Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, .VIÐaKlHl/fflVINNUllF FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986
B 7
Tölvur
Digital sækir fram
GENGI Digital, bandaríska
tölvufyrirtækisins á verðbréfa-
mörkuðum hefur verið með ólík-
indum á undanförnum mánuð-
um. Fyrirtækið framleiðir eink-
um tölvur til nota í vísindum og
verkfræði, og er erfitt fyrir aðra
en þá er hafa sérþekkingu að
nýta sér tölvurnar. Verð á hluta-
bréfum í Digital (DEC) iækkaði
nokkuð fyrri part síðasta árs.
Frá þeim tíma hefur verð bréf-
anna meira en tvöfaldast.
Þegar tilkynnt var í síðustu viku
að hagnaður fyrirtækisins mánuð-
ina janúar—mars (þriðji ársfjórð-
ungur reikningsársins sem er júní-
maí) hefði verið 85,7% hærri en á
sama tíma 1985 hækkuðu hlutir í
fyrirtækinu um 3,75 dollara í 177
dollara. Á sama tíma hækkuðu
tekjur um 14,2%. Hagnaðurinn var
170,3 milljónir dollara (um 6.800
milljónir króna). Rekstrartekjur
námu 1,93 milljörðum dollara (um
80 milljarðar króna).
Björt framtíð
Margir sérfræðingar telja að
gengi DEC eigi eftir að vera meira
og Stephen K. Smith tölvusérfræð-
ingur hjá Paine Webber Inc. spáir
því að hagnaður á hvem hlut verði
á þessu reikningsári 9 dollarar og
12 dollarar á því næsta. Þá telja
sérfræðingar að hlutir í DEC hækki
um allt að 40% fram til 1987.
Hvers vegna vegnar DEC eins
vel og raun ber vitni? Svarið er
nýjungar. Á síðustu 18 mánuðum
hefur fyrirtækið kynnt sjö nýjar
öflugar og fullkomnar tölvur. Olíkt
öðmm tölvufyrirtækjum hefur DEC
ekki breytt hönnun á nýju tölvun-
um. Þannig geta viðskiptavinir
fyrirtækisins gengið að því sem vísu
að þeir em að kaupa öflugri tölvu,
sem ekki kallar á kostnaðarsamar
breytingar á hugbúnaði eins og við
kaup á tölvum frá mörgum öðmm
fyrirtækjum. Flaggskipin em
Micro, VAX II, VAX 8600 og 8650
. Tvær síðamefndu vélamar hafa
þegar gefið af sér yfír einn milljarð
dollara (um 41 milljarð króna) í
tekjur frá því þær vom kynntar í
október 1984. Og fyrstnefnda vélin
hefur einnig selst mjög vel. DEC
hefur selt yfír 20 þúsund vélar á
síðustu níu mánuðum.
DEC styrkir
samkeppnisstöðuna
g-agnvart IBM
DEC er annar stærsti tölvufram-
leiðandinn á eftir IBM og ein
ástæða þess hve fyrirtækinu gengur
vel nú er að það hefur styrkt stöðu
sína gagnvart IBM, sem H. Olsen
stofnandi og stjómarformaður DEC
er gjam á að kalla, „tölvurisann er
vill hafa einokun á markaðnum". í
mörg ár hafa þessi fyrirtæki forðast
beina samkeppni, IBM hefur átt
markaðinn fyrir stórar tölvusam-
stæður en DEC verið leiðandi í gerð
minni tölva. En samfara örri þróun
í gerð einkatölva hafa neytendur
meiri áhuga á tengingu við tölvunet
en kaupa nýjar vélar. „Og þar
stendur DEC betur að vígi en IBM,“
segir Patricia B. Seybold, ritstjóri
Patty Seybold’s Office System
Rebort í viðtali við Business Week.
Allar tölvur DEC em sambæri-
legar, byggja á sömu hönnun, tölvur
frá IBM em ekki allar sambærileg-
ar. Og ólíkt IBM ákvað DEC að
taka upp staðal fyrir tölvunet, kall-
að Ethemet. Og DEC sækir ákveðið
fram á nýjum mörkuðum. I febrúar
síðastliðnum, tóku forráðamenn
fyrirtækisins óvenjulegt skref og
tilkynntu að DEC ætli að þjóna
eigendum tölva frá öðmm framleið-
endum, ef þeir em tengdir Digital-
tölvuneti. Adolph F. Monosson, sem
gefur út fréttabréf fyrirtækisins
segir að með þessu fjölgi viðskipta-
vinum: „þetta er eins og líftrygg-
ing,“ segir Monosson, „Þegar þú
hefur einu sinni selt og þjónað
tölvuneti, þá hefurðu viðskiptavin-
ina um alla framtíð."
Hætta á fargjaldastríði
í A tlan tshafsflugin u
AUKIÐ sætaframboð og minnk-
andi eftirspurn á flugleiðum yfir
Norður-Atlantshafið hafa nú
þegar leitt til margskonar undir-
boða varðandi fjargjöldin á þess-
um leiðum, og margir telja að
fargjaldastríð sé óhjákvæmilegt
á komandi sumri.
Sem dæmi um undirboð má nefna
að brezka flugfélagið British Cale-
donian, sem heldur uppi ferðum
frá Gatwick-flugvelli til New York,
Los Angeles, Atlanta og Dallas/
Fort Worth í Bandaríkjunum hefur
lækkað fargjöld fram og til baka á
virkum dögum milli Gatwick og
New York um 74 sterlingspund, úr
362 pundum í 288 pund (úr kr.
22.300,- í kr. 17.740,-) fyrir mánuð-
ina apríl og maí. Og lækkunin er
enn meiri fyri rhelgarferðir.
Bandarísk flugfélög hafa einnig
boðið afsláttarfargjöld á flugleiðum
yfir N-Atlantshafið, og nemur af-
slátturinn allt að 30%.
Talsmaður Alþjóðasambands
flugfélaga, IATA, segir að sæta-
framframboð á nýlinum vetri hafí
verið langt umfram eftirspurn, og
nýtingin verið það léleg að um
750.000 sæti hafi verið óseld í
mánuði hveijum að meðaltali. Jafn-
gildir þetta því að um 100 þotur
af gerðinni DC 10 hafi að jafnaði
flogið tómar yfír Norður-Atlants-
hafíð í hverjum vetrarmánuðina.
Þrátt fyrir þessa lélegu sætanýt-
ingu og rúmlega 28% samdrátt í
fyrirfram bókunum fyrir komandi
sumar miðað við sumarið í fyrra
ætla mörg flugfélaganna að fjölga
ferðum sínum yfir Norður Atlants-
hafið á sumri komanda. Þar ber
fyrst að telja Pan American flug-
félagið, sem nú hefur selt flugrekst-
ur sinn á flugleiðunum yfir Kyrra-
hafið og ætlar að einbeita sér að
Atlantshafsfluginu. Pan Am verður
í sumar með 175 ferðir vikulega
milli Ameríku og Evrópu, en í fyrra
voru ferðimar 146 í viku og árið
1984 vom þær aðeins 98. American
Airlines mun nálega tvöfalda ferða-
Fjárlög
fjöldann, og verður með 21 ferð í
viku frá Chicago til Evrópu auk
flugs frá Dallas/Fort Worth. Og
Delta Airlines verður með 34 ferðir
vikulega frá Atlanta, en var í fyrra
með 23 ferðir í viku. Minni fjölgun
er fyrirhuguð hjá evrópskum flug-
félögum, og hefur til dæmis Air
France ákveðið sama ferðafjölda í
ár og í fyrra. En Lufthansa ætlar
þó að fjölga ferðum sínum til San
Francisco og Houston, og British
Airways ætlar að halda uppi dag-
legum ferðum til Tampa í Florida
í sumar, en í fyrra vom ferðimar
fimm í viku.
(Heimild: Financial Times og Wall Street
Jorunal)
Landbúnaður fær mest
55% verðmætasköpunar 1983 var í iðnaði
Á FJÁRLÖGUM fyrir yfirstand- birtust þessar upplýsingar. Þar er
andi ár nema framlögtil málefna bent á til samanburðar verðmæta-
atvinnuveganna 879 milljónum sköpun þessara þriggja atvinnu-
króna. Tæplega lielmingur fram- greina árið 1983, en ekki em til
laga ríkissjóðs fer til landbúnað- nýrri upplýsingar. Þar var hlutfall
ar, 36% til sjávarútvegs og nær öfugt miðað við framlög ríkisins.
15%tiliðnaðar. Verðmætasköpun iðnaðar var
í riti sem samband málmiðnaðar- ■ 55,1%, sjávarútvegs 33,4% og land-
fyrirtækja hefur nýlega gefíð út búnaðar 11,5%.
TÍDNIBREYTAR FYRIR
RIÐSTRAUMSMOTORA
^ FRÁ
0HITACHI
Tœkninýjung sem
byggö er upp ó ör-
tölvutœkni
Þýöur gangur á rafmótor
einnig viö lága tíöni.
Stillanlegur hrööunartími
frá 1—150 sek.
Mjög einföld handvirk
stjórnun.
Möguleiki á aö stýra sjálf-
virkt.
Grensásvegi 7.108 Reykjavik,
Box 8294, S:681665, 686064
MOVEMcrn CgHTIWCATC
Ctflltnings
SKJALAGERÐ
Til aó vörusendingar milli landa nái til réttra aðila á
umsaminn og hagkvæman hátt er mjög mikilvægt, að
rétt sé gengið frá útflutningsskjölum og spara þannig
kostnaö og fyrirhöfn er fylgir rangt útfylltum skjölum.
Tilgangur námskeiðsinsj er að kynna gerö helstu
útflutningsskjala sem notuð eru vegna útflutnings frá
íslandi til annarra landa.
Þátttakendur munu þurfa að leysa hagnýt verkefni
og er þannig stefnt að þvl að þeir fái sem mesta
reynslu I útfyllingu sllkra skjala.
Námskeiðið er ætlað
þeim er sjá m. a. um gerð
útflutningsskjala eða hafa hug á að hefja sllk störf.
Leiðbeinendur veröa: Karl Garðarsson og Magnús
Ásmundsson frá tollstjóraembættinu I Reykjavlk og
Jón Bjarni Bjarnason frá Flutningamiöluninni.
Staður og tími: Ánanaust 15, 29.-30. aprll 1986,
kl. 9.00-13.00.
:a sei^. spprrafV,gir
úrfVl
ÚTFLUTNINGS OG
MARKADSSKÓU ÍSLANDS
Stjómunarfélaa
Islands
Ánanaustum 15 ■ 101 Reykjavlk ■ 91-621063 ■ Tlx2085