Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 2

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, VEDSKQTI/AIVINNUIÍF FIMMTUDAGUR24.APRÍL1986 2_B — Iðnaðarmenn Hugbúnaður frá Kerfisþróun og Softver varð fyrir valinu LANDSSAMBAND iðnaðarmanna gekkst fyrir skömmu fyrir útboði á hugbúnaði og vélbúnaði, sem er sérstaklega ætlaður byggingariðn- aði. Tveimur tilboðum i hugbúnað var tekið frá Kerfisþróun og Softver. Tilboði Aco hf. í tölvubúnað var tekið og boði Lausnar sf. í prentara. Þegar hafa 18 fyrirtæki ákveðið að tölvuvæðast og Þorieifur Jónsson, framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðar- manna, sagði að búist væri við að fleiri fyrirtæki tækju ákvörðun um tölvuvæðingu. Útboðið er hluti af sérstöku tölvuverkefni landssambandsins með þátttöku fyrirtækja og miðar að því að fá á markaðinn hugbúnað, sem er sérstaklega sniðinn að þörf- um iðnmeistara og smærri verk- takafyrirtækja. í fyrsta hiuta verk- Tölvur VSIkeypti 8 Atlantis Vinnuveitendasamband ís- iands hefur fest kaup á átta Atlantistölvum frá ísienska tölvuframleiðandanum Atlantis. Tölvurnar verða notaðar m.a. sem útstöðvar fyrir meðalstóra Hewiett Packard móðurtölvu VSÍ. Atlantis hefur selt grimmt af tölvum sínum undanfarið, m.a. til iðnaðarráðuneytisins, Félags ísl. iðnrekenda, Iðntæknistofnunar auk fleiri stofnana og fyrr í vetur keypti Verslunarskólinn 30 Atlantistölvur að undangengnu útboði. efnisins var haldið námskeið og í öðrum hluta var útbúin útboðslýs- ing og fór útboðið fram í tveimur hlutum. Fyrst var leitað tilboða í breytingar og aðlögun á hugbúnaði frá Danmörku, sem var sérhannað- ur fyrir iðnmeistara. Landssamband iðnaðarmanna aflaði upplýsinga um þennan hugbúnað í gegnum sam- starf við samtök danskra bygging- armeistara og fékk leyfi til að bjóða hann íslenskum hugbúnaðarfyrir- tækjum, er vildu aðlaga hann ís- lenskum aðstæðum. Þorleifur sagði að sá er bauð hagstæðast í þennan hluta hefði fengið leyfi til þess að bjóða hug- búnaðinn í seinni hluta útboðsins, þar sem þess var farið á leit við fyrirtæki að þau byðu sinn eigin hugbúnað. 12 tilboð bárust. Ákveðið var að mæla með tveim- ur tilboðum, annars vegar frá Kerf- isþróun og hins vegar frá Softver sf. Hugbúnaðurinn frá Kerfisþróun er byggður á hugbúnaðinum frá dönsku meistarasamtökunum. Bún- aður Softvers hefur hins vegar verið á markaði hér á landi í nokkum tíma og var nýlega breytt þannig að hægt er að nota hann á einka- Morgunblaðið/Bjami UTBOÐ — Landssamband iðnaðarmanna hefur að undanfömu gengist fyrir sérstöku tölvuverkefni og fór fram útboð á vél- og hugbúnaði fyrir skömmu, sem er ætlaður iðnaðarmönnum. Á myndinni eru, frá vinstri: Sigurbergur Björnsson, verkfræðingur landssambandsins, Þorleifur Jónsson, framkvæmdastjóri þess og Páll Pétursson frá Softveri og Kristján Gunnarsson frá Kerfisþróun. tölvur. Fimm tilboð báust í vélbúnað Þriðji hluti verkefnisins er svo í þeim hluta verkefnisins. Talið er og urðu tölvur frá Aco og prentarar sjálf tölvuvæðingin og hafa 18 líklegt, eins og áður segir, að fleiri frá Lausn fyrir valinu. fýrirtæki þegar ákveðið að taka þátt sláist í hópinn innan tíðar. Samruni Útvegsbanka og einka- banka ekki fýsilegur kostur — segir Matthías Bjarnason viðskiptaráðherra FORRÁÐAMENN Verzlunar- bankans, Iðnaðarbankans og Sambands sparisjóða áttu ólorm- legar viðræður við Gylfa Þ. Gislason, prófessor, formann nefndar er vann að tillögum endurskipulagningu bankakerf- isins, og tengdust þær einkum hugmyndum um stofnun öflugs einkabanka með þátttöku Ut- vegsbankans. Verziunarbankinn lýsti sig reiðubúinn til frekari viðræðna og tilkynnti ráðherra um það. Þá var haldinn sameigin- legur fundur með viðskiptaráð- herra 30. desember siðastliðinn, þar sem aðilar lýstu sig reiðu- búna til áframhaldandi viðræðna um málið. Þessar upplýsingar komu fram í ræðu Sverris Norland, fráfarandi formanns bankastjómar Verzlunar- bankans. Frá því fyrmefndur fund- ur var haldinn í desember með ráð- herra hefur hann haft málið til meðferðar. Davíð Sch. Thorsteins- son, formaður bankaráðs Iðnaðar- bankans, sagði einnig frá þessum fundi með ráðherra á aðalfundi bankans. Afmælisráðstefna Stfórnunarfé- lagsins um stjórnun ínæstu framtíð Kunnur bandarískur fyrirtækjafrömuð- ur í hópi 9 fyrirlesara STJÓRNUN í framtíðinni verður umræðuefnið á hátíðarráðstefnu Stjórnunarfélags íslands í tilefni 25 ára afmælis féiagsins, en ráð- stefnan verður haldin í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, föstudag, og stendur frá 13.30 til 17.30. Niu fyrirlesarar verða á ráðstefnunni og þar af einn erlendur gestur, Ralph Sörenson, forstjóri Barry Wright Corporation. Ráðstefnustjóri verður Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar hf. leiðslufyrírtæki hluta fyrir ýmis hátæknifyrirtæki á sviði tölvuiðnað- ar, flugvéla- og skiþasmíðaiðnaðar, og maðurinn er sjálfur þekktur fyrirlesari. Hann þáði þegar boðið um að koma hingað, kannski vegna þess að hann var hér um tíma hermaður á Kéflavíkurflugvelli og þekkirtil landsins,“ segirLára. Ralph Sörensen hefur kosið að kalla fyrirlestur sinn “Strategy for growth and survival — different way at looking at strategy" sem hefur verið þýtt á íslensku sem Vöxtur og velgengni — nýjar leiðir í stefnumótun. Sörensen er um fimmtugt. Hann er doktor frá Harward Business School og á vegum Harward átti hann þátt í að setja á laggimar Asian Institute of Mangement í Manila á Filippseyj- um. Hann starfaði einnig um tíma við rannsóknir á stjómunarfræðum hjá virtri stofnun í Sviss og síðar að markaðsstörfum í höfuðstöðvum Nestle þar í landi. Hann varð for- stjóri Barry Wright Corp. 1981. Sörensen gegnir einnig fjölda trúnaðarstarfa í heimafylki sínu, Massachusetts, þar sem höfuð- stöðvar Barry Wright Corp. em. Hann hefur verið skólanefndarfor- maður Babson College sem er þekktur verslunarskóli og efldist hann mjög í stjómartíð Sörensens. Hann situr einnig í framkvæmda- „Það em að eiga sér stað miklar breytingar á stjómarháttum í fyrir- tækjum um þessar mundir, það færist æ meira í vöxt að stjómunar- menntaðir menn réu ráðnir til að veita fyrirtækjum forstöðu, það em að eiga sér stað umtalsverðar breyt- ingar á íjármagnsmarkaði, það er að verða umtalsverð breyting á rekstrammhverfi fyrirtækjanna og viðhorfsbreyting til reksturs fyrir- tækja, svo að okkur þykir við hæfi að staldra aðeins við á þessum tíma- mótum sem 25 ára afmæli Stjóm- unarfélagsins er og reyna að skyggnast inn í stjómun framtíðar- innar,“ segir Lára M. Ragnarsdótt- ir, framkvæmdastjóri Stjómunarfé- lagsins. Lára segir að af því tilefni hafi verið ákveðið að reyna að leiða saman ýmsa leiðandi stjómunar- menn í íslensku atvinnulífi og jafn- framt að reyna að skoða íslenska stjómunarhætti í samanburði við erlenda stjómun með því að fá einhvem kunnan erlendan fyrirles- ara. „Við vildum hins vegar fremur að þessi fyrirlesari hefði sjálfur einhveija raunvemlega reynslu af fyrirtækjastjómun en ekki einungis akademíska þekkingu og ég var svo ljónheppin að kunningi minn í Bandaríkjunum gat bent mér Ralph Sörenson, forstjóra Barry Wright Corporation, sem er þekkt fram- Ralph Sörensen stjóm Affíliated Publication, Inc., móðurfyrirtæki The Boston Globe, hjá Hughton Mifflin Company og Polaroid og situr að auki í ýmsum stjómum og ráðum, svo sem hjá aðalsjúkrahúsi fylkisins, hjá Bost- on-sinfóníunni, Simon Bolivar- stofnuninni, vísindasafninu í Boston og í The World Affairs Council. Einnig hefur hann nýlega verið kjörinn í stjórn Federal Reserve Bank of Boston og í ráðgjafamefnd fylkisins er Ijallar um hátæknimál, en Sörensen er náinn samstarfs- maður Mike Dukakis, hins vinsæla ríkisstjóra Massachusetts. Á eftir fyrirlestri Sörensen mun Sigurður Helgason, forstjóri Flug- leiða, gera samanburð á stjómunar- háttum í íslenskum og erlendum fyrirtækjum, Valur Valsson, banka- stjóri, mun fjalla um áhrif erlendrar aðildar á stjómun í íslenskum fyrir- tækjum; Gunnar Hansson, forstjóri IBM á Islandi, mun ljalla um hlut- verk stjómandans í framtíðinnj, Þórir Einarsson, prófessor við HÍ, fjallar um nútímann og stjómun í íslenskum fyrirtækjum, Magnús Pétursson, hagsýslustjóri, Ijallar um breytta stjómarhætti í opin- berum rekstri, Kristinn Bjömsson, forstjóri Nóa og Sírius, ræðir um þróun í stjómun smárra fyrirtækja, og Jón Sigurðsson, forstjóri Is- lenska jámblendifélagsins, mun ljalla um þróun íslenskra stórfyrir- tækja í framtíðinni. í lokin mun síðan Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskip, draga upp þá mynd af íslenskri stjómun sem birtist í þessum fyrirlestrum öllum og hafa síðasta orðið. Matthías Bjarnason, viðskipta- ráðherra, sagði að þessi mál væm flókin og ætti eftir að ráða ráðum margra áður en ákvörðun yrði tek- in. Hann sagði að tíðinda væri ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í haust. Ráðherra telur að ekki sé unnt að stofna öflugan einkabanka, nema með þátttöku ríkisbanka á hlutafélagsgrundvelli. Hann sagði að hins vegar væri sjálfsagt að haga löggjöf þannig að hægt væri að selja hlut ríkisins á nokkrum árum. Þegar ráðherra var spurður um hugsanlega sameiningu áður- nefndra aðila með það í huga að stofna öflugan einkabanka ásamt Útvegsbanka sagði hann að það væri ekki fysilegur kostur. Hann sagði að slíkur banki yrði aldrei sterkur einkabanki. „Einkabankar í landinu em alltof litlir og í raun alltof margir. Ríkisbankamir em einnig of margir. Það er verður annaðhvort að sameina ríkisbanka eða stofna úr ríkisbönkum og einka- bönkum sterkan hlutafélags- banka," sagði ráðherra. Heimilisvörudeild býður kaupleigu HeimilisvÖrudeild sambandsins hefur nú í samstarfi við Sam- vinnusjóð Islands tekið upp nýja þjónustu fyrir viðskiptavini til að fjármagna fjárfrekar rekstr- arvörur af ýmsu tagi, að því er fram kemur í fréttabréfi versl- unardeildar Sambandsins. Þessi þjónusta er fólgin í því að við- skiptamönnum er boðið upp á kaupleigu, þ.e. samninga um „leigu“, t.d. á innréttingum, tækjum í matvælavinnslu, í stór- eidhús og aðra áþekka starfsemi. Kjörin em fólgin í því að í stað kaupa er búnaðurinn tekinn á leigu til ákveðins tíma. Að leigutímanum loknum samþykkir leigukaupi að kaupa hinn leigða búnað á broti upphaflegs verðmætis. I fréttinni kemur fram að séu menn að hugleiða t.d. nýjar inn- réttingar, kjötvinnslutæki, ísvélar eða annan þann búnað sem heimilis- vömdeild getur útvegað, sé rétt fyrir þá sömu aðila að íhuga þennan möguleika.___________- - -___/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.