Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.04.1986, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR11. APRIL1986 + SALARFRÆÐl ÞEGAR KVKHNN Q ER í FYRIRRÚMI l júkleg kvíðatilfinning og ótti undir niðri eref til vill einhveralgengasti geðkvillinn, sem ásækir Vesturlandabúa nú á tímum. Bráðabirgðaniðurstöður mjög umfangs- mikilla rannsókna, sem geröar hafa verið á Vesturlöndum og ætlaö var að gefa heilbrigöisyfirvöldum sem gleggst um tíðni hinna ýmsu tegunda geðsjúkdóma, benda eindregið til þess, að óeðlileg kvíðatilfinn- ing sé langsamlega efst á blaði á listanum yfir geðræna kvilla hjá konum. Meðal karl- manna reyndist slík kvíðatilfinning vera í öðru sæti á eftir ofnotkun lyfja og áfengis, en margir vísindamenn álíta einmitt slíka ofnotkun vera tilraun til að breiða yfir óeðli- legan kvíða, sem menn eru haldnir undir niðri. Lítum rétt sem snöggvast á þrjú tilvik, sem öll áttu sér stað í raunveruleikanum: * 32 ára gamall lögfræðingur, sem stöð- ugt þjáist af ákafri streitu og missir alltaf auðveldlega stjórn á sér, hefur af því þungar áhyggjur, að hann sé í þann veginn að ganga af vitinu. Hann efast um, að hann geti haldið í horfinu mikið lengur og heldur að hann verði brátt ekki lengur fær um að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða með vinnu sinni. Hann er því haldinn stöð- ugum kvíða fyrir því, að velgengni hans í starfi eigi eftir að taka skjótan enda, og' að hann eigi eftir að verða uppvís að alvar- legum svikum og prettum. * 27 ára gamall skurðlæknir, myndar-\ legur maður og vinsæll. Honum vegnar vel í sínu starfi og er á öruggri framabraut. Dag nokkurn, meðan á aðgerð stendur, tekur hann allt í einu að svitna og fer að titra allur, án þess að fá við nokkuð ráðið. Honum finnst, að hann sé að kafna og með honum vaknar sú tilfinning, að hann sé að deyja. Eftireinungis fáa mánuði verður hann að láta af störfum sem lækn- ir, sökum þess að hann er haldinn óviðráð- anlegum ótta við að fá annað álíka kast af „stjórnlausri skelfingu" á meöan hann er að framkvæma vandasama aðgerð á skurðstofunni. * 48 ára gamall frönskukennari, ein- hleypur og fer mikið einförum að jafnaði, fær allt í einu ákaft svimakast á meðan hann er að kenna. Þetta atvik ruglar hann algjörlega í ríminu <?g veldur honum sífelld- um, nagandi ótta. Áður en langt um líöur er hann farinn að taka upp á því að forðast verslanamiðstöðvar, hraöbrautir og renni- stiga, en allt slíkt verkar þannig á hann, að hann fyllist óviðráðanlegri kvíðatilfinn- ingu og hann verðurtaugaspenntur. Sumir sérfræöingar á þessu sviði halda því fram, að fólk sé nú á dögum yfirleitt haldiö mun ríkari kvíðatilfinningu en nokk- urn tima áður og benda í því sambandi á hættuna á kjarnorkustyrjöld, á vaxandi tíðni glæpa og alls konar afbrota, á hryðju- verk og aukna óvissu um efnalega afkomu. Ótímabærar aðvaranir taugakerfisins Ýmsir reyndir starfandi sálfræðingar, sem dagsdaglega eru með sjúklinga til meðferðar, sem þjást af stöðugum, óeöli- legum ótta og kvíða, halda því fram, að eiginlega hafi alls ekki átt sér stað nein raunveruleg breyting í þessum efnum. Þeir segja, að kvíðinn sé viss hluti af mannlegu eðli: Það eru hins vegar ástæð- urnarfyrir kvíðanum, sem eru breytilegar á hverjum tíma (erfiöir tímar valda gjarnan áhyggjum af því að fá ekki aflaö nógu mikils, gnægtartímabil valda á hinn bóginn áhyggjum af því að fá nóg af öllu — og halda því síðan). Sú staðreynd, að heimurinn kynni ef til vill að springa í tætlur er samt sem áður ekki fullnægjandi skýring á því, af hverju maður ætti að vera hræddur við að fara upp í strætisvagn. Kvíðatilfinningin sprett- ur af viðbrögðum alls taugakerfisins, sem fær líkamann til að bregöast við þeirri hættu, sem maður skynjar og gera réttar ráðstafanir þar að lútandi. Þegar óregla kemst á þetta kerfi, taka viövörunarbjöllur líkamans að hringja of oft, líkt og einhver drukkinn hringjari gæti ómögulega hætt að toga án afláts í strengi kirkjuklukknanna. Öfugt við það sem oftast er uppi á teningn- um, þegar um venjulegar áhyggjur er að ræða, eru þessar óeðlilegu, ásæknu kvíða- tilfinningar nægilega alvarlegar og sterkar til að geta breytt sjálfu eðli lífs manns eða geta truflaö hæfileikann til þess að lifa lífinu og starfa á eðlilegan hátt. Gagnvirk áhrif sálar og líkama Líffræðingar hafa lagt á það mikið kapp að leita uppi erfðafræðilegar orsakir slíkra kvíðatruflana hjá fólki, eins og t.d. hættunni á því, að menn verði gripnir skyndilegri ofsahræðslu, þegar þeir eru undir miklu álagi. Svo virðist sem fram komi á hverju einasta ári eitthvert alveg nýtt „undralyf" gegn sjúklegum kvíða, en það eru þá lyf sem eiga að geta losað menn við þess háttar „óeðlileg efnaskipti" sem séu undir- rót kvíðans. Þeir sérfræðingar, sem hafa lagt sig fram við rannsóknir á sviði huglægra tengsla og atferlisfræði, halda því hins vegarfram, að þessartruflanir, sem lýsa sér í sjúklegum kvíða, fari að verulegu leyti eftir því, á hvern hátt fólk líti á þau atvik, sem fyrir það komi og hver viðbrögð manna séu í hverju tilviki. Þeir segja ennfremur, að kvíðatruflanir sýni fram á, að til sé visst samsvarandi ferli, þar sem hugur og líkami eigi gagnkvæman þátt, fáránlegur hugsun- argangur og sviti í lófum, tilfinningalegt uppnám í einrúmi og svo aftur gerðir fólks á almannafæri. Þarna eru samverkandi áhrif að verki. Dr. Aaron Beck, geðlæknir, sem núna er 64 ára að aldri, er upphafsmaður svo- kallaðrar hugfræði-meðferðar, en það er lækningaaðferð, sem leggur sérstaka áherzlu á þá sálfræðilegu þýðingu, sem felast kann að baki afbökuðum og af- skræmdum skynjunum manna, og þar sem teknar eru alvarlega og lagður fullur trún- aður á þýðingu neikvæðra tilfinninga og neikvæðs ávana í atferli manna, sem stefnt er gegn persónuleika og sjálfsvirðingu viðkomandi sjúklinga. Dr. Aaron Beck er nú yfirmaður hug- fræðilegu meðferðardeildarinnar við læknadeild Pennsylvaníuháskóla í Phila- delphiu í Bandaríkjunum. Hann hefur ásamt dr. Gary Emery, yfirmanni hugrænu meðferðarmiðstöðvarinnar við Kaliforníu- háskóla í Los Angeles, og Ruth Greenberg, sálfræðingi, ritað bókina „Kvíði og sjúkleg- ar hræðslukenndir" (Anxiety Disorders and Phobias). Tveir ólíkir á sama svidi Önnur hugræn meöferðarstöð er við Presbyteríska sjúkrahúsið, Rannsóknar- stofnunin í atferlisfræði. Það er David Burns, 43 ára geðlæknir og fyrrverandi nemandi Aarons Beck, sem kom þessari rannsóknarstofnun á fót. Þessir tveir sér- fræðingar eru að mörgu leyti líkir, en það er samt anzi margt, sem skilur þá að. Dr. Beck skrifar fremur greinar í fagtímarit, sem ætluð eru öðrum sérfræðingum til aflestrar — Burns skrifar aftur á móti grein- ar, sem ætlaðar eru öllum almenningi. Hann hefur samið tvær bækur, sem fjalla um tilfinningaleg vandamál, „ Vellíðan" (Fe- eling Good) og „ Náin fengs/"(lntimate Connections). Judy Eidelson, 31 gömul, er sálfræðingur, veitti áðurforstöðu heilsu- gæzludeildinni á rannsóknarstofnun dr. Burns, en starfrækir núna sína eigin stofu í Philadelphiu — hún er einnig fyrrverandi nemandi dr. Aarons Beck. Segja má, að á sviði hugrænnar sál- fræðimeðferðar sé borgin Philadelphiu orðin að sannkallaðri Mekka fyrir alla þá sálfræðinga, sem gjarnan vilja kynna sér aðra möguleika en þá sem felast í hefð- bundinni sálfræðilegri meðferð. Sama gild- ir um geðlækna, sem vilja bæta við þekk- ingu sína, bæði á huglægum sviðum og I um starfsemi heilans yfirleitt. Og við þessa starfsemi í Philadelphiu binda einnig fjöl- margir sjúklingar, sem ekki hefur tekizt að komast yfir þunglyndi og vinna bug á vonleysis- og kvíðatilfinningum, miklar vonir um bata. Nagandi ótti og kvíói „Sérstök einkenni sjúklegrar, viðvarandi kvíðatilfinningar er alltaf varnarleysistilfinn- ing, sem menn eru auk þess haldnir," segir dr. Aaron Beck. „Sú hætta, sem menn óttast, kann að vera sálræn: Hættan á að vera niðurlægður, hættan á að takast ekki að ávinna sér réttmæta viðurkenningu í augum annarra, hættan á að vera afneitað, að vera einn og yfirgefinn af öðrum, og svo hættan á að manni verði á að sýna einhvern veikleika, eitthvaö sem ekki er viðeigandi. En sú hætta, sem menn óttast að liggi einhvers staöar í leyni, getur líka varðað líkama manns. Maður, sem þjakað- ur er af kvíða yfir því, að áköf geöshræring eða andlegt uppnám, sem hann kemst stundum í, kunni að tákna að hann eigi orðið við einhvers konar sálfræðilegt vandamál að stríöa, lendir við það úr eðli- legu andlegu jafnvægi. Hann kann líka að óttast, að hann gangi með einhvern hræði- legan sjúkdóm eða sé í þann veginn aö fá hjartaáfall eða heilablóðfall. Stundum endurspeglar þó kvíðinn raunverulega hættu, sem yfir vofir, eins og reyndin er í tilviki konu nokkurrar, sem haldin er stöð- ugum ótta við að morðóður eiginmaður hennar kunni að drepa hana. I nútíma þjóð- félögum brýzt þessi óttatilfinning þó oft út á annan og öndverðan hátt — konan bregst við eins og eiginmaður hennar sé sífellt að sýna lit á að vilja drepa hana, en maöurinn bregst á hinn bóginn við þessum kvíða konunnar á þá lund, að honum finnst nánast eins og hann gangi sífellt á strengdri línu, án þess að hafa nokkuð öryggisnet að treysta á." Til þess að skilja til hlítar, hvernig þeim tengslum er varið, sem eru á milli hugar og líkama, þegar sjúkleg kvíðatilfinning nær tökum á manni, er gott að leiða hug- ann að venjulegri tilurð og forsögu agora- phobiu eða víðáttufælni — en það er sjúk- legur ótti við víðáttumikil bersvæði, jafnt í bókstaflegum skilningi sem í yfirfærðri merkingu. AA vera á andlegum ver- gangi í flestum tilvikum á agoraphobía rætur sínar að rekja til skyndilegs, þungbærs ástvinamissis eða til einhvers þess konar átakanlegs atburðar eða atviks, sem reynt hefur til hins ýtrasta á taugar viðkomandi og hefur varanlega veikt tilfinningalegar og líkamlegar varnir þess einstaklings, sem + t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.