Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRÍL 1986
B 13
Kartöfubakstur.
Kartöflugratin.
2 matsk. hveiti
1 stór laukur
1 egg
1 tsk. kraftur, grænmetis-r eöa
kjötkraftur
dálítið salt
Hráar kartöflurnar afhýddar hrá-
ar og rifnar gróft á rifjárni, hveiti,
laukur, eggi og krafti hrært saman
við. Úr þessu eru steiktir klattar
eða kökur á pönnu, steikt úr smjöri
eða smjörlíki við vægan straum,
klöttunum snúið oft því steikning-
artími þarf að vera 15 mín.
máli, en stundum gekk fólk einnig
í fötum úr innfluttu efni, en auðvit-
að var það ekki annaö en efnafólk-
ið. Almenningur var oftast í fötum
úr sauðalitunum, gráum, sauð-
svörtum og mórauðum. Það þótti
tilgerðarlegt að vera að lita fötin
en þegar það var gert voru þau
aðailega lituð úr sortu sem tekin
var úrforarmýrum.
Aðalbúningur kvenna var pils,
treyja og svunta og utanyfir allt
þetta var höfð hempa sem var með
mjög framþröngum ermum.
Hempan var heldur styttri en pilsin
um sa. 20 sm. Fötin voru yfirleitt
svört á lit. Pilsin voru venjulega
tvö, undirpils og ytra pils. Að
neðan voru pilsin lögð flauels-
böndum, flos- eða rósaböndum,
og ef svo var ekki þá voru þau
vandlega saumuð út. Yfir allt þetta
kom síðan svuntan, en hún var
alltaf höfð í einhverjum lit, og eins
og pilsin þá var hún einnig lögð
með flauelsböndum að neðan og
stundum jafnvel silkiböndum.
Á strengnum á svuntunni að
ofan voru 3 víravirkishnappar úr
silfri. Með þessum hnöppum var
svuntan fest við belti með silfur-
eða látúnsstokkum. Stundum var
sproti á beltinu að framan.
Að ofan höfðu konur bol eða
upphlut sem náði aðeins upp á
brjóstin að framan en upp á herða-
blöðin að aftan. Bolurinn var ýmist
blár eða rauður og var með brydd-
ingum í öðrum lit. Að framan voru
millur úr silfri eða kopar, stundum
með víravirki og fylgdi festi og nál
til þess að reima bolinn að sér.
Utanyfir kom treyjan. Hún var
svört, aðskorin með þröngum
ermum lögð samskonar böndum á
bakinu og bolurinn og var saumað
með gull- eða silfurvír meðfram
böndunum.
Um hálsinn vai stífur kragi sem
var þó nokkuð breiður og yfir
honum hvítur pípukragi sem svipar
til prestkraga eins og þeir voru hér
á árum áður. Svartur silkiklútur var
hafður á herðunum undirtreyjunni.
Ef konur voru efnum búnar höfðu
þær tvær gylltar silfurfestar og féll
önnur þeirra ofan á herðarnar, en
hin ofan á brjóstin.
Búningar þessir geymdust oft
mann fram af manni og margir áttu
brúðkaupstreyjuna sína fyrir spari-
treyju alla ævi. Þó svo að fötin
væru dýr í upphafi, gerði það í
rauninni ekki svo mikið til, því þau
entust alla ævina og stundum
lengur. Endingin á fötunum var
svona mikil af því að vaðmálið var
vel þæft og prjónabrækurnar voru
m.a.s. svo vel þæfðar að þær
stóðu sjálfar.
Anna B. Hendriksdóttir
og Hólmfríður B. Emilsdóttir
Heimildin
Costume and Fashion: James Laver.
Folk skaber klær: Henning Nielsen tók saman.
The Changing form of fashion: Madge Gar-
land.
Politikens dragtleksikon: Henny H. Hansen.
The story of Clothes: Agnes Allen.
íslenskir þjóðhættir: Jónas Jónasson fró
Hrafnagili.
Biblían, 1. Mósebók 3. kafii 7.-8. vers og
21.—22. vers.
Kartöflur
á annan máta
Kartöflugratin
8 stórar kartöflur
vatn, salt,
2 dl rjómi eða rjómabland
pipar, hvítlauksduft,
2 dl rifinn ostur
Kartöflurnar afhýddar hráar og
skornar í sneiðar, soðnar í salt-
vatni í 2—3 mín. og vatnið látið
drjúpa vel af. Kartöflurnar settar í
ofnfast fat, rjómanum hellt yffr,
pipar og hvítlauksdufti stráð yfir
eftir smekk. Rifnum ostinum er svo
stráð yfir kartöflurnar og bakað í
ofni í 15—20 mín. við 225 °C.
Ætlað fyrir 6—8.
Kartöflubakstur
'h kg hráar kartöflur, afhýddar og
skornar í sneiðar
3 tómatar
4 harðsoðin egg
1 lítil dós ansjósur
saltog pipar
2'/a dl kaffirjómi
1 dl mjólk
söxuð steinselja
Kartöflusneiðarnar settar i ofn-
fast fat, ásamt tómatsneiöum,
eggjasneiðum og ansjósuflökun-
um, salti og pipar stráð yfir hvert
lag. Mjólk og rjóma blandað saman
og hellt yfir. Bakað neöst í ofninum
í ca. 1 klst. við 200°C. Steinselju
stráö yfir. Ætlað fyrir 4.
Kartöflu-klattar
6 stórar kartöflur
síðustu öldum, en fram á síðari
hluta 18. aldar mun samt fatnaður
alþýðu hér á landi hafa verið að
mestu leyti hinn sami.
í byrjun 19. aldar komu upp síð-
ar lokubuxur, svo háar, að þær
náðu upp undir herðablöð og einn-
ig voru vesti og stutttreyjur með
3 saumum á baki sem náðu aðeins
niður að mjöðmum.
Skór voru úr leöri eða sauð-
skinni og saumaðir með góðum
togþræði, skórnir voru með ristar-
böndum og hælþvengjum. Skinn-
leistar voru oft hafðir innanundir
skóm til þess að verjast bleytu.
Yfirleitt báru menn skotthúfur á
höfði með 15—20 sm löngum skúf.
Ef veður var vont höfðu menn
hettur á höfði eða huldu allt höfuð-
ið, en höfðu op að framan frá
augnabrúnum niður fyrir munninn
og út á kinnbeinin. Húfur þessar
kaliast lambhúshettur. Til spari og
í ferðalögum höfðu menn mjúka
og barðabreiða hatta, en þeir tíðk-
Þegar slöngulokkar komu f tfsku
var hárið ennþá mjög sftt og tekið
vel frá andlitinu og grófir lokkar
látnir falla niður á axlir.
Tíska karla breyttist lítið. Bux-
urnar voru eins og þær höfðu verið
og jakkarnir að mestu leyti líka,
að undanskildu því að löfin voru
horfin. Vestin og hálsklútarnir voru
stundum mynstruð eða röndótt.
Hattatískan hjá körlum breyttist
einnig. Þeir voru langir og mjóir
og kölluðust „pípuhattar“.
Árið 1850 kom einhver hugvits-
maður með þá hugmynd að konur
klæddust léttum álgrindum til að
auka víddina í pilsunum. Þó aö
ekki hafi verið þægilegt að vera í
þessu þar sem grindin vingsaðist
til við hvert fótmál, tóku sumar
konur þetta sem meira frjálsræði,
sérstaklega fyrir fæturna.
Grindartískan náði hámarki
1860. Breidd grindanna var það
mikil að um 7 metra af efni þurfti
í pils og fór upp í 14—15 metra
hjá efnuðum konum.
Niður að mitti voru blússur og
jakkar aðþrengd og með nælu eða
slaufu við hálsmálið. Hárið var sítt
en falið í hárneti, sem oft var
skreytt blómum.
Hjá litlum stúlkum var tískan
svipuð og hjá konum, nema að þær
gátu einnig klæðst stuttum pilsum
án þess að þaö teldist siðlaust.
Síddin var samt sem áður oft
bætt upp með blúndubuxum.
Hjá karlmönnunum breyttist nú
jakkasíddin en nú voru þeir jafnsíð-
ir báðu megin, og slaufa var bundin
á hálsklútinn í stað einfalds hnúts.
Á þessum árum var stéttarmun-
ur í Evrópu allverulegur og þá sér-
staklega í Englandi. Ljóst er að
og náöu niður á pilsið.
Slöngulokkar komu í tísku. Hárið
var enn þá sítt og var tekið vel
frá andlitinu og grófir lokkar látnir
falla niður á axlir. Ýmist báru konur
litla hatta sem voru fremst á höfð-
inu og náðu niður á enni, eða borða
sem bundnir voru saman í slaufu
efst.
Smám saman hvarf víddin að
framan og lögð var áhersla á að
lengja og víkka pilsin að aftan og
kjólarnir voru alsettir blúndum og
borðum.
Upp úr 1895—1900 urðu pilsin
sífellt þrengri. Jakkarnir voru
þröngir um axlir, með víðum erm-
um, og rnittið átti að vera mjög
grannt. Konur fóru að bera karl-
mannlega hatta, t.d. pípuhatta og
stráhatta með borða.
í samræmi við það að alls konar
íþróttir og útilíf og þá sérstaklega
hjólreiðar komu í tísku, missti
klæðnaður íburð sinn og pilsin
styttust.
JBSPSík
Árið 1850 klæddust konur léttum
grindum til að auka víddina í
pilsum. Breidd grindarinnar var
það mikil að um 7 metra af efni
þurfti f eitt pils.
uðust aðallega meðal efnabænda.
Eftir að síðbuxur komu til sög-
unnar voru sokkarnir hafðir mun
styttri en áður hafði veriö og þá
féllu líka sokkaböndin úr sögunni.
Hversdagssokkar voru gráir eða
mórauðir, en sparisokkar blá-
kembdir með brotum og oft voru
bæði hællinn og táin prjónuð með
hvítum lit.
Hversdagsfatnaður kvenna var
pils og treyja með litlum eða eng-
um leggingum og yfirleitt báru þær
svokallaðar kollhúfur á höfði. Hárið
var yfirleitt fléttað í þrjár fléttur og
var þeim stungið undir húfuna.
Þær höfðu eins og karlmennirnir
skotthúfu á höfði en skúfurinn var
oftar mislitur hjá þeim, og þá í
rauöum, grænum eða bláum lit.
Skúfurinn var oftast úr tvinna eða
silkitvinna og var hólkur á.
Fötin voru oftast gerð úr vað-
Daglegur klæðnaður fólks í
kringum árið 1800.
aðeins hástétt klæddist fyrrnefnd-
um íburðarklæðnaði. Lágstétt og
bændafólk klæddust einföldum
flíkum úr lérefti eða vaðmáli.
1870—80 tók víddin að minnka
og álgrindin hvarf, en mikið púff
og miklar blúndur mynduðu vídd-
ina. Kjólar voru aðallega af tvenn-
um gerðum, samfelldir heilir kjólar
sem oft voru flegnir og tvískiptir
kjólar með þröngri blússu og víðu
pilsi. Jakkarnir voru síðari en áður
Snið karlmannafatnaðar voru
svipuð og áður, en fleiri litir komu
til sögunnar. Buxurnar voru rönd-
óttar, jakkarnir dökkir með hvítum
líningum. Það kom jafnvel fyrir að
karlmenn voru í Ijósum fötum i’
Englandi. Jakkarnir voru þrengri
og styttri og líktust nútíma jakka-
fötum.
Hinn enski kúluhattur leit dags-
ins Ijós og einnig beinir stráhattar.
Einstaka hjólreiðamaður sást
með derhúfu, en þær urðu samt
fyrst verulega vinsælar með til-
komu bílsins á árunum 1905—
1910.
Klœðnaður á
íslandi á
19. öldinni
Fatnaður manna hér á landi
hefur tekið miklum breytingum á