Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 11

Morgunblaðið - 24.04.1986, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn«IVIWNUIÍF Fl¥MfG»AC?UR24.APRIL 1986 B "11 o ÞESSA LEID ■fer EINUNGIS FYRSTA FIOKKS STEINSTEYPA Innra eftirlit Það er fyrsta stigið í hinu þrefalda eftirliti B.M. Vallá með framleiðslunni. Innra eftirlit B.M. Vallá skiptist í: A) Daglegt eftirlit með steypunni og grunnefnum hennar. Tekin eru mörg sýni daglega sem prófuð eru m.a. með tilliti til styrks, sigmáls og loftinnihalds. B) Grunnprófanir sem gerðar eru á fylliefnum, íblöndunarefnum, steypu og tækjabúnaði. Innra eftirlit fyrirtækisins er í höndum eigin rannsóknarstofu, undir stjórn byggingarverkfræðings. Æþ Ytra eftirlit Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins framkvæmir skipulegt, óháð eftirlit með steinsteypuframleiðslu B.M. Vallá. Stofnunin fylgist með innra framleiðslueftirliti B.M. Vallá og gerir prófanir, jafnt á hráefnunum sem framleiðslunni. Eftirhtsferðir Rannsóknastofnunar byggingar- iðnaðarins eru 20-25 á ári, fyrirvaralausar og óreglubundnar, til þess að fram náist skýr mynd af framleiðslu B.M. Vallá. B.M. VALLÁ' B.M. Vallá hefur viðurkenningu Rannsóknastofnunar byggingariðnaðar- ins til steinsteypuframleiðslu í Framkvæmdaflokki A, sem er strangasti eftirlitsflokkur íslensks staðals um steinsteypu. Auk þessarar viðurkenningar hefur B.M. Vallá sams konar viðurkenningu byggingarfulltrúans í Reykjavík. Sjálfstætt eftirlit og ráðgjöf verkfræðistofu Þriðja eftirlitsstigið er ráðgjöf verkfræðinga Teiknistofunnar Óðinstorgi um ýmis mál er varða steinsteypuframleiðslu, svo og sjálfstætt eftirlit þeirra og upplýsingamiðlun. Með þessu þrefalda kerfi er kaupanda tryggð þrautkönnuð vara sem framleidd er samkvæmt ströngustu kröfum sem gerðar eru til steinsteypu hérlendis. o Þjálfun starfsmanna Síðast en ekki síst hefur B.M. Vallá kappkostað að auka þekkingu bílstjóra sinna og annarra starfsmanna á steinsteypu og meðferð hennar með skipulögðum fundum og námskeiðahaldi. Markmiðið er fyrsta flokks steinsteypa og örugg meðhöndlun hennar á byggingarstað. Stórir, sterkir og stundvísir AUK HF. 100.2/SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.