Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 13

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIPnÆVINNULÍF FIMMTUDÁGUR 24. ÁPRÍL1986 B 13 Érlent Verksmiðja framtíðarinnar Færibanda-fjöldaframleiðslan sem Henry Ford kom á í bílasmiðj- um sínum og var bæði sálardrep- andi fyrir starfsmennina og arð- vænleg fyrir bílasmiðjumar er orðin úrelt. Flest það sem smíðað er í verksmiðjum í dag — hvort sem það eru bflar, myndavélar eða kerta- stjakar — er stöðugum breytingum háð til að fullnægja duttlungum markaðarins. Mest velgengni iðn- ríkja tuttugustu og fyrstu aldarinn- ar verður hjá þeim sem ráða yfír verksmiðjum sem fljótastar eru að gera breytingar á framleiðslu sinni. í verksmiðju einni nálægt Fuji- ijalli í Japan smíða vélmenni ný vélmenni. Á daginn starfa 20 manns í verksmiðjunni. Að nætur- lagi starfa sjálfvirkar vélasamstæð- umar undir eftirliti eins manns, sem situr við stjómborð. Er hér um að ræða martröð sem orðin er að vem- leika, eða er þetta opinberun óska- landsins? Látið ekki biekkjast. Verksmiðj- an er sýningarskáli fyrir Fanuc, japanskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í sjálfvirkni. Fáar svipaðar verk- smiðjur em til enn sem komið er. En ný alda sjálfvirkni er að ríða yfir framleiðslugreinamar. Eitt merki þessa er gífurleg aukning í sölu sjáifstýritækja fyrir verksmiðjur. Hjá bandaríska fyrir- tækinu Intemational Data Corpor- ation er reiknað með að salan aukist úr 11 milljörðum dollara á síðasta ári í 40 milljarða dollara árið 1990. Annað merki þessarar auknu áherzlu á sjálfvirkni er sá áhugi sem stærstu fyrirtæki heims hafa sýnt í málinu. General Motors er þar fremst í flokki. Árið 1984 keypti GM-tölvufyrirtækið Electronic Data Systems (EDS) í Texas fyrir 2,25 milljarða dollara til að auðvelda hjá sér tölvuvæðingu. Nú ver GM um 9 milljörðum dollara á ári til að auka sjálfvirkni við framleiðsl- una. Verksmiðjueigendur vilja meiri sveigjanleika vegna þess að fjölda- framleiðsla er ekki lengur eftirsókn- arverð. Flestar málmsmiðrjur byggja reksturinn á framleiðslu málmhluta í smáu upplagi. Áætlað hefur verið að þrír fjórðu allra smíðagripa verk- smiðjanna séu smíðaðir í aðeins 50 eintökum, eða jafnvel færri. Sjald- gæft er orðið að verksmiðjur smíði sama hlutinn í þúsundum eintaka eins og áður var. En verksmiðjumar hafa enn ekki fyllilega tileinkað sér þessar breyttu aðstæður. Mikið af vélum dæmigerðra málmsmiðija standa ónotaðar um lengri tíma. Tölvufræðingar gera sér nú aukna grein fyrir því hvemig breyta verður verksmiðjunum til að aðlaga þær breytilegri framleiðslu. Þeir binda vonir sínar við samnýtingu þriggja tækniaðferða, en þær eru: tölvuvædd hönnun (CAD eða comp- uter-aided design), sveigjanleg framleiðslukerfi (FMS eða flexibls manufactoring systems), og það sem enn á lengra í land og sérfræð- ingar nefna tölvusamræmd fram- leiðsla (CIM eða computer-inte- grated manufactoring). Hvert er svo eðli þessara skamm- stafana? Til að sjá fram í tímann er rétt að líta á skýrslu sem sjálf- virknistofnunin við Purdue-háskóla í Indiana-ríki birti nýlega. í verk- srniðju framtíðarinnar, segir þar, verða pantanir teknar til vinnslu innan nokkurra klukkustunda en ekki vikna eins og nú tíðkast. Ef reksturinn á að ganga vel þarf að finna jafnvægi milli áhuga neytenda og þess hve auðvelt er að framleiða vöruna með þeim vél- búnaði sem tiltækur er. Verkfræð- ingar við Purdue-háskóla segja að hönnuðir framtíðarinnar þurfi ekki að leita til framleiðslufræðinga til að fá upplýsingar um hvort fram- leiðslan komi til með að seljast eða hve mikill framleiðslukostnaðurinn verði. Tölvuskjárinn sem hönnuð- imir vinni með verði tengdur tölvu- stýrðu gagnasafni Qg forritun sem FRAMTÍÐIN — í verksmiðju einni nálægt Fuji í Japan smíða vélmenni ný vélmenni. A daginn starfa 20 manns í verksmiðjunni, en að næturlagi sjálfvirkar vélasamstæður undir eftirliti eins starfsmanns. svari þessum spumingum jafn óð- um. Tölvumar geti til dæmis svarað því strax hvort burðarhlutir nýju vömnnar séu nægilega sterkir, eða hvort hitaviðnám sé nægilegt, eða hvort loftmótstaða sé rétt í hveiju tilfelli. Tölvubankamir gefa upplýs- ingar um áætlaðan framleiðslu- kostnað og skráir þau efni og tæki sem til þarf. Sérfræðingamir hjá Purdue segja að fljótlega verði unnt að he§a framleiðslu eftir að hönnun er lokið. Verksmiðjustjórar þurfi ekki lengur að búa vélar sínar nýj- um tækjum í hvert skipti sem breyt- ingar verða á framleiðslunni. I framtíðarsmiðjunum verða heldur ekki gömlu smíðavélamar sem sinna aðeins einu verkefni hver, eins og málmskurði, slípun, steypu eða suðu. Það verða fjölhæfar véla- samstæður sem vinna öll þessi verk og ganga allan sólarhringinn. Ef þessi framtíðarsýn Purdue og ann- arra stofnana kemst í framkvæmd mun sjálfvirknin fela í sér hags- bætur sem koma ekkert lækkuðum vinnukostnaði við. Þörf verksmiðj- anna fyrir að safna kostnaðarsöm- um birgðum og varahlutum til að mæta hugsanlegri eftirspum verður að engu. Sjálfvirknin leiðir til þess að hagkvæmt getur orðið fyrir smiðjumar að taka að sér smærri verkefni. Vélamar þurfa ekki að standa lengi ónotaðar. Ifyrirtæki sem ætla sér að reka verksmiðjur sínar á gamla mátann sitja senni- lega uppi verkefnalaus. (Heimild: The Economist) Á meðan þú lest þessa auglýsingu verða til 60 Ijósrit í U-BIX Ijósritunarvélum á Islandi. Að meðaltali eru það 5 Ijósrit á sekúndu, allan daginn, allan ársins hring. Það er vegna þess að U-BIX Ijósritunarvélarnar eru öflugar og hraðvirkar, hljóðlátar og einfaldar í notkun og hafa lága bilanatíðni. U-BIX Ijósritunarvélar fást í 12 mismunandi útfærslum, eru með sjálfvirka lýsingu og yfirleitt allt það er prýðir góðar Ijósritunarvélar. Þess vegna er U-BIX sjálfsagður kostur þegar Ijósritun er annars vegar. U-BIX LJÓSRITUNARVÉLAR VERÐ FRÁ....KR. 69.800 stgr. % SKRIFSTOFUVELAR H.F. % H verf isgötu 33 - S í mi 91 -20560 Helstu söluaöilar: Bókaversl. JónasarTómassonar Isafirði • Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Húsavík • Bókval Akureyri • E.Th. Mathiesen Hafnarfirði • Fjölritun s.f. Egjisstöðum • Kaupfél. Árnesingah.f. Selfossi • Kjarni Vestmannaeyjum *tíT ISIANDS AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss Elvira Oría Bakkafoss Elvira Oria NEWYORK Bakkafoss Elvira Oria Bakkafoss Elvira Oria HAUFAX Bakkafoss Bakkafoss BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss FEUXSTOWE Álafoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss ANTWERPEN Álafoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss ROTTERDAM Álafoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss HAMBORG Álafoss Eyrarfoss Álafoss Eyrarfoss GARSTON Fjallfoss Fjaltfoss IMMINGHAM Laxfoss Laxfoss BREMERHAVEN Laxfoss Laxfoss NORÐURLÖND/ EYSTRASALT ÁLABORG Skógafoss Skógafoss FREDRIKSTAD Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss HORSENS Reykjafoss Reykjafoss GAUTABORG Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss KAUPMANNAHÖFN Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss HELSINGJABORG Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss HELSINKI Skip Skip GDYNIA Dettifoss ÞÓRSHÖFN Skógafoss Reykjafoss Skógafoss Reykjafoss ÁLABORG Dettifoss RAUMA Dettifoss umeá Dettifoss RIGA Dettifoss 6. mai 21. maí 3. júnf 17. júní 5. mai 19. maí 2. júní 16. júni 10. mai 20. júni 27. apr. 4. mai 11. maí 18. mai 28. apr. 5. maí 12. maí 19. maí 29. apr. 6. mai 13. maí 20. maí 1. maí 7. maí 14. maí 21. mai 2. mai 8. maí 15. maí 22. maí 28. apr. 12. maí 5. maí 19. maí 6. maí 20. mai 28. apr. 12. maí 29. apr. 6. maí 13. mai 20. maí 9. mai 23. maí 30. apr. 7. maí 14. maí 21. maí 1. mai 8. maí 15. maí 22. maí 1. maí 8. mai 15. mai 22. maí 28. apr. 5. maí 18. maí 4. maí 11. mai 18. mai 25. maí 5. maí 8. maí 15. mai Áætlun innanlands. Vikulega: Reykjavík, isa- fjöröur, Akureyri. Hálfsmánaöarlega: Húsa- vík, Siglufjörður, Sauöár- krókur, Patreksfjöröur og Reyöarfjörður. EIMSKIP Pósthússtraati 2. Sími: 27100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.