Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSHPn/AIVINNULÍF FIMMTUÐAGUR 24. APRÍL1986
B ð
4
lespenna inn í tölvuna. Þar með er
tvennt unnið. Annars vegar yfírlit
um stöðu einstakra verkefna og
hins vegar gögn fyrir launaútreikn-
ing.
Hugbúnaður aldrei
fullgerður
„Flestir þekkja strikamerkingu á
neytendavörum sem kemur að
miklum notum í smásöluverslun, en
þessa tækni má nýta á ýmsum
sviðum," sagði Magnús. „Villu-
hætta snarminnkar með þessu móti
og auk þess tekur skráning minni
tíma.“
„Fyrsta skráningastöðin verður
sett upp til reynslu í næstu viku,
og við munum síðan í kjölfarið fara
að kynna þessar nýjungar fyrir
iðnfyrirtækjum sem hafa okkar
hugbúnað.“
Snar þáttur í starfseminni er
þjónusta við notendur. Til að
tryggja að hún verði sem best geta
þeir sem þess óska gerst áskrifend-
ur að öllum viðbótum sem gerðar
eru á hugbúnaðinum.
„Hugbúnaður er aldrei fullgerð-
ur. Líftími hugbúnaðar sem ekkert
er haldið við er varla lengri en tvö
ár. Það gildir sama um hugbúnað
og annan iðnað; stöðug vöruþróun
er nauðsynleg," sagði Gunnar Ingi-
mundarson.
Hugur hf. er einnig söluaðili fyrir
BOS-hugbúnað, en þar er um að
ræða alhliða viðskiptahugbúnað
sem nota má á ýmsar gerðir tölva,
m.a. einkatölvur. Tollstjóri, hug-
búnaður til að vinna tollskýrslur og
framkvæma verðútreikning, var
hannaður af Hug, og vinnur hann
með öðrum Bos verkefnum.
„Síðast en ekki síst ætlum við
okkur að sinna almennri ráðgjöf í
tengslum við tölvuvæðingu," sögðu
þeir Gunnar og Magnús. „Það líður
oft langur tími frá því tölvan er
komin í hús og þar til verkefni eru
farin að vinna einsog til var ætlast.
Fyrirtæki eru misvel í stakk búin
til að tileinka sér þessa nýju tækni
og þurfa iðulega á ráðgjöf að halda
þegar fyrstu skrefin eru stigin,"
sögðu þeir félagar að lokum.
Starfsmenn Hugar eru nú fímm,
auk fjögurra lausráðinna. Fastir
starfsmenn auk Gunnars og Magn-
úsar eru Sigurður Karlsson, Kári
Harðarson og Magnús Jónsson.
Hugur er til húsa að hamraborg
12 í Kópavogi.
Compugraphic kynnir nýjan
innskriftar- og umbrotsskjá
COMPUGRAPHIC Corporation
kynnti í byrjun síðasta mánaðar
nýjan umbrots- og setningarskjá
sem tengist MCS-setningarkerf-
inu, Powerview 5. Umboðsfyrir-
tæki Compugraphic á íslandi og
deildarstjóri tölvudeildar þess,
Sveinn Guðmundsson, staðhæfir
að enginn framleiðandi setning-
artölva geti nú boðið jafn ódýran
og öflugan innskriftar- og um-
brotsskjá og Compugraphic ger-
ir með Powerview 5. Að sögn
Sveins hefur Compugraphic
verulega markaðshlutdeild á
prentmarkaðinum hér á landi.
Um 30 fyrirtæki eru með búnað
frá þessu fyrirtæki og þar af 2—3
prentsmiðjur með stærri gerðina
af umbrotsskjám frá Compu-
graphic.
Sveinn segir, að kostimir við að
hafa innskrift og umbrot á sama
skjá séu augljósir, því að um leið
og textinn sé skrifaður inn á skjá-
inn, sjái setjarinn hann þegar í stað
umbrotinn og geti þannig gert þær
breytingar sem nauðsynlegar eru
um leið og innskriftin á sér stað.
Allar skipanir um leturstærð, línu-
lengd, töflur, ramma, lóðrétt og
lárétt strik sjáist um leið á skjáum
og eins og textinn kemur til með
að líta út í endanlegri gerð á papp-
ímum.
Skjánum á MCS Powerview er
deilt niður í ijögur svæði eins og
hér segir:
Upplýsingalínur sem gefa upplýs-
ingar um leturstærð, leturgerð,
línulengd, töfludálka og lengd dálks
svo eitthvað sé nefnt.
Innskriftarsvæði sem getur verið
1—10 línur. Þar sést textinn óum-
brotinn ásamt tilheyrandi skipun-
um.
Umbrotssvæði sem getur verið
1—10 línur. Á umbrotssvæðinu sést
textinn eins og hann kemur til með
að líta endanlega út, út úr setninga-
vélinni.
Valmyndasvæði þar sem notandi
Morgunblaðið/ÓI.K.M.
í RÁSHOLUNUM — Starfsmenn og eigendur nýja hug-
búnaðarhússins Þröstur Karlsson, Ólafur Torfason og Magnús Theó-
dórsson í húsakynnum Hugbúnaðarbankans í Síðumúla 21.
Hugbúnaðarbankinn
byrjar starfsemi
TEKIÐ er til starfa í Reykjavík
nýtt hugbúnaðarfyrirtæki sem
kallast Hugbúnaðarbankinn hf.
Tilgangur fyrirtækisins er alhliða
tölvuþjónusta svo sem ráðgjöf,
námskeiðahald, kerfissetning og
forritun. Hugbúnaðarbankinn
hefur í umboðssölu stöðluð bók-
haldsforrit, fjárhags- og við-
skiptamannabókhald, svo og
birgða- og pantanakerfi. Þessi
kerfi eru gerð af Tölvubankanum
sf. og eru notendur þeirra nú á
annað hundrað — einkafyrirtæki
samvinnufyrirtæki og opinberar
stofnanir, að því er segir í frétt
frá Hugbúnaðarbankanum.
Starfsmenn Hugbúnaðarbankans
getur ákveðið stærð umbrots- og
innskriftarsvæðis og jafnframt
stækkað eða minnkað umbrotið til
þess að skoða nánar einstaka hluta
þess betur. Valmyndasvæðið hverf-
ur af skjánum þegar það er ekki í
notkun.
Stafímir á umbrotssvæðinu eru
sýndir svartir á hvítum fleti en á
innskriftarsvæðinu hvítir á svörtum
fleti. Vinnslan á MCS Powerview
er eins og á öðrum MCS-tölvum.
Lykilborðið og forrit t.d. Pow-
erpage, lóðrétt strik og töfluupp-
setningar virka eins og á öðmm
MCS-skjám þó svo þeir hafí ekki
umbrotsmöguleika. Þannig er end-
urmenntun starfsfólks,- sem kann á
MCS-kerfíð, engin. Vinnuspamaður
við það að sjá textann umbrotinn
um leið og hann er skrifaður inn
er eins og allir sjá verulegur. Not-
endur Powerview-kerfa hafa orðið
varir við mjög mikinn vinnuspamað
við uppsetningu á bókum, alls kyns
tímaritagreinum svo að ekki sé
talað um töfluuppsetningar og
uppsetningu ýmiss konar reiknings-
forma.
MCS Powerview 5 er sjálfstæð
tölva sem getur tengst öllum
MCS-setningarvélunum þ.e. MCS
8000, sem er með setningarhraða
50 lpm, MCS 8400 sem er með
setningarhraða 150 lpm eða 325
lpm. MCS Powerview 5 er byggt í
kringum mjög öfluga örtölvu og er
með 1 MB minni og 2x320 Kb
diskettudrifí. Hægt er að bæta við
viðbótarbúnaði eins og t.d. 10 eða
30 MB diskdrifí og innifalið er
tengistykki fyrir móttöku á texta
frá hinum ýmsu tölvum, stómm og
smáum.
Compugraphic mun sýna Pow-
erview 5 ásamt ýmsum öðrum nýj-
ungum á DRUPA-prentiðnaðarsýn-
ingunni sem byijar 2. maí nk. i
sýningarbás nr. 4E06-4E05.
NYJUNG — Hér er unnið á nýja umbrotsskjáinn frá Compugrap-
hic Powerview 5 en hann verður kynntur sérstaklega á DRUPA-
prentiðnaðarsýningunni í lok næstu viku. Þá sýningu sækir jafnan
fyöldi íslendinga.
RAINBOwfáZ
NAVICATiO
Beinar siglingar milli Njarðvikur og Norfolk með Mv. .RAINB0W hopev
Flvtium stvkkja-, palla- og gámavoru, fvrstivóru og frvstigáma.
Umboðsmenn okkar eru
Gunnar Guöjónsson sf
Hafnarstræti 5
P0 Box 290
121 Reylgavik
Simi 29200 Telex 2014
Mendian Ship Agency. inc
201 E Citv Hall Ave. Suite 501
Norfolk Va 23510
US.A
Simi (8041-625-5612
Telex 710-881-1256
Áætlun: Lestunardagar
NJARÐVÍK — NORFOLK
24. apríl — 26. apríl
6. maí — 16. maí
26. maí — 6.júní
(jfc Rainbow
Navigationjnc.
eru nú þrír, þeir Magnús Theódórs-
son, kerfisfræðingur, Ólafur Torfa-
son, kerfísfræðingur og Þröstur
Karlsson, kerfísfræðingur sem jafn-
framt er framkvæmdastjóri fyrir-
tækisins.
Stofnendur og eigendur Hug-
búnaðarbankans eru ofangreindir
starfsmenn en einnig er Tölvubank-
inn sf. stór hluthafí og náin sam-
vinna milli fyrirtækjanna.
Hugbúnaðarbankinn hefur yfír að
ráða IBM S/36 og IBM PC tölvum
en í frétt fyrirtækisins segir að það
sé hins vegar stefna þess að binda
sig ekki við ákveðin vörumerki í
vélbúnaði heldur þróa kerfí á aðrar
tölvugerðir ef svo ber við.
Seljend ur og ka upendur
hlutabréfa
Markmið okkar er að stuðla að eflingu og þróun hluta-
bréfaviðskipta hér á landi og að starfrækja hlutabréfa-
markað
Kaupum og seljum hlutabréf i eftirtöldum hlutafélögum
á eftirfarandi verði:*)
Eimskipafélagíslands hf.
Flugleiðir hf.
Iðnaðarbankinn hf.
Verslunarbankinn hf.
*) Áskilinn er réttur til að takmarka þá fjárhæð sem keypt er fyrir.
Veitum hvers kyns ráðgjöf og aðstoð við stofnun hlutafélaga, verðmat
hlutabréfa, útboð hlutafjár og kaup og sölu hlutabréfa.
Kaupverð Kaupverð Söluverð Söluverð
n.v. 100 kr. að lokinni m.v. lOOkr. að lokinni
nafnverðs jöfnun nafnverðs jöfnun
340 170 366 183
365 394
125 91 135 98
125 91 135 98
Hlutabréfamarkaðurinn hf
Skólavörðustig 12,3. h. Reykjavík. Sími 21677