna hafa rekið saman Sálfræðistöðina frá haustinu 1983 og hald- ið ýmis námskeiö varðandi mannleg sam- skipti þar sem markmiðið er að kenna þátttakendum að meta persónulegan stíl í samskiptum og læra nýjar samskiptaað- ferðir og námskeið um börn og sjálfstraust o.fl. Nú síðast sendu þærfrá sér slökunar- æfingar, „pakka" með snældu og leið- beiningum í slökunartækni sem Svíinn Anders Enquist samdi og þær hafa notað í Sálfræðistöðinni og víðar. í inngangi leið- beiningabæklingsins segir að æfingarnar séu ætlaðar hvort heldur er til að gefa þeim hugmyndir sem vilja kenna aðferöina, og hinum sem sjálfir vilja læra að losna við eigin spennu og óróa og er nánar sagt frá aðferðum Enquist í þá veru á öðrum stað í þessari grein. Þær Álfheiður og Guðfinna segja eina ástæðu þess að þærfóru út í útgáfu slök- unaræfinganna vera þá að þær merki tals- verða aukningu í streitu almennt manna á meðal og að fólk hér sé yfirleitt mjög stressað. „Það segir sig sjálft þegar fólk vinnur langan vinnudag, jafnvel tvöfalda vinnu, fjárhagsörðugleikar eru algengir og húsnæðisörðugleikar bætast þar á ofan hjá mörgum, þá eykur það líkurnar á skaö- legum áhrifum streitu. í raun er ekki óal- gengt að fólk sé svo spennt og stressað að þegar þaö loksins kemur heim og leggst á koddann getur það ekki sofnað, öll innri spennan, sem hefur myndast yfir daginn, þrýstirá," segir Álfheiður og Guðfinnar , bætir við: „Sem dæmi um varanlegt streituástand eru Islendingarnirsem fara á sólarströnd til aö hvílast, en eru svo yfirspenntir að það fara fyrstu dagarnir af fríinu í að „ná sér niður" til að geta slappað af og hvílst. Svo þegar tími kemur til að fara heim úr fríinu þá kvíðir fólk fyrir að „fara aftur í stressið". Þetta segir einfald- lega þá sögu að margir líta á stöðugt álag sem eðlilegan hlut af lífinu." SALRÆNUM ÞÖRFUNI ÞARF LÍKA AÐ SINNA Af streitu og áhrifum hennar í samfélaginu — rætt við___ sálfræðingana Alfheiði Stein- þórsdéttur og Guðf innu Eydal Ytri kröfur uppfylltar - dýpri þarfir vanræktar En hvað er það sem veldur? „Fólk reynir gjarnan að uppfylla kröfur samfélagsins og eigin þarfir. Fullorðnir reyna að koma sér fyrir í húsnæði þar sem þeir finna öryggi og eins og mál hafa þróast og skil- yrði fyrir slíku harðnað þá þarf fólk að vinna mun meira til að ná endum saman. Og um leið getur það oft ekki uppfyllt aðrat kröfur, sem það gerir til sjálfs síns, s.s. kröfu um einkalíf, kröfu um að vera góðir foreldrar, um að stunda félagslíf, gefa sér tíma fyrir eigin áhugamál og þar f ram eftir götunum," segir Guðfinna. „Það skapar svo togstreitu þegar fólk er sífellt aö aðlaga sig þessum kröfum en nær ekki á sama tíma að upp- fylla eigin, dýpri þarfir. Að vinna mikið verður fljótt að vana og fólk veitir því oft ekki athygli. Þá verður auðvelt að missa tengsl við aðra og mikilvæga hluti í lífinu. Hins vegar er ekki svo að þessar óuppfylltu þarfir séu úr sögunni, þær minna á sig á óbeinan hátt - ekki síst og kannski oftast með streitueinkennum. Þá benda þær á að aukin krafa sé í samfélaginu um að menn og konur standi sig, nái langt í lífs- baráttunni og því fylgi aukið álag. „Margirverða „prógrammeraðir", ef svo má að orði komast, fyrir streitu strax í bernsku," segir Guðfinna. „Og það getur verið einskonar uppeldislegt atriði, sér- staklega hvað varðar karlmenn. Þeim er oft kennt að bæla niður og sýna ekki tilfinn- ingar og sem fullorðnir menn eiga þeir erfitt með að tjá sínar tilfinningar. Á þenn- an hátt binda karlmenn oft orku sem kemur fram í ýmiss konar stressi og í framhaldi af því geta einkenni eins og of hár blóð- þrýstingur og magasár orsakast, eins og rannsóknir hafa sýnt." Þó segjast þær merkja breytingu þarna á, yngri menn sóu margir hverjir mun ófeimnari við að sýna tilfinningar í lífi og starfi. „Við vorum einmitt að velta Eiríki Haukssyni, söngvara, fyrirokkurvarðandi þetta. Hann er sjáifsagt á sinn hátt tímanna tákn, leggur sýnilega tilfinningu í það sem hann gerir og er óhræddur við. Það á örugglega sinn þátt í vinsældum hans." Hvað konur varðar þá segja þær Ijóst að konur geti oft verið mjög bældar, en gjarnan af öðrum orsökum en karlmenn. „Konur eru oft óöruggar með sig, þora t.d. ekki að sýna hvað í þeim býr. Það eitt getur virkað sem innra stress. En margar nútímakonur hafa hins vegar tileinkað sér lífsstíl karlmanna, sérstaklega konur á starfsframabraut. Þærverða stressaöar og hlusta ekki á sinn innri mann, heldur fara eftir leikreglum sem fyrir eru. Enda sýna rannsóknir að konur eru á hraðri leið með að ná körlum í hjarta- og æðasjúk- Stressaðir foreldrar - stressuð börn En hvar koma börn inn í myndina? „Það er ijóst að stressaðir foreldrar eiga stress- uð börn," segirÁlfheiður. „Staða foreldra og barna í dag er allt önnur en var hjá kynslóðinni á undan, sem ól sín börn innan mun fastmótaðri og ákveðnari ramma en nú gerist. Ein afleiðingin er aö mæður í dag eru oft að reyna að uppfylla kröfur tveggja ólíkra lífsmynstra, þ.e. að reyna að uppfylla kröfur heimilisins og vinna þar starf, sem áður fyrr taldist fullt starf fyrir eina konu, og á sama tíma að vera í fullu starfi á vinnumarkaðnum. Slíkt getur ekki gengið áfallalaust á báðum vrgstöðvum, það er alveg Ijóst. Algeng afleiðing er sektarkennd hjá foreldrum yfir að geta ekki sinnt þessari djúpu þörf fyrir að vera „góðirforeldrar" og geta sinnt sínum börnum eins og þeim var sjálfum sinnt í uppeldinu. Börnin skynja síðan þessa sektarkennd og spila jafnvel á hana, en sektarkennd er eyðileggjandi afl í öllum samskiptum." Einbeitingarleysi barna - aukið vandamál Þær benda á að algeng merki um breytta Álfheiður Stein- þórsdóttir og Guðfinna Eydal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.