Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 16

Morgunblaðið - 24.04.1986, Side 16
16 B JUttgtuifyfofcftí VmSKIPn AIVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. APRÍL1986 Á seiði Nýjar haíbeitarstöðvar þrengja aðþeim eldri í HINNI öru uppbyggingii fiskeldis sem nú á sér stað hér á landi fer ekki hjá þvi að ýmsir vaxtarverkir komi fram. Koma þá upp á yfirborðið hlutir sem menn hafa ef til vill ekki hugað nægilega vel að til þessa. Mikið er til dæmis um það að fyrirtækin setji stöðvar sinar niður í hnapp á tiltölulega Utlum svæðum, þar sem aðstaðan er best, þannig að mikil hætta er á árekstrum, ekki síst þar sem um hafbeitarstöðvar er að ræða. Hafbeit á laxi hefur verið stund- uð hér á landi í nærfellt tvo ára- tugi. Lengst af voru fá fyrirtæki í hafbeitinni og í tiltölulega litlum mæli. Nú eru hins vegar risastórar stöðvar í undirbúningi og upp- byggingu og eykst þá hættan á árekstrum, ekki síst þegar lög og reglur hins opinbera hafa ekki fylgt þróuninni eftir. Hættan er ekki síst fólgin í því að ef stöðvamar eru of nálægt hverri annarri og efnasam- setning vatnsins sem þær nota er svipuð er mikil hætta á að laxinn skili sér ekki í rétta stöð. Þannig geta smástöðvar, sem settar eru upp nálægt einhverri stórri stöð, ef til vill lifað góðu lífí, án þess að sleppa nema litlu af seiðum sjálfar, með því að setja upp gildrur til að að hirða laxinn frá nágrannastöð- inni. Þar sem mikill samgangur er á milli stöðva er einnig mikil sjúk- dómahætta. í grein sem Ámi ísaksson deild- arstjóri á Veiðimálastofnun hefur skrifað um hafbeitaraðstöðu kemur fram að eitt af þeim 7 atriðum sem hann telur vera helstu skilyrði fyrir góðri hafbeitaraðstöðu er að fjar- lægð í næstu hafbeitarstöð sé nægilega mikil. Færir hann rök fyrir því að æskileg vegalengd á milli hafbeitarstöðva sé að minnsta kosti 20 kílómetrar (strandlengjan) og enn lengri ef stöðvamar nota vatn af svipuðum uppruna. Faxaflóa- og Breiðafjarðarsvæð- ið er talið álitlegast til hafbeitar á íslandi. Flestar hafbeitarstöðvamar em á þessu svæði og margar í undirbúningi þannig að þegar er farið að stefna í hagsmunaárekstra. Á norðanverðu Reykjanesi eru nú tvær hafbeitarstöðvar, Vogalax hf. í Vogum og Pólarlax hf. í Straums- vík. Um 20 kílómetrar eru á milli stöðvanna. Þær nota báðar grunn- vatn undan Reykjanesskaga til aðdráttar fyrir laxinn og er efna- samsetning vatnsins keimlík. Næsta stöð austan við þessar tvær er Kollafjarðarstöðin, 20 km frá Straumsvík, en hún notar vatn úr Esjunni. Ámi segir í grein sinni að seiði frá Kollafjarðarstöðinni sem sleppt er í Vogum skili sér sáralítið í Kollafjörð en eitthvað í Straums- vík. Bendir hann á efnasamsetningu vatnsins og fjarlægð á milli stöð- vanna í þessu sambandi. Ámi hefur einnig bent á svipaða reynslu frá Oregon í Bandaríkjunum þar sem töluverður samgangur er á milli stöðva sem 40 mílur em á milli en báðar notast við sjódælingu til aðdráttar á hafbeitarlaxi. Stofnendur Lindalax hf., sem hafa gert áætlanir um gríðarstóra eldisstöð í Vatnsleysuvík, em meðal annars með hugmyndir um að setja upp Qórðu hafbeitarátöðina á þessu 40 km svæði. Vatnsleysuvík er á milli Vogalax og Pólarlax, og aðeins um 8 km frá síðartöldu stöðinni. Eigendur hinna stöðvanna em því sem vonlegt er áhyggjufullir vegna hafbeitar Lindalax. Ekki minnka þær áhyggjur þegar fregnir berast um hugmyndir manna um tvær stöðvar til viðbótar á þessu svæði, aðra í Fiekkuvík og hina utan við Þómstaði á Vatnsleysuströnd. Kristján Einarsson sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps segir að engar skriflegar beiðnir hafi enn komið til hreppsins varðandi þessar stöðvar, en hreppsnefndin væri eigi að síður búin að veita stofnendum Lindalax vilyrði fyrir hafbeitarstöð í Vatnsleysuvík. Hann sagði að í samningi hreppsins við Vogalax kæmi fram að ekki yrðu veitt leyfi til staðsetningar hafbeitarstöðva í næsta nágrenni stöðvarinnar, en allar þessar stöðvar væm utan þess svæðis. Hann sagði þó að ekki væri æskilegt að fleiri en þessar tvær stöðvar (Vogalax og Lindalax) væm í hreppnum og myndi hrepps- nefndin fara varlega í úthlutun fleiri leyfa. Ámi Isaksson deildarstjóri á Veiðimálastofnun lýsti þeirri skoð- un sinni í samtali við blaðamann að ekki væri skynsamlegt að setja hafbeitarstöð niður í Vatnsleysuvík, eða annars staðar á þessu svæði, vegna þess hversu stutt væri í HAFBEIT — Menn frá Kollaijarðarstöðinni, einni hafbeitar- stöðinni, em hér að draga fyrir. næstu stöðvar. í sama streng tóku forráðamenn þeirra stöðva sem fyrir em á svæðinu. „Ég fagna uppgangi hafbeitarinnar í landinu. En því er ekki að leyna að ég hef þungar áhyggjur af því að það geti slegið í bakseglin ef skipulagsmál af þessu tagi komast ekki í lag,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson framkvæmdastjóri Fjárfestingarfé- lags íslands, en Vogalaxstöðin er í eigu þess félags. Hann sagði einnig að rík skylda hvíldi á sveitarfélag- inu að fara með fullri gát í úthlutun aðstöðu fyrir nýjar hafbeitarstöðvar og benti á að einnig þyrfti leyfi veiðimálanefndar og veiðimála- stjóra til reksturs hafbeitarstöðva. Finnbogi Kjeld, einn af eigendum Pólarlax, sagði að það væri slæmt ef hafbeitarstöð yrði sett upp í Vatnsleysuvík vegna þess hvað hún væri stutt frá Straumsvík. Hann tók það fram að eigendur Pólarlax hefðu að öðm leyti ekkert á móti áformum um byggingu fískeldis- stöðvar í Vatnsleysuvík. Eiríkur Tómasson stjómarfor- maður Lindalax hf. sagðist ekki geta tjáð sig um þessi atriði, hann hefði ekki næga þekkingu til þess. Margt þyrfti að athuga í sambandi við uppbyggingu stöðvarinnar í Vatnsleysuvík og væri nálægðin við aðrar stöðvar þar á meðal. Þess ber að geta í þessu sam- bandi að engar reglur em til um það hér á landi hvað staðsetja megi hafbeitarstöðvar þétt á ströndinni en augljóst er af framansögðu að það er orðið meira en tímabært að stjómvöld taki af skarið í þessu efni áður en meiriháttar slys hljót- ast af. Búið er að leggja margar milljónir í uppbyggingu hafbeitar- stöðva og athafnamenn í fískeldi hljóta að þurfa að finna sér haf- beitaraðstöðu utan við þá lágmarks- fjarlægð frá núverandi stöðvum sem sérfræðingar telja skynsam- lega, annars er hætta á að fjármun- ir beggja hópanna fari í súginn. Þetta verður auðvitað að gerast í fullu samráði við fískeldisstöðvam- ar og samtök þeirra, því þetta er fyrst og fremst hagsmunamál þeirra. Samtök eldismanna hafa einmitt viljað vera stefnumótandi í þróun atvinnugreinarinnar og virð- ist það atriði sem hér er gert að umtalsefni vera borðleggjandi fyrir þá að takast á við. Jafnframt þarf að athuga ýmis mál varðandi staðsetningu stöðva sem byggja á seiðaeldi, strandeldi og sjókvíaeldi, þannig að ekki fari svo að stöðvamar eyðileggi hver fyrir annarri. Olfusið er dæmi um þetta þar sem margar stöðvar eru á tiltölulega litlu svæði. Hætt er við að illa geti farið ef stöðvamar era að taka ferskvatn úr sömu lind- unum eða skila úrganginum í lindir annarra stöðva. _ HBj. Borgarskráin á að verða fólki jafn töm ínotkun ogsímaskráin segir Björn Jónasson hjá Svörtu á hvítu HJÁ Bókaútgáfunni „Svart á hvtu“ er nú verið að vinna einu viða- mesta verkefni sem íslenskt útgáfufyrirtæki hefur ráðist í. Þetta er Borgarskráin - kortabók með upplýsingum um öll fyrirtæki, stofnanir og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu sem til hefur náðst. Borgarskráin verður prentuð í um 100 þúsund eintökum og dreift endurgjaldslaust inn á hvert heimili á landinu. ,Við eram búnir að senda út 12 þúsund bréf til allra fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu sem er að finna á skrá , allra aðila sem era með einhveija þjónustu eða hafa upp á eitthvað að bjóða sem á erindi í þessa bók,“ segir Björn Jónasson hjá „Svart á hvítu“. Þessir aðilar eiga allir að vera búnir að fá sent umslag sem geymir bréf frá út- gáfunni með upplýsingum um Borg- arskrána, útfyllingarseðli og og öðru umslagi til að setja útfyllingar- seðilinn í og setja má ófrímerkt í póst. Að sögn Bjöms verður bókin í þremur flokkum. I fyrsta lagi verð- ur að fínna í henni ágrip af sögu Reykjavíkur og lýsingu á helstu stjómsýslustofnunum og fyrirtækj- um borgarinnar. Síðan koma lit- prentuð kort af öllu höfuðborgar- svæðinu ásamt götuskrá þar sem vísað er á hvar viðkomandi götu sé að fínna á kortunum og loks er fyrirtækjaskrá. Skráning á fyrir- tæki í fyrirtækjaskrána ásamt einni skráningu í viðskipta- og þjónustu- skrá kostar 4.500 krónur, hver aukaskráning í þjónustuskrá 2.500 krónur til viðbótar og hver aukalína í starfssviði 1000 krónur. „Bókin er við það miðuð í fram- setningu að hún verði sem aðgengi- legust fyrir alla og við ætlumst til þess að Borgarskráin verði fólki jafn handhæg í notkun og síma- skráin. í því felast sölurök okkar,“ segir Björn. „Það hefur verið tilfinn- anlegur skortur á skrá af þessu tagi og þær aðrar bækur sem ég hef séð í þessum anda hafa tæpast verið nógu aðgengilegar í framsetn- ingu á upplýsingum til að ná til- gangi sínum að fullu." Borgarskráin hefur verið tvö ár í undirbúningi en nú er stefnt að útkomu hennar í október í haust. Reykjavíkurborg tengist útgáfu bókarinnar á þann hátt að hún telst þáttur í afmælishaldinu og leggur borgin til ágripið af sögu Reykjavík- ur ásamt upplýsingunum um stofn- anir og fyrirtæki hennar. Á móti mun borgin fá hlutdeild í þeim hagnaði sem af útgáfu bókarinnar kann að verða. Borgarskráin er viðamesta verk- efni sem Svart á hvítu hefur ráðist í til þessa. Þar áður var stærsta AF STAÐ — Starfsmenn hjá útgáfunni Svörtu á hvítu eru þegar byrjaðir að taka upp útfyllingarseðlana frá fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu og setja inn á tölvu og Borgarskráin verður þannig einnig til í tölvutæku formi og þar af leiðandi eins konar upplýsingabanki um allan fyrirtækjarekstur í Reykjavík og nágranna- byggðarlögunum. verkefnið útgáfa íslendingasagn- anna, sem Björn segir að hafi gengið með slíku ágætum að fyrir- tækinu er nú kleift að ráðast í þetta risavaxna verkefni. Svart á hvítu hefur verið í örum vexti á síðustu áram. Björn segir að mikil veltu- aukning hafí orðið á síðasta ári, ekki síst fyrir tilstilli íslendinga- sagnaútgáfunnar sem framhaid á að verða á og hann reiknar með að í ár muni veltan 6-8 faldast þegar Borgarskráin kemur til skjalanna. Fyrirtækið mun líka vaxa hressi- lega í mannahaldi fyrir bragðið því að Bjöm giskar á að milli 30 og 40 manns muni starfa hjá bóka- útgáfunni þegar mestur asinn verð- ur á þeim hjá Svörtu og hvítu núna í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.