Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 15

Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 15
MORGUNBLAÐH), PÖSTUDAGUR 11. APRÍt, ið86 FERÐALOG Ferðafélag íslands: Skíðagönguferð Sunnudaginn 13. apríl veröur skíðagönguferð kl. 10.3Ó í Bláfjöll- um. Gengið verður að Kistufelli og niðurá nýja veginn frá Grindaskörð- um. Gangan hefst við þjónustumiö- stöðina í Bláfjöllum. Kl. 13 verður gengið á Þríhnúka, þaðan haldið í suöur á Stórabolla og komið niður hjá Grindaskörðum. Útivist: Krísuvík og vorferð á Snæfellsnes i kvöld kl. 20 veröur farin vorferð á Snæfellsnes. Gengið verður á Snæfellsjökul og ströndin undir Jökli skoðuö. Á heimleið verður farið í Gullborgarhella. Gist verðurá Lýsu- hóli. Á sunnudag kl. 13 verður farin ferð sem nefnist Krísuvík - Kleifar- vatnsskrímslið. Brottför erfrá BSÍ. Hana nú: Helgarganga Vikuleg ganga Frístundaklúbbs- insverðurá morgun, laugardag. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Allir Kópavogsbúar velkomnir. „Kona f stól“ eftir Daða Guðbjörnsson. 30x24 sm. Blek á pappír og máluð í ár. Kjarvalsstaðir: Opnuð sýning Daða, Helga Þorgils og Kristins Guðbrands Á laugardaginn klukkan tvö verður opnuð sýning á verkum Daða Guðbjörnssonar, Helga Þorgils Friðjónssonar og Kristins Guðbrands Harðarsonar að Kjarvalsstöðum. Sýn- ingin stendur yfir dagana 12.-26. aprfl að báðum dögum meðtöldum. Á sýningunni eru meðal annars olíumálverk, oliukrítarmyndir, vatnslitamyndir, skúlptúrar og grafík. Listamennirnir eiga talsvert langan sýningaferil að baki bæði heima og erlendis. LEIKLIST Þjóðleikhúsið: Með vífið í lúkunum Næstu sýningar verða í kvöld, föstudagskvöld, og eru þá einungis þrjár sýningar eftir. Ríkarður þriðji Á laugardagskvöld verður sýning á Ríkarði þriðja, eftir William Shake- speare í leikstjórn John Burgess frá breska Þjóðleikhúsinu. Leikin er þýðing Helga Hálfdanarsonar, en það er Helgi Skúlason sem fer með titilhlutverkið. Kardemommubærinn 75. og siðasta sýning á Kar- demommubænum, eftir Thorbjörn Egner, verður kl. 14.00 á sunnudag i Þjóðleikhúsinu. Stöðugir ferðalangar Á sunnudagskvöld verður þriðja sýning á ballettsýningunni Stöðug- Ragna Róbertsdóttir Sigurlaug Jóhannesdóttir Nýlistasafnið: SÓLARFLAUT — samsýning Sigurlaugar og Rögnu Ragna Róbertsdóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir opna sýningu í Nýlistasafninu laugardaginn 12. aprfl kl. 14. Nefnist sýningin Sólarflaut. Við opnun spila þær Laufey Sigurðardóttir á fiðlu og Guðrún Sigurðardóttir á selló. Á sýningunni eru skúlptúrar eftir Rögnu Róbertsdóttur unnir úr manillareipi, hör og steini. Sigurlaug sýnir verk úr plexigleri og hrosshári. Sýningin er opin frá kl. 12—20 laugardaga og sunnudaga, en virka daga frá kl. 16—20. Sýningunni lýkur sunnudaginn 20. aprfl. um feröalöngum, eftir Ed Wubbe. Sýningin samanstendur af þrem yerkum Wubbes en dansarar eru úr islenska dansflokknum. Leikfélag Hafnarfjarðar: Galdra-Loftur Laugardaginn 12. april frumsýnir Leikfélag Hafnarfjaröar leikritið Galdra-Loft eftirJóhann Sigurjóns- son. Sýningin hefst kl. 20.30 í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Leikstjóri er ArnarJónsson, semjafnframt hann- aði leikmynd en lýsingu annaðist Lárus Björnsson. Búninga hannaöi Alda Sigurðardóttiren hljóðlist annaðist Jóhann Morávek. Alls taka 14 leikarar þátt i sýningunni. Alþýðuleikhúsið: Tom og Viv Siðustu sýningar á leikritinu Tom og Viv verða á Kjarvalsstöðum á laugardag og sunnudag kl. 16.00. Leikfélag Reykjavíkur: Sex í sama rúmi Athugið breyttan sýningartíma, sýning í Austurbæjarbiói kl. 20.30 í kvöld, föstudagskvöld. Land míns föður Sýningar á föstudags- og sunnu- dagskvöld. Svartfugl Svartfugl Gunnars Gunnarssonar í leikgerð Bríetar Héðinsdóttur hefur fengið góðar viðtökur og er uppselt á margar sýningar fram í tíma. Egg-leikhúsið: Ella Um helgina verður Ella sýnd á laugardag og sunnudag og hefjast sýningar kl. 21.00 i kjallara Hlað- varpans á Vesturgötu 3. Sb i 15 * Operugestir athugið: Við opnum kl. 17.30 föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Sérstakur smárétta-matseðill eftir sýningar. Pantið tímanlega í síma 18833. Arnarhóll KÍNA HÚSIP Pang Cheng Theng fyrrum yfirmatsveinn Shanghai hefur opnað eigið veitingahús í Kópavogi. Fjölbreyttur mat- seðill með hinum heimsfrægu Canton og Peking-róttum. Allir fá ást á kínverska matn- um, — reynið sjálf! Kínverskir matsveinar, kín- versk þjónusta á borðin, kín- verskt andrúmsloft. Spennandi kvöld f China House eða maturinn tekinn með heim. Opið: Virka daga 11 til 14.30 og 17.30 tii 22 Laugardaga og sunnudaga 16—22 Nýbýlavegi 20 Kópavogi Sími 44003. Nemendasýning Jazzballett- skóla Báru verður haldin á morgun laugardag 12. apríl 1 Broadway kl. 14.00. Fjölbreytt atriði, m.a. atriði úr Cnorus Line, West Side Story o.fl. o.fl. Miðasala við innganginn. Láttu þig ekki vanta! 9 J S.B. Gódcrn daginn!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.