Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 12
 12 B VTOSKIPn AIVINNUIÍF MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAÍ1986 Sútun Viðteljum íslensku gærumar þær bestu á markaðnum tel að við stæðum betur ef íslenskar gærur fengjust hvergi fullunnar nema frá íslandi - og það er beinlín- is asnalegt að flytja inn vöru sem til er í landinu. Eg hef heyrt eftir forráðamönnum SS að hagstæðara sé að selja gærumar hálfunnar úr landi og því eigi þeir ekki að vera að eyða tíma og vinnuafli í að full- vinna þær. Þetta er alrangt sjónar- mið að mínu mati. Það er ljóst að við skilum miklu meiru í þjóðarbúið af gjaldeyfi með því að fullvinna vöruna auk þess sem það á að vera metnaðarmál íslendinga að full- vinna sína vöm og selja til útlanda sem dýrastar." Annars sagði Þorbjörn forráða- menn Loðskinns býsna áhyggjufulla yfír þeim niðurskurði á sauðfjár- stofni sem yfírvofandi væri, „ef við Fjármögnun - segir Þorbjörn Árnason framkvæmda- stjóri Loðskinns hf. á Sauðárkróki Akureyri. „VIÐ HÖLDUM að erfiðleikar síðustu ára séu að baki. Við höfum næga þekkingu til þess að gera góða vöru - fullvinnum allar gærur nú en fyrstu árin voru gærur fyrst og fremst forsútaðar hér og einnig voru unnar skrautgærur," sagði Þorbjörn Árnason, fram- kvæmdastjóri sútunarverksmiðjunnar Loðskinns hf. á Sauðárkróki, í samtali við blaðamann Morgunblaðsins er hann kom í heimsókn á dögunum. Loðskinn hf. var stofnað 1969 og var, að sögn Þorbjöms, það aðallega gert vegna þess hve heitt vatn er ódýrt á Sauðárkróki. Fyrirtækiö gekk veru- leg-a á eigur sínar til kaupa á tækjum Skrautgærumar fóru á sínum tíma mest á Ameríkumarkað en þær forsútuðu til Evrópu - og undir lokin nær eingöngu til Póllands. „1982 lentu síðan allir í vandræðum með Pólveijana - þeir borguðu ekki og þá fóm menn fyrst að horfa fyrir alvöru á þann möguleika á að ftill- vinna vömna. Fyrirtækið gekk vemlega á eignir sínar til kaupa á tælq'um til slíkrar framleiðslu," sagði Þorbjöm, og bætti við: „Á sama tíma gerðist það að markað- urinn datt niður. Eftirspum eftir mokkaskinnum minnkaði mikið þannig að birgðir hlóðust upp. En í ársbyijun 1985 snerist dæmið við - eftirspumin jókst á ný. Nú höfum við þegar selt alla ársframleiðslu okkar á þessu ári og kannski gott betur. Allt nema ullina, nú er hún það eina sem gengur erfíðlega að selja." Um 50 manns vinna hjá Loð- skinni hf. og er fyrirtækið einn af stærri vinnustöðum á Sauðárkróki. Framleiðsluverðmæti ársins 1985 var að sögn Þorbjöms um 100 milljónir „og við greiddum um 20 milljónir króna í laun,“ sagði hann. SS vill ekki selja gærur innanlands Loðskinn fullvinnur allar sínar gætur eins og áður sagði, „og það gerir SÍS líka,“ sagði Þorbjöm. „SS selur hins vegar ennþá bróðurpart- inn af sínum gæmm úr landi. Við höfum viljað komast yfir þessar gærur - því það er ófremdarástand fyrir okkur að vera í verðstríði við íslenskar gærur sem eru sútaðar í Finnlandi, alveg ótækt. Markaður- inn hefur talið spánskar gærur bestar en við teljum íslenskar gæmr þær bestu. Islensku gæmmar em ekki þyngri ef þær em vel verkaðar og þær em stærri og því betri til fataframeiðslu. Þetta er atriði sem við viljum koma til skila á markaðn- um.“ SÍS er þegar farið að kaupa gæmr að utan og sagði Þorbjöm forráðamenn Loðskinns vera að gæla við þá hugmynd. „Við viljum ekki kaupa af SS á lægra verði en þeir fá úti en þeir hafa bara ekki viljað selja okkur. Við höfum farið fram á það við SS í sameiginlegu skeyti með SÍS að kaupa af þeim gæmr en það hefur ekki tekist. Ég fáum ekki að flytja inn gæmr, en menn em hálf hræddir við innflutn- ing vegna sauðfjárveikivama." Aðalmarkaður Loðskinns em Finnland, Svíþjóð, Noregur og Danmörk og sagði Þorbjöm það skipta fyrirtækið miklu máli að vera inni á markaði þar sem fólk væri vel efnað. „Skinnin era dýr vara og nú er mikið um að tískufatnaðar sé búinn til úr þeim.“ Fyrirtækið selur einnig á innanlandsmarkað. „Við seljum nokkuð mörgum saumastofum í Reykjavík. Við leggjum ekki áherslu á þann þátt en þeir sækja til okkar," sagði Þorbjörn. Þorbjöm tók við framkvæmda- stjórastöðu í Loðskinni í júní í fyrra. Hann er lærður lögfræðingur. Kom frá námi 1974 og vann sem fulltrúi hjá fógeta þar til í fyrra. „Þetta er áhugavert starf og viðskiptin fjöl- breytileg. Þetta er harður „bisness" og það er ömggt að ef maður býður ekki góða vöm er maður í veraleg- um vandræðum." Þorbjöm sagði að undirfarin tvö ár hefðu margar sútunarverksmiðjur á Norðurlönd- unum farið á hausinn þar sem þær hefðu ekki verið með nógu gott hráefni. Samkeppnin er mikil. Við im: >*. SUTUN — Þorbjöm Ámason framkvæmdastjóri loðskinns hf. í Þurrkklefanum, en þar em gæmmar þurrkaðar eftir sútun og litun. Á innfelldu myndinni er Gunnlaugur Þórarinsson að þurrka og vinda gæm eftir þvott. emm til dæmis í mikilli samkeppni við pelsa og mokkaflíkur, sem áður vom einungis skjólflíkur, em nú orðnar tískuvörur. Ýmislegt sem sást ekki áður eins og kápur og stuttir, léttir jakkar með nýtísku sniði. Það er gaman að sjá skinnin verða að slíkum fatnaði." Alltaf verið hreyk- inn af Loðskinni Þorbjöm segir það heljarmikið mál fyrir bæjarfélag einsog Sauðár- krók að hafa fyrirtæki sem Loð- skinn. „Það er mikilvægt að hafa svona meðalstórt iðnfyrirtæki sem stendur sig vel í harðri samkeppni. Ég hef alltaf verið hreykinn af Loðskinni - ég var það áður en ég fór að vinna hér - og ég er auðvitað grútmontinn í dag! Það vom erfíð- leikar í fyrirtækinu á undanfömum ámm en það var vegna ytri að- stæðna og ég held að fyrirtækið geti blómstrað á næstu ámm nema ef eitthvað stórkostlegt kæmi fyrir - einsog til dæmis ef við fengjum engin skinn til að vinna! Það segir sig sjálft að það má því ekki ger- ast,“ sagði Þorbjöm Ámason. Kaupþing býður nýja þjónustu - kröfukaup KAUPÞING hf. tekið upp nýja þjónustu, kröfukaup, í samvinnu við Félags íslenskra stórkaup- manna. Kröfukaup hafa lítið eða ekkert verið stunduð hér á landi, en þau fyrirtæki sem bjóða slíka þjónustu kaupa og innheimta vörureikninga. Á erlendu máli nefnist þessu starfsemi “factor- ing“. Davíð Bjömsson hjá Kaupþingi hf. sagði að undanfama þrjá mán- uði hefðu þeir reynt fyrir sér með kröfukaupum af nokkrum fyrir- tækjum: „Reynslan hefur verið það góð að það er áhugi fyrir því að halda áfram og þróa þessa starf- semi, en það tekur nokkum tíma.“ Þrenns konar þjónusta Árni Reynisson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra stórkaup- manna, fór þess á leit við forráða- menn Kaupþings undir lok síðasta árs að þeir könnuðu hvort mögulegt væri að taka þessa þjónustu upp. Þá þegar hafði Kaupþing kannað möguleika á að hefja slíka starf- semi. Ámi hafl þá um haustið kynnt sér kröfukaupafyrirtæki í Noregi og fulltrúar stærsta fyrirtækisins, A.S. Factoring Finans (ASF), vom hér á landi í síðustu viku og kynntu kröfukaup fyrir forystumönnum stórkaupmanna. Kröfukaupafyrirtæki bjóða yfír- leitt þrenns k.onar þjónustu. í fyrsta KRÖFUKAUP - Davíð Bjömsson hjá Kaupþingi, Leif Bem- hard Bjömstad og Nils Otto Nielsen frá norska fyrirtækinu A.S. og Ámi Reynisson framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna. lagi taka þau að sér innheimtu. í öðm lagi flármagna þau viðskipta- lán fyrirtækja og að íokum tryggja og ábyrgjast greiðslu á viðskipta- skuldum. Davíð sagði að Kaupþing keypti vömreikninga fyrirtækja og er ávöxtun 3,15% á mánuði eða 44% á ári. Hann sagði að vextir ættu að geta farið lækkandi eftir því sem í ljós kemur hvaða fyrirtæki em traust og góð. Þannig ættu vextir að geta farið niður í allt að 2,21% á mánuði, allt eftir því trausti sem skuldarinn nýtur. Þeir Leif Bernhard Bjömstad og Nils Otto Nielsen, frá ASF í Noregi sögðu á fundi með forystumönnum stórkaupmanna að vextir þeirra væm 2% á mánuði, þeir töldu hins vegar ólíklegt að hægt væri að fara með vexti svo lágt hér á landi t.d. vegna smæðar markaðarins. ASF kaupir 80% kröfunnar. Kaupþing hefur fram að þessu keypt hana alla. Þeir félagar sögðu að eftir að hafa haft fyrirtæki í áralöngum traustum viðskiptum þá fjármagni ASF kröfuna 100%. Davíð benti á að í raun færðu þeir viðskiptamannabókhald fyrir fyrirtæki og „þetta er því ekki eingöngu fjármögnun heldur einnig þjónusta". Kröfur fjár- magnaðar strax Kröfukaup henta að sögn Árna Reynissonar heildsölum og iðn- rekendum sérstaklega vel. Helstu kostir þeirra em fljótvirkari fyrir- greiðsla. Þessi viðskipti em meira í samræmi við daglegar þarfir fyrir- tækja, en þjónusta banka sem oft vill verða seinvirk. Kröfur fyrir- tækja em fjármagnaðar um leið og reikningar hafa verið undirritaðir. Innheimta í fyrirtækjum minnkar eða hverfur með öllu, þar sem kröfukaupafyrirtækið annast hana og jafnframt minnkar vinna við bókhald. Þannig er fyrirtækjum unnt að spara umtalsverða fjármuni í rekstri. Þeir Björnstad og Nielsen bentu á að skil skuldunauta væm mun betri þegar kröfukaupafyrir- tæki annast innheimtu og hætta á því að skuld glatist minnkar til muna. Eitt af því sem kröfukaupa- fyrirtæki gera er að afla sér upplýs- inga um gjaldþol og skilvísi skuldu- nauta. Þau auðvelda þannig selj- endum að taka ákvörðun um þau kjör sem kaupendum em boðun. Þegar um er að ræða viðskiptavin sem hefur staðið illa í skilum ráð- leggja kröfukaupafyrirtækin selj- endum að láta viðkomandi greiða vömna að fullu við afhendingu, ef ekki, kemur tvennt til greina: Annars vegar vilja kröfukaupafyrir- tækin ekki kaupa kröfuna þar sem áhættan er talin of mikil eða hins vegar að kröfur vanskilamanna em keyptar á lægra gengi en þeirra sem borga á réttum tíma. Þannig leiðir skilvísi fyrirtækja til þess að þau njóta betri viðskiptakjara. Síðast en ekki síst þá geta kröfu- kaup aukið veltuhraða lausafjár- muna fyrirtækja um 15% eða meira með bættri nýtingu fjármagns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.